Morgunblaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 37
með eitthvað sem við höfðum fengið í jólagjöf og lékum okkur með það, á meðan fullorðna fólkið talaði saman og las jólakortin. Þegar líða tók á kvöldið sofnuðum við krakkarnir eitt af öðru og á endanum vorum við borin út í bíl þegar halda átti heim. Frá mínum yngri árum minnist ég þess að amma lagði mikla áherslu á að við krakkarnir værum heiðarleg og svindluðum ekki, það til dæmis að svindla í spilum þótti ömmu ekki fallegt og minnist ég þess að einum svindlaranum var vís- að frá. Hann fékk þó að koma til baka þegar hann treysti sér til þess að vera heiðarlegur. Það er engin tilviljun að stuttu eftir að amma dó, þá hringdu í mig æskuvinir mínir, vottuðu mér samúð og töluðu allir um hversu gott hefði verið að koma í heimsókn til ömmu Rósu. Það var nefnilega þannig að hvort sem það var sumar eða vetur, skóli eða vinna, þá fjölmenntum við vinirnir í kaffi til ömmu, og jafnvel bæði fyrra og seinna kaffi. Alltaf tók amma vel á móti öllum og með bros á vör. Kakómalt og ristað brauð með kavíar eða pönnukökur og mjólk var vinsælast. Elsku amma. Ég vil þakka þér fyrir ástina, hlýjuna og allt sem þú hefur hefur gefið mér og þó að þú sért farin, mun minningin um þig alltaf lifa í hjarta mínu. Guð geymi þig. Guðmundur Vignir. Ég kveð yndislega konu sem mér þótti mjög vænt um, konu sem var með stórt hjarta og stóran faðm. Ég kynntist Rósu eins og hún var ávallt kölluð þegar ég var tíu ára gömul. Ég kom þá með eldri systur minni í heimsókn til þeirra hjóna á Klúku. Rósa tók mér opnum örmum og ég varð eins og ein af barnahópnum hennar. Þó Rósa ætti þá fimm börn, og væri að auki með bróðurdóttur sína í sumardvöl, þá bauð hún mér að koma aftur til þeirra hjóna í sveitina. Ég var í sveit á Klúku í nokkur sumur og mér leið afskap- lega vel hjá þeim hjónum. Á Klúku var margt fólk í heimili á sumrin og það virtist alltaf vera nóg pláss fyrir alla í gamla bænum. Afkomendur Rósu eru orðnir margir og henni var mjög annt um hag þeirra. Rósa hafði ríka réttlætiskennd, hún hafði ákveðnar skoðanir í stjórnmálum og áfengismálum og hún beitti sér talsvert í þeim mál- um. Rósa var mikill náttúruunnandi, hún átti mikið og fallegt steinasafn og steinarnir hennar áttu sögu. Rósa var líka með græna fingur, hún átti mikið af blómum og hún ræktaði fallega blómagarða bæði á Klúku og seinna á Hólmavík. Þegar við fjölskyldan fluttum til Hólmavík- ur fannst mér gott að eiga Rósu að. Á Hólmavík tók ég eftir því að Rósa var ávallt kölluð „amma Rósa“ á meðal barnanna. Þegar barnabörn Rósu komu í heimsókn til hennar voru oft vinir með í för, Rósa bauð þeim ávallt inn og gaf sér tíma til að spjalla við þau og hún gaf þeim ávallt eitthvert góðgæti. Þannig komu mörg börn í heimsókn til Rósu þó svo að barna- börn hennar væru ekki með í för. En svona var Rósa, hún tók alltaf vel á móti öllum, hvort sem það voru börn eða fullorðnir. Við Rósa sátum oft saman í eld- húsinu hennar og spjölluðum um ýmis mál, við rifjuðum oft upp gaml- ar minningar frá árunum á Klúku. Síðar eftir að við fjölskyldan fluttum frá Hólmavík hittumst við Rósa sjaldnar en við héldum alltaf tryggð hvor við aðra. Þegar ég hef átt leið um Strandir eða vestur á firði hef ég ávallt heimsótt þau hjón og alltaf mætt sömu gestrisninni. Nú hefur Rósa fengið hvíldina eftir erfið veik- indi síðustu ár. Það verður mikill söknuður hjá Sverri að vera án Rósu eftir liðlega sextíu og sex ára samfylgd. En Sverrir á stóra og góða fjölskyldu sem mun styðja hann á erfiðum tímum. Sverri, börn- um og fjölskyldum þeirra sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Sigurrósar Guðbjargar Þórðardóttur. Steinunn Karlsdóttir. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010 ✝ Jón Anton Björg-vin Ström fæddist í Reykjavík 19. júní 1934. Hann lést á Landspítalanum 27. október 2010. For- eldrar hans voru Vic- tor Louis Ström, f. 11.9. 1909, d. 13.5. 1962, og Björg Jóns- dóttir, f. 17.7. 1910, d. 29.8. 1992. Systkini hans eru Hjördís, f. 1931, Victoría, f. 1941, d. 1942, Axel Ragnar, f. 1942, Þórey, f. 1944, Gunnar Arnbjörn, f. 1945, Jóhanna Björg, f. 1948, Arnþór Árni, f. 1950, Óskar Ómar, f. 1952. Fyrri kona Jóns var Sólveig Lilja Pálsdóttir, f. 26.12. 1932, d. 10.11. 1966. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Björg, f. 1953. Sambýlismaður Ómar Önfjörð Magnússon. Þeirra sonur er Daði. 2) Hjördís, f. 1954. Maki Lárus Þ. Blöndal. Þeirra synir eru Viðar og Sigurður Helgi. 3) Gyða, f. 1956, d. 1957, 4) Bryndís Gyða, f. 1957, d. 2006, eftirlifandi maki Sigþór Guð- jónsson. Þeirra börn eru Ívar Örn og Íris Ósk. 5) Victor Ívar, f. 1959, sam- býliskona Bylgja Guðjónsdóttir. Börn Victors Ívars með fyrrverandi sambýliskonu sinni Ingibjörgu Arnars- dóttur eru Arnar og Sólveig Lilja. 6) Krist- ján Páll, f. 1964. Maki Guðrún Katrín Gísla- dóttir. Þeirra börn eru Jón Gísli og Jónína Björg, fyrir átti Guð- rún Katrín dótturina Ásu Margréti Helga- dóttur. 7) Fósturdóttir Jóns, dóttir Sólveigar Lilju er Kolbrún, f. 1951. Eftirlifandi kona Jóns er Guðbjörg Guð- mundsdóttir, f. 17.12. 1941. Börn þeirra eru, 1) Herdís, f. 1968, maki Donald Þór Kelley. Þeirra börn eru, Þórdís, Harpa Sif og Kristín Birta. 2) Bjarni, f. 1972. Maki Grethe And- ersen. þeirra dóttir er Helena, fyrir átti Grethe soninn Christoffer. 3) Fóstursonur Jóns, sonur Guðbjargar er Einar Vignir Sigurðsson, f. 1964. Maki Kristín Guðnadóttir. Þeirra sonur er Benedikt Leó, með Sigríði Brynjólfsdóttur, fyrrverandi sam- býliskonu sinni, á Einar soninn Pálmar Dan og fósturdóttur Val- gerði Brynju Viðarsdóttur. Útför Jóns fór fram frá Lang- holtskirkju 5. nóvember 2010. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Hvíl í friði. Sigríður og Hjördís. Jón Anton Björgvin Ström líkkistur.is Íslenskar kistur og krossar hagstætt verð Sími 892 4605 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, bróður, mágs og afa, ÞÓRARINS Þ. GÍSLASONAR, Asparfelli 2, Reykjavík. Gísli Þór Þórarinsson, Margrét Palestini, Ingibjörg Sigurrós Stumplf, Jósefína Gísladóttir, Úlfar Ágústsson, Gréta Kinsley, William Kinsley og afabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA SIGURÐARDÓTTIR, Hvassaleiti 58, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum Hringbraut laugardaginn 30. október, verður jarðsungin frá Grensáskirkju fimmtudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Konráð Ó. Kristinsson, Sigurður Konráðsson, Kristín Jóhanna Harðardóttir, Halldór Konráðsson, Þóra Þórhallsdóttir, Konráð Konráðsson, Bryndís Hinriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ásgeir Einarssonfæddist 15. apríl 1944. Hann lést á Landspítalanum 5. ágúst 2010. For- eldrar hans voru Karlotta Karlsdóttir, f. 15. ágúst 1921, d. 8. desember 1987, og Einar Ásgeirsson, f. 16. apríl 1918, d. 20. apríl 1995. Ásgeir var elstur systkina sinna, Sigurveigar, f. 24. nóvember 1948, Guðrúnar, f. 17. júní 1953, d. 1. nóvember 2000, Einars Karls, f. 19. desember 1954, og Magnúsar Stefáns, f. 15. nóv- ember 1960. Ásgeir kvæntist 29. desember 1973 Elínu Elíasdóttur, f. 3. maí 1951. For- eldrar hennar voru Jónína Ein- arsdóttir, f. 8. ágúst 1920, d. 20. apríl 2000, og Elías Páls- son, f. 9. september 1916, d. 5.mars 1999. Börn Ásgeirs og Elínar eru Elías, f. 21. ágúst 1973, Kar- lotta Sigurveig, f. 13. mars 1978, og Jónas Freyr, 27. desember 1989. Útför Ásgeirs fór fram frá Grafarvogskirkju 13. ágúst 2010. Ásgeir frændi minn ólst upp í Nökkvavogi 54. Hann lauk barna- skóla í Vogaskóla og gagnfræða- námi frá Núpi í Dýrafirði. Ungur fór hann að vinna í Toledo hjá föð- ur sínum. Hann lærði fatahönnun í Hamborg. Vann síðar á sjónum og sem sendibílstjóri. Einnig vann hann sem strætisvagnabílstjóri og síðast við Laugardalslaug. Hann vann einnig við vega- og brúar- gerð í Vestur-Skaftafellssýslu. Um tíma rak hann sína eigin heildsölu og seldi sælgæti vítt og breitt um landið. Um tíma lagðist faðir hans í veikindi. Á meðan á því stóð sá Ásgeir um fjölskyld- una. Áhugamál hans snerust aðallega um bíla, sérlega fornbíla. Sveitin var honum einnig hugleikin, hann var í sveit mörg ár í Dölunum og á Kaðalstöðum í Borgarfirði. Þau hjónin hófu búskap sinn að Bergstaðastræti 61, þar sem Karl afi Ásgeirs og Sigurveig amma hans höfðu búið. Síðan lá leiðin að Klapparstíg 25-27, hvar þau urðu húsverðir. Undu hag sínum mjög vel þar. Síðan fluttu þau í Selja- hverfið og síðast bjuggu þau í Grafarvoginum. Hugurinn hvarflar til Toledoár- anna. Toledo rak saumastofu og verslanir sem Einar faðir Ásgeirs kom á fót. Þar var gaman að vinna. Ásgeir var aðstoðarmaður föður síns og var allt í öllu. Hann var vinnusamur, útsjónarsamur, léttur og kátur og krítaði stundum skemmtilega þegar rætt var um menn og málefni. Þoldi ekki verk- leysi. Hann var ákveðinn í skoð- unum og stóð fast á sínu. Ásgeir var veikur síðustu árin en kvartaði aldrei. Ég kveð kæran frænda með söknuð í hjarta. Þórhallur Þórhallsson. Ásgeir Einarsson ✝ Ástríður HalldóraHallgrímsdóttir fæddist á Gríms- stöðum í Ofanleit- issókn í Vest- mannaeyjum 25. september 1924. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 21. sept- ember 2010. Foreldrar Ástu voru Hallgrímur Guð- jónsson, sjómaður á Grímsstöðum í Vest- mannaeyjum, og kona hans, Vilhelmína Jón- asdóttir. Systkini hennar eru Jóna Laufey Hallgrímsdóttir, f. 6. mars 1920, Júlíus Vilhelm Hallgrímsson, f. 20. ágúst 1921, og Ragnheiður Reynis, f. 30. júní 1929. Ragn- heiður lést 16. júlí 2002. Jóna Laufey og Júlíus Vilhelm eru bæði á lífi, Júlíus í Vestmannaeyjum, en Jóna Laufey býr í Reykjavík. Ástríður giftist Kai Ólafssyni vesl- unarmanni hinn 4. júní 1949. Kai lést 27. september 1968. Ást- ríður og Kai voru barnlaus. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku Ásta frænka okkar lést á elliheimilinu Eir hinn 21. september 2010 eftir langvarandi veikindi. Við systkinin eigum margar góðar minningar um Ástu. Okkur þótti gaman að vera nálægt Ástu og hún sýndi okkur og börnum okkar ótak- markaðan áhuga þegar við komum í heimsókn. Við áttum oft langar samræður við hana um allt milli himins og jarðar. Við munum sérstaklega eftir samræðum okkar við Ástu þegar við vorum táningar. Hún kom fram við okkur sem fullorðna og var allt- af til í að spjalla við okkur um allt frá skólamálum til ástarsorga. Hún var óspör á hrós og var stolt af fjöl- skyldu sinni. Ásta gladdist með okk- ur þegar hlutir gengu vel og stapp- aði í okkur stálinu þegar við vorum sorgmædd. Hún dæmdi aldrei og hlustaði alltaf. Hún var mjög góður vinur sem alltaf var hægt að tala við. Ástu þótti vænt um að fá heim- sóknir og átti alltaf eitthvert góð- gæti handa okkur og börnum okkar. Hún hafði alltaf mikinn áhuga á stjórnmálum og fylgdist ávallt með þjóðfélagsmálum, sama hvað dundi á í eigin lífi. Hún elskaði að tala um tísku, sér- staklega tískuna þegar hún var yngri. Oft sagði hún sögur af flíkum sem hún keypti þegar hún var yngri. Þá þurfti hún að spara í marga mánuði til að kaupa flottustu fötin í flottustu búðunum. Henni þótti mikilvægt að líta eins vel út og aðstæður leyfðu. Hún elskaði fal- lega klúta og trefla, var alltaf í fín- um bolum með æðislegt bleikt naglalakk. Hún var fín frú. Ásta eignaðist ekki börn og þró- aðist því samband okkar systkina við hana á margan hátt eins og samband við foreldri. Móðir okkar var stoð og stytta Ástu á seinni ár- um og hvatti okkur reglulega til að heimsækja Ástu. Mamma kenndi okkur virðingu í verki og Ásta eign- aðist þannig hluta í okkur og auðg- aði líf okkar með nærveru sinni. Hún var merkileg kona og við mun- um sakna hennar. Við viljum færa sérstakar þakkir til starfsfólksins á 1. hæð B álmu á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir ein- staka vináttu og nærgætni í veik- indum Ástu. Hvíl í friði, elsku Ásta frænka okkar. Kolbrún Svala, Guðmundur Jónatan og Elísabet Erla. Ástríður Halldóra Hallgrímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.