Morgunblaðið - 06.11.2010, Side 19

Morgunblaðið - 06.11.2010, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Félagsmálayfirvöld hafa gagnrýnt matargjafir hjálparsamtaka á borð við Mæðrastyrksnefnd og Fjöl- skylduhjálp Íslands. Sagt er að slíkar aðferðir séu ekki uppbyggjandi og að þær hvetji ekki til sjálfshjálpar. Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, seg- ir engin rök vera fyrir því að aðstoð frá hjálparsamtökum hvetji síður til sjálfshjálpar en aðstoð hins opinbera. „Ég myndi halda að fjárstuðningur frá sveitarfélögum gerði fólk háðara aðstoð, heldur en matarpoki,“ segir Jón Gunnar. „Af hverju ætti þessi að- stoð að vera verri en önnur aðstoð? Við vitum vel að hópur fólks er háð- ur velferðarkerfinu af ýmsum ástæð- um. Það er ekkert nýtt. Fátækt, rétt eins og allar erfiðar félagslegar að- stæður, er niðurbrjótandi til lengri tíma og dregur máttinn úr fólki.“ Veikt velferðarkerfi Jón Gunnar segir að fátækt í nú- tímasamfélagi snúist að miklu leyti um að upplifa skort í samanburði við aðra. „Við skilgreinum okkur sem velferðarsamfélag og ég held að flest- ir skilgreini það sem félagsleg rétt- indi að eiga fyrir mat. En við erum bara ekki með sterkara velferðar- kerfi en þetta.“ Víða erlendis er talað um að það gangi í erfðir að vera á framfæri hins opinbera. Jón Gunnar segir slíkt vissulega þekkjast hér á landi. „Það er afar erfitt að brjóta upp slíkt mynstur. Besta leiðin til þess er að minnka ójöfnuðinn í samfélaginu.“ Ekki endilega matargjafir „Það er vissulega þörf fyrir ein- hvers konar aðstoð, en ekki endilega matargjafir,“ segir Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í félags- og tryggingamálaráðuneytinu. „Það er heilmikill munur á því að fá mat í poka sem einhver hefur valið fyrir þig eða að fá fjármagn frá opinberum að- ilum, þar sem þú getur ráðið málum þínum sjálfur.“ En á hvaða hátt getur fé frá hinu opinbera fremur hvatt til sjálfshjálp- ar en matargjafir? „Þetta snýst um að ráða sínu eigin lífi. En við viljum meira samstarf við hjálparsamtökin, eða þriðja geirann eins þau eru stundum kölluð.“ Ingibjörg segist ekki geta svarað því hvers vegna ekki hafi verið farið út í slíkt samstarf fyrr, fyrir því séu án efa ýmsar ástæður. Hjálp til sjálfshjálpar Hjálp til sjálfshjálpar var yfirskrift samráðsfundar opinberra aðila og hjálparsamtaka 28. október síðastlið- inn. Þar sagði Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra að vont væri til þess að vita að fólk stæði í biðröðum fyrir utan hjálparstofnanir. „Við get- um ekki og megum ekki sætta okkur við þetta.“ Guðbjartur segir að stjórnvöld verði að axla ábyrgð og finna leiðir til að útrýma slíkum bið- röðum. „Það er margt sem þarf til, sveitarfélögin þurfa að bera meiri ábyrgð og Reykjavík er að taka skrefið í áttina að því með því að auka fjárhagsaðstoð.“ Guðbjartur segir að skilgreina þurfi hlutverk hjálpar- stofnana gagnvart hinu opinbera. „Við verðum að búa til samráðsvett- vang, þar sem farið er reglulega yfir stöðuna. Við verðum líka að vera gagnrýnin á kerfið og leita eftir gloppum á því. En ég legg áherslu á að fólk væri ekki að standa í biðröð eftir mat án þess að þurfa á því að halda.“ Matur í poka eða fjárstyrkur ?  Ráðherra segir sveitarfélögin verða að taka meiri ábyrgð  Skiptar skoðanir um hvort matargjafir dragi úr vilja til sjálfshjálpar  Prófessor í félagsfræði segir ekki skipta máli hvaðan aðstoð kemur Morgunblaðið/Golli Matargjafir Matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands hefur sætt nokkurri gagnrýni að undanförnu. Sagt er að slíkar gjafir dragi úr vilja til sjálfshjálpar. Um það eru skiptar skoðanir. Fundað um velferð » Félags- og tryggingamála- ráðuneytið boðar til fundar næstkomandi mánudag, þar sem velferðarmál verða rædd. » Á fundinn eru boðaðir fulltrúar hjálparsamtaka, sveit- arfélaganna og ASÍ, auk félags- málayfirvalda. » Ræða á mögulegt samstarf hjálparsamtaka og félagsmála- yfirvalda. HEIMASÍMI GSM INTERNET HJÁ OKKUR RÆÐUR ÞÚ HVAÐ ÞÚ BORGAR MINNA BRUÐL. MEIRA TAL. KOMDU Á TAL.IS, HAFÐU SAMBAND Í 1817 EÐA KÍKTU Í KAFFI Í NÆSTU VERSLUN OG SEGÐU OKKUR HVERNIG ÞJÓNUSTU ÞÚ VILT OG HVAÐ ÞÚ VILT BORGA. ÞÚ RÆÐUR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.