Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 23

Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 „Ég sé alltaf framtíðina hér. Annars væri ég löngu farinn,“ segir Sigurður Hafberg, kennari sem jafn- framt rekur ferðaþjónustu og leigir út húsnæði. Flateyri hefur breyst mikið frá 1980 þegar þorpið var upp á sitt besta. Þá voru íbúar tvöfalt fleiri en í dag og þrefalt fleiri börn í skólanum. Rólegt hefur verið yfir atvinnulífinu síðustu þrjú árin, eftir að Kambur hætti. Sigurður segir að þegar erfiðleikar séu í atvinnulífinu þori enginn að fjárfesta, hvorki í húsum né lagfæringum. Hann hefur fulla trú á því að fólkið nái sér út úr erfiðleikunum, eins og það hefur gert áður. Ef ekki fáist fiskur þá verði að nýta at- vinnuhúsnæðið og starfskrafta fólksins með einhverj- um öðrum hætti. Sigurður á mikilla hagsmuna að gæta. Hann keypti sex íbúða blokk fyrir nokkrum árum sem hann hefur leigt út. Erfiðleikarnir eftir 2007 settu mikið strik í þann rekstur. Hann rekur kajakleigu á sumrin og fyr- ir þremur árum keypti hann gamla sparisjóðshúsið og leigði Innheimtustofnun sveitarfélaga. Verður að nýta húsnæði og krafta  Sigurður Hafberg hefur alltaf haft trú á staðnum „Staðan er ekki glæsileg. Ég vona þó að Eyraroddi komist af stað aftur. Þeir gerðu þetta af mikilli hugsjón þegar Kambur hætti og ég vona að hægt verði að styðja við bakið á þeim. Mikið er í húfi fyrir byggðalagið okkar,“ segir Guðrún Pálsdóttir sem rekur út- gerð og harðfiskverkunina Fisk- verkun E. G. á Flateyri ásamt manni sínum, Einari Guðbjarts- syni, og börnum, og sjóstangveiði á sumrin. Sonur þeirra og dóttir sækja sjóinn á Blossa ÍS. Guðrún segir að það hafi áhrif á þorpið þegar íbúarnir lendi í slík- um hremmingum aftur og aftur. „Það hlýtur að draga kjarkinn úr fólki. Ég vona hins vegar að fólk hafi áfram trú á staðnum og þeim tækifærum sem hann býður upp á eins og allir Vestfirðir. Guðrún og Einar unnu hjá stóru útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækj- unum og lentu í því eins og fleiri að missa vinnuna. Einar fór að gera út sjálfur fyrir þrjátíu árum og þau stofnuðu síðar harð- fiskverkun til að skapa sér vinnu allt árið. Afurðirnar hafa getið sér gott orð og þau hafa ekki undan að framleiða. Þannig var harðfisk- urinn valinn til kynningar á ís- lenskum afurðum á sýningu Slow food í Torino á Ítalíu í haust. Sex til átta og stundum upp í tíu vinna við reksturinn. Sá fiskur sem ekki er nýttur í harðfiskverk- unina var lagður upp hjá Eyr- arodda en fer nú á fiskmarkað á Ísafirði. Guðrún segir að stjórnvöld ættu að bæta við kvótann til að auka gjaldeyrisöflun í stað þess að íþyngja sjávarútveginum á allan mögulegan hátt. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vindþurrkun Guðrún Pálsdóttir og Einar Guðbjartsson í hjallinum. Mikið í húfi fyrir byggðarlagið okkar „Við fáum alltaf hnút í magann þegar eitthvað gengur illa. Ef at- vinna minnkar þá má búast við að börnum fækki í skólanum og það þurfi að fækka hér líka,“ segir Skarphéðinn Ólafsson, skólastjóri Grunnskóla Önundarfjarðar á Flat- eyri. Hann tekur fram að hann finni það ekki á börnunum að óvissa sé í atvinnumálum enda stutt síðan fólkinu var sagt upp. Í skólanum eru 22 nemendur en voru 38 fyrir sex árum þegar Skarphéðinn kom þangað til starfa. Stórt skarð var höggvið í nem- endahópinn á árinu 2007 þegar Kambur hætti. Þá fluttu margar fjölskyldur í burtu, ekki síður ís- lenskar fjölskyldur en erlendar. Meðal annars þurrkuðust upp þrír árgangar þannig að nú eru engir nemendur í 4., 5. og 8. bekk. Skarphéðinn segir að fólkið hafi dreifst víða, meðal annars til Ak- ureyrar og Suðurnesja. Þegar vinna liggur niðri í fisk- vinnslunni eykst mikilvægi skólans. „Okkur finnst mikilvægt að halda skólanum sem lengst úti, það er alltaf líf í kringum hann.“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kennslustund Nemendur finna enn ekki fyrir óvissunni vegna atvinnumissis foreldra margra þeirra. Fáum hnút í magann  Mesta lífið þessa dagana er í kringum grunnskólann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.