Morgunblaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
Grafalvarlegt og galsafengið nýtt smásagnasafn
eftir Óskar Magnússon
Lífskokteill á bók
„Það er einfaldleikinn og
tilgerðarleysið sem er aðall frá-
sagnanna. Skemmtileg bók.“
Einar Kárason
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Sextíu og níu íbúðir auk bygging-
arréttar á alls rúmlega 7.600 fer-
metrum á Hrólfsskálamel á Sel-
tjarnarnesi og Norðurbakka í
Hafnarfirði sem Arion banki hefur
tekið yfir voru auglýstar til sölu af
Landey ehf. í gær.
Landey er dótturfélag Arion
banka og fer með eignarhald bank-
ans á nýbyggingum og fast-
eignaþróunarverkefnum sem bank-
inn hefur tekið yfir. Á heimasíðu
félagsins segir að hlutverk þess sé
að viðhalda og auka verðmæti eign-
anna þar til viðunandi verð fáist
fyrir þær í söluferli.
Flestar íbúðirnar sem auglýst-
ar eru til sölu eru í Hafnarfirði en
þar eru alls fimmtíu íbúðanna á
Norðurbakka 15, 17 og 19. Þá er
byggingarréttur á 3.817,9 fermetr-
um við Norðurbakka 21 meðal þess
sem Landey auglýsir til sölu. Á Sel-
tjarnarnesi eru íbúðirnar nítján á
Hrólfsskálamel 2, 4, 6 og 8 auk
byggingarréttar á um 3.800 fer-
metrum við Hrólfsskálamel 10-18.
Áhugi fjárfesta
Eru fasteignirnar sagðar á öll-
um byggingarstigum og þær verði
seldar í heild eða að hluta en tekið
er fram að ekki sé tekið við til-
boðum í minni einingar en sem
nemi einum stigagangi.
„Við erum að reyna að höfða til
fjárfesta í þessu. Þetta eru ekki full-
búnar íbúðir heldur eru á öllum
byggingarstigum,“ segir G. Oddur
Víðisson, framkvæmdastjóri Land-
eyjar. Hann segir að íbúðirnar séu
ekki ætlaðar til smásölu eins og er.
„Við sjáum hvað kemur út úr þessu
og svo verðum við að sjá hvort við
tökum aðrar ákvarðanir með það.“
Hann segir að í haust hafi fjár-
festar haft samband og lýst yfir
áhuga á að kaupa tilteknar einingar
og jafnvel allar. Verið sé að kalla
eftir viðbrögðum frá markaðinum.
Oddur vill ekki gefa upp hvaða
verðhugmynd félagið hafi um eign-
irnar. „Við erum náttúrulega með
okkar væntingar hérna innandyra
en við verðum að sjá hvað mark-
aðurinn segir og sjá hvort þær end-
urspeglast í raunveruleikanum,“
segir hann.
Samkvæmt auglýsingunni er
tilboðsfrestur í eignirnar til 19. nóv-
ember næstkomandi.
Setja 69 íbúðir á sölu
Morgunblaðið/Eggert
Draumastaður Blokkir við Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi eru á meðal þeirra eigna sem nú eru auglýstar.
Auglýsa til sölu íbúðir sem Arion banki hefur yfirtekið
Reynt að höfða til fjárfesta sem sýnt hafa áhuga
Byggingarréttur
» Á Hrólfsskálamel á Sel-
tjarnarnesi er byggingarréttur
á 3.800 brúttó-fermetrum of-
anjarðar til sölu.
» Á Norðurbakka í Hafn-
arfirði er einnig auglýstur til
sölu byggingarréttur á tæpum
3.818 fermetrum.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað
Kristveigu Sigurðardóttur formann stjórnar Vatnajök-
ulsþjóðgarðs og Rósu Björk Halldórsdóttur varafor-
mann.
Kristveig hefur starfað hjá Almennu verkfræðistof-
unni frá árinu 2007 og er formaður vistbyggingarráðs.
Hún starfaði áður við landvörslu í Jökulsárgljúfrum.
Kristrún lauk B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði
frá Háskóla Íslands árið 2004 og Civ.Ing.-prófi frá Kung-
liga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi árið 2007 með
áherslu á umhverfis- og skipulagsmál. Lokaverkefni
hennar þar fjallaði um skipulag þjóðgarða. Hún hefur
réttindi til að vera matsaðili fyrir BREEAM Int-
ernational-umhverfisvottunarkerfið. Rósa Björk Halldórsdóttir er verk-
efnastjóri hjá Vatnajökull Travel en starfaði áður sem framkvæmdastjóri
Ríkis Vatnajökuls. Rósa hefur setið í stjórn Markaðsstofu Suðurlands frá
stofnun hennar.
Ráðherra skipar formann og varaformann
stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs
Kristveig
Sigurðardóttir
Hópur áhugafólks hefur stofnað
Umhverfisvaktina við Hvalfjörð.
Markmið félagsins er að vernda líf-
ríkið við Hvalfjörð jafnt í sjó, lofti
og á landi, vinna að faglegri upplýs-
ingaöflun með aðstoð sérfræðinga,
efla fræðslu um umhverfismál og
tryggja gegnsæi upplýsinga frá op-
inberum aðilum og fyrirtækjum á
svæðinu. Auk þess mun umhverf-
isvaktin benda á leiðir til úrbóta í
umhverfisverndarmálum og
tryggja að hagsmuna íbúa og kom-
andi kynslóða sé gætt.
Stofnfélagaskrá Umhverfisvakt-
arinnar við Hvalfjörð verður haldið
opið fram að áramótum og allt
áhugafólk um umhverfi Hval-
fjarðar er hvatt til að leggja lóð á
vogarskálar. Umsóknir má senda á
netfang formannsins: namshest-
ar@namshestar.is
Umhverfisvakt
í Hvalfirði
Í dag, laug-
ardag, opnar Ar-
ion banki sér-
hæfða
ráðgjafarþjón-
ustu þar sem
markmiðið er að
koma sem best
til móts við þarf-
ir viðskiptavina
sem eiga í
greiðsluvanda. Hver viðskiptavin-
ur fær sinn eigin ráðgjafa sem
vinnur með honum allt ferlið og
finna þeir í sameiningu þá lausn
sem hentar hverju sinni. Ráðgjaf-
inn fylgir svo málum eftir þar til
allt er frágengið.
Starfsfólk ráðgjafarþjónust-
unnar mun á næstu vikum og
mánuðum eiga frumkvæði að sam-
skiptum við þá viðskiptavini sem
eiga í verulegum greiðsluvanda.
Þessir einstaklingar geta einnig
leitað til ráðgjafarþjónustunnar að
eigin frumkvæði eða fengið ráð-
gjöf um þær lausnir sem eru í boði
í öllum útibúum bankans. Þegar
hefur Arion banki aðstoðað um
14.000 viðskiptavini í greiðslu-
vanda.
Ráðgjafarþjónustan verður til
húsa á 2. hæð í útibúi Arion banka
við Garðatorg 5 í Garðabæ og op-
in alla virka daga kl. 9-16.
Ráðgjafarþjónusta
Eftir Albert Kemp
Fáskrúðsfjörður | 70 ára afmæli
UMF Leiknis á Fáskrúðsfirði var
fagnað með veislu í skólamiðstöð-
inni á Fáskrúðsfirði á dögunum.
Magnús Stefánsson kennari rakti
stuttlega sögu félagsins, en aðal-
ahvatamaður að stofnun þess var
Gunnar Ólafsson, þá kennari á Fá-
skrúðsfirði. Formaður félagsins,
Steinn B. Jónasson, bauð alla vel-
komna til veislu. Nokkur ávörp
voru flutt og félaginu færðar árn-
aðaróskir.
Jakob Skúlason, stjórnarmaður í
Knattspyrnusambandi Íslands,
flutti kveðju frá sambandinu og
sæmdi Steinunni B. Elísdóttur og
Stein B. Jónasson silfurmerki KSÍ.
Gísli Jónatansson færði félaginu
700 þúsund krónur í tilefni afmæl-
isins. KFFB hefur stutt félagið
dyggilega í gegnum árin. Gísla var
veitt gullmerki félagsins. Ýmis
skemmtiatriði voru á dagskrá.
Fyrr um daginn var afmælis-
þríþraut þar sem keppt var í hlaupi
og hjólreiðum og sundi. Samkoman
var vel sótt.
Leiknir á Fáskrúðsfirði 70 ára
Morgunblaðið/Albert Kemp
Styrkur Gísli afhendir Steini gjöfina.
Elín Hirst fréttamaður afhenti Ragnhildi
Guðmundsdóttur, formanni Mæðrastyrks-
nenfdar Reykjavíkur, í fyrradag fyrsta ein-
takið af DVD-diski af heimildamynd sinni
Síðasta ferðin, sem fjallar um íslenska vest-
urfara.
Elín hefur ákveðið að 300 krónur af sölu-
andvirði hvers disks renni til hjálpar bág-
stöddum sem þurfa að leita til Mæðrastyrks-
nefndar eftir mataraðstoð. Heimildarmyndin
var sýnd í sjónvarpinu um páskana. Myndin
fjallar um það þegar Elín sér fyrir tilviljun ljósmynd frá 1890 af íslenskri fjöl-
skyldu í Vesturheimi. Ljósmyndin leiðir hana óvænt á slóðir fjölskyldu hennar
sem flutti úr Fellum á Héraði til Nýja Íslands í Manitoba árið 1878 þegar land-
flutningarnir miklu frá Íslandi til Ameríku voru að hefjast. Talið er að allt að
20 þúsund Íslendingar hafi flutt af landi brott á tímabilinu frá 1875-1914 vegna
erfiðrar kreppu sem ríkti í landinu einmitt eins og nú. Myndin er 50 mínútna
löng og verður til sölu í verslunum um allt land.
Stuðningur við Mæðrastyrksnefnd
Gjöf Elín afhendir Ragnhildi gjöfina.
STUTT