Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 18

Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég er því ósammála. Við sjáum merki um framfarir á mörgum svið- um. Ef við horfum til suðurhluta landsins hafa afganskar örygg- issveitir staðið jafnfætis alþjóðalið- inu í hernaðaraðgerðum sínum. Í öðru lagi höfum við þjálfað 265.000 Afgana sem hafa gert mjög trúverð- uga grein fyrir störfum sínum víðs- vegar um landið,“ sagði James G. Stavridis aðmíráll og yfirmaður her- afla Atlantshafsbandalagsins (NATO), aðspurður um þau ummæli Mikhaíls Gorbatsjovs, fyrrv. leið- toga Sovétríkjanna, að sigur sé óhugsandi í Afganistan. Geta herliðsins eykst stöðugt „Í þriðja lagi horfum við fram á afganskan her sem hefur stöðugt meiri getu til hernaðaraðgerða, ekki aðeins með fjölþjóðaliðinu heldur einnig í sjálfstæðum aðgerðum. Ég held að við munum að lokum ekki drepa okkur leið til sigurs. Við ætl- um að þjálfa okkur til sigurs. Við ætlum að þjálfa afganskar öryggis- sveitir. Ég tel að ef við gerum það eigum við mjög, mjög raunhæfan möguleika á að ná árangri,“ sagði Stavridis sem gaf kost á stuttum blaðamannafundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í gær. Sterk yfirlýsing um varnir Stavridis var hér í stuttri heim- sókn og ræddi þá meðal annars við Össur um nýja grunnstefnu NATO sem tekin verður sérstaklega fyrir á ráðstefnu bandalagsins í Lissabon síðar í þessum mánuði. „Ég tel að hin nýja grunnstefna Atlantshafsbandalagsins verði mjög sterk yfirlýsing um sameiginlegar varnir. Við ræddum einnig um vax- andi mikilvægi tölvuvarna,“ sagði Stavridis sem telur að bráðnun ís- hellunnar verði til að auka hern- aðarlegt mikilvægi Íslands. „Ég tel að eftir því sem íshellan hopar í norðri munum sjá fram á aukið samstarf sem muni auka mikilvægi Íslands innan ramma NATO,“ sagði Stavridis sem vísaði á afgönsk stjórnvöld er hann var í framhaldinu inntur eftir því hversu langt bandalagið væri tilbúið að ganga í samningum við talibana. Vissi ekki af tillögu Ögmundar Hann kvaðst aðspurður ekki hafa heyrt um að Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra ynni nú við að afla fylgis við þjóðaratkvæði um að Ísland gengi úr NATO. „Mér er ekki kunnugt um skrefið sem þú lýsir. Við hjá NATO erum mjög stolt af Íslandi, stofnaðila bandalagsins, og mikilvægu fram- lagi landsins og þegar horft er til framtíðar hlakka ég til að sjá sam- starfið halda áfram að þróast.“ NATO „ætlar að þjálfa sig til sigurs“ í stríðinu í Afganistan Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimsókn Stavridis aðmíráll heilsar fulltrúum Landhelgisgæslunnar.  Yfirmaður herafla NATO vísar því á bug að sigur sé óhugsandi í Afganistan Hitti Jóhönnu » Stavridis aðmíráll fundaði einnig með Jóhönnu Sigurð- ardóttur forsætisráðherra. » Ráðstefna NATO í Lissabon fer fram dagana 19. til 20. nóv- ember næstkomandi og mun Össur sitja hana fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. » Ísland hefur verið aðili að bandalaginu frá upphafi en það var stofnað 4. apríl 1949. Athugun á hæfi Gunnars Þ. And- ersen, forstjóra Fjármálaeft- irlitsins, til að gegna embætti sínu hefur leitt það í ljós að ekki er talin sérstök ástæða til að draga það í efa. Stjórn Fjármála- eftirlitsins hefur því ákveðið að að- hafast ekki frekar. Hæfismatið, sem gert var af Andra Árnasyni, hrl, og Magnúsi G. Benediktssyni, löggiltum endurskoðanda, var unn- ið að beiðni stjórnarinnar í kjölfar umfjöllunar um Gunnar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni er fjallað um aðkomu Gunnars að viðskiptum Lands- banka Íslands hf. og félagsins LB Holding Ltd. með hlutabréf Kaup- þings banka hf. á árinu 2001, og einnig að viðskiptum Landsbank- ans og félagsins NBI Holding Ltd. á sama ári. Gunnar var stjórn- armaður í síðastnefnda félaginu, en hann starfaði hjá Landsbankanum á árunum 1991 til 2003, undir það síðasta sem framkvæmdastjóri. Höfð var hliðsjón af refsiramma lagaákvæðanna sem ná til um- ræddra viðskipta, sem og fyrning- arfresti. Hafi brot átt sér stað, sem Andri telur alls óvíst hvernig dóm- stólar hefðu skorið úr um, séu þau nú fyrnd. Í niðurstöðum athugunar- innar nú segir að ekki sé sérstök ástæða til að draga í efi hæfi Gunn- ars til að gegna skyldum sem for- stjóri FME. einarorn@mbl.is Hæfur sem forstjóri FME Gunnar Þ. Andersen HVENÆR SPURÐI SÍMAFÉLAGIÐ ÞITT ÞIG SÍÐAST HVERNIG ÞÚ VILDIR HAFA HLUTINA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.