Morgunblaðið - 21.10.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 21.10.2010, Síða 1
Tveir miðlar, ein auglýsing, tvöföld áhrif. Auglýsingin birtist líka á mbl.is21. október 2010 Hugmyndin með innrétting- unum í Bíó Paradís var að skapa rými sem minnir um margt á leikmynd. Lovísa Ólafsdóttir er fram- kvæmdastjóri Heimilis kvikmyndanna, sem annast reksturinn á bíóinu nýja. 4 Innréttingar í Bíó Para- dís minna á leikmynd Góður og gæjalegur, segir Einar Bárðarson um bílinn sinn sem er Chevrolet Spark. Bíllinn er eyðslugrannur og hver áfylling á bensínstöð er sem brandari í sam- anburði við eyðsluhákana. 26 Að fara á bensín- stöðina er brandari Bryndís Hrafnkelsdóttir er nýr forstjóri Happ- drættis Háskóla Ís- lands. Hún á sjálf tvo miða í pottinum og finnst gaman að launa Háskólanum nám- ið sitt með þessu móti. 12 Konan sem vinnur í happdrætti finnur.is fasteignir atvinna bílar Ég er svo ótrúlega ginnkeypt fyrir öllum ævintýrum að þaðþurfti nú ekki mikið til að telja mig á að taka þetta verkefni aðmér,“ segir María Ólafsdóttir hönnuður um aðdraganda þessað hún var fengin til að hanna búninga fyrir nýjan söngleik um Dísu ljósálf sem frumsýndur verður um helgina í Austurbæ. „Ég átti bæði bækurnar um Dísu ljósálf og Alfinn álfakonung en ég verð að viðurkenna að Dísa var alltaf í meira uppáhaldi. Mér fannst Dísa alveg sérstaklega viðkvæm og ljúf og ég fann mjög til með henni, eins og trúlega flestir.“ Teikningarnar í bókinni eftir G.T. Rotman eru mörgum í fersku minni. Skyldi María hafa haft þær til hliðsjónar við hönnunina? „Nei, reyndar ekki. Það er mikið af dýrakarakterum og leikararnir þurfa að geta fært sig um sviðið með góðu móti í búningunum. Eins ákváðum við að breyta Dísu aðeins. Í bókinni er hún íklædd litlum, fátæk- legum hvítum kjól. Það eina sem ég hélt var liturinn á kjólnum.“ Froskadrottning og fluga „Ég hef sérstakt dálæti á álfum og finnst gaman að hanna æv- intýrabúninga svo þetta var í raun algjört draumaverkefni,“ segir María. „Reyndar má segja að síðustu ár hafi ég verið svo heppin að hafa unnið að endalausum draumaverkefnum sem leyfa mér að gleyma krepputali og pólitík og bara einbeitt mér að tómri gleði og sköpun.“ María segir aðspurð að þrír af búningunum í Dísu ljósálfi hafi verið henni sérstaklega hugleiknir af einhverjum ástæðum. „Það var mjög gaman að gera froskadrottninguna, það er svo mikil frekja og yfirgangur í henni! Svo var gaman að gera býfluguna. Steinn Ármann er svo tilvalinn í þetta hlutverk, kátur og hress eins og hann er, og sú gleði kom í ljós í búningnum fannst mér,“ segir María. „Svo var einn búningurinn alveg sérstök áskorun, og það var Stork- urinn. Þórir Sæmundsson sem leikur hann er í raun mjög hugrakkur að hafa játað því að klæðast búningnum. Við höfum ekki birt neinar myndir af þeim karakter og ætlum að halda honum leyndum fram að frumsýn- ingu.Það eina sem ég skal segja um hann er að við þurftum að fá sendar fjaðrir af svanahræjum frá Höfn í Hornafirði til að hann gæti flogið,“ segir María leyndardómsfull. Dísa ljósálfur verður frumsýnd í Austurbæ á laugardaginn kemur. birta@mbl.is María Ólafsdóttir hannar búningana fyrir nýjan söngleik um Dísu ljósálf Storkurinn var alveg sér- stök áskorun María hefur mikið dálæti á álfum og lýsir vinnunni við Dísu ljósálf sem draumaverkefni. Mér fannst Dísa alveg sérstaklega viðkvæm og ljúf og ég fann mjög til með henni, eins og trúlega flestir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.