Morgunblaðið - 06.11.2010, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.11.2010, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 ✝ Margrét Lofts-dóttir var fædd í Klauf í Vestur- Landeyjum 17. nóv- ember 1917. Hún lést á heimili sínu 24. októ- ber 2010. Foreldrar hennar voru Loftur Þorvarðarson, bóndi í Klauf, f. 21. okt. 1886, d. 1. mars 1975, og Þórunn Sigurð- ardóttir frá Ysta-Koti V-Landeyjum, f. 26. okt. 1883, d. 8. nóv. 1975. Systkini Mar- grétar voru 5: drengur sem dó strax eftir fæðingu, óskírður. Jóhann Bergur, f. 27. okt. 1911, d. 25. janúar 1985. Kona Hans var Ragnhildur Magnúsdóttir, f. 17. okt. 1903, d. 7. ágúst 1992. Þau eignuðust 3 börn, Karl og tvíburana Magnús og Þór- eyju. Sigurður Óskar, d. 1916. Krist- ín Bergþóra, f. 3. feb. 1914, d. 29. mars 1997, ógift og barnlaus. Karl Óskar, f. 3. feb. 1925, d. 5. ágúst 1938. Margrét giftist eft- irlifandi eiginmanni sínum Guðbirni Jóns- syni, bónda frá Fram- nesi, f. 15. okt. 1922, hinn 1 júní 1957. Sú sambúð stóð í 53 ár. Þau hjón eignuðust tvær dætur, tvíburana Jónu, sem býr í Hafn- arfirði ásamt sam- býlismanni sínum, Guðfinni G. Þórðarsyni og Þórunni sem býr á Syðri-Hömrum ásamt sambýlismanni sínum, Jóni Þor- steinssyni bónda. Þau eiga fjögur börn, Margréti Hörpu, Þuríði Marín, Steinunni Birnu og Bergþór Kristin. Útför Margrétar fer fram frá Kálfholtskirkju í dag, 6. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku amma, núna ertu dáin. Þó svo að við vissum að að þessu stefndi trúðum við því ekki þegar okkur var tilkynnt að amma okkar sem hafði staðið og knúsað okkur nokkrum mánuðum áður væri farin. Alltaf þegar við komum til þín og afa vor- um við kysstar og knúsaðar eins og þú hefðir ekki séð okkur í mörg ár. Svo varstu alltaf með fullan ísskáp- inn af mörgum sortum af kökum og kræsingum. Vinsælast var þó kókó- mjólk og kleinur. Svo hittum við allt- af kisurnar, Tátu og Hnokka „litla“. Þær voru svo vanar friði og ró að þegar við komum þá líkaði þeim sko ekkert að við værum að koma með læti og hávaða inn á heimilið. Þegar þú varðst veikari fór kisa ekki frá þér og svaf alltaf hjá þér. Á jólunum varst þú alltaf með stærstu pakkana og við biðum allt kvöldið eftir því að opna pakkann frá ykkur afa. Það er alltaf eitt af því sem maður þarf að gera fyrir jólin og það er að koma hjá við í Framnesi og fá jólin beint í æð. Jólastjarnan sem hangir alltaf fyrir ofan eldhúsdyrn- ar, litla jólatréð inni í stofu er eitt- hvað sem maður má ekki missa af. Þú komst líka á alla tónleika og skemmtanir sem við vorum að syngja og leika á. Þú vissir hvað við höfðum gaman af því og varst alltaf að spyrja hvernig okkur gengi í skól- anum. Á sumrin var alltaf komið mjög reglulega við í Framnesi og túnið slegið. Svo var virkilega vinsælt að fara með afa niður að Hrútsvatni og fleyta kellingar, við vorum þó mis- góðar í þeirri kúnst. Nú ertu komin á góðan stað og hittir alla þína látnu ættingja og gömlu dýrin þín því að þú trúðir virkilega að það væri eitthvað fyrir handan eftir dauðann. Þín barnabörn, Margrét Harpa, Þuríður Marín, Steinunn Birna og Bergþór Kristinn Jónsbörn. Vinkona mín, hún Magga í Fram- nesi, er gengin til Austursins eilífa. Kynni okkur hófust síðsumars 1975 er ég kom fyrst að Framnesi, í stutta heimsókn, ásamt tengdamóður minni Margréti Jónsdóttur frá Ási og systrum hennar. Þessar heim- sóknir urðu að föstum lið hvert sum- ar, í mörg ár, en þær systur eyddu, sumarfríi sínu í Áskoti. Við hjónin fluttumst svo að Áskoti 2004 og hóf- um þar búskap. Þá var gott að geta leitað til þeirra Bubba og Möggu, hvort sem var eftir ráðleggingum eða annarri aðstoð eða bara til þess að fá góðan kaffisopa. Hafa þau verið okkur hjónum afar hjálpleg þessi ár. Árið 2005 hóf ég störf fyrir Félag eldri borgara í Rangárþingi og við það jukust samskipti mín við hjónin í Framnesi mikið. Á mörgum ferðum okkar tók ég eftir því hversu Möggu þótti vænt um landið sitt, ekki hvað síst Ásahrepp og Landeyjar og ósjaldan talaði hún um blessuð Aust- urfjöllin sín, sem henni þótti svo vænt um. Talaði Magga ósjaldan um það hvað hún hefði átt góða vini og nágranna í hreppnum, í gegnum ár- in. Ég á ófáar minningar úr eldhúsinu í Framnesi í þar sem ég sat við end- ann á bekknum við ísskápinn og mál- in voru rædd. Möggu þótti ótrúlega vænt um öll dýr. Hún talaði svo oft um hestana mína, hvað þeir eða fol- öldin væru falleg. Vissi á hvaða tíma dags þau væru mest að leik. Hvort sem það voru lömb eða bara kálfar veittu þessar skepnur henni ómælda ánægju, svo ekki séu nefndar kisurn- ar hennar tvær sem voru gullin hennar. Magga fylgdist vel með hvað var að gerast í kringum hana og oft spurði hún mig hvort hrossin mín hefðu næga beit og hvort það færi vel um skepnurnar og þegar hún spurði mig var svipur hennar þannig að ég vissi að henni var alls ekki sama um atlæti þeirra og er ég viss um að svo var með skepnur almennt. Það voru forréttindi að fá að vera samferðamaður Möggu þessi fáu ár. Ekki síst á þessum síðustu tímum þegar allir hafa dýrkað veraldlega hluti sem þá einu sönnu leið til ham- ingju. Magga gat með fálæti sínu og hreinskilni leitt manni fyrir sjónir að hamingjuna mætti finna í mun ein- faldara formi, án þess að til umræðu kæmu þau málefni sérstaklega, held- ur með athöfnum sínum og athafna- leysi. Ekki fór fram hjá mér sá mikli samhugur sem var á milli Möggu og bónda hennar, enda ekki furða þar sem þar fór eiginmaður og besti vin- ur til 53 ára. Hún ræddi iðulega við mig um fjölskylduna, dætur sínar, sem hún sagði að Guð hefði gefið sér og barnabörnin sem henni þótti mik- ið vænt um. Undir það síðasta þegar heilsu Möggu var tekið að hraka ræddi hún við mig um hvað framundan væri, án nokkurs kvíða eða ótta. Hún sagði mér ófeimin að ekki hefði hún getað gert meira tilkall til lífsins, lífið hefði verið henni gott og hún tæki kvíða- laust á móti því sem biði hennar. Ég mun alltaf minnast Möggu sem glað- værrar og kátrar konu sem öllum vildi vel, bæði skepnum og mönnum. Voru spor mín alltaf léttari þegar ég kvaddi hana. Blessuð sé minning þín, Margét. Jakob S. Þórarinsson. Elsku Magga, nú er ævi þín öll en minningar um samskipti okkar streyma að. Við kynntumst ykkur fjölskyldunni í Framnesi vorið 1979 þegar við hófum búskap í Ásmúla. Þú Magga mín og Bubbi hafið alltaf reynst okkur vel alveg frá okkar fyrstu kynnum. Oft var hjálpast að í kringum kýrnar, kindurnar eða hrossin enda alltaf gott á milli bæja í Áshverfinu. Þú varst mikill dýravin- ur, það leyndi sér ekki í umönnun þinni og natni við dýrin stór og smá. Enda eiga kisurnar þínar eftir að sakna þín og sérstaklega Táta sem varla vék frá þér uns yfir lauk. Eftir að við fluttum frá Ásmúla í Ásamýri hafa tengslin við ykkur Bubba haldið áfram og við notið góðvildar ykkar með hagagöngu fyrir hrossin og að nytja tún til heyskapar. Já, alltaf gaman að kíkja í kaffi og spjall í Framnesi og þú Magga alltaf svo kát og frá á fæti og ekki leiddist þér að spá og spekúlera í hrossunum enda næm á þau. Minningin lifir um einstaklega lífsglaða og góða konu. Elsku Bubbi, Jóna, Þórunn og fjölskylda, missir ykkar er mikill og megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Magnea, Sigurbjörn og fjölskylda. Margrét Loftsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI FRIÐRIKSSON frá Ystabæ í Aðalvík, Aðalgötu 5, Keflavík, sem lést á Garðvangi laugardaginn 30. október, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 11.00. Anney Guðjónsdóttir, Elsa Kjartansdóttir, Axel Ingvarsson, Guðjón Bjarnason, Guðrún Halla Jónsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Hrafn Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NIKULÁS MÁR NIKULÁSSON, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 30. október. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hans. Þóra Þorvaldsdóttir, Már Viðar Másson, Margrét Ólafsdóttir, María Erla Másdóttir, Ingólfur Sigurðsson, Þorvaldur Tómas Másson, Ulla Britt Jakobsson, Nikulás Úlfar Másson, Þorbjörg Sóley Ingadóttir, Halla Þóra Másdóttir, Ágúst Kárason, Hafsteinn Másson, María Þorleifsdóttir, Sigríður Svala Másdóttir, Óskar Dagsson, afa- og langafabörn. ✝ Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR ELÍASSON, Árskógum 8, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardaginn 30. október. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Helga Ragnarsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Elísa S. Ragnarsdóttir, Friðrik Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir minn, sonur, bróðir og mágur, SIGURÐUR MAGNÚS JÓNSSON viðskiptafræðingur, Tjaldanesi 3, Garðabæ, lést á heimili sínu mánudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. nóvember kl. 13.00. Jón Þorsteinn Sigurðsson, Jón Kr. Sveinsson, Kristján Þ. Jónsson, Sveinbjörg Guðmarsdóttir, Inga Sveinbjörg Jónsdóttir, Jóna Fríður Jónsdóttir, Þorsteinn Ingi Jónsson, Svala Rún Jónsdóttir, Guðmundur Óli Reynisson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, BORGHILDUR JAKOBSDÓTTIR frá Hömrum í Reykholtsdal, síðar búsett að, Asparfelli 10, Reykjavík, lést miðvikudaginn 3. nóvember á Landspítalanum í Reykjavík. Útför fer fram frá Reykholtskirkju í Borgarfirði föstudaginn 12. nóvember kl. 14.00. Róbert Hamar, Ólafur Svanur Ingimundarson, Emma Gísladóttir, Sunna Hólm Kristjánsdóttir, Brynjar Bjarkason, Magnús Jakobsson, Valgerður Sigurðardóttir, Guðrún Jakobsdóttir, Sigurður Hallgrímsson, Katrín Jakobsdóttir, Guðmundur F. Gunnlaugsson, Þorsteinn Pétursson, Ólafur Jónsson, Ólafur Tryggvason og barnabörn. ✝ Elsku pabbi okkar, afi og langafi, ÚLFUR INGÓLFSSON, Múlavegi 9, Seyðisfirði, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar laugardaginn 23. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkra- húss Seyðisfjarðar fyrir frábæra umönnun. Jakobína Úlfsdóttir, Guðbjörg Úlfsdóttir, Óskar Óskarsson, Einar Trausti Óskarsson, Cassandra Clift, Tryggvi Óskarsson, Andrea Jóhannsdóttir, Kolbrún Erla Pétursdóttir, Björn Sveinlaugsson, Hjördís Pétursdóttir, Jónas Ýmir Jónasson, Böðvar Pétursson, Úlfur Alexander, Daníel, Jason Ýmir, Lilja Ósk, Tómas Örn, Sunna Maren, Kamilla Ósk og Benedikt Ari. ✝ Okkar ástkæri, GARÐAR SKÚLASON flugstjóri, Lúxemborg, andaðist á Landspítala Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut að morgni fimmtudagsins 4. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. nóvember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Kristinsdóttir, Elísabet Eir Garðarsdóttir, Dagný Eyjólfsdóttir, Freyja Rut Garðarsdóttir, Alexandra Garðarsdóttir, Gísli Skúlason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.