Morgunblaðið - 18.10.2010, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.10.2010, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 8. O K T Ó B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  243. tölublað  98. árgangur  GLÆPASAGA ÚR SMIÐJU ÞÓRUNNAR SÆNSKA ROBYN SLÓ Í GEGN ENDURBYGGÐU EINARSHÚS Í BOLUNGARVÍK AIRWAVES 27 HARMUR OG HAMINGJA 9NAUTN AÐ SKRIFA 24 Morgunblaðið/Ernir  Barnalæknar hafa miklar áhyggjur af því að boðaður niður- skurður í fjárlagafrumvarpinu muni skerða þjónustu við börn, ekki aðeins í heilbrigðiskerfinu heldur einnig mennta- og félagslega kerf- inu. Óttast læknar samlegðaráhrif niðurskurðarins, þegar skorið sé niður á öllum vígstöðvum minnki getan til að sinna erfiðustu mál- unum. Ólafur Ó. Guðmundsson, yf- irlæknir á BUGL, tekur undir með barnalæknum. Það sé vel þekkt reynsla annarra þjóða að harkaleg- ur niðurskurður í stuðnings- og meðferðarúrræðum fyrir börn sem standa höllum fæti geti haft nei- kvæð áhrif til lengri tíma á virkni þeirra og heilsufar. »14 Minni geta í kerfinu til að sinna erf- iðustu málunum Skuldavandi » Sérfræðingahópur ríkis- stjórnarinnar metur þær leiðir sem rætt hefur verið um til lausnar skuldavandans. » Stjórnarandstaðan hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort fulltrúar hennar mæta áfram á samráðsfundi. Hjörtur J. Guðmundsson Helgi Bjarnason Engar niðurstöður urðu á fundi sér- fræðingahóps ríkisstjórnarinnar með Marinó G. Njálssyni, fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna, í gær þar sem rætt var um skulda- vanda heimilanna. Marinó segir að menn hafi farið yfir stöðuna á fund- inum og rætt kosti og galla þeirra hugmynda sem komið hafi fram. Hugmynd samtakanna um 18% al- menna niðurfellingu skulda hafi ekki verið rædd sérstaklega en verði tek- in fyrir á fundi í dag. Ragnheiður Elín Árnadóttir, for- maður þingflokks sjálfstæðismanna, segir að eftir að Ögmundur Jónasson hafi enn einu sinni komið með skoð- un sem gangi þvert á orð Steingríms J. Sigfússonar vakni spurningar um það hver sé stefna ríkisstjórnarinnar í þessu máli, eins og raunar öðrum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra mat stöðuna þannig á föstudag að svo mikil andstaða væri við til- lögur um flata niðurfærslu skulda að þær væru væntanlega komnar út af borðinu. Ögmundur segir mikilvægt að bankarnir komi til móts við fólk sem standi í skilum með afborganir sínar en búi við stórskert lífskjör af völdum hrunsins, en hafnar því að ágreiningur sé innan ríkisstjórnar- innar um það hvaða leið eigi að fara. „Það þýðir ekkert fyrir VG að vera bæði með og á móti,“ segir Ragn- heiður Elín. Var alvara að baki? „Það bendir sífellt fleira til þess sem ég óttaðist í upphafi, að ríkis- stjórnin væri að setja upp einhverja leiksýningu til að bregðast við ástandinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins. Hann efast um að alvara hafi verið á bak við þá afstöðu for- sætisráðherra að taka undir hug- myndir um almenna skuldaleiðrétt- ingu. Þór Saari, þingmaður Hreyfingar- innar, segir ljóst að ríkisstjórnin sé einungis að kaupa sér tíma dag frá degi og aldrei hafi verið nein alvara að baki undirtektum um almenna niðurfærslu skulda. Engar ákvarðanir enn um aðgerðir  Stjórnarandstaðan lýsir eftir stefnu ríkisstjórnarinnar MÁfram fundað »2 Enda þótt rúmlega tveir mánuðir séu til jóla sjást þess þegar merki að hátíð fari að höndum. Í verslun IKEA í Garðabænum eru jólatré komin víða upp og ungur snáði sem þar var á ferðinni í gær, Björgvin Brimi, sýndi einu hinna fagurlega skreyttu trjáa mikinn áhuga. „Við setjum yfir- leitt upp jólaskreytingar snemma í október og það mælist vel fyrir. Þetta lýsir og lífgar upp,“ segir Stefán Dagsson, vörustjóri IKEA á Íslandi. Jólaskreytingarnar eru komnar upp í IKEA Morgunblaðið/Kristinn  Landsbankinn hefur hækkað álag ofan á svo- nefnda LIBOR- vexti á erlendum lánum til þeirra fyrirtækja sem ekki eru í sér- stökum greiðslu- vanda. Að sögn talsmanns bank- ans er um almenna aðgerð að ræða og hækkunin ofan á LIBOR gengur þvert yfir allar atvinnugreinar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er í sumum tilfellum um umtalsverða hækkun að ræða og nemur hún jafnvel 200 punktum of- an á það álag sem var greitt fyrir á LIBOR-vexti. »12 NBI hækkar álag á erlendum lánum  „Við erum náttúrulega bara að gera það sem við getum til þess að varpa ljósi á það sem gerðist í aðdraganda hrunsins,“ segir Steinunn Guð- bjartsdóttir, for- maður slita- stjórnar Glitnis. Eitt af því sem stjórninni sé heimilt að gera sé að taka skýrslur af þeim sem geti veitt slíkar upplýsingar um málefni bankans. Steinunn hafnar því hins vegar alfarið að fyrrverandi starfsmaður bankans hafi verið beittur hótunum á fundi með slitastjórninni í júlí eins og fram kemur í kvörtun starfsmanns- ins til héraðsdóms. »2 Hafnar ásökunum um hótanir Steinunn Guðbjartsdóttir Óánægja er innan Þjóðkirkjunnar vegna tillögu um samskipti trúar- og lífsskoðunarhópa og Reykjavík- urborgar sem er til umfjöllunar í mannréttindaráði borgarinnar. Í tillögu meirihluta mannrétt- indaráðs er gert ráð fyrir að lokað verði fyrir aðgang trúar- og lífs- skoðunarhópa að leik- og grunn- skólum borgarinnar. Þannig verði ekki heimilt að gefa 10 ára börnum Nýja testamentið eins og gert hefur verið í áratugi eða kynna æskulýðs- starfsemi. Þá verður ekki leyft að fara í kirkjur á starfstíma skólanna og bænahald, sálmasöngur og list- sköpun í trúarlegum tilgangi verð- ur ekki heimil. »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Tillögur valda óánægju

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.