Morgunblaðið - 06.11.2010, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Því er þó ekkiað leyna aðHjallastefn-
an verður alltaf
umdeild á meðal
stjórnmálamanna,
sérstaklega í þeim
flokkum sem telja að allri
grunnþjónustu sé best fyrir
komið hjá hinu opinbera.“
Þessi orð er að finna í niðurlagi
ársskýrslu Hjallastefnunnar
sem lögð var fram í lok maí á
þessu ári. Þau eru ágæt
áminning um að ekki er sjálf-
gefið að starfsemi, hversu upp-
byggileg og jákvæð sem hún
kann að vera, njóti velvildar og
stuðnings. Og nú er staðan sú,
sem kann að skýra hin tilvitn-
uðu orð, að í ríkisstjórn sitja
einmitt þeir flokkar sem helst
hafa haft horn í síðu einka-
rekstrar í grunnþjónustunni.
Ekki bætir úr skák, fyrir þá
einkaaðila sem vilja reka
skóla, að menntamálaráðu-
neytið er undir stjórn Vinstri
grænna, sem alla tíð hafa beitt
sér mjög gegn slíkum einka-
rekstri og telja hann til óþurft-
ar.
Af þessum sökum skiptir
niðurstaða nýrrar rannsóknar
Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands um sjálfstætt starf-
andi leik- og grunnskóla tölu-
verðu máli og verður þeim
styrkur í sam-
skiptum við stjórn-
völd. Rannsóknin
sýnir að einka-
reknir leik- og
grunnskólar eru
mun hagkvæmari
fyrir hið opinbera en þeir skól-
ar sem hið opinbera rekur
sjálft. Munurinn er sláandi,
því að hinir einkareknu skólar
kosta aðeins um 4⁄5 af því sem
opinberu skólarnir kosta.
Í samtali við Morgunblaðið
bendir Margrét Pála Ólafs-
dóttir, formaður Samtaka
sjálfstæðra skóla og fram-
kvæmdastjóri Hjallastefn-
unnar, á þessa staðreynd og
segir sjálfstætt starfandi skóla
fara betur með hverja krónu
en þá opinberu. Um leið varar
hún við því að munurinn megi
ekki verða of mikill, en að svo
virðist sem nú stefni í það.
Þetta eru réttmæt varn-
aðarorð hjá Margréti Pálu.
Hætt er við að reynt verði að
þrengja kost einkareknu skól-
anna úr hófi þannig að þeir
leggi upp laupana. Sjálfsagt
væri ýmsum ósárt um að skól-
ar Hjallastefnunnar og aðrir
einkareknir skólar kæmust í
slíka stöðu. Afar mikilvægt er
að þeim öflum verði ekki að
ósk sinni og að þessir skólar
geti haldið áfram að blómstra.
Ný rannsókn sýnir
fram á hagkvæmni
einkarekstrar í
menntakerfinu}
Sjálfstæðir skólar
Alcoa Fjarðaálhefur ákveðið
að reisa nýja ker-
verksmiðju við ál-
ver sitt á Reyð-
arfirði. Kostnaður
er um 31⁄2 millj-
arður króna og ætlunin að
starfsemi hefjist eftir rúmt ár.
Við byggingu verksmiðjunnar
munu starfa um 70 manns og
ámóta fjöldi fær vinnu í verk-
smiðjunni þegar hún hefur
starfsemi.
Ekki þarf að fara mörgum
orðum um hve mikilvæg slík
framkvæmd er í núverandi at-
vinnuástandi og ástæða til að
fagna því að í hana skuli ráðist.
Um leið er ástæða til að hafa í
huga allar þær framkvæmdir
sem ekki verða að veruleika
vegna aðgerða ríkisstjórn-
arinnar, sem virðist líta á það
sem eitt af sínum helstu verk-
efnum að þvælast fyrir og
hindra myndarlegar fram-
kvæmdir sem skapa mikla
vinnu.
Ríkisstjórninni tókst hins
vegar ekki að hindra þessa
framkvæmd og ástæðan blasir
við. Álverið hafði
þegar starfsleyfi
fyrir rekstri ker-
verksmiðju og þess
vegna þurfti ekki
annað en bygg-
ingaleyfi frá sveit-
arstjórn til að hefja verkið.
Á Alþingi í gær fóru fram
miklar umræður um atvinnu-
mál og ýmsir þingmenn, jafn-
vel þingmenn úr stjórnarliðinu,
töluðu með þeim hætti að ætla
mætti að þeir áttuðu sig á mik-
ilvægi þess að leyfa atvinnulíf-
inu að blómstra. Þau orð hafa
hins vegar enga þýðingu þegar
þau falla í skugganum af að-
gerðum og aðgerðaleysi rík-
isstjórnarinnar.
Við uppbyggingu atvinnu-
lífsins er ekkert gagn í inn-
antómum orðum. Það eru fram-
kvæmdirnar sjálfar sem máli
skipta og þess vegna er bygg-
ing kerverksmiðjunnar fyrir
austan svo mikið ánægjuefni.
Um leið er það mikið áhyggju-
efni að ein helsta ástæðan fyrir
því að af slíkri framkvæmd geti
orðið sé að ríkisstjórnin hafi
ekki tök á að hindra hana.
Bygging nýrrar
kerverksmiðju við
Reyðarfjörð er
fagnaðarefni}
Framkvæmd sem stjórnvöldum
tókst ekki að stöðva
P
óstþjónustan hefur verið óvenju
mikið í fréttum síðustu daga og
ekki af góðu einu. Vonandi gleym-
ist samt ekki að aldrei er við hæfi
að skjóta sendiboðann – ekki einu
sinni þótt tíðindin séu váleg. Að minnsta kosti
aðeins í algjörum undantekningartilfellum.
Þegar um er að ræða virkar sprengjur eða
eitur má gera ráð fyrir því að einhverjir hugsi
bréfberum, hvort sem þeir starfa á lofti, láði
eða legi, þegjandi þörfina fyrst ekki næst í
sendandann. En ég fullyrði að í þorra tilfella
hafa starfsmenn flugfélaga eða aðrir sendlar
ekki hugmynd um hvað er í pakkanum.
Kynni mín af bréfberum eru í hvívetna mun
betri en nokkur getur ætlast til.
Einum þessara starfsmanna póstsins á ég
þó meira að þakka en nokkrum öðrum. Þann
góða mann hef ég að vísu hvorki heyrt né séð, og ég veit
ekki hvort hann er enn á lífi, en komst að því með ítarleg-
um rannsóknum að hann sinnti starfi sínu af einstakri al-
úð og samviskusemi á áttunda og níunda áratug ald-
arinnar sem leið, og lét ekkert slá sig út af laginu.
Við vorum staddir í veislu í erlendri borg, vinur minn
og ég. Mig minnir að það hafi verið í Búdapest en skiptir
ekki máli. Vorum glaðir og reifir eins og var við hæfi
þegar ungir og glæsilegir menn lyftu sér upp að loknum
erfiðum degi á alþjóðlegu þingi.
(Þetta var í sömu ferð og við félagarnir fórum í gufu-
bað í kjallara hótelsins og stóð fyrst í stað ekki á sama,
þegar tvær kviknaktar, ungar konur blöstu
við okkar í gufubaðsklefanum. Sátu þar í
makindum og brostu til okkar. Við snerumst
á hæli, drifum okkur úr sundskýlunni, í
ískaldan pott sem stóð við sturtuna, og héld-
um síðan aftur í gufuklefann. Og stóð ná-
kvæmlega á sama eftir það. En þetta kemur
sögunni af bréfberanum alls ekki við).
Við vorum mettir eftir góða máltíð og
berjasafinn æsti upp í okkur stríðni eða
áhuga á óvenjulegum mannlífsrannsóknum.
Matseðillinn var fallegur. Ekki mjög stór;
minnti á póstkort. Við skrifuðum nöfn vina-
fólks okkar í París og heimilisfangið á spjald-
ið, límdum svo á það frímerki daginn eftir.
Sendingin barst með skilum.
Við héldum því ótrauðir áfram í hvert
skipti sem tækifæri gafst.
Vinum okkar við Rou Bouchardon bárust óvenjuleg
póstkort næstu misserin; pappakassi utan af ljós-
myndafilmu, forsíða af Playboy, motta undan bjórglasi,
gott ef ekki sitthvað fleira. Rannsóknin leiddi í ljós að ef
heimilisfangið var rétt, og upphæðin á frímerkinu í sam-
ræmi við þyngd sendingar, komst hún til skila.
Ég hafði af því spurnir að bréfberinn í 10. hverfi hefði
gjarnan glott þegar hann knúði dyra fyrstu mánuðina.
Eftir því sem frá leið virtist hann þó kenna sífellt meira í
brjósti um viðtakendur; enginn ætti skilið svona vonda
vini. En hann klikkaði aldrei. Bréfberinn minn er hér
með beðinn afsökunar á strákapörunum. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Par avion til Parísar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
E
itt af umræðuefnunum í
nefnd um mörkun
langtímastefnu ís-
lenskrar nytja-
skógræktar var sú
staðreynd að Skógræktin og Land-
græðslan heyra undir umhverfis-
ráðuneytið. Hins vegar eru lands-
hlutaverkefni í skógrækt, sem
sjónum var beint að í vinnu starfs-
hópsins, undir landbúnaðarráðu-
neyti. Nefndin leggur til að ráð-
herrar skipi vinnuhóp til að vinna
tillögur að fyrirkomulagi.
Samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins er litið þannig á að landshluta-
verkefnin séu búgrein eins og sauð-
fjárrækt og mjólkurframleiðsla og
því eigi þau heima í landbúnaðar-
ráðuneyti. Hins vegar er bent á að
skógargeirinn sé ekki það stór að
óþarft sé að flækja stjórnsýsluna og
verkefni skarist á milli ráðuneyta.
Skógræktin tilnefnir mann í
stjórn hvers landshlutaverkefnis og
er verkefninu til ráðgjafar. Á sama
tíma hefur hlutverk Skógrækt-
arinnar breyst og hefur hún til dæm-
is að mestu hætt plöntuframleiðslu.
Einnig má nefna að verkefnið
Bændur græða landið er á vegum
Landgræðslu ríkisins.
Tíu manns áttu sæti í nefndinni
og var Jón Birgir Jónsson formaður
hennar. Með honum í sérstakri
framkvæmdanefnd voru þau Val-
gerður Jónsdóttir, Þorsteinn Tóm-
asson og Níels Árni Lund. Nefndin
skilaði skýrslu sinni til landbúnaðar-
ráðherra í vikunni.
Það er álit nefndarmanna að vel
hafi tekist til um framkvæmd lands-
hlutaverkefnanna og áhrifa þeirra
hafi víða gætt, ekki aðeins með stór-
aukinni skógrækt heldur og hafi
þeim fylgt ný störf á mörgum svið-
um, s.s. verslunar og þjónustu.
Nefndin mælir eindregið með því að
haldið verði áfram stuðningi í skóg-
rækt á grunni þess starfs og reynslu
sem áunnist hefur á síðustu áratug-
um.
Samþætting og samstarf
Í niðurstöðum skýrslunnar seg-
ir að samlegð, hagræðing og fagleg
styrking gæti náðst með samþætt-
ingu verkefna eða sameiningu lands-
hlutaverkefna í skógrækt, Skóg-
ræktar og Landgræðslu. Þar kemur
fram að núverandi fyrirkomulag og
rekstur landshlutaverkefnanna mið-
að við samdrátt í fjárveitingum
þarfnist endurskoðunar til að
treysta framgang nýræktunar skóga
í landinu. Þorsteinn Tómasson,
skrifstofustjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu, bætir við þessa tillögu að
við slíka endurskoðun beri að huga
sérstaklega að hagræðingu sem
fengist við samvinnu verkefnanna
við skylda starfsemi.
Ýmsar aðrar hugmyndir komu
fram um skipulag og rekstur lands-
hlutaverkefnanna. Meðal annars var
rætt um að sameina landshlutaverk-
efnin fimm í eina stofnun, sameina
þau Bændasamtökum Íslands, og
fleiri hugmyndir voru nefndar.
Hver á bindinguna?
Í skýrslunni er bent á að skóg-
rækt gegni lykilhlutverki í aukinni
bindingu kolefnis og vegna skóg-
leysis hafi Ísland hlutfallslega meiri
möguleika til aukinnar bindingar
með nýskógrækt en aðrar þjóðir.
Samkvæmt Kyoto-bókuninni er mið-
að við skógrækt eftir 1990 og eiga
Íslendingar því væntanlega auðveld-
ara með að koma við nýskógrækt
heldur en skógarlönd eins og Nor-
egur.
Svo er það spurning hver á kol-
efnisbindinguna, en afstaða er ekki
tekin til þess í skýrslunni. Eigendur
skóga halda því eflaust fram að eins
og skógurinn sem slíkur er þeirra
eign þá sé kolefnisbinding í trjábol-
unum það einnig.
Ljósmynd/Bjarni Diðrik
Tækifæri Það er víða fallegt í skógunum og möguleikarnir miklir.
Skipulag og samstarf
rætt í skógræktinni
Treysta búsetu
» Fram að landshluta-
bundnum verkefnum var skóg-
rækt að mestu á vegum Skóg-
ræktar ríkisins, skógræktar-
félaga og annarra sjálfboða-
liða.
» Lög um Héraðsskóga voru
samþykkt 1991 og nú eru
landshlutaverkefnin fimm tals-
ins og starfrækt um allt land.
»Í þessari kerfisbreytingu
fólst möguleiki á að bjóða
bændum aðkomu að skógrækt
sem búgrein.
»V erkefnin hafa óefað
treyst búsetu í mörgum sveit-
um, segir í skýrslunni.
» Talið er að grisjun og aðr-
ar nytjar skógræktar lands-
hlutaverkefnanna sem þegar
er komin í jörð skili á næsta
áratug um 7 þúsund rúmmetr-
um á ári að meðaltali.
» Talan muni svo hækka
jafnt og þétt og fara yfir 47
þúsund rúmmetra á ári innan
100 ára.
» Því til viðbótar mun borð-
viður falla til í verulegum mæli
frá miðri öldinni og fara um
aldamótin 2100 nálægt 100
þúsund rúmmetrum.