Morgunblaðið - 06.11.2010, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.11.2010, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef ekki tekst að koma helsta at- vinnufyrirtækinu á Flateyri, Eyrar- odda hf., aftur af stað er hætt við að keðjuverkandi áhrif fólksflótta og minnkandi þjónustu dragi enn frek- ar máttinn úr samfélagi þeirra sem eftir verða. Flateyri hefur gengið í gegnum miklar þrengingar í atvinnumálum á síðustu áratugum. Kvóti stærsta fyr- irtækisins hefur þannig horfið að mestu úr byggðarlaginu í þrígang. Fyrst þegar Hjálmur þurfti að selja togarann Gylli og stóran hluta fisk- veiðiheimilda fyrirtækisins, síðan þegar Kambur rann inn í Básafell og í þriðja skiptið þegar Kambur lagði niður útgerð og fiskvinnslu 2007 eftir að hafa byggt sig upp. Fyrirtækin hafa nokkrum sinnum þurft að segja upp öllu starfsfólki. Snjóflóðið 1995 var einnig mikið högg fyrir sam- félagið, eins og nærri má geta. Erfitt að afla hráefnis Einar Oddur Kristjánsson, alþing- ismaður og Flateyringur, hafði for- göngu um kaup á eignum Kambs á Flateyri vorið 2007 eftir að eigendur fyrirtækisins ákváðu að loka vegna erfiðra aðstæðna í rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja. Fékk hann frænda sinn, Kristján Erlingsson athafna- mann, í lið með sér og fjölskyldunni og stofnað var fyrirtækið Eyraroddi hf. sem keypti bát og byggði upp fiskvinnslu. Einar Oddur lést um sumarið. Teitur Björn sonur hans hefur verið í forsvari fyrir fyrirtæk- ið, fyrst sem framkvæmdastjóri og síðan stjórnarformaður. Eyraroddi á lítinn kvóta og byggði því fiskvinnsluna á aðkeyptu hráefni, innanlands og utan, og leigukvóta. Það hefur því komið illa við starfsem- ina þegar framboð af hráefni hefur minnkað og verð á fiski og kvóta hækkað. Félagið fékk þó byggða- kvóta í gegnum Ísafjarðarbæ í haust. Hefur dregið mjög úr vinnslu hjá fyrirtækinu á árinu og starfsfólki fækkað. Öllu starfsfólkinu var sagt upp störfum fyrir mánaðamót og missa því 42 Flateyringar vinnuna takist ekki að endurreisa fyrirtækið. Eyraroddi sótti um greiðslustöðvun í maí. Stjórnendur fyrirtækisins eru að leita leiða til að styrkja rekstrar- grundvöll þess. Eyraroddi er langstærsti atvinnu- veitandinn á staðnum. Annað stærsta fyrirtækið er harðfiskverk- un með sjö starfsmenn og síðan stofnanir og fyrirtæki með örfáa starfsmenn hvert. Fyrirtækið er því afar mikilvægt fyrir byggðarlagið. Ísafjarðarbær og Verkalýðsfélag Vestfirðinga styðja viðleitni eigenda Eyrarodda við að komast yfir erfið- leikana. Þeir njóta stuðnings vegna þess að vitað er að fyrirtækið var stofnað til þess að halda uppi atvinnu í byggðarlaginu á tíma þegar auðn blasti við. Þannig hafa forystumenn Ísa- fjarðarbæjar farið á fund sjávarút- vegsráðherra og óskað formlega eft- ir því að fá byggðakvóta fyrir Flateyri. Tilgangurinn er að nota hann sem beitu til að fá útgerðir til samstarfs með enn meiri kvóta og skapa grundvöll fyrir vinnsluna. Margir aðfluttir Starfsfólkið hefur ýmist eins eða þriggja mánaða uppsagnarfrest. Stór hluti þess er útlendingar, fólk sem flutti frá Póllandi, Filippseyjum og fleiri löndum til að vinna í fiski. Sumir hafa verið lengi. Flestir eru með fjölskyldur og börn í skóla og hafa keypt sér hús á Flateyri. Litlir aðrir atvinnumöguleikar eru á Flateyri, fari svo að Eyraroddi komist ekki aftur af stað. Því má slá föstu að margir flytji í burtu ef upp- sagnirnar standa, til annarra lands- hluta eða úr landi. Það gerðist 2007 og þá þurrkuðust upp þrír árgangar í grunnskólanum. Slík þróun myndi hafa áhrif í skóla og leikskóla sem ekki verða starfræktir án lágmarks- fjölda barna, sjoppan yrði lokuð yfir veturinn og ýmsa daglega þjónustu þyrfti að sækja til Ísafjarðar. Keðjuverkandi atvinnubrestur  Ekki margir kostir fyrir starfsfólk Eyrarodda á Flateyri ef ekki tekst að koma vinnslunni af stað á nýjan leik  Miklar sviptingar hafa verið í atvinnumálum á staðnum og kvótinn hefur tapast Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þorpið Lítil verkefni eru nú á Flateyri og margir starfsmenn Eyrarodda mæla göturnar á meðan börnin leika sér í snjónum. Þorpið hefur orðið fyrir mörgum áföllum á síðustu áratugum. Samstarfsfólk Janusz Butkiewicz og Janina Kryszenska ræða við Ívar Kristjánsson verkstjóra. Agnieszka stendur hjá móður sinni. Sviptingar » Nokkrar fiskvinnslur voru starfandi á Flateyri. » Stærsta fyrirtækið, Hjálmur, lenti í rekstrarerfiðleikum og sameinaðist Kambi 1993. » Kambur rann inn í Básafell 1997 en Hinrik Kristjánsson keypti hús og tæki á Flateyri út úr samsteypunni 1999. » Kambur hætti útgerð og fiskvinnslu 2007. Eyraroddi keypti þá Flateyrareignirnar. » Eyraroddi sagði upp öllu starfsfólki í lok október. „Ég hef enga möguleika á því að kaupa bát og kvóta til að byrja sjálfur, eins og staðan er í dag,“ segir Jón Magnússon, skipstjóri á Stjána Ebba, báti Eyrar- odda. Lítið hefur verið hægt að róa vegna kvóta- leysis. „Ég tel að þetta vanda- mál sé vel hægt að leysa á einfaldan hátt. Hið opinbera geti vel gert það,“ segir Jón og vís- ar til ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að færa til skötuselskvóta og búa til pott fyrir sjóstangaveiði. „Hann getur alveg eins tekið frá kvóta og deilt niður á þau byggðarlög sem hafa misst kvótann og sjá fram á hrun,“ segir Jón. Hann vill að nýi byggðakvótinn verði leigður á hóflegu verði. „Ég er ekki að biðja um að ríkið gefi okkur neitt heldur að við fáum möguleika til að geta lifað,“ segir hann. Er aðeins að biðja um möguleika til að geta lifað „Fiskvinnslan er hjarta staðarins. Það yrði því slæmt fyrir þorpið ef fyr- irtækið yrði gjaldþrota og margir misstu vinnuna,“ segir Janina Magdalena Kryszenska. Hún er einstæð móðir með sjö ára dóttur, og hefur búið á Íslandi í fimm ár, meginhluta þess tíma á Flateyri. Stór hluti starfsmanna Eyrarodda er frá Pól- landi og tala fæstir þeirra íslensku og margir heldur ekki ensku. Telur Janina að þeir geti átt í erfiðleikum með að fá aðra vinnu. Hún segir að sumir hugsi til þess að flytja til Póllands en þeir sem eigi hús hér hafi ekki efni á því að borga af íbúðum á báðum stöðum. „Allir vilja að þetta fari vel og Eyraroddi haldi áfram. Ég vil vinna hér og búa á Flateyri.“ Janina hefur fengið hlutastarf við að bera út póstinn en segir að það hrökkvi skammt til framfærslu. Allir vilja að þetta fari vel og Eyraroddi haldi áfram „Við viljum trúa því að þetta gangi upp og fyr- irtækið haldi áfram. Ef þetta hinsvegar fer á versta veg, verður þetta slæm staða,“ segir Ívar Kristjánsson, verkstjóri hjá Eyrarodda. Kona hans, Kristín Pétursdóttir, vinn- ur einnig hjá fyrirtækinu. Hann segist ekkert vera farinn að líta í kringum sig eftir annarri vinnu og segist ekki ætla að gera það fyrr en málin komast á hreint hjá Eyrarodda. „Það er ekki um auð- ugan garð að gresja,“ segir Ívar spurður um aðra möguleika. „Maður hleypur heldur ekk- ert í burtu, á hér fasteign sem ekki er hægt að selja.“ Ívar er Flateyringur í húð og hár og hefur trú á þorpinu. „Flateyringar hafa hingað til ekki gefist upp. Ég trúi ekki öðru en að við björgum okkur út úr þessu einhvern veginn.“ Flateyringar hafa hingað til ekki gefist upp „Hún er ekki ljós. Við höf- um verið að hugsa um að flytja en verðum að bíða til að sjá hvað verður um fisk- vinnsluna,“ segir Lolita Tayong Malagar, trún- aðarmaður starfsmanna Eyrarodda, þegar hún er spurð um framtíðina. Lolita hefur unnið í fiski á Flateyri í tíu ár og hefur áður upplifað upp- sagnir og óvissu í atvinnumálum. Hún á hús á staðnum og býr þar með tólf ára gamalli dótt- ur sinni. Systir Lolitu og maður hennar vinna einnig hjá Eyrarodda og hafa því fengið upp- sagnarbréf eins og hún. Lolita hefur áhyggjur af því að geta ekki selt húsið á Flateyri ef hún þarf að flytja í burtu. „Ég kann vel við Flateyri. Hér er miklu betra að vera en í Reykjavík, rólegt og gott, og ég hef heldur ekki nógu há laun til að leigja hús þar,“ segir hún. Erfitt verður að selja hús- ið ef verksmiðjan lokar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.