Morgunblaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2010
MÍMIR 6010101819 I°
HEKLA 6010101819 VI
GIMLI 6010101819 III°
I.O.O.F. 3 19110188 Dd.
Félagslíf
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Gisting
AKUREYRI
Höfum til leigu 50, 85 og 140 m²
sumarhús 5 km frá Akureyri, öll
með heitum potti og flottu útsýni yfir
Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir
á Akureyri. www.orlofshus.is,
Leó, s: 897- 5300. Húsnæði óskast
4-5 herbergja hús óskast til leigu
í ár Fjölskylda sem dvalið hefur
erlendis óskar eftir húsnæði til leigu í
ár, á höfuðborgarsvæðinu. Reglu-
semi, skilvísi og góðri umgengni
heitið. Fiskur09@gmail.com.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Námskeið í Hjartanærandi upp-
eldi f. ADHD Hjartanærandi uppeldi
er sérsamið fyrir börn með ADHD og
aðrar raskanir en hentar öllum. Gerir
kraftaverk. Hefst í Reykjanesbæ
20. okt., Hafnarfirði 21. okt. Uppl. í
s. 615 2161 og greta@hjartanae-
randi.net.
Til sölu
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
Við gerum húsið þitt þjófhelt
Fáðu alvöru þjófavörn á glugga og
hurðir sem heldur þjófunum úti.
Komum og gerum úttekt og tilboð og
sjáum um málið. Hringdu í 564 3013
og pantaðu ókeypis skoðunartíma.
Stenco.is
Ýmislegt
.is
persónuleg
strigaprentun
...þegar þú vilt þægindi
Kr. 6.500,-
Dömu sandalar með frönskum
rennilás. Litir: Ljósblátt, dökkblátt.
Stærðir 36-42.
Bonito ehf. Praxis
Faxafeni 10, 108 Reykjavík
Sími: 568 2878
Opnunartimi: mánud- föstud. kl.
11.00 - 17.00
www.praxis.is
Vandaðir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir, mikið úrval.
Stærðir: 36 - 42.
Verð frá 13.585,- til 14.785,-
Sími: 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18,
laugardaga 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bílar
Toyota árg. '05 ek. 94 þús. km.
Tacoma 3956 cc. slagrými 4 dyra.
Smá beygla hægra megin. 5 gíra,
sjálfskipting, 246 hestöfl, fjórhjóla-
drif, 1920 kg. 31" dekk. S. 663 1030.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, 4WD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Snorri Bjarnason
BMW 116i.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Húsviðhald
Þarft þú að breyta eða bæta
húsnæðið þitt? Hafðu samband,
kannaðu hvað ég get gert fyrir þig.
Guðmundur Gunnar, húsamíða-
meistari, sími 899 9825.
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Þakviðgerðir: Ryð- og lekavarnir
Öll göt og samskeyti þétt með seig-
fljótandi gúmmíkvoðu. 100% leka-
vörn. Góð ending og margir litir í
boði. Tilboð í síma 777-5697.
ÞAKVERND ehf.
Byssur
HAGLABYSSUR og SKOT
Vorum að fá sendingu af byssum og
skotum á frábæru verði.
Sportvörugerðin hf.
www. sportveidi.is.
✝ Helga MagneaKristjánsdóttir
fæddist í Hafnafirði
4. september 1945.
Hún lést á heimili
sínu 8. október
2010. Foreldrar
hennar voru Anna
Sigurrós Levor-
íusdóttir húsmóðir,
f. 29. ágúst 1915 á
Skálum á Langa-
nesi, d. 2. janúar
1967, og Kristján
Sólberg Sólbjarts-
son verkamaður, f.
28. júní 1899 í Bjarneyjum á
Breiðafirði, d. 30. júní 1964.
Systkini Helgu eru Sólbjört
Kristjánsdóttir, f. 9. desember
1940, Bryndís Guðrún Kristjáns-
dóttir, f. 22. október 1942, Davíð
Georg Kristjánsson, f. 20. júní
1948, og Magnús Magnússon, f.
29. júlí 1954. Helga eignaðist
dóttur, Svanfríði Önnu Lár-
usdóttur, 24. maí 1963, faðir
hennar er Lárus Svansson, f. 18.
nóvenber 1942. Börn Svanfríðar
eru Helga Lilja Óskarsdóttir, f.
22. maí 1991, hennar sonur er
Benjamín Elí Helguson, f. 21.
holti við Apavatn þar til þau
fluttu til Reykjavíkur. Helga hóf
hárgreiðslunám við Iðnskólann í
Reykjavík 1968 en auðnaðist
ekki að ljúka því. Hún starfaði
við ýmis verslunar- og sölustörf,
lengst af hjá Ljósprentsstofu
Sigríðar Zoëga og Co. í miðbæ
Reykjavíkur. Á árunum 1979-
1982 bjó Helga í Ólafsvík ásamt
sambýlismanni sínum Bjarna S.
Kjartanssyni og störfuðu þau hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga og í
versluninni Hvammi. Eftir það
ráku þau um nokkurra ára skeið
verslunina Hverfiskjötbúðina við
Hverfisgötu. Síðustu árin á
vinnumarkaði kynnti hún og
seldi Oriflame-snyrtivörur í
heimahúsum. Helga var einnig
mikil félagsvera og félagsstörf
og mannleg samskipti voru
henni hugleikin. Hún var ein af
stofnendum Sinawik-klúbbsins í
Ólafsvík, konur Kiwanis-manna,
og seinna var hún ein af fyrstu
konunum og stofnfélögum Kiw-
anis-klúbbsins Hörpu í Reykja-
vík þegar Kiwanis-menn veittu
konum aðgang að hreyfingunni.
Síðasta áratug hefur Helga síð-
an verið dyggur félagi Íþrótta-
félagsins Vals og harður stuðn-
ingsmaður meistaraflokks
kvenna í fótbolta.
Útför Helgu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 18.
október 2010, og hefst athöfnin
kl. 13.
október 2009. Jón
Bjarni Óskarsson, f.
4. ágúst 1995.
Helga giftst 1964
Kristni Jakobi Ver-
mundssyni, f. 13.
desember 1942. Þau
skildu 1977. Árið
1978 hóf hún sam-
búð með Bjarna Sig-
mari Kjartanssyni
verslunarmanni, f.
5. mars 1949. Sam-
an eiga þau Jónas
Elí Bjarnason, f. 28.
júlí 1981, unnusta
hans er Marina Kelly, f. 9. októ-
ber 1982. Þau eru búsett í Lond-
on; Kristínu Ýri Bjarnadóttur, f.
1. febrúar 1984, unnusti hennar
er Brynjar Már Valdimarsson, f.
19. desember 1978.
Helga ólst fyrstu árin sín upp
í þýskubúð við Straumsvík og
seinna í Hraunhvammi í Hafn-
arfirði. Hún gekk í Flensborg-
arskóla og seinna barnaskólann
á Álftanesi. Eftir að móðir henn-
ar veiktist alvarlega fylgdi
Helga föður sínum í Grímsnesið
en hann gerðist þar ráðsmaður á
Mosfelli og bjuggu þau í Vatns-
Elsku Helga mín, ég á svo erfitt
með að trúa því að þú sért farin frá
okkur, þetta gerðist allt á svo
stuttum tíma, frá því að þú veiktist
og kvaddir okkur. Þú varst svo
hjartagóð, það var svo gott að tala
við þig og þú varst alltaf svo góð
við mig.
Ég er þakklát fyrir þessar síð-
ustu vikur sem við áttum saman,
þær voru erfiðar en jafnframt eru
þær mér mjög dýrmætar. Það er
svo margs að minnast að ekki er
hægt að telja það upp í lítilli
kveðju. Ég á fallegar minningar
um hana Helgu systur í hjarta
mínu og það er það sem skipir
máli.
Í dag er hugur minn hjá Bjarna,
Svönu, Jónasi Elí, Kristínu Ýri,
Helgu Lilju, Jóni Bjarna, Benja-
mín Elí, Marinu og Brynjari sem
misst hafa svo mikið.Megi góður
Guð gefa ykkur styrk í dag og alla
daga.
Bryndís systir.
Helga systir mín lést 8. október
síðastliðinn. Nú er þessu lokið og
hún er farin yfir móðuna miklu,
eins og hún sagði við mig skömmu
áður en hún lést. Helga, litla systir,
eins og hún var alltaf kölluð af
okkur systrum hennar. Við vorum
þrjár systurnar og vorum mjög
samrýmdar þegar við vorum litlar,
en einnig eigum við tvo bræður.
Við höfum haldið góðu sambandi í
gegnum árin og það var alltaf gott
að koma í heimsókn til Helgu og fá
sér kaffi og tala um alla heima og
geima.
Hún átti góðan mann, hann
Bjarna og þrjú yndisleg börn,
Svönu, Jónas Elí og Kristínu Ýr.
Hún lifði fyrir fjölskyldu sína alveg
þar til yfir lauk. Helga var mjög já-
kvæð manneskja og hafði gaman af
að vera innan um fólk. Hún hafði
smitandi hlátur og þegar henni var
sagt eitthvað sem henni þótti sér-
staklega skemmtilegt þá hló hún
hátt og sló sér á læri.
Helga var búin að finna fyrir
krankleika í allt sumar, en sagði
alltaf að allt væri í lagi með hana.
Hún veiktist alvarlega í haust og
það leið ekki langur tími þar til
hún kvaddi.
Við munum sakna Helgu sárt og
vonum að henni líði betur þar sem
hún er núna.Við vottum Bjarna,
Svönu, Jónasi Elí, Kristínu Ýr og
fjölskyldum samúð okkar. Guð
styðji ykkur.
Sólbjört (Sóla systir) og
fjölskylda.
Elsku Helga mín, nú ert þú lögð
upp í þína himnaför. Svo margar
minningar þjóta um hugann, perlur
sem ég mun varðveita og skoða um
ókomna tíð.
Þú varst mér svo kær vinkona í
nær 40 ár, minn besti trúnaðarvin-
ur. Ávallt gefandi, góður hlustandi
og laus við alla fordóma það var
einfaldlega ekki þinn stíll. Sagðir
þó alltaf hlutina eins og þú meintir
þá á þinn einstaka hátt, sem við
Friðrik köllum „Helgísku“.
Börnin þín voru þér allt og fengu
þau hjartahlýtt og gefandi uppeldi
og munu þau njóta þessa vega-
nestis að hafa átt þig sem móður.
Elsku Bjarni, Svana, Jónas Elí,
Krístín Ýr, Helga Lilja og Jón
Bjarni. Megi guð gefi ykkur styrk
á þessum erfiða tíma.
Ég sendi þér faðmlag og knús,
og kerti í fallegri krús,
og koss færðu á þína kinn
því þú ert sko vinur minn
(SM.)
Þar til síðar, mín kæra.
Kristin Haraldsdóttir.
Kæra Helga. Það er svo óraun-
verulegt að þú sért farin frá okkur.
Það hefur verið mikill heiður að
hafa kynnst þér fyrir um 6 árum á
Spáni þar sem þú naust þín svo vel.
Mér finnst ég heppin að hafa
kynnst fjölskyldu þinni sem er svo
frábær og tónelsk. Ég minnist sér-
staklega góðra stunda úr Kóngs-
bakkanum um jólin og áramót þar
sem svo mikil gleði ríkti.
Ég kveð með miklum söknuði og
sendi Bjarna og fjölskyldu mína
dýpstu samúð.
Friðrik Salters.
Það koma góðar minningar upp í
hugann hjá okkur vinkonum þegar
Helgu er minnst. Helga kom með
Lólý vinkonu sinni í litla Grensu-
klúbbinn okkar og það var lán okk-
ar hinna sem fyrir voru, því hún
hafði margt að gefa, hlýjan var
áberandi umburðarlyndi og góður
húmor. Skoðanaskiptin voru lífleg
því Helga var víðsýn og greind og
tók allar hliðar málsins fyrir.
Með þakklæti og virðingu kveðj-
um við Helgu, með eftirsjá að hafa
ekki komið í framkvæmd öllu sem
við ætluðum að gera saman, með
söknuði eftir góðri konu. Samúðar-
kveðjur til fjölskyldu og vina.
Rannveig, Ólöf, Anna
Ragna Edda og Henný.
Helga M.
Kristjánsdóttir