Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 10

Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 10
Janúar/febrúar/mars Febrúar/mars Borgarferðir F í t o n / S Í A Verð á mann í tvíbýli: 198.500 kr. Einn sá allra vinsælasti! Lech Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Innifalið: Flug með sköttum, gisting í 7 nætur með morgunverði og 4 rétta kvöldverði. Verð á mann í tvíbýli: 189.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum, gisting í 7 nætur með morgunverði og þríréttuðum kvöldverði. Allur akstur milli skíðastaða. Glæsilegar skíðaferðir Express ferða Skíða i Hotel Germania 5.–12. febrúar og 12.–19. febrúar Hotel Persura 29. janúar–5. febrúar og 26. febrúar–5. mars Hotel Felsenhof 5.–12. febrúar, 12.–19. febrúar og 26. febrúar–5. mars. Draumastaður skíðamannsins Ischgl PRUFUTÍMINN Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það var með þó nokkuðblendnum tilfinningumsem ég fór og prófaðisvæðanudd, bæði vegna þess að ég er svo kitlin á þessu svæði og sá fyrir mér að ég myndi kippast stöðugt til og flissa eins og kjáni all- an tímann, en einnig vegna þess að tærnar eru svo prívat. Mér leist ekk- ert á að einhver væri með þær milli handa sinna í heilan klukkutíma. En ótti minn var ástæðulaus, henni Maríu Siggadóttur svæðanuddara tókst að fara þannig höndum um mínar heilögu tær, að mig hvorki kitlaði né fannst á nokkurn hátt óþægilegt að hún væri að meðhöndla þessar tíu spírur og svæðið í kring- um þær. Hún byrjaði á því að toga mig og teygja til að fá sem mesta slökun í kroppinn og nuddaði líka hársvörð- inn í sama tilgangi, og það var af- skaplega notalegt. Ég náði að slaka verulega á. Líkaminn eins og rafkerfi Síðan tók hún til við tærnar og það var líka mjög notalegt. En ég var full efasemda um að það að þrýsta á einhverja punkta í fætinum gerði mér á einhver hátt gott vegna krankleika annars staðar í kroppn- um. Ég spurði Maríu því út á hvað Í tásunum er stjórnstöðin Í svæðanuddi er líkaminn kortlagður líkt og rafkerfi. Rásir þar sem lífs- orkan flæðir, enda í viðbragðspunktum í fótum og höndum. Blaðamaður lagðist á bekkinn með varnalausar tærnar. Morgunblaðið/Kristinn Mjúkhent María fer mjúkum höndum um tásur og fót og finnur punktana. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 Nú þegar vetur gengur í garð með bítandi frosti er full ástæða til að minna fólk á þá sem minna mega sín í dýraríkinu. Kisur á vergangi eru illa staddar yfir veturinn en sem betur fer er til skjól fyrir slíka ketti í Katt- holti, ef einhver kemur þeim þangað. Í Kattholti vinna sannkallaðir bjarg- vættir, þar fá týndar kisur húsaskjól og umhyggju þar til einhver tekur þær að sér. Á vefnum kattholt.is er hægt að lesa um og sjá myndir af öll- um þeim kisum sem þangað koma og þar er líka hægt að lýsa eftir týndum kisum. Þeir sem hafa áhuga á að fá sér kisu ættu því hiklaust að snúa sér þangað og veita heimilislausri kisu ást, hlýju og öryggi. Kisur eru gleði- gjafar, bæði fyrir börn og fullorðna. Á vefsíðunni kattholt.is er líka hægt að lesa sér til um ýmislegt, til dæmis hvað þurfi að hafa í huga þeg- ar fólk tekur að sér kött og þar er hægt að senda inn fyrirspurnir til dýralæknis og svörin eru öllum að- gengileg. Þar má líka lesa um sögu Kattholts. Á vefsíðunni er ýmis fróð- leikur og fréttir og margar þeirra eru ánægjulegar og sannarlega til fyrir- myndar, til dæmis fréttin af stúlkunni sem gaf Kattholti hluta af afmælis- peningunum sínum. Vefsíðan www.kattholt.is Morgunblaðið/Ómar Kisulóra Hver getur staðist ynd- islegan kött með allri sinni sérvisku? Hlúum að kisunum í kuldanum Á morgun, sunnudag, kl. 16 er tilvalið að skella sér á tónleika í Digraneskirkju og hlusta á og sjá Kvennakór Kópvogs þenja raddböndin. Kórinn hefur fengið til liðs við sig fjölda frábærra listamanna, bæði kóra og einsöngvara, og má þar nefna Margréti Eir, Regínu Ósk, Guðrúnu Gunn- arsdóttur og Kristján Jóhannsson. Allir gefa vinnu sína og miðaverð rennur því óskipt til Mæðrastyrksnefndar Kópa- vogs. Hægt er að panta miða með því að senda póst á netfangið hondkk@gmail- .com. Einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn meðan húsrúm leyfir. Endilega … … farið á Kvennakórstónleika Söngur Hluti Kvennakórs Kópavogs. „Dagurinn byrjar klukkan átta og ég verð mættur upp úr níu í Ráðhús Reykjavíkur þar sem Félag tré- rennismiða á Íslandi er með sýn- inguna Skáldað í tré í Tjarnarsalnum. Ég þarf að græja ljósin og taka frá það sem ekki á að vera á sýningunni auk annars undirbúnings,“ segir Karl Helgi Gíslason, húsasmiður og tré- rennismiður, spurður hvernig hann ætli að eyða laugardeginum. Sýningin Skáldað í tré var opnuð í gær en formleg opn- un er klukkan 14 í dag og svo verður hún uppi til 21. nóv- ember. „Þarna sýna fjórtán trérennismiðir um sjötíu verk sem eru mjög fjölbreytt og sýna þróun trérennismíða á Íslandi undanfarin ár. Þetta er í fjórða sinn sem sýningin Skáldað í tré fer fram í Ráðhúsinu en sjötta sýning félagsins undir þessum merkjum. Ég hef verið með frá upphafi en sýn- ingin var síðast haldin fyrir þremur árum. Í ár er ég með verk sem eru gerð úr fjörugrjóti og timbri,“ segir Karl. Hann er einn af stofnendum Félags trérennismiða á Ís- landi, sem er nú með um 250 félagsmenn, og er í sýning- arnefnd Skáldað í tré. „Það vildu nokkuð margir vera með á sýningunni í ár en plássið er ekki það mikið að það geti verið miklu fleiri en fjórtán. Verkin eru á sýningarstöplum og verð ég þarna í dag á vappi á milli, tek á móti fólki og reyni að leiðbeina því um félagsskapinn og annað. Við verðum í Ráðhúsinu til klukkan 18 og svo förum við líklega út að borða, ég og frúin og kannski félagarnir. Ég hafði hugsað mér að fara á Geysi á Vesturgötunni, ég er mjög ánægður með að borða þar. Svo verð ég farinn sæmilega snemma í bólið enda byrjar sýningin aftur klukkan 12 á sunnudeginum svo maður þarf að vera þokkalega frískur. Ég get ekki sagt að þetta sé hefðbundinn laugardagur hjá mér. Ef ég væri ekki í þessu sýningarstússi færi ég út í bílskúr þar sem ég er með allar græjur. Þar er ég að reyna að forma eitthvað í timbur, bæði minni og stærri hluti sem taka lengri tíma, ég nota helgarnar yfirleitt í það. Ég er húsasmiður og það er lítil atvinna núna svo ég hef meiri tíma en áður fyrir áhugamálið,“ segir Karl. Hvað ætlar þú að gera í dag? Áhugamálið Verk eftir Karl Helga úr tré og fjörugrjóti. Verður á Skáldað í tré í Ráðhúsinu Karl Helgi Gíslason Gleymmérei er verslun á Seyðisfirði í eigu þriggja systra með kjóladellu. Í versluninni er seldur vintage- fatnaður, dömulegir kjólar, fylgihlutir og ýmislegt annað. Verslunin selur vörur í gegnum Facebook og stendur fyrir viðburðaríkum uppákomum auk þess að vera með opna verslun reglu- lega á Seyðisfirði. Gleymmérei- systur hafa nú pakkað niður og eru komnar í höfuðborgina. Þær verða með fatnað til sölu á Verkstæðinu, Hólmaslóð 4 úti á Granda í dag, laugardaginn 6. nóv- ember, frá kl. 11 til 17. Það er um að gera að kíkja þangað og athuga hvort jólakjóllinn leynist ekki þar. Það verður allsherjar kjóladagur í höfuðborginni í dag því frá kl. 11 til 17 verður uppboð á 365 kjólum í veislu- turninum í Kópavogi, 20 hæð. Allur ágóði fer í verkefnið Bætum ein-stök brjóst. Það er fatahönnuðurinn Gísl- ína Dögg Bjarkadóttir sem stendur fyrir uppboðinu en hún safnaði sam- an 365 kjólum frá konum hvaðanæva af landinu sem öðlast nú framhaldslíf eftir uppboðið. Tíska Kjóladagur í höfuðborginni Hepburn Það verður nóg af gömlum og fínum kjólum í boði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.