Morgunblaðið - 06.11.2010, Page 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
✝ Sigurjón ElíasBjörnsson fæddist
á Húnsstöðum í
Torfalækjarhreppi 4.
júlí 1926. Hann lést á
heimili sínu, Árbraut
17, Blönduósi, 24.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Björn
Björnsson, f. 16. sept-
ember 1884, d. 6. nóv-
ember 1970, og Krist-
ín Jónsdóttir, f. 7.
ágúst 1883, d. 29.
ágúst 1950. Systkini
Sigurjóns eru: Þorbjörg, f. 1908, d.
2001; Ingvar, f. 1912, d. 1963; Jak-
obína, f. 1916, d. 1957; Lárus, f.
1918, d. 1995; og Guðrún, f. 1920.
Árið 1954 giftist Sigurjón Aðal-
björgu Signýju Sigurvaldadóttur, f.
18. febrúar 1927, d. 27. september
2004, dóttur hjónanna Sigurvalda
Óla Jósefssonar, f. 24. júlí 1891, d.
27. janúar 1954, og Guðlaugar Hall-
grímsdóttur, f. 5. október 1884. d.
börn. c) Helga Hrefna Sævars-
dóttir, f. 9. október 1970, maki
Kristján I. Tryggvason, f. 25. sept-
ember 1966, þau eiga þrjú börn.
Helga Hrefna átti áður Dagrúnu B.
Hafsteinsdóttur, á hún eina dóttur.
Kristján átti áður Smára Fannar,
sambýliskona Karen Eva, þau eiga
eina dóttur. 2) Kristín Birna Sig-
urjónsdóttir, f. 15. maí 1959, maki
Guðbergur Björnsson, f. 10. októ-
ber 1965. Sonur Kristínar Birnu er
Hólmgeir Elías Flosason, f. 7. apríl
1981, maki Berta Björg Sæmunds-
dóttir, f. 8. ágúst 1981, þeirra dótt-
ir, Þuríður Kristín, f. 11. febrúar
2009. Guðbergur á soninn Ísak
Frey, f. 19. ágúst 1993.
Sigurjón og Aðalbjörg hófu bú-
skap í Sólheimum í Svínavatns-
hreppi, fluttu síðan að Kárastöðum
í sömu sveit, þaðan að Sauðanesi í
Torfalækjarhreppi og loks að Orra-
stöðum í Torfalækjarhreppi árið
1959, þar bjuggu þau til ársins
1997. Og flutti þá Sigurjón til
Blönduóss.
Útför Sigurjóns verður gerð frá
Blönduóskirkju í dag, 6. nóvember
2010, og hefst athöfnin kl. 14. Jarð-
sett verður í Blönduóskirkjugarði.
10 maí 1963. Börn
Sigurjóns og Að-
albjargar eru: 1) Sig-
urvaldi Sigurjónsson,
f. 5. febrúar 1954,
sambýliskona Guð-
björg Þorleifsdóttir,
f. 3. mars 1952, þeirra
börn eru: Aðalbjörg
Signý, f. 19. sept-
ember 1974, maki
Ágúst Þ. Jónsson, f. 7.
mars 1972, þau eiga
tvö börn. b) Björn
Ingimar, f. 3. nóv-
ember 1975, sam-
býliskona Alda K. Sveinsdóttir, f.
23. júlí 1976, þau eiga tvö börn.
Fyrir átti Guðbjörg þrjú börn, a)
Þorleif Pál Ólafsson, f. 19. janúar
1968, sambýliskona Dómhildur J.
Ingimarsdóttir, f. 28. júlí 1970, þau
eiga eitt barn. Fyrir áttu Þorleifur
tvö börn og Dómhildur tvö börn. b)
Þór Sævarsson, f. 3. júlí 1969, maki
Guðmunda S. Guðmundsdóttir, f.
12. mars 1972, þau eiga fjögur
Gamall maður, hokinn með der-
húfu og staf, röltir um túnið á Orra-
stöðum að líta eftir fénu. Hugsandi,
staldrar við lítur upp og seilist eftir
tóbakspontunni í vasanum og tekur
vel í nefið. Einhvers staðar á eftir
honum kemur hundurinn hans, hann
Kolur. Við systkinin erum að fara að
marka lömbin með afa. Já, þessi
minning lýsir afa vel. Hann var alla
sína starfsævi bóndi og undi hag sín-
um vel. Hann afi hafði yndi af skepn-
um og tengdist þeim tryggum bönd-
um og má þar nefna einstakt
samband á milli hans og kattarins
Ástríks, sem hann kallaði reyndar
Dóa. Oft mátti heyra á spjall þeirra
er þeir lögðu sig eftir matinn og
hlustuðu á veðrið í útvarpinu. Við er-
um ekki frá því að þeir hafi haft ein-
stakan og djúpan skilning hvor á öðr-
um. Hann talaði reyndar við allar
sínar skepnur en fékk ekki eins mikil
svör og frá kettinum. Búskapurinn,
fjölskyldan, sveitungarnir og sveitin
sjálf var allt sem hann þurfti til að
líða vel. Hann var víðlesinn, ættfróð-
ur og ákaflega minnugur á gamla
tíma. Afi var eins íslenskur og Ís-
lendingur getur verið en að okkar
mati fæddur um hundrað árum of
seint. Honum fannst nútíminn oft
óspennandi einkenndur af græðgi,
eyðslusemi og óþarfa. Margar stund-
irnar áttum við með honum í sveita-
stússinu. Oft var mikið spjallað um
landsins gagn og nauðsynjar, ráð
voru gefin og bollalagt um framhald-
ið. Nægjusemi var samnefnari með
þeim afa og ömmu, þau bjuggu ekki
við mikinn munað en alltaf var nóg til
af öllu og þau skorti ekki neitt.
Eftir að afi flutti í kaupstaðinn
stikaði hann um malbikið ögn hokn-
ari en áður, með derhúfuna, stafinn
og tóbakspontuna. Lá þá oft leiðin
upp í pakkhús þar sem hann hitti
karlana, fékk kaffi og rabbaði um
daginn og veginn. Heimsóknirnar á
Mýrarbrautina voru nær daglegur
viðburður, þar var margt skrafað,
heimsmálin leyst og rifjaðar upp sög-
ur úr fortíðinni, stundum sagðar með
söknuð í röddinni og dreymandi svip.
Afi taldi sig ríkan mann þar sem
hann átti heilbrigð börn, barnabörn
og barnabarnabörn. Eftir að langafa-
börnunum, skyldum og óskyldum
honum, fjölgaði ákvað hann að núm-
era þau þar sem tölurnar var auð-
veldara að muna en nöfnin, þó svo að
nöfnin kæmu upp þegar talan var
fundin. Þessar minningar og margar
aðrar yljum við okkur við í framtíð-
inni. Við erum sátt því við vitum að
þú ert kominn þangað sem þú vildir
fara.
Ísland er land þitt, því aldrei skal
gleyma,
Íslandi helgar þú krafta og starf.
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.
(Margrét Jónsdóttir.)
Elsku afi og langafi, hjartans
þakkir fyrir allt.
Aðalbjörg Signý,
Björn Ingimar
og fjölskyldur.
Sigurjón, móðurbróðir minn,
Jonni eins og hann var venjulega
kallaður, hefur lagt af stað í þá ferð
sem allir þurfa að lokum að takast á
hendur. Þau mamma voru yngst í sex
systkina hópi og nú sér hún á bak
litla bróður sínum en að sögn Jonna
komst hann aldrei undan því hlut-
verki. Þau ólust upp saman í for-
eldrahúsum við lítil efni en mikla ást-
úð og umhyggju. Mjög kært var með
þeim systkinum og Jonni var það
móðursystkina minna sem ég þekkti
lengst og best. Að einhverju leyti
mun ástæðan vera sú að afi átti alltaf
heimili hjá honum.
Eins og margir af hans kynslóð
átti Jonni ekki kost á annarri mennt-
un en barnaskóla en hann var afar
bókhneigður og las mikið, ekki síst
ýmiss konar fróðleik. Hann hafði
gott minni og þótt hann skrifaði
hvorki bækur né greinar var hann að
vissu leyti sambland af fræðimanni
og bónda eins og margir honum eldri
menn hafa verið. Jonni var í eðli sínu
mannblendinn og hafði gaman af að
spjalla við fólk og gat rætt um ólík-
ustu málefni. Málrómur hans var ein-
staklega hljómfagur og hláturinn
dillandi.
Jonni gerði ekki víðreist um dag-
ana. Hann var borinn og barnfæddur
Húnvetningur og eyddi ævinni í
sama héraði. Oftast voru þau Dadda
leiguliðar annarra og lengst bjuggu
þau á Orrastöðum. Húsakynni á
Orrastöðum voru ekki reisuleg og
ekki allt í takt við nútímann en þar
gat verið gestkvæmt. Jonni ræddi við
gestina og Dadda bar fram ramm-
íslenskar veitingar af mikilli rausn.
Börn og unglingar sem dvöldu hjá
þeim að sumarlagi héldu mörg sam-
bandi við þau upp frá því.
Þegar Jonni brá búi keypti hann
sér íbúð á Blönduósi. Þar undi hann
sér vel og lét þess einhvern tímann
getið að þar vildi hann deyja og hon-
um varð að þeirri ósk sinni. Fyrstu
árin á Blönduósi hafði hann fyrir
vana að ganga úti flesta daga. Í þeim
ferðum hitti hann gjarnan kunningja
og naut þess að spjalla við þá. Síð-
ustu árin var hreyfigetan horfin og
sjónin að þverra svo að hann gat ekki
lengur lesið. Það hlýtur að vera bók-
hneigðu fólki þungbær raun. Líkam-
inn var orðinn hrumur og hætti að
lokum að starfa. Jonni hvarf úr þess-
um heimi á jafn yfirlætislausan hátt
og hann hafði lifað.
Ég kveð Jonna með þökk fyrir góð
kynni og óska honum góðrar ferðar
inn í eilífðarlandið. Börnum hans og
fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Kristín Á. Þorsteinsdóttir.
Sigurjón E. Björnsson
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
VILHELM KRISTINSSON
Stigahlíð 2
Reykjavík,
lést á Landsspítalanum Fossvogi, 4. nóvember.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 16. nóvember, kl. 15.00.
Kristinn Vilhelmsson Auður Matthíasdóttir
Ólöf Vilhelmsdóttir Finn Jansen
Björn Vilhelmsson
Gunnar Vilhelmsson
Hafliði Vilhelmsson Greta S. Guðmundsdóttir
Sverrir Vilhelmsson,
barnabörn og barnabarnabörn
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN ÓSKAR GUNNARSSON,
Borgarholtsbraut 47,
Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum föstudaginn 29.
október, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
mánudaginn 8. nóvember kl. 13.00.
Sigríður Stefánsdóttir,
Svanhvít Jónsdóttir, Ólafur Garðar Þórðarson,
Stefanía Lóa Jónsdóttir, Óttar Birgir Ellingsen,
Guðrún Erla Jónsdóttir, Ingólfur R. Björnsson,
Hafdís Jónsdóttir, Guðmundur Stefánsson
Sigríður Ósk Jónsdóttir Júlíus Skúlason,
afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
MARÍA STEFANÍA BJÖRNSDÓTTIR,
Lækjasmára 2,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn
8. nóvember kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknarstofnanir.
Aðalsteinn Guðlaugsson,
Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir, Bjarni Ragnarsson,
Eiríksina Kr. Hafsteinsdóttir, Óskar Sverrisson,
Guðný Hafsteinsdóttir, Jóhann Sveinsson,
Sigurður Hafsteinsson, Svava Aldís Viggósdóttir,
Júlíus Geir Hafsteinsson, Margrét Guðmundsdóttir,
Þröstur Hafsteinsson, Hrafnhildur Karlsdóttir,
Sólveig Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
SVAVAR BERGMANN INDRIÐASON,
Eyrarvegi 27,
Selfossi,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
mánudaginn 1. nóvember, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13.00.
Jónína Valdimarsdóttir,
Bryndís Ágústa Svavarsdóttir, Gestur Jens Hallgrímsson,
Sigurður Bergmann Svavarsson, Þorbjörg Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
VILBORG SIGURJÓNSDÓTTIR
frá Hvassafelli,
Austur-Eyjafjöllum,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtudaginn
4. nóvember.
Guðlaug Pálsdóttir, Sigurður Guðnason,
Bergur Pálsson, Agnes Antonsdóttir,
Elín Pálsdóttir, Ásbjörn S. Þorleifsson,
Rútur Pálsson, Guðbjörg Albertsdóttir,
Sigurjón Pálsson,
Jón Þormar Pálsson, Hulda Karólína Harðardóttir,
Páll Magnús Pálsson, Heiða Björg Scheving,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KRISTÍN ÞÓRHILDUR GUÐBRANDSDÓTTIR,
Mosgerði 14,
Reykjavík,
lést á Landakoti laugardaginn 30. október.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
8. nóvember kl. 13.00.
Arnór G. Jósefsson,
Sigursteinn Jósefsson, Ólöf Hilmarsdóttir,
Reynir Jósefsson, Unnur Bergþórsdóttir,
Ólafur G. Jósefsson, Anna María Markúsdóttir,
Arndís Jósefsdóttir, Jón Ragnarsson,
börn, barnabörn og langömmubörn.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Minningargreinar