Morgunblaðið - 06.11.2010, Page 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
Með lögum nr. 90
frá 25. júní 2010 segir
að: „Forseti Alþingis
[skuli] í samráði við
stjórnlaganefnd boða
til ráðgefandi stjórn-
lagaþings til að endur-
skoða stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands,
nr. 33 17. júní 1944.
Nefndinni er að auki
ætlað það hlutverk að
undirbúa og standa að þjóðfundi um
stjórnarskrármálefni. Lýðveldið Ís-
land var stofnað á meðan enn geis-
aði styrjöld sem talin er mesti hild-
arleikur mannkynssögunnar. Við
þær kringumstæður var ekki ger-
legt að efna til nauðsynlegrar um-
ræðu um framtíðar stjórnskipan
lýðveldisins og ríkti almenn sátt um
að hún skyldi bíða loka seinni
heimsstyrjaldarinnar.
Veruleg bið varð á að nokkuð
gerðist í stjórnarskrármálum þjóð-
arinnar og var þar aðallega um að
kenna ágreiningi um kosningafyr-
irkomulag og kjördæmamál. Hvað
sem öðru líður verður því ekki neit-
að að verulegar breytingar hafa ver-
ið gerðar á ákvæðum stjórnarskrár-
innar svo sem þær sem leiddu til
sameiningar þingdeilda og aukinnar
mannréttindaverndar. Áfram var þó
kallað eftir heildarendurskoðun á
grundvallarlögum lýðveldisins og
jókst þunginn í því ákalli mikið við
hrun bankakerfisins
haustið 2008.
Þegar frumvarp til
laga um stjórnlaga-
þing, sem seinna varð
að lögum, var fyrst
lagt fyrir Alþingi (136.
löggjafarþing 2008-
2009) innihélt það
ákvæði til bráðabirgða
um „Frumvarp að
nýrri stjórnarskrá
[skuli] lagt undir at-
kvæði allra kosn-
ingabærra manna í
landinu í leynilegri atkvæðagreiðslu
til samþykktar eða synjunar. Sá
dráttur sem varð á afgreiðslu frum-
varpsins olli því að ekki var hægt að
koma að ákvæði sem gerði bindandi
þjóðaratkvæðagreiðslu að skilyrði
fyrir samþykkt nýrrar stjórn-
arskrár.
Ljóst er að löggjafinn hefur haft
af því nokkrar áhyggjur að almenn-
ingur fengi ekki möguleika til að
segja álit sitt á fyrirhuguðum
stjórnarskrárbreytingum áður en
þær öðluðust gildi. Í framhalds-
nefndaráliti allsherjarnefndar um
frumvarp til laga um stjórnlagaþing
segir að í þessu sambandi komi fjór-
ar leiðir til álita. Þrjár þessara leiða
eru ráðgefandi en sú fjórða byggist
á því að í væntanlegu frumvarpi til
stjórnskipunarlaga verði ákvæði
sem feli það í sér að tilgreindar
stjórnarskrárbreytingar öðlist ekki
gildi nema þær séu samþykktar í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Hver sem
niðurstaðan verður má ljóst vera að
Íslendingar eru í þann mund að
hefja vegferð um lítt troðnar slóðir.
Þegar þjóðaratkvæðagreiðslan
um hið svokallaða Icesave-frumvarp
fór fram 6. mars 2010 var það í
fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem
þjóðin var kölluð að kjörkössunum
af öðru tilefni en því að kjósa fólk í
hin ýmsu embætti svo sem forseta,
þingmenn og fulltrúa í bæjar- og
sveitarstjórnir. Þetta verður að telja
þeim mun furðulegra þar sem lög-
gjafinn tók á sig krók til að hleypa
þjóðinni að stofnun lýðveldisins með
þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám
sambandslaganna og setningu nýrr-
ar stjórnarskrár 23. maí 1944. Þátt-
takan, sem nálgaðist 99 af hundraði
kosningabærra Íslendinga benti
eindregið til þess að þjóðin vildi láta
spyrja sig. Þrátt fyrir töluverðar
breytingar á stjórnarskránni á lýð-
veldistímanum hefur verið und-
arlega hljótt um hugmyndir að
stjórnarskrárákvæði sem opnaði
fyrir aukna aðild þjóðarinnar að
lagasetningu og/eða öðru mik-
ilvægum ákvörðunum.
Á liðnum þremur áratugum hafa
þjóðaratkvæðagreiðslur (e. refer-
endum) orðið æ algengari og geta
slíkar atkvæðagreiðslur farið fram
hvort sem er í miðstýrðu ríki á borð
við Frakkland eða í einstökum ríkj-
um sambandsríkis og er Kalifornía
gott dæmi um hið síðarnefnda.
Þessar atkvæðagreiðslur eru í flest-
um tilfellum hluti af löggjafarferli
viðkomandi ríkis eða fylkis og í
sumum tilfellum má segja að þær
leysi hefðbundið ferli að nokkru af
hólmi.
Það sem sérstaka athygli vekur
er að til viðbótar því að vera hluti af
einföldu lagasetningarferli er æ oft-
ar boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu
þegar leitað er lausna á stjórnskip-
unarvanda einstakra ríkja og fylkja.
Þegar gripið er til þess ráðs að boða
til þjóðaratkvæðagreiðslu um
stjórnarskrá er það ýmist í þeim til-
gangi að stofna nýtt ríki, umturna
ríkjandi stjórnskipan, auka sjálf-
stjórn héraða eða svæða innan til-
tekins ríkis eða til að leyfa framsal
fullveldis til alþjóða- og/eða yf-
irþjóðlegra stofnana.
Ef farið er yfir þessi atriði í öf-
ugri röð er ljóst að miklar líkur eru
á að endurskoðuð stjórnarskrá feli í
sér ákvæði um mögulegt framsal
fullveldis. Litlar líkur er aftur á mót
á því að sjálfstjórn héraða verði
aukin með þeim hætti að slík breyt-
ing kallaði ein og sér á þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Þó mætti sjá
það fyrir sér að gerðar yrðu veru-
legar breytingar á stöðu sveitarfé-
laga í landinu með stjórnarskrár-
breytingu. Þannig mætti styrkja
stöðu þeirra með því að tryggja
þeim sjálfstæða tekjustofna. Heldur
ólíklegt verður að telja að núverandi
stjórnskipan verði umturnað þótt
umtalsverðar breytingar verði lagð-
ar til á stjórnarskránni. Þótt þeirri
hugmynd hafi verið varpað fram að
stofna bæri nýtt lýðveldi á Íslandi
hefur lítil umræða orðið um innihald
slíkrar breytingar enda erfitt að
átta sig á því hvað vandamál nýtt
lýðveldi ætti að leysa sem núverandi
stjórnskipan ræður ekki við.
Eins og þetta ferli hefur verið
lagt upp má fullyrða að fyrirhuguð
samræða um grundvallargildi
stjórnarskrárinnar sé sá þáttur sem
framhaldið hvílir á. Þjóðfundur um
stjórnarskrá er tilraun þjóðar í
vanda til að takast á við grundvöll
sinn með nýstárlegum og spennandi
hætti. Öllum má ljóst vera að
stjórnmálamenning samfélagsins á
undir högg að sækja. Orð eru til alls
fyrst og í dag koma saman 1.000 Ís-
lendingar á öllum aldri til að ræða
grundvöll og gildi íslenskrar stjórn-
skipunnar.
Við það tækifæri er rétt að hafa í
huga að stjórnarskrá er sögulegur
vettvangur þar sem lög og stjórn-
mál takast á og sættast með ein-
stökum hætti. Stjórnarskrá á því að
byggjast á þekkingu og reynslu.
Henni er ætlað að skapa festu án
þess að herða um of að hinu lifandi
og sívirka samfélagi. Samræðunni
um réttindi mannsins og lögmæti og
mörk valdsins lýkur aldrei. Stjórn-
arskráin hýsir vilja og hugmynd
þjóðarinnar um sjálfa sig. Hún er
rammi og grundvöllur mannlegs
samfélags eins og það hefur þróast
á liðnum árhundruðum. Stjórn-
arskrá er tilvistarskrá sem leiðbein-
ir okkur við leit að lausnum á
vandamálum um ókomna framtíð.
Þjóð við þjóð um þjóð
Eftir Ágúst Þór
Árnason » Stjórnarskrá er til-
vistarskrá sem leið-
beinir okkur við leit að
lausnum á vandamálum
um ókomna framtíð.
Ágúst Þór Árnason
Höfundur er brautarstjóri við
lagadeild Háskólans á Akureyri.
Vestnorræna ráðið
hefur einróma lagt til
við ríkisstjórn Íslands
og landsstjórnir Fær-
eyja og Grænlands
vinna að eflingu inn-
viða flug- og sjósam-
gangna á milli Vestur-
Norðurlandanna.
Þetta var samþykkt á
ársfundi ráðsins í Tasi-
ilaq í Grænlandi þann
24. ágúst, í þágu aukins samstarfs á
sviði ýmiskonar viðskipta og þjón-
ustu auk vöru- og farþegaflutninga
á milli landanna. Sérstaklega verði
athugaðar forsendur fyrir þjónustu
og viðskiptum milli Vestfjarða og
Austur-Grænlands. Samstarf Vest-
ur-Norðurlandanna hefur aukist
verulega undanfarin ár samhliða
auknu sjálfsforræði Færeyinga og
Grænlendinga innan ríkjasambands
þeirra við Danmörku. Markmið
Vestnorræna ráðsins er einkum að
efla samráð og samvinnu ríkis- og
landstjórna Vestur-Norðurlanda
um mikilvæg hagsmunamál. Sjó- og
flugsamgöngur gegna lykilhlutverki
þegar kemur að eflingu vestnor-
ræns samstarfs. Færeyingar hafa
til dæmis nýtt sér nálægðina við Ís-
land með því að sækja í auknum
mæli heilbrigðisþjónustu hingað til
lands á grundvelli Hojvíkursamn-
ingsins sem er fríverslunarsamn-
ingur milli landanna frá árinu 2006.
Það gefur augaleið að skilvirkar
samgöngur á milli Vestur-
Norðurlandanna eru forsenda auk-
inna þjónustuviðskipta og vöru-
flutninga milli landanna. Það sama
gildir um ferðamennsku. Nokkur
samvinna hefur verið á milli Vestur-
Norðurlandanna á sviði ferðamála
síðan 1995 þar sem m.a. hefur verið
unnið að sameiginlegri markaðs-
setningu svæðisins. Betri flug-
samgöngur milli Íslands og Græn-
lands hafa m.a. stuðlað að aukinni
ferðamennsku á Grænlandi. Loft-
ferðasamningar, sem Ísland stefnir
á að gera við Færeyjar og Græn-
land, samhliða aukinni samvinnu
vestnorrænna flugfélaga og ferða-
skrifstofa gæti orðið til þess að
hægt yrði að bjóða upp á „vestnor-
ræna hringinn“, flug-
eða sjóleiðina milli Ís-
lands, Færeyja og
Grænlands.
Vestfirðir og
Austur-Grænland
Nokkur áhugi hefur
verið á því að auka sér-
staklega tengslin á
milli Vestfjarða og
austurstrandar Græn-
lands vegna land-
fræðilegrar nálægðar.
Til dæmis liggur bær-
inn Ittoqqortoormiit eða Scoresby-
sund mun nær Ísafirði en Nuuk
þaðan sem vörum er dreift til aust-
urstrandar Grænlands. Hugmyndir
sem hafa verið settar fram um auk-
in tengsl Ísafjarðar og austur-
strandar Grænlands lúta að þjón-
ustu við fyrirhugaða námavinnslu á
austurströnd Grænlands og við
rannsóknarleiðangra, þar með talin
heilbrigðisþjónusta, ferðamennska
þar sem til að mynda yrðu mynduð
tengsl á milli friðlandsins á Horn-
ströndum og þjóðgarðsins á Austur-
Grænlandi, samvinna á sviði menn-
ingar- og menntamála, og fleira
mætti telja. Í kjölfar áhugans á að
efla tengslin á milli Vestfjarða og
austurstrandar Grænlands hefur
farið fram þónokkur vinna til að
kanna möguleikana á auknum
tengslum.
Er ljóst að meginforsendur auk-
inna tengsla eru einkum tvær. Í
fyrsta lagi að millilandaflug verði
heimilað á Ísafjarðarflugvelli, annað
hvort með því að uppfylla skilyrði
þar um eða fá undanþágu frá þeim.
Austurströnd Grænlands er að-
gengileg sjóleiðina um 5-8 mánuði
ársins vegna hafíss. Flugsam-
göngur gegna því mikilvægu hlut-
verki fyrir austurströnd Græn-
lands. Constable Point (Nerlerit
Inaat /Konstabel Pynt) flugvöll-
urinn á austurströnd Grænlands ná-
lægt Scoresbysund er alþjóða-
flugvöllur þaðan sem hægt er að
fara með þyrluflugi til einstakra
staða á austurströndinni. Hins veg-
ar er ekki heimilt að fljúga beint á
milli Constable Point og Ísafjarðar.
Ekkert ætti þó að vera því til fyr-
irstöðu að hafa beint farþegaflug á
milli Ísafjarðar og austurstrand-
arinnar að því gefnu að millilanda-
flug yrði heimilað á Ísafirði og loft-
ferðasamningur tæki gildi milli
Íslands og Grænlands. Það myndi
létta alla stjórnsýslu í tengslum við
millilandaflug. Í öðru lagi þarf að
vinna að samkomulagi um aðgang
að höfnum á Grænlandi við heima-
stjórnina. Eins og er hefur græn-
lenska skipafélagið Royal Arctic
Line einkaleyfi á vörusiglingum til
allra hafna í Grænlandi. Í því sam-
bandi má benda á mögulegar lausn-
ir sbr. samkomulag svipað því sem
Norðmenn og Rússar eru að vinna
að um gerð nokkurs konar frísvæðis
milli landamærahéraða Noregs og
Rússlands sem mun heimila um 40
þúsund Rússum og 9.000 Normönn-
um að fara á milli landanna án vega-
bréfs.
Í ljósi þeirrar samvinnu sem þeg-
ar er í gangi á milli Vestur-
Norðurlandanna og áhuga á að efla
þá samvinnu enn frekar hefur Vest-
norræna ráðið lagt til við ríkisstjórn
Íslands og landsstjórnir Færeyja og
Grænlands að stofnaður verði
vinnuhópur með mögulegri þátt-
töku Norrænu Atlantsnefndarinnar
(NORA) til að kortleggja flug- og
sjósamgöngur á milli Vestur-
Norðurlandanna með hliðsjón af
þeim skýrslum sem þegar hafa ver-
ið gerðar og vinna að tillögum um
eflingu innviða flug- og sjósam-
gangna á milli Vestur-Norður-
landanna. Ráðið telur mikilvægt að
horfa til framtíðar varðandi sam-
starf landanna á sviði ferða-
mennsku, fræðslu- og menningar-
starfsemi, auk alls annars samstarfs
m.a. í tengslum við fyrirhugaðan
námaiðnað á Grænlandi, og auknar
siglingar á norðurslóðum.
Vík milli vina
Eftir Ólínu
Þorvarðardóttur » Skilvirkar sam-
göngur á milli
Vestur-Norðurlandanna
eru forsenda menning-
artengsla, þjónustu-
viðskipta og vöruflutn-
inga milli landanna.
Ólína Þorvarðardóttir
Höfundur er þingmaður og formaður
Vestnorræna ráðsins.
Ingibjörg Pálma-
dóttir fyrrv. ráðherra
heilbrigðismála og for-
maður ráðgjafanefnd-
ar Landspítalans spyr
í grein sinni í Morg-
unblaðinu laugardag-
inn 30. október sl.
hvert lesendur leiti ef
virkilega alvarlegur
heilsubrestur verður.
Ég svara því eins og
Ingibjörg, að sjálfsögðu á Landspít-
alann þar sem þekking, færni og
tækni er til staðar við virkilega al-
varlegum heilsubresti og slysum.
Ég vil hins vegar velta upp þeirri
spurningu hvert við leitum almennt
eftir heilbrigðisþjónustu? Þá er
Landspítalinn ekki svarið. Ég vil
geta leitað á heilsugæsluna þar sem
ég bý, á Höfn í Hornafirði. Þar hef
ég ávallt fengið úrlausnir er varða
minn heilsufarsvanda en þegar
virkilega alvarlegur heilsubrestur
kom upp þá fékk ég lausn minna
mála hjá færustu sérfræðingum
landsins í hátæknimeðferð á Land-
spítalanum. Minn skilningur á um-
ræðu um heilbrigðismál á landinu
undanfarna daga er einmitt sá að
fólk vill geta leitað til heilbrigð-
isstofnana í heimabyggð til að takast
á við einfaldan heilsubrest en til
Landspítalans þegar menn glíma við
alvarlegri og flóknari vandamál.
Grunnþjónusta í heimabyggð
Gallinn við þetta er að til þess að
leysa vanda heima í héraði þurfum
við og eigum rétt á fjármagni frá rík-
inu samkvæmt lögum. Við viljum
ekki bítast um fjármagnið við Land-
spítalann heldur þarf að endurskoða
það heildarfjármagn sem úthlutað er
til heilbrigðismála í þeim tillögum
sem settar hafa verið fram til fjár-
laga 2011. Hér á Hornafirði er rekin
Heilbrigðisstofnun Suðausturlands
þar sem veitt er grunnþjónusta með
heilsugæslu, hjúkrunar-, sjúkra- og
dvalarrýmum. Sveitarfélagið Horna-
fjörður hefur frá árinu
1996 rekið heilsugæslu
og öldrunarþjónustu á
þjónustusamningi við
ríkið sem hefur gefið
tækifæri til hagræð-
ingar í rekstri þjónust-
unnar svo eftir er tekið
og er notað af ráða-
mönnum sem dæmi um
góðan og hagkvæman
rekstur við hátíðleg
tækifæri.
Frá því ég flutti aust-
ur á Höfn höfum við
hjónin eignast tvö börn og fæddust
þau bæði hér fyrir austan þrátt fyrir
að skilja megi af ræðu og riti í dag að
það sé stórhættulegt að fæða barn
utan Landspítala. Yngra barnið er
meira að segja fætt á heimili okkar
og var því fjárhagslega mjög hag-
kvæmt fyrir þjóðarbúið.
Hægt að skera niður en krafan
verður að vera raunhæf
Að lokum vil ég ítreka að ég tek
heils hugar undir orð Ingibjargar
Pálmadóttur, að öflugur Landspítali
er mikilvægur fyrir alla Íslendinga.
Því er ekki skynsamlegt að auka
álag á LSH með því að varpa ein-
földum heilsuvanda, sem vel er hægt
að leysa heima í héraði fyrir minna
fjármagn, yfir á spítalann. Áskor-
unin er því til ríkisstjórnarinnar að
endurskoða heildarframlög til heil-
brigðisþjónustu á Íslandi. Við getum
skorið niður en krafan þarf að vera
raunhæf.
Hvert leita ég eftir
heilbrigðisþjónustu?
Eftir Ásgerði
Kristínu
Gylfadóttur
Ásgerður Kristín
Gylfadóttir
»Minn skilningur á
umræðu um heil-
brigðismál á landinu
undanfarna daga er ein-
mitt sá að fólk vill geta
leitað til heilbrigðisstofn-
ana í heimabyggð.
Höfundur er móðir, íbúi, hjúkrunar-
fræðingur og forseti bæjarstjórnar
í sveitarfélaginu Hornafirði.