Morgunblaðið - 06.11.2010, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Verið er að kanna fjárhagslegan fýsi-
leika þess að færa kennslu í þeim
greinum sem kenndar eru til háskóla-
gráðu frá Háskól-
anum á Bifröst og
yfir í Háskólann í
Reykjavík. Styttri
námskeið,
kennsla í frum-
greinum og end-
urmenntun færu
eftir sem áður
fram á Bifröst.
Þetta er sú út-
færsla sameining-
ar háskólanna tveggja sem nú er ver-
ið að skoða. Þetta staðfestir Andrés
Magnússon, stjórnarformaður Há-
skólans á Bifröst, en hann leggur á
það áherslu að engin ákvörðun hafi
enn verið tekin. Ljóst er að málið er
unnið hratt, en miðað hefur verið við
að jafnvel gæti orðið af sameining-
unni strax um áramót.
Erfið fjárhagsstaða beggja
Andrés segir niðurskurð opinberra
fjárframlaga til háskólanáms hafa
neikvæð áhrif á báða skóla. „Það er
beinlínis skylda okkar að leita leiða til
að ná eins mikilli hagræðingu fram og
mögulegt er,“ segir hann. Það sé hins
vegar ekki einfalt mál. „Við höfum
verið að teikna þetta þannig upp að
grunnnámið verði í Reykjavík. Fyrsta
athugunin sem við höfum gert sýnir
að við ættum að geta náð fram veru-
legri hagræðingu.“ Hins vegar sé
ekki tímabært að nefna neinar tölur í
því samhengi. „Það sem er í gangi
núna er hin fjárhagslega rýni, hvort
þetta sé yfir höfuð fýsilegt.“ Andrés
segist vonast til þess að sjái fyrir end-
ann á undirbúningsvinnunni „sem
fyrst.“
Spurður að því hvort fyrirhuguð
sameining muni hafa áhrif á starfs-
mannahald segir Andrés það eins hjá
háskólunum og hjá öðrum, launa-
kostnaður sé afgerandi. „Húsnæði er
líka mjög stór kostnaðarliður, en
hann er ekki sá sami hjá skólunum
báðum.“ Mikil uppbygging hefur átt
sér stað á húsakosti beggja skóla und-
anfarin ár. Í upphafi þessa árs tók
Háskólinn í Reykjavík hluta nýrrar
byggingar í Nauthólsvík í notkun.
Grunnnám fær-
ist frá Bifröst
til Reykjavíkur
Fýsileiki sameiningar kannaður
Erfiður niðurskurður
» Framlög til Háskólans á Bif-
röst dragast saman um 8% á
næsta ári, og til Háskólans í
Reykjavík um rúmlega það.
» Samtals nemur niðurskurð-
urinn um 200 milljónum króna.
Andrés Magnússon
Náttúran lætur ekki að sér hæða og spyr hvorki kóng né prest um næstu
skref. Landið breytist enda stöðugt og þarf ekki aðkomu mannanna til
þess. Foss á Síðu austan við Kirkjubæjarklaustur er nærtækt dæmi en ætla
má að hann verði svipmeiri en um þessar mundir í leysingunum í vor.
Morgunblaðið/RAX
Foss á Síðu horfinn
Náttúran að verki
Samtök versl-
unar og þjónustu
(SVÞ) leggjast
gegn því að sett
verði á laggirnar
ráðgjafarstofa
fyrir fyrirtæki í
greiðsluerf-
iðleikum, en
þingmenn
þriggja flokka hafa flutt þings-
ályktunartillögu þess efnis. SVÞ
benda á það, í umsögn sinni, að þeg-
ar sé fjöldi ráðgjafarfyrirtækja í
einkageiranum sem sérhæfi sig í
aðstoð við fyrirtæki í greiðsluerf-
iðleikum. Jafnframt sé hætt við, í
ljósi erfiðra aðstæðna margra fyr-
irtækja, að hin nýja ráðgjafarstofa
verði mun kostnaðarsamari en upp-
hafleg áform gera ráð fyrir.
SVÞ andvíg stofnun
ráðgjafarstofu fyrir
skuldug fyrirtæki
Félag í meiri-
hlutaeigu fjár-
festingasjóðsins
Auðar I hefur
keypt Já upplýs-
ingaveitur ehf. af
Skiptum. Já rek-
ur meðal annars
upplýsingavefinn
Ja.is og síma-
þjónustuna 118,
auk þess að gefa
út símaskrána. Sigríður Margrét
Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já,
mun gegna því hlutverki áfram,
auk þess sem hún eignast hlut í fé-
laginu. Rúmlega 20 fjárfestar koma
að Auði I, þar á meðal flestir
stærstu lífeyrissjóða landsins, auk
annarra stofnana og fagfjárfesta.
Auður I kaupir Já
upplýsingaveitur
Sigríður Margrét
Oddsdóttir
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
„Framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga kemur inn á
fundinn og lýsir því yfir að héðan í frá
sé starf nefndarinnar óþarft. Hann
bara lýsir því yfir að þessi nefnd hafi
ekkert að gera lengur, hún sé sprung-
in á tíma, og það verði ekkert tillit
tekið til starfa eða niðurstaðna henn-
ar í þeim samningi sem er verið að
reyna að klára milli sveitarfélaga og
ríkisins,“ segir Þórarinn Eyfjörð,
framkvæmdastjóri SFR og fulltrúi í
nefnd á vegum félagsmálaráðuneytis-
ins. Verkefni hennar er að fjalla um
hagsmuni starfsmanna við tilfærslu
málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfé-
laga.
Fyrirhugað er
að flutningurinn
milli stjórnsýslu-
stiga gangi í gegn
um áramótin. Þór-
arinn segir
ágreining hafa
verið um það inn-
an nefndarinnar
hvernig tryggja
ætti hagsmuni
skjólstæðinga
SFR í kjölfar yfirfærslunnar. „Það
skiptir mjög miklu máli hvernig hald-
ið er á starfsmannamálunum, til þess
að hið faglega starf og gæði þess
skerðist ekki, og það verði ekki ein-
hvers konar hrun í starfsmannahópn-
um,“ segir Þórarinn. Málsmeðferðin
hingað til hafi „fóstrað allt það versta
sem hægt er að gera í ferli sem
þessu“. Fulltrúar Sambandsins, sem
verið hafa tveir í nefndinni, hafa lagst
gegn þeirri kröfu SFR að starfsmenn
fái að velja stéttarfélag í kjölfar flutn-
ingsins.
Í fyrrakvöld var nefndarmönnum
tilkynnt að fulltrúum Sambandsins í
nefndinni hefði verið vikið úr henni,
og þeirra í stað kæmi framkvæmda-
stjórinn, Karl Björnsson. Líkt og áð-
ur kom fram lýsti hann starf nefnd-
arinnar óþarft.
Villandi bæklingur
„Á þessum sama fundi leyfa þau
sér að dreifa bæklingi, sem þar að
auki er að hluta til rangur og gefur
villandi upplýsingar til starfsmanna.“
Þórarinn segir bæklinginn hafa verið
búinn til einhliða, og af efni hans megi
ráða að um endanlega niðurstöðu sé
að ræða. „Þetta eru fáheyrð vinnu-
brögð, og valdníðsla af verstu gerð.
Sambandið hefur með þessari fram-
komu sagt sig frá starfinu.“
„Valdníðsla af verstu gerð“
Fulltrúi SFR segir Samband íslenskra sveitarfélaga hafa sagt sig frá starfi
nefndar um hagsmuni starfsfólks í kjölfar færslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga
Þórarinn
Eyfjörð
Réttindi starfsmanna
» SFR vill að starfsmenn fái að
velja sér stéttarfélag eftir
flutning málefna fatlaðra til
sveitarfélaga.
» Fordæmi sé til staðar, t.a.m.
frá því að grunnskólar voru
fluttir milli stjórnsýslustiga.
Utanríkisráðuneytið mun kanna
hvort bandaríska sendiráðið hafi
haft sambærilegt eftirlit með ís-
lenskum þegnum og sendiráð
Bandaríkjanna í Noregi og Dan-
mörku sem sagt var frá í fréttum í
gær og fyrradag. Þá mun það
kanna hvort slíkt hafi verið gert
með samráði við íslensk stjórnvöld.
Laura Gritz, talsmaður banda-
ríska sendiráðsins á Íslandi, segir í
yfirlýsingu að bandarísk yfirvöld
veiti ekki nákvæmar upplýsingar
um hvernig staðið sé að öryggis-
málum. Eftirlit sé hins vegar nauð-
synlegt enda allar starfsstöðvar
bandarískra stjórnvalda möguleg
skotmörk. Því miður sé þetta stað-
reynd sem sprengjuárásir á banda-
rísk sendiráð í Austur-Afríku fyrir
um áratug sýni glöggt.
Gritz segir að bandarísk yfirvöld
geri allt sem í þeirra valdi standi,
þá í samstarfi við innlend yfirvöld,
til að verja starfsstöðvarnar og
starfsmenn, bæði Bandaríkja- og
heimamenn. kjartan@mbl.is
Kanna hugsan-
legt eftirlit sendi-
ráðs Bandaríkjanna
Erum fluttar í miðbæinn
Lögmenn Laugavegi 3 ehf.
Lára V. Júlíusdóttir hrl.
Hulda Rós Rúríksdóttir hrl.
Fulltrúar:
Íris Ösp Ingjaldsdóttir hdl.
Íris Kristinsdóttir lögfræðingur
Nýtt símanúmer: 520 1050 | Nýtt netfang: LL3@LL3.is
Mbl.-sjónvarp byrjaði í gær að
sýna stutta sjónvarpsnetþætti.
Alls verða þættirnir sex talsins.
Þátturinn Nilli, sem er í umsjón
Níelsar Thibaud Girerd sem sló í
gegn fyrir skemmstu þegar hann
tók tónlistarmanninn Berndsen
tali á Austurvelli og rappaði svo
fyrir alþjóð, var frumsýndur í gær.
Einnig var frumsýndur fyrsti þátt-
urinn um Veröld Völu Grand sem
og fyrsti þátturinn með tónlistar-
gagnrýni Arnars Eggerts Thor-
oddsen, blaðamanns á Morg-
unblaðinu.
Við munu bætast þátturinn
Fyrstu skrefin, sem fjallar um
börn og barnauppeldi. Hann var
áður á dagskrá Skjás Eins en er nú
í umsjón Birgittu Haukdal. Tísku-
þátturinn Rokk og rúllur verður í
umsjón Ásgeirs Hjartarsonar sem
hefur verið viðloðandi tískubrans-
ann í um 20 ár og er eigandi hár-
greiðslustofunnar Zirkus Zirsku.
Loks skal geta tónlistarþáttarins
Hljóms en í honum munu ýmsir
hljómlistarmenn taka lagið.
Nýr þáttur verður frumsýndur á
hverjum degi á mbl.is.
Sex sjónvarpsþættir á mbl.is
Gagnrýnir Arnar Eggert Thor-
oddsen í fyrsta þætti sínum í gær.