Morgunblaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í vikunni var fjallað um nýjar leiðir í netsamskiptum þar sem ræddir voru kostir ljósleiðaralagna inn á heimili og eins sú lausn sem er algeng víða að leggja ljósleiðara að tengiboxi í götu en síðan flytja gögn þaðan ýmist með ljósleiðara inn á heimilið eða með koparvírunum sem liggja inn í hvert hús – símalínunni. Síminn, sem er leiðandi í gagnaflutningum inn á heimili, hefur veitt þjónustu um svo- nefnt breiðband en hyggst leggja það af og hefur boðað nýja tækni sem hann kallar ljósnet. Ljósnetið byggist á áþekkri tækni og breiðbandið, þ.e. ljósleiðara að tengiboxi og síðan ljósleiðara eða koparvír inn á heimilið, en beitir nýrri tækni við gagnaflutningana, meðal annars með nýjum búnaði í tengiskápa, sem tryggir mun meiri flutningshraða, eða allt að 100 Mb hraða á sekúndu með svonefndri VDSL-tækni sem leysir af hólmi ADSL-tengingar sem eru algengast- ar nú um stundir. Þessi tæknivæðing, sem felur í sér um 800 milljóna króna fjárfestingu Símans, mun ná til um 40 þúsund heimila á höfuðborgarsvæð- inu á næstu tveimur árum. Síminn byrjaði að leggja ljósleið- ara milli símstöðva 1985, til stærri fyrirtækja frá 1990 og í götuskápa fyrir heimili frá 1995. Frá 2002 var byrjað að leggja ljósleiðara inn á heimili með koparstrengjum og síð- an eingöngu ljósleiðara frá 2007. Þess má svo geta að um 8% netteng- inga heimila hér á landi eru um ljós- leiðara, en um 90% eru tengd með kopar með xDSL tækni. Þörfinni svarað og gott betur Á vefsetri Símans kemur fram að samkvæmt mati erlendra greining- araðila muni kröfur um tengihraða umfram 24 Mbita á sek. fyrst hefjast upp úr 2011 og þannig muni ekki nema 20% þurfa 100 Mbita á sek. 2015, en 2020 mundi 68% heimila þurfa 100 Mbita á sek. hraða. Í því ljósi muni ljósnetið ná að svara vel óskinni um bandvídd til heimila og gott betur. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir að Íslendingar hafi verið í fremstu röð þjóða hvað varð- ar háhraðatengingar til heimila og það sé ekki síst fyrir framsýni Sím- ans. „Þarfir fólks taka stöðugt breytingum og aðalkrafan í dag snýr að því sem kalla má vídeóflutning. Sjónvarp og myndskeið á netinu, YouTube og álíka þjónusta, er farin að taka stóran hluta af þeirri net- tengingu sem fólk notar í dag,“ segir Sævar Freyr og bætir við að aðgangur að því sem verið hefur hefðbundin netnotkun hingað til kalli ekki á mikla bandvídd, heldur muni sjón- varpsefni og víd- eó drífa tækniþróunina í nettenging- um. „Okkar markmið er að hjálpa fólki að geta notið þeirrar þjónustu sem er í boði hvort sem hún er á netinu eða með gagnvirku sjónvarpi beint í hús. Við munum þannig bjóða upp á þjónustu eins og til dæmis háskerpu „video on demand“ og einnig mögu- leika eins og að viðskiptavinur getur sett á pásu þegar hann er til dæmis að horfa á leik í enska boltanum og haldið síðan áfram að horfa á þegar honum hentar. Það er nokkuð sem við munum bjóða á næsta ári til dæmis,“ segir Sævar Freyr, en fyr- irhugaðar eru tilraunir á þessari þjónustu og öðrum hjá starfsfólki Símans á næstunni. 17.000 heimili þegar tengd Í fréttum hefur komið fram að fjárfesting Símans í nýjum búnaði vegna ljósnetsins verður um 800 milljónir króna. Sævar Freyr segir að sú fjárfesting sé vissulega um- talsverð en ekki mjög mikil þegar litið sé til þess fjölda notenda sem fyrirtækið muni þjóna. Þegar sé bú- ið að tengja 17.000 heimili og vinna í fullum gangi við að tengja fleiri heimili, en alls ætlar Síminn að um 42.000 heimili eigi möguleika á að tengjast ljósnetinu. „Kostnaður okkar við að tengja hvert heimili er um 19.000 krónur en með þeirri tengingu munum við geta boðið allt að 100 MBita á sek. teng- ingu. Þróunin er hröð á þessu sviði og þegar hefur verið sýnt fram á að hægt er að ná 825 Mbita á sek. tengihraða með VDSL. Það verður hægt að uppfæra okkar kerfi til að ná slíkum hraða þegar þörf fyrir hann skapast og líklegt er að kostn- aðurinn verði svipaður og sá kostn- aður sem við erum nú að leggja í. Til samanburðar má nefna að ef lesið er í ársreikninga Gagnaveit- unnar þá hefur fyrirtækið lagt um 12 milljarða í lagningu ljósleiðara og náð til 30.000 heimila sem þýðir þá að hver tenging hefur kostað um 400.000 krónur. Uppbygging og fjár- festing Gagnaveitunnar er mjög framhlaðin og kostnaður liggur að mestu í jarðvinnslu og fjármagni því sóað með óhagkvæmum hætti.“ Fjárfesting til framtíðar  Ljósnet Símans leysir breiðbandið af hólmi  Mun ná til 42.000 heimila  Allt að 100 Mbita tenging í boði  Ríflega 800 Mbita tenging framundan Sævar Freyr Þráinsson Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Það er margt sem bendir til þess að markaðurinn hafi í einhverjum mæli misskilið yfirlýsingu peningastefnu- nefndar í ágúst, að sögn Más Guð- mundssonar, seðlabankastjóra. Á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í gær sagði hann að af hruninu, sem varð á skuldabréfamarkaði í septem- ber, þyrfti að læra og reyna að gera betur. „Ýmsir virðast hafa talið á grund- velli yfirlýsingarinnar að áform um afnám hafta hafi verið slegin af um hríð, jafnvel um einhver ár, og af þeim sökum hafi vextir verið lækk- aðir svo mikið sem raun varð. Í mín- um huga hins vegar tengist vaxta- lækkunin þá miklu frekar lækkun verðbólgunnar en aukinni óvissu um afnám haftanna sem þó var vissulega staðreynd. Þessi yfirlýsing var gefin áður en seinni dómur Hæstaréttar féll um gengistryggð lán og þriðja endurskoðunin hjá AGS komst í höfn. Það breytist síðan með jákvæð- um hætti fyrir septemberfund pen- ingastefnunefndar og því varð inni- hald yfirlýsingarinnar annað en í ágúst hvað varðar skilyrðin fyrir af- námi hafta.“ Segir Már að það hafi hins vegar verið aðstæðurnar sem hafi breyst, en ekki stefna Seðla- bankans. Sagði hann að þróun ávöxtunar- kröfu á ríkisverðbréfum í ágúst og september hafi haft á sér ásýnd bólu. „Það er því líklegt að fleiri þættir hafi verið að verki en misskilningur varðandi yfirlýsingar peningastefnu- nefndar. Þar gæti verið um að ræða óvenjumiklar skuldsettar stöður, skipulag og virkni markaðarins og svo hefðbundna bóluhegðun þar sem taugarnar eru þandar til hins ýtrasta rétt áður en bólan springur. Seðla- bankinn mun fyrir sitt leyti rann- saka það sem þarna gerðist og draga af því viðeigandi lærdóma.“ Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion Banka, tók í sama streng í pallborðsumræðum á fundinum. Sagði hann að markaður- inn hefði misskilið hvaðan valdið kæmi til að afnema höftin. „Mark- aðurinn taldi að Seðlabankinn hefði valdið en það er hjá ríkisstjórn og Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum.“ Seðlabankinn taldi að með því að tjá sig um afnám hafta væri hann að taka þátt í umræðu um efnið, en markaðurinn leit svo á að þar talaði sá sem valdið hefði. Í því liggur mis- skilningurinn, að mati Ásgeirs. Morgunblaðið/Ernir Gjaldeyrishöft Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, áréttaði á fundinum að afnám hafta kæmi ekki til skoðunar fyrr en í mars á næsta ári. Markaður mis- skildi Seðlabanka  Bólueinkenni á skuldabréfamarkaði 24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 STUTTAR FRÉTTIR ● Alls var 86 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 29. október til og með 4. nóvember. Þar af voru 62 samningar um eignir í fjölbýli, 21 samn- ingur um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.325 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27 millj- ónir króna. Fjör á fasteignamarkaði ● Helmingi fleiri störf urðu til í bandaríska hag- kerfinu í síðasta mánuði en sér- fræðingar höfðu spáð. Alls urðu til 151 þúsund ný störf í Bandaríkj- unum í október- mánuði. Er þetta í fyrsta sinn síðan í maímánuði að störfum fjölgaði í Banda- ríkjunum. Atvinnuleysishlutfall er hins vegar óbreytt sökum þess fjölda sem hefur horfið af vinnumarkaði. Bandaríkjamenn í atvinnuleit. Störfum fjölgaði umfram væntingar                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./- +01.0/ +,2.3- /,.0,+ +2.-31 +1.31+ ++4.,3 +.53/5 +05.+/ +34.55 +,-.33 +00.+3 +,2.-+ /,.01/ +-.,+/ +1.1+ ++4.50 +.5315 +05.14 +34.01 /,3./,54 +,-.2+ +00.32 +,-./5 /,.2/5 +-.,12 +1.13- ++4.1- +.51,5 +04.+1 +33.+- Lögreglufulltrúar hjá embætti ríkislögreglustjóra Vegna endurskipulagningar og fjölgunar starfsmanna í efnahagsbrota- deild auglýsir ríkislögreglustjóri eftir lögreglumönnum til að gegna stöðum lögreglufulltrúa í deildinni. Ríkislögreglustjóri setur í stöðurnar til reynslu til eins árs frá og með 1. desember 2010 með möguleika á skipun í embætti síðar. Til þess að hljóta skipun í stöðu lögreglufulltrúa, sbr. 3. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006, um starfsstig innan lögreglunnar, skal umsækjandi hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár frá því hann lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu og þekkingu á rannsókn auðgunarbrota eða annarra alvarlegra afbrota. Mikilvægir eiginleikar eru skipulagshæfileikar, vönduð vinnubrögð og færni í mannlegum samskiptum. Umsóknum skal skilað til embættis ríkislögreglustjóra, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, en umsóknarfrestur rennur út þann 23. nóvember 2010. Nánari upplýsingar veitir Sólberg. S. Bjarnason, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í efnahagsbrotadeild, í síma 444-2500. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, nr. 464/1996, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðningakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsækjendum sem hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is, undir liðnum eyðublöð. Reykjavík, 4. nóvember 2010 RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN G ra fik a 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.