Morgunblaðið - 06.11.2010, Síða 36
✝ Sigurrós Guð-björg Þórð-
ardóttir fæddist á
Klúku í Miðdal í
Strandasýslu 3. febr-
úar 1924. Hún lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Hólmavík
29. október 2010.
Foreldrar hennar
voru Þórður Þórð-
arson bóndi á Klúku,
f. 9.12. 1883, d. 17.8.
1954, og kona hans
Guðrún Finn-
bogadóttir, f. 10.3.
1885, d. 26.11. 1972. Sigurrós var
fjórða barn foreldra sinna og
systkini hennar eru: 1) Aðalbjörn
Þórhallur, f. 28.7. 1916, d. 7.12.
1950. 2) Benedikt Finnbogi, f.
18.9. 1917, d. 28.8. 1994. 3) Val-
dís, f. 27.6. 1920, d. 13.2. 2009. 4)
Guðrún Sesselja (kjördóttir Karls
G. Magnússonar læknis á Hólma-
vík og Elínar Gróu Jónsdóttur
konu hans), f. 9.12. 1930, d. 13.1.
2003. 5) Sigríður f. 9.12. 1930.
Hinn 27. des. 1946 giftist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Sverri Guðbrandssyni frá Hey-
dalsá í sömu sveit. Foreldrar hans
voru Guðbrandur Björnsson bóndi
á Heydalsá, f. 14.5. 1889, d. 2.7.
1946, og kona hans Ragnheiður
eiga þau tvær dætur. b) Guð-
mundur Vignir, í sambúð með
Selmu Pétursdóttur og eiga þau
tvö börn. c) Gauti Már, í sambúð
með Hrefnu Guðmundsdóttur og
eiga þau tvö börn. d) Sigurrós
Guðbjörg, gift Sigurði Marinó
Þorvaldssyni og eiga þau þrjú
börn. 3) Matthildur Guðbjörg, f.
30.12. 1948, gift Ingimundi Bene-
diktssyni. Börn þeirra: a) Magnús
Frímann, kvæntur Halldóru Ingv-
arsdóttur og eiga þau þrjú börn.
b) Sverrir Steinn, í sambúð með
Helgu Dögg Wiium og eiga þau
eina dóttur. c) Þórdís Hlín. 4) Að-
albjörn Guðmundur, f. 9.2. 1954,
kvæntur Ekaterinu Mishchuk og
á hún einn son. Sonur Aðalbjörns
með fyrrverandi sambýliskonu
sinni Ingibjörgu Númadóttur: a)
Númi Finnur. Hann á einn son
með Margréti Ósk Guðbergs-
dóttur.
5) Björn Halldórs, f. 16.4. 1955,
kvæntur Helgu Berglindi Gunn-
arsdóttur. Börn þeirra: a) Sandra
Rún, í sambúð með Brynjólfi Víði
Smárasyni og eiga þau tvö börn.
b) Gunnar Logi. c) Tinna Rut, í
sambúð með Erni Frey Gunn-
laugssyni. 6) Ragnar Rúnar
Sverrisson, f. 8.3. 1957, í sambúð
með Dýrfinnu Petru Hansdóttur
og á hún tvö börn. 7) Heiðrún
Rósa, f. 15.9. 1958, gift Ragnari
Guðmundi Gunnarssyni. Börn
þeirra: a) Anna Guðrún. b) Frosti
Hlífar.
Útför Sigurrósar fer fram frá
Hólmavíkurkirkju í dag, 6. nóv-
ember 2010, kl. 11.
Sigurey Guðmunds-
dóttur, f. 24.8. 1894,
d. 24.10. 1972. Sig-
urrós og Sverrir
eignuðust sjö börn.
Þau eru: 1) Guð-
brandur, f. 20.7.
1946, kvæntur Lilju
Þóru Jóhannsdóttur.
Börn þeirra: a)
Sverrir, kvæntur
Salbjörgu Eng-
ilbertsdóttur og eiga
þau þrjú börn. Fyrir
á Sverrir son með
Rósu Guðrúnu Gunn-
arsdóttur og einnig á Salbjörg
einn son fyrir. b) Guðbjörg
Ágústa, í sambúð með Sigmari
Reynissyni og eiga þau tvö börn.
c) Ragnheiður Sigurey, á tvö börn
með fyrrverandi manni sínum
Ómari Pálssyni, í sambúð með
Birni Hjálmarssyni og eiga þau
einn son. Björn á þrjá syni með
fyrri konu sinni. d) Jóhanna
Kristveig, í sambúð með Þorsteini
Paul Newton og eiga þau fjögur
börn. e) Aðalbjörg, í sambúð með
Valgeiri Erni Kristjánssyni og
eiga þau þrjú börn. f) María
Lovísa. 2) Þórður, f. 11.10. 1947,
kvæntur Ingibjörgu Elísu Foss-
dal. Börn þeirra: a) Gunnar Karl,
kvæntur Gyðu Gunnarsdóttur og
Árið 1946 markaði mikil tímamót
í lífi ungu heimasætunnar á Klúku í
Miðdal, hún eignaðist sitt fyrsta
barn og giftist honum pabba. Sig-
urrós Guðbjörg Þórðardóttir hét
hún en var ávallt kölluð Rósa á
Klúku. Næsta ár tóku þau við búinu
á Klúku af afa og ömmu og eign-
uðust annan strák og eftir 12 ár
voru börnin orðin sjö sem ólmuðust
í gamla torfbænum á Klúku sem
ekki var nú nein höll. En hann veitti
þó skjól þessum hópi ásamt afa og
ömmu og, fyrstu búskaparárin,
systrum mömmu.
Í gamla bænum á Klúku var gríð-
arstór baðstofa að okkur fannst.
Norðurendinn var þiljaður af, þar
sváfu pabbi og mamma með yngstu
börnin en í baðstofunni allir aðrir.
Þar var líka spunnið á rokkana, þar
fléttaði afi reipi úr hrosshári og þar
lékum við okkur án þess að gruna
að plássið væri lítið. Árið 1961 flutt-
um við svo í nýbyggt steinhús.
Mamma var dugleg að gera mikið
úr litlu svo okkur fannst alltaf nóg
til af öllu. Hún kunni skil á flestum
jurtum og nýtti gjarnan til búdrýg-
inda það sem aðrir töldu illgresi.
Njóli eða arfi í kartöflujafningnum
þótti herramannsmatur. Á þessum
árum þótti svo sjálfsagt að búa til
alla hluti. Sápan var gerð heima úr
mör og sóda, fötin prjónuð eða
saumuð heima og ótrúlegt magn af
mat sett í súr í kjallaranum undir
búrinu og lítið fólk með lítið hjarta
þorði ekki þar niður þrátt fyrir að
þar væru ker full af súrmat, lunda-
böggum, hrútspungum, blóðmör,
vélindum og fleiru sem allt freistaði
mjög. En ekki varð þetta til af sjálfu
sér. Það var ekkert rafmagn, eld-
húsið afar lítið, engin spansuðuhella,
bara lítil eldavél. Eldiviðurinn var
heimafenginn mór og svolítið af kol-
um. Að vísu var slátrið soðið í tals-
vert stórum þvottapotti, kyntum
með mó og kolum, en vinnan fór öll
fram í höndum og vinnan var þeirra
ungu en samhentu hjóna á Klúku.
Mamma bjó yfir ótrúlegum fróð-
leik um náttúruna sem lá henni
mjög nærri: munið þið þegar hún
var að herma eftir fuglunum? Hún
miðlaði þekkingu sinni til okkar á
svo skemmtilegan hátt. Og alþekkt-
ur var steinaáhuginn hennar svo
ýmsir færðu henni steina t.d. úr
Barentshafi og frá Surtsey.
Mamma var afar gestrisin og
þótti vænt um þegar einhver kíkti í
kaffi. Á Hólmavík varð hún þekkt
meðal barna sem Amma Rósa sem
alltaf átti pönnukökur eða kleinur.
Enda fannst okkur alltaf gott að
koma með fjölskylduna heim í
ömmu og afa faðm. Mamma var
mikill jafnréttissinni með sterka
réttlætiskennd og hélt skoðun sinni
fast fram hver sem í hlut átti, jafn-
rétti kynjanna og áfengisvarnir
voru henni hjartans mál. Við minn-
umst með gleði móður sem var aldr-
ei svo önnum kafin að hún hefði ekki
tíma til að taka barn í fangið til að
hugga. Sem gerði vinnuna að leik
með gáska og gleði og fann alltaf
hjá sér þörf til að bæta úr þar sem
eitthvað bjátaði á. Það segir sig
sjálft að það var gott að vaxa upp
hjá þannig móður. Við vonum að við
berum gæfu til að rækta með okkur
þá hjartagæsku sem einkenndi
hana.
Elsku mamma, þökk fyrir allt.
Guð geymi þig.
Guðbrandur, Þórður,
Matthildur, Aðalbjörn,
Björn, Rúnar og Heiðrún.
Rósa tengdamóðir mín hefur
kvatt þessa jarðvist. Tími hægt fjar-
andi burða og færni var orðinn lang-
ur og erfiður. Hann hefur hvílt
þyngst á Sverri eiginmanni hennar
sem hefur sýnt mikla yfirvegun og
umhyggju. Kynni mín við Klúkufjöl-
skylduna hófust fyrir 37 árum. Frá
fyrsta degi var eftirtektarvert hve
laust var við lognmollu kringum
Rósu. Sjaldnast vantaði umræðuefni
og alltaf var stutt í glaðværð og
hlátur. Þetta þýddi þó engan veginn
að hún væri skoðanalaus, því fór
fjarri. Hún hafði fastmótaðar hug-
myndir bæði varðandi þjóðmálin og
þarfir heima í héraði. Lét hún víða
til sín taka með það sem betur mátti
fara. Ekki var langri skólagöngu til
að dreifa, hún var aðeins níu mán-
uðir. Engu að síður var íslensku-
kunnáttan í góðu lagi. Hefði margur
langskólagenginn mátt taka sig á til
að standast henni snúning í réttu
málfari. En þó Rósa léti sér fátt
óviðkomandi bar hún hag fjölskyldu
sinnar mest fyrir brjósti. Barna-
börnunum sópaði hún undir væng-
inn og ekki voru veitingar skornar
við nögl. Þar þurftu raunar engin
fjölskyldubönd að koma til, allir
voru drifnir í bæinn og þeim bornar
veitingar, hvort sem þeir voru langt
að komnir eða skammt, þekktir eða
ókunnugir. Sverrir sagði að eitt sinn
hefði hún hitt hollenskan ferðamann
útifyrir. Tókust þá einhverskonar
samræður milli þeirra en ekki
skildu þau mál hvort annars. Innan
skamms var hollenski ferðamaður-
inn sestur inn í eldhús og farinn að
gæða sér á frambornum veitingum.
En ekki er öll sagan þar með sögð.
Sendibréf gengu milli Rósu og þess
hollenska í mörg ár á eftir, að vísu
með aðstoð túlks.
Rósa var eftirminnileg kona og
hennar skarð verður vandfyllt. Ég
trúi að himnahliðin hafi staðið
tengdamóður minni opin líkt og
hennar eigin hlið voru jafnan komu-
mönnum.
Ingimundur Benediktsson.
Elsku yndislega amma mín, nú er
komið að kveðjustund, ég er svo
þakklát fyrir að hafa verið hjá þér
þegar þú kvaddir og nú hugsa ég
um allar minningarnar sem ég á um
þig sem ég mun aldrei gleyma.
Það var alltaf svo gott að vera hjá
ykkur afa. Þú varst alveg einstök
með fallega hjartað þitt og hlýju
mjúku hendurnar þínar og einstak-
lega fallega brosið þitt. Þú tókst
alltaf svo vel á móti öllum sem komu
til ykkar og þú varst kölluð „amma
Rósa“ af öllum og þér þótti svo
vænt um það.
Þegar ég var lítil fékk ég svo oft
að gista hjá ykkur afa. Þá fannst
mér skemmtilegast þegar þú sast
við rúmstokkinn hjá mér og sagðir
mér sögur frá því í gamla daga, og
svo fórum við með ótal bænir sem
þú varst búin að kenna mér. Ég
held að í hvert skipti sem ég fékk að
gista hafi ein bæn bæst í safnið.
Þið afi fóruð oft í messur, þá fékk
ég oft hringingu frá þér eða afa til
þess að bjóða mér með, ég var alltaf
til í það, þá klæddi mamma mig í
fínan kjól og hvíta sportsokka, síðan
komuð þið afi á volvoinum að sækja
mig. Eftir messu buðuð þið mér oft
heim með ykkur og þá fengum við
okkur sunnudagskaffi saman.
Ég gat alltaf leitað til þín, það var
oft þannig að þegar ég var búin í
skólanum á daginn kom ég í heim-
sókn til þín, Þá var afi farinn í vinn-
una og við vorum bara tvær heima,
þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla
og spila við mig á spil. Stundum
kom ég líka með vinkonur mínar
með mér og þá var oft farið í
„slæðuleik“ eins og við kölluðum
það. Þú áttir svo margar fallegar
slæður sem við fengum að leika okk-
ur með, þá bjuggum við til alls kon-
ar kjóla úr slæðunum og svo sýnd-
um við þér hvað við vorum fínar.
Ég og Gunnar Logi áttum líka
margar góðar stundir hjá ykkur,
einu sinni komum við í heimsókn til
þín með allan bekkinn okkar. Þú
varst ánægð að sjá okkur og bauðst
öllum upp á pönnukökur og heitt
kakó.
Þið afi voruð svo samrýnd, þú
varst rósin hans afa. Þið gerðuð
margt saman eins og fallega garð-
inn ykkar, sem er þakinn alls konar
blómum í öllum regnbogans litum.
Þú hafðir svo gaman af litlum
börnum og það var svo gaman að sjá
hvað þú brostir breitt alveg fram á
síðustu stund þegar þú sást litlu
englana þína.
Eftir að Marinó fæddist fór ég
fljótlega með hann í heimsókn til
ykkar, þú varst eitt sólskinsbros
þegar þú sást hann og fórst strax að
spjalla við hann og skoða pínulitlu
fingurna hans. Þá man ég eftir því
að þú leist á mig og sagðir: Sjáðu
bara hvað hann er himneskur.
Elsku amma mín, ég er svo þakk-
lát fyrir allar yndislegu stundirnar
sem ég átti með þér, og allar þær
minningar sem ég á um þig varð-
veiti ég. Þú munt alltaf eiga sér-
stakan stað í hjarta mínu.
Elsku afi minn, missir þinn er
mikill og ég bið góðan Guð að varð-
veita þig og styrkja í sorginni.
Með þessari bæn kveð ég þig, guð
veri með þér elsku amma mín, nú
ert þú orðin ein af englunum sem
sitja á sænginni minni.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín ömmustelpa og nafna,
Sigurrós G. Þórðardóttir.
Það var ávallt þannig að eftir
ferðalagið norður á Hólmavík þá tók
á móti manni opinn faðmurinn í
dyragættinni. Amma Rósa alveg
ekta amma, lágvaxin og mjúk, með
krullur og svuntu, glaðleg og alltaf
svo hlý og góð. Amma var mikil
kjarnakona og eldaði og bakaði mik-
ið í litla eldhúsinu sínu. Hún hafði
yndi af því að baka pönnukökur,
notaði alltaf tvær pönnur og rúllaði
þeim svo upp með miklum sykri.
Amma hafði dálæti á steinum og var
búin að koma sér upp miklu steina-
safni enda var hún iðulega með fulla
vasana eftir gönguferð í náttúrunni.
Á heimili ömmu og afa var alltaf
mikill gestagangur og þangað voru
allir velkomnir. Á einu augabragði
gat eldhúsið fyllst af ömmubörnum
og gjarnan leikfélögum þeirra líka.
Hún tók öllum sem sínum ömmu-
börnum og enginn fór svangur frá
ömmu og afa.
Hún hafði svo gaman af því að
hafa margt fólk í kring um sig og oft
var spjallað um allt milli himins og
jarðar lengi frameftir. Amma var
mjög viðræðugóð og eitt sinn þegar
síminn hringdi spjallaði hún í góða
stund en viðstöddum þótti það
óvenju stutt. Þegar hún kom úr sím-
anum var hún spurð hver hefði
hringt. Svarið var að þetta var
skakkt númer. Þetta er svo lýsandi
fyrir ömmu Rósu.
Draumur hennar var að verða
bóndakona og eignast mörg börn.
Afi uppfyllti þann draum. Amma
var svo hamingjusöm með afa og
sagði okkur oft hvað hún heillaðist
af rauðhærða fótboltastráknum sem
er afi okkar í dag. Þau voru svo full-
komin hvort fyrir annað. Það er
aðdáunarvert hvað hann hugsaði vel
um hana í veikindum hennar og
sýndi henni mikla ást og hlýju.
Nú líður henni vel með öllum hin-
um stjörnunum og englunum á
himninum og bakar pönnukökur
fyrir gestina sína.
Við erum rík af minningum um
yndislega ömmu.
Magnús Frímann, Sverrir
Steinn og Þórdís Hlín.
Elsku amma Rósa, nú ertu farin
frá okkur, það er svo sárt að fá ekki
að hitta þig aftur. Það var svo gam-
an að koma til þín, þú varst alltaf
svo góð við okkur, amma Inga og afi
Ninni voru líka svo dugleg að bjóða
okkur með þegar þau voru að fara í
heimsókn til þín og afa. Þú varst
alltaf að gefa okkur klippimyndir
sem þú varst búin að klippa út og
svo sagðir þú okkur oft sögur af því
þegar afi Ninni var lítill það var
mjög gaman og svo bakaðir þú líka
bestu pönnukökur í heimi.
Elsku amma, við biðjum englana
á himnum að passa þig. Við elskum
þig.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson.)
Elísa Mjöll, Guðrún Júlíana
og Marinó Helgi.
Eftir hádegi síðastliðinn föstudag
hringdi pabbi í mig og sagði mér að
amma Rósa væri dáinn. Þó svo að
ég hafi vitað í hvað stefndi er það
alltaf jafnsárt að fá slíkar fréttir.
Þegar ég hugsa til baka þá er margs
að minnast. Ég mun alltaf minnast
ömmu með virðingu og þakklæti
fyrir allar þær gleðistundir sem við
áttum saman. Þegar við systkinin
gistum hjá ömmu og afa þá var allt-
af hugsað vel um okkur. Alltaf kom
amma og breiddi yfir okkur, sagði
okkur sögu og fór með bænirnar
með okkur, þær bænir fer ég með
enn í dag og fer með þær fyrir
strákana mína.Á jólunum hittust all-
ir heima hjá ömmu og afa, frekar
seint á aðfangadagskvöld. Þar var
hlaðið borð af tertum og allskonar
smákökum. Við krakkarnir komum
Sigurrós Guðbjörg
Þórðardóttir
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010