Morgunblaðið - 21.10.2010, Síða 30

Morgunblaðið - 21.10.2010, Síða 30
bílar30 21. október 2010 Þú getur tvöfaldað endingu dekkja Spurt Ég á ársgamlan Audi. Dekkin, Continental 205 65 R16 H, eru með uppurið munstur eftir 17 þús. km akstur. Ný Continental kosta nærri 40 þús. kr. stykkið. Ekki kaupi ég þau. Með hvaða dekkjum myndir þú mæla fyrir þennan Audi A4 Avant 2.0? Svar Nýir bílar koma iðulega á mun lélegri dekkjum en seld eru á almennum markaði. Sjálf- ur tefli ég saman verði og gæðum og í ljósi þess vel ég undir mína bíla Toyo-harðskeljadekk eða Nokian Hakkapeliita sem vetrardekk en amerísk Michelin- og BF-Goodrich-dekk sem sumar- og eða heilsársdekk. Ég ek ekki á dekkjum með grynnra mynstri en 3 mm. Nú þegar sumardekk eru tekin undan borgar sig að merkja hvert dekk þannig að næsta vor verði framdekkið sett undir að aftan sömu megin. Með því að víxla dekkjum þannig eftir hverja 10 þús. km má tvöfalda end- ingu dekkja. Leó M. Jónsson véltæknifræðingurleoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt. Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com) Þú getur tvöfaldað endingu dekkja Morgunblaðið/Ómar Sumardekk á af búhyggindum að merkja þannig að næsta vor verði framdekkið sett undir að aftan. Með svona víxlun eftir hverja 10 þús. km. má tvöfalda end- ingu dekkjanna og ætti flesta að muna um minna Leó M. Jónsson svarar spurningum um bílamál Öðruvísi sjálfskipting Bæði þriggja og fjögurra gíra sjálfskipting- arnar í MMC Lancer og Hyundai Elantra eru að því leyti frábrugðnar flestum öðr- um að vökvastöðuna á að mæla eftir upp- hitunarakstur með stöðubremsuna á, vél- ina í lausagangi og valstöngina stillta á N en ekki P eins og reglan er með flestar aðrar sjálfskiptingar (þetta gildir einnig um Chrysler 604-skiptingar). Sé vökv- astaðan á þessum skiptingum mæld í P verður vökvastaðan röng og getur orsakað truflanir. Þá er eldri þriggja gíra MMC- skiptingin með venjulega síu í pönnunni sem á að endurnýja um leið og vökvann (fer eftir lit og lykt). Nýrri fjögurra gíra skiptingin er án pönnusíu og því er mik- ilvægt að endurnýja vökvann á henni eftir hverja á 50 þús. km. Ábending Betri glóðarkerti í Ford PowerStroke 6.0 Spurt: Eigum Ford F-250 með 6 lítra dísilvélinni. Í fyrra eyðilagð- ist sílindri vegna þess að oddur brann af glóðarkerti. Nú gerðist þetta aftur fyrir skömmu. Manni er hætt að lítast á blikuna því hvor um sig kostaði viðgerðin um milljón kr. Getur maður hindrað að þetta haldi áfram? Svar: Endurbætt glóðarkerti fyrir þessa vél komu í árgerð 2007 – með sterkari þéttihring úr teflon. Hann einangrar betur, kertin hitna minna og eiga ekki að bráðna/brotna (tek ekki ábyrgð á því). IB ehf. á Selfossi og Bílabúð- in hf. í Kópavogi hafa selt þessi endurbættu ,,2007-glóðarkerti“. Miðað við þína reynslu og annarra ættu þau að vera fljót að borga sig. „Nú þegar fer að kólna fer dekkja- vertíðin af stað,“ segir Ásgrímur Reisenhus, sölustjóri á hjólbarða- verkstæði N1 við Réttarháls í Reykjavík. Í vetrarbyrjun er brýnt fyrir öku- mönnum að þeir velji rétta hjól- barða miðað við aðstæður og hugi vel að ástandi þeirra. Loftþrýstingur í hjólbörðum þarf að vera réttur, enda ræður hann miklu um aksturs- eiginleika, eldsneytiseyðslu, slit og öryggi. Varasamt er að vera á slitn- um hjólbörðum, þá sérstaklega í snjó, hálku og bleytu. „Ef vegur er blautur getur öku- maður misst stjórn á bílnum þar sem hann bókstaflega flýtur ef ekið er of hratt á lélegum dekkjum. Við ráðleggjum ökumönnum alltaf að nota þá hjólbarða sem betur eru farnir að aftan þar sem þá er minni hætta á að slíkt geti gerst,“ segir Ásgrímur. Á undanförnum árum hefur verið rekinn talsverður áróður fyrir því að vegfarendur hætti notkun nagla- dekkja með tilliti til svifryksmeng- unar og annarra umhverfisþátta. „Sé fólk mikið á ferðinni úti á landi þar sem aðstæður geta verið erfiðar er nánast sjálfsagt að nota dekk með nöglum. Hins vegar eru komin á markað mjög góð óneglanleg vetrardekk sem í mörgum tilvikum geta verið jafngóður kostur og dekk með nöglum,“ segir Ásgrímur. sbs@mbl.is Dekkjakarlarnir Ásgrímur Reisenhus, til vinstri, og Benedikt Jónatansson hjá N1. Óneglanlegu vetrardekkin eru oft jafngóður kostur og nelgd Fitul í t i l l Ferskur Jógúrt ís Hollusta & Ferskleiki FroYo jógúrtís fæst aðeins í FroYo jógúrtís er á Facebook Ávextir – Hnetur – Granola – Nammi Yfir 40 tegundir af fersku og spennandi meðlæti Nýr frábær Jó gúrtís ferskari og fit uminni Fituinnihald m inna en 1% Fjöldi spenna ndi bragðtegu nda Ísbúðinni Álfheimum 4 S í m i 5 6 8 0 0 5 0 · f r o y o @ s i m n e t . i s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.