Morgunblaðið - 18.10.2010, Side 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2010
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Gauragangur (Stóra svið)
Fim 21/10 kl. 20:00 11.k Lau 13/11 kl. 20:00 13.k Sun 28/11 kl. 20:00 15.k
Fös 29/10 kl. 20:00 aukas Mið 17/11 kl. 20:00 aukas
Fim 4/11 kl. 20:00 12.k Fim 18/11 kl. 20:00 14.k
Sýningum lýkur í nóvember
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Fös 22/10 kl. 19:00 11.k Sun 24/10 kl. 20:00 13.k Lau 30/10 kl. 19:00 15.k
Lau 23/10 kl. 19:00 12.k Fim 28/10 kl. 20:00 14.k Sun 31/10 kl. 20:00 16.k
Allra síðustu sýningar í Rvk. Sýnt á Akureyri í nóv.
Enron (Stóra svið)
Fös 22/10 kl. 20:00 9.k Lau 30/10 kl. 20:00 12.k Lau 20/11 kl. 20:00 15.k
Lau 23/10 kl. 20:00 10.k Lau 6/11 kl. 20:00 13.k Fim 25/11 kl. 20:00 16.k
Fim 28/10 kl. 20:00 11.k Fös 12/11 kl. 20:00 14.k Lau 27/11 kl. 20:00 17.k
Heitast leikritið í heiminum í dag
Fólkið í kjallaranum (Nýja svið)
Þri 19/10 kl. 20:00 aukas Fim 28/10 kl. 20:00 8.k Sun 7/11 kl. 20:00 13.k
Mið 20/10 kl. 20:00 5.k Lau 30/10 kl. 19:00 9.k Fös 12/11 kl. 19:00 14.k
Fös 22/10 kl. 19:00 Aukas Lau 30/10 kl. 22:00 aukas Fös 12/11 kl. 22:00 15.k
Lau 23/10 kl. 19:00 6.k Sun 31/10 kl. 20:00 10.k Sun 14/11 kl. 20:00 16.k
Lau 23/10 kl. 22:00 aukas Mið 3/11 kl. 20:00 11.k Lau 20/11 kl. 19:00 17.k
Sun 24/10 kl. 20:00 7.k Lau 6/11 kl. 19:00 12.k Lau 20/11 kl. 22:00 18.k
Þri 26/10 kl. 20:00 aukas Lau 6/11 kl. 22:00 aukas Sun 21/11 kl. 20:00 19.k
Ath: Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin!
Horn á höfði (Litla svið)
Lau 23/10 kl. 13:00 8.k Lau 30/10 kl. 13:00 10.k
Sun 24/10 kl. 14:00 9.k Sun 31/10 kl. 14:00 11.k
Gríman: Barnasýning ársins 2010!
Orð skulu standa (Litla svið)
Þri 19/10 kl. 20:00 Þri 26/10 kl. 20:00
Einstakur útvarpsþáttur, einstök leikhúsupplifun
Tryggðu þér áskriftakort!
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
HÆNU
UNGARNIR
Mbl., GB
Fbl., EB
ÞAÐ MÁTT EKKI MISSA AF ÞESSARI!
leikhusid.is / 551 1200
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sérblað
Vertu viðbúinn
vetrinum
föstudaginn
22. október
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. október.
SÉ
RB
LA
Ð
Vertu viðbúinn vetrinum
Á fimmtudaginn verður dansverkið
Colorblind eftir Sigríði Soffíu Níels-
dóttur frumsýnt í Tjarnarbíói í
Reykjavík. Verkið var samið fyrir
pólska dansflokkinn Slaski Teatr
Tanka en flokkurinn flaug til Íslands
í gær.
Verkið Colorblind er mjög sjón-
rænt og er meðal annars unnið með
hveiti og kol í verkinu. Sigríður
dvaldi í Bytom í Suður-Póllandi í
mars og samdi verkið þar. Í verkinu
dansa 6 dansarar Silesian Dance
Theater en tónlist var í höndum Jó-
hanns Friðgeirs Jóhannssonar og
búningar voru í höndum Ingibjargar
Sigurjónsdóttur.
Dansverk í Tjarnarbíói
Dans Pólskur dansflokkur mun sýna
verk Sigríðar Soffíu í Tjarnarbíói.
Þegar Evrópusambandið hef-ur í gustukaskyni lagaðlandbúnaðinn í Finnlandi –eins og af fréttum má skilja
að gert hafi verið – með styrkjum þá
stendur það eftir að fólkið – hinn
mannlegi þáttur – hefur gleymst.
Eða, kannski ekki gleymst – hann
hefur verið staðlaður, og þá er nú
kannski betra að gleymast.
Sirkku Peltola er fimmtugt leik-
skáld sem nýtur víst mikilla vinsælda
heima fyrir. Það er skiljanlegt ef
marka má Finnska hestinn. Hún Pel-
tola er drepfyndin – og ef pólitíkin er
jafn beitt og ef Finnar telja sig geta
kinkað kolli með þeirri fyndni sem
hörmungar Evrópusambandsins hafa
fært þeirra dreifðu byggðum, þá er
hún annað hvort afburða leikskáld
eða bara að segja sannleikann. Ég
hallast að þessu með sannleikann –
tek þó fram að ég hef ekkert lesið eft-
ir hana og ekkert séð af verkum
hennar nema þetta eina sem heitir
Finnski hesturinn og er hér til um-
fjöllunar. Til að gæta allrar sanngirni
er rétt að geta þess að verkið er ekki
einhlítur áróður gegn skrifræði og
gleymsku Evrópusambandsins – hér
eru líka bornar upp aðrar hug-
myndir… Þær kafna undir þeirri
staðreynd að skáldið telur sig þurfa
að greina frá áhrifum Evrópusam-
bandsins á finnskan landbúnað. Ég
skil hana vel.
Kómíkin helsti styrkur verksins
Finnski hesturinn er ekki neitt há-
loftastykki í dramatísku tilliti og vart
meira – á köflum – en þokkalegt leik-
rit. Kómíkin er helsti styrkur þess,
bæði beinskeyttur munnsöfnuðurinn
og illyrmisleg írónían. Það fer vel af
stað og nær miklu og góðu flugi ann-
að veifið en missir stundum dampinn
óforvarandis að því er virðist, stund-
um, því miður, fyrir dramatúrgískan
klaufaskap. Persónur eru ýmist stór-
fenglegar ellegar þá litlausar, sumar
magnaðar, aðrar ofnotaðar og yf-
irdrifnar. Ýkjur og gróteska eru stíl-
brögð sem leikskáldið notar óspart.
Stundum of óspart.
Ég vil trúa því og tel nokkuð víst að
María Reyndal sé verkinu trú. María
er glimrandi húmoristi og fer létt
með að hlúa að hinum kómísku þátt-
um leikritsins og undirstrikar fyndn-
ina með slíkum ágætum að sjálfsagt
lá enginn brandari verksins dauður
eftir að hún var búin að fara um það
höndum. En, á öðru flaskar María,
lengi framan af verkinu fannst mér
nokkur uppstillingarbragur á stöðum
leikara og setningar töpuðust, því
framsögn var á stundum flaustursleg.
Fimm stjörnu Ólafía Hrönn
Aðalhlutverkið í verkinu – hina
dásamlega óþolandi en yndislega
kjaftforu ömmu – leikur Ólafía Hrönn
af stakri snilld. Hún hefur komið sér
upp einhverju ólíkindafasi og fram-
göngu sem ég hef ekki séð hjá henni
áður. Ólafía átti salinn í hvert sinn
sem kerlingarálkan hennar opnaði á
sér trantinn – fólk var farið að elska
þessa kerlingu; það sannaðist ræki-
lega í framkallinu.
Kjartan Guðjónsson leikur Lassa,
tengdason kerlingar, kulnaðan bónda
í boði ESB sem hefur fundið ráð til að
drýgja tekjurnar og hefur í liði með
sér son sinn sem leikinn er af Jóhann-
esi Hauk. Þeir félagar gera flest vel
og braskið á þeim er trúverðugt – og
gervið á Jóhannesi kostulegt. Um-
komuleysið sem Kjartan náði að
draga upp var grátbroslegt. Og þessi
semi-hálfbjáni sem Jóhannes bjó til
var svo aumkunarverður að mann
langaði að sparka í hann.
Harpa Arnardóttir er dóttir kerl-
ingar, fyrrverandi eignkona Lassa en
þau búa enn undir sama þaki því
skilnaður er fátækum fjárhagslegt ok
– þarna alltént. Harpa er stórkostleg
sem þessi þjáða streitta kona, hún
lyktar illa og er svo mikið á skjön við
hamingjuna að manni fyndist ekki
nema réttlátt ef hún færist af slysför-
um.
Lassi er að slá sér upp og er eitt-
hvað að manga til við konu úr nálægu
þorpi. Mervi heitir hún. Sirkku Pel-
tola hefur gleymt þessari persónu, en
Mervi þessi getur aldrei orðið mikill
efniviður fyrir leikkonu enda á Þór-
unn Lárusdóttir í erfiðleikum með að
blása í hana lífi. Þar er ekki við Þór-
unni að sakast.
Þórunn Anna Kristjánsdóttir leik-
ur stelputryppi, dóttur þeirra fyrr-
verandi hjóna. Jaana heitir hún – um-
fang þessarar persónu er dæmi um
fyrrnefndan dramatúrgískan klaufa-
skap hjá höfundi. Fyrirgangurinn í
þessari stelpu og vinkonu hennar
Kirsikaija sem leikin er af Láru
Sveinsdóttur er yfirdrifinn. Þær eru
of plássfrekar í verkinu. Báðar leik-
konurnar – en þó sér í lagi Þórunn
Anna – detta í ofleik sem hlutverkin
einhvern veginn hrópa á. En auðvitað
hefði leikstjóri átt að tempra niður
þennan fyrirgang og taka upp penn-
ann góða sem nota má við texta-
útstrikanir.
Verkið þýðir Sigurður Karlsson.
Textinn er myndríkur en málfar eðli-
legt og fer vel. Það hlýtur að vera
kostur að leikari – svo fremi hann sé
vel skrifandi, sem Sigurður vissulega
er – þýði leiktexta. Leikarinn hefur
það fram yfir að geta möndlað, af
þekkingu, með textann í munni sín-
um og prófað lipurð hans og leik-
hæfni.
Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur er
flott. Samfélag á fallanda fæti end-
urspeglast í hrörlegheitunum.
Finnski viðurinn er nálægur og boga-
dregnir veggirnir minna á tjádrumba
en segja okkur einnig að þetta sam-
félag er ekki brotið enn – þrátt fyrir
að hafa verið beygt.
Búningar Margrétar Einarsdóttur
eru alveg milljón. Ég hef svo sem
aldrei verið í finnskri sveit en hef séð
fjölda mynda í boði RUV þar sem
gróteskur fábreytileikinn birtist í
fatasamtíningi sem klæðir alla svo
ljómandi vel – eða illa. Og svo er það
helvítis kuldinn. Og unga kynslóðin
reynir eftir fremsta megni að vera
inn – líka þarna. Líka þarna heppnast
það misvel. Leikmynd Ilmar og bún-
ingar Margrétar féllu einnig frábær-
lega vel saman – þessa þætti var ekki
hægt að leysa betur. Lárus Björns-
son lýsir af natúralískri nákvæmni,
mér fannst reyndar sumar senurnar
of dimmar – en það var líka stemm-
ing sem var verið að fylgja og
smekksatriði hversu langt er gengið
á slíkum augnablikum.
Hlæjum að frændum vorum
Hljóðmynd og myndbandshönnun er
í höndum Pierre-Alain Giraud.
Myndvinnslan var ekki áberandi en
hljóðmyndin var mjög góð þó svo
mér þætti hún fara nokkuð úr hófi í
lokasenunni – en sú sena var reyndar
ein af brotalömunum í þessari upp-
setningu. Hún var brött og kom eins
og út úr finnskri kú.
Það er vel þess virði að leggja leið
sína í Þjóðleikhúsið til að hlæja að
frændum vorum Finnum í klóm ESB
(svo fallegt sem það er) og síðast en
ekki síst til að sjá Ólafíu Hrönn Jónd-
óttur í fimm stjörnu ham.
Þjóðleikhúsið
Finnski hesturinn, Sirkku Peltola
bbbmn
Stóra svið Þjóðleikhússins
Frumsýning 15. október 2010
Leikstjórn: María Reyndal
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: Margrét Einarsdóttir
Hljóðmynd og myndbandshönnun:
Pierre-Alain Giraud
Lýsing: Lárus Björnsson
Þýðing: Sigurður Karlsson
GUÐMUNDUR S.
BRYNJÓLFSSON
LEIKLIST
Brokkgengur
finnskur hestur
Leikhús Það er vel þess virði að leggja leið sína í Þjóðleikhúsið til að hlægja
að frændum vorum Finnum í klóm ESB, segir Guðmundur Brynjólfsson.