Morgunblaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Ómar Dekraður Keli annar lætur fara vel um sig í sófanum með Helga og Bjarna Valtý sem keppast um að klappa honum. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Nýi Keli er afskaplega stórog myndarlegur ogósköp gæfur og mann-elskur. Hann er gul- bröndóttur rétt eins og fyrirrennari hans, Keli fyrsti, en sá var reyndar meira hvítur. Sá nýi er líka breiðleit- ari. Feldurinn hans er mjög fallegur og núna er hann í konunglegri sum- arkápu,“ segir Bjarni Valtýr Guð- jónsson þar sem hann klappar stórum og værðarlegum ketti sem fengið hefur nafnið Keli annar. Keli annar er nýr heimilisköttur hjá Helga Ásgeirssyni á Njálsgöt- unni í Reykjavík, en Bjarni Valtýr er meðeigandi að kettinum, þó svo að hann búi í Borgarnesi. „Ég held alltaf til hjá Helga þegar ég kem til höfuðborgarinnar og Helgi vildi endilega að ég ætti hlutdeild í nýja kettinum.“ Keli annar fékk skírnar- vottorð og erfðaskrá Þeir eru ekki margir kett- irnir sem eiga bankabók með innistæðu og ýmsar aðrar eignir sem þeir hafa fengið í arf eftir annan kött. Keli er for- réttindaköttur og fordekr- aður eins og prinsum sæmir. Í dag hefst almenn miðasala á hina árlegu jólatónleika Björgvins Hall- dórssonar, Jólagesti Björgvins. Tón- leikarnir fara fram 4. og 5. desember í Laugardalshöllinni og 11. desember í Höllinni á Akureyri. Miðasalan er á Midi.is og í Bókabúð Máls og menn- ingar á Laugavegi 18. Ásamt Björgvini koma fram: Gissur Páll Gissurarson, Haukur Heiðar úr Diktu, Helgi Björns, Sigga & Högni úr Hjaltalín, Jóhanna Guðrún, Kristján Jóhannsson, Ragnhildur Gísladóttir, Valgerður Guðnadóttir. Auk þessa koma fram í Reykjavík þrjár alþjóð- legar stjörnur: Alexander Rybak, sig- urvegari Eurovision 2009, Paul Potts, sigurvegari Britain’s Got Talent og breska óperustjarnan Summer Wat- son. Endilega … … hugið að jólatónleikum Morgunblaðið/Eggert Jólagestir 2009 Björgvin Hall- dórsson kemur fólki í jólaskapið. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2010 Opið: má-fö. 12:30 -18:00, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp.201 S: 517 7727 nora.is , facebook.com/noraisland Fyrir bústaðinn og heimilið Í kvöld, mánudagskvöldið 18. október, verður haldið þriðja menningarkvöld í menningarmánuðinum október í Ár- borg. Þetta kvöld verður minnst Tryggva heitins Gunnarssonar, fyrrv. alþingismanns og hvatamanns að smíði Ölfusárbrúar árið 1891. Dag- skráin fer fram í Tryggvaskála við bakka Ölfusár og hefst kl. 20.00. Húsfyllir hefur verið á fyrstu tveimur menningarkvöldunum í menningarmánuðinum október. Þá var minnst þeirra Páls Lýðssonar, bónda og fræðamanns frá Litlu- Sandvík og Páls Ísólfssonar, tón- skálds frá Stokkseyri. Sérstakur gestur í kvöld er Þór Vig- fússon, fyrrverandi skólameistari, og mun hann segja sögur af Tryggva og starfi hans fyrir svæðið. Einnig munu koma fram nemendur frá Tónlistar- skóla Árnesinga, Karlakór Selfoss og Kvæðamannafélagið Árgali. Umsjón kvöldsins er í höndum Kjartans Björnssonar, formanns menningar- nefndar Sveitarfélagsins Árborgar. Frítt er inn og heitt á könnunni. Menningar- kvöld í Tryggvaskála Tryggvi Gunnarsson Það er fátt betra en að brosa og hlæja og hlæja. Það er samt ekki sjálfgefið að maður hlæi og erfitt að gera það eftir pöntunum enda er fátt fyndið sem ber fyrir augu manns dagsdaglega, í mestalagi er það bros- legt. Því þarf að bera sig eftir ein- hverju sem fær mann til að skella uppúr. Bloggsíðunni Whataboutfreewill- .blogspot.com er haldið úti af ungum Bandaríkjamanni að nafni Andrew, hann kveðst vera bitur. Á síðunni seg- ir hann að eina markmið sitt sé húm- or. „Ég skrifa, þú hlærð, þú sýnir vin- um þínum, þeir hlæja ... og svo kannski mun eitthvað ótrúlegt ger- ast,“ ritar hann á síðuna um tilgang hennar. Það er ekki langt síðan hann byrjaði að blogga en hann fær nokk- uð af heimsóknum og athugasemd- um við færslur sínar. Andrew er einn af þeim sem reyna að koma með gleði inn í líf fólks með því að gera grín að eigin óförum eða lífi. Bloggið gengur út á eigin aula- skap og óheppni, að gera grín að sjálfum sér virkar alltaf vel, það er betra en að gera grín að öðrum. Færslurnar eru síðan studdar ljós- myndum. Andrew er skemmtilegur penni, færslurnar eru reyndar misjafnar en margar bráðfyndnar. Í hliðardálki má sjá fjórar vinsælustu færslurnar hans og þær eru allar góðar. Vefsíðan www.whataboutfreewill.blogspot.com AP Hlátur Það er bæði hollt og gott að hlæja eins og sjá má á þessum bakföllum. Gerir grín að eigin aulaskap Mörgum kann að þykja að það svíði undan ástinni, en bandarískir vís- indamenn hafa leitt líkur að því að ástin lini þjáningar. Rannsóknir á heilastarfsemi gefa til kynna að ást- leitnar hugsanir hafi áhrif á þau svæði heilans, sem tengjast sárs- aukaviðbrögðum. Rannsakendur við Stanford há- skóla framkölluðu vægan sársauka í fimmtán ungmennum, sem á meðan horfðu á myndir af sínum heittelsk- uðu. Þeir sem rannsakaðir voru áttu það sameiginlegt að hafa nýlega haf- ið ástarsamband. Viðbrögðin voru síðan mæld og í ljós kom að myndirnar drógu úr sárs- aukaviðbrögðum. Reuters Ást Reynist góð við sársauka. Ástin linar sársauka Sambönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.