Morgunblaðið - 06.11.2010, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
✝ Ólafur KristóferBjarnason fæddist
í Þorkelsgerði I í Sel-
vogi 9. ágúst 1930.
Hann lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 17.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Bjarni
Jónsson, bóndi í Þor-
kelsgerði í Selvogi, og
Þórunn Friðriksdóttir
ljósmóðir. Móðir Þór-
unnar var Elín Árna-
dóttir frá Hlíð í Sel-
vogi. Faðir Þórunnar
var Friðrik Hansson, stýrimaður á
skútum og síðar kjalfagtari í
Reykjavík. Móðir Bjarna bónda í
Þorkelsgerði var Valgerður Gam-
alíelsdóttir frá Stekkholti í Bisk-
upstungum Egilssonar. Faðir
Bjarna var Jón Jónsson, bóndi á Þor-
grímsstöðum í Ölfusi.
Kristófer ólst upp í foreldra-
húsum í Þorkelsgerði og átti 16
systkini. Tvær systur létust í frum-
bernsku og látin eru (í aldursröð):
Guðni Hans eldri, Ólafur, Andrés,
Konráð, Kristinn, Jón
Valgeir, Árni Sverrir,
Elín, Rafn og Guðni
Hans yngri. Eftirlif-
andi eru: Þóra, Val-
gerður, Eydís og Bára.
Kristófer gekk í far-
skóla í Selvogi eins og
venjan var til sveita.
Ungur fór hann til
starfa í Þorlákshöfn
ásamt bræðrum sínum
á svipuðu reki. Þeir
sóttu vinnu í tengslum
við vertíðina en á
sumrum dvaldist hann
tíðum í Þorkelsgerði og vann við
heyskap og annað tilfallandi á
sveitaheimilinu. Hann starfaði allt
sitt líf sem húsasmiður vítt og breitt
um Suðurland en bjó í Þorlákshöfn.
Síðar varð Kristófer kirkjuhaldari í
Strandarkirkju í Selvogi og vann öt-
ullega í þágu kirkjunnar og um-
hverfis hennar.
Kristófer var ókvæntur og barn-
laus.
Útför Ólafs Kristófers fór fram í
kyrrþey.
Föðurbróðir minn Kristófer
Bjarnason er látinn. Þar með féll
frá síðasti bróðirinn úr hópi systk-
inanna frá Þorkelsgerði I í Selvogi.
Ég man fyrst eftir Kristófer þeg-
ar ég var drengur á unga aldri og
hann kom í heimsókn til okkar fjöl-
skyldunnar í Reykjavík. Síðar vann
hann fyrir foreldra mína við að
reisa íbúðarhús okkar við Aratún í
Garðabæ. Hann var yfirsmiður
þeirrar framkvæmdar þá þrítugur
að aldri.
Til er ljósmynd af Þórunni ömmu
minni frá árinu 1959 þar sem hún er
sæl í hópi glaðbeittra barna sinna,
systkinanna frá Þorkelsgerði. Þessi
sögulega mynd er tekin í sjötugs-
afmæli hennar á heimili foreldra
minna á Kleppsvegi 4 í Reykjavík.
Kristófer hefur verið 29 ára þegar
þetta var, fríður sýnum eins og
systkini hans.
Kristófer sótti gjarnan vinnu í
Þorlákshöfn á vertíðum ásamt
bræðrum sínum. Í vertíðarlok hélt
hann heim og starfaði í þágu búsins
við heyskap og annað tilfallandi. Þá
kom handlagni hans vel að notum
við smíðar og innréttingar heima
við og í gripahúsum. Síðar vann
hann við byggingu vatnsaflsvirkj-
ana á Suðurlandi, m.a. Búrfells-
virkjun og Steingrímsstöð. Bjó
hann þá í búðum á virkjunarstað en
hélt suður í Vog um helgar og vann
við búið.
Árið 1986 tók Kristófer við stöðu
kirkjuhaldara í Strandarkirkju í
Selvogi að bróður sínum, Rafni,
látnum. Áður hafði afi minn, Bjarni
Jónsson bóndi, faðir Kristófers og
þeirra Þorkelsgerðissystkina, gegnt
þessu ábyrgðarstarfi um áratuga-
skeið. Kristófer sinnti sínu starfi af
elju og áhuga allt þar til hann lét af
störfum sjötugur að aldri. Það var
til þess tekið hversu góð hirða var á
öllu umhverfi Strandarkirkju og
kirkjunni sjálfri í kirkjuhaldaratíð
Kristófers. Það má með sanni segja
að hann hafi staðið vörð um velferð
kirkjunnar og í raun langt út fyrir
ramma hefðbundinna skyldna
kirkjuvarða og meðhjálpara.
Í janúar árið 1990 varð mikið
sjávarflóð við alla suðurströnd
landsins þegar afar djúp lægð gekk
yfir með miklum áhlaðanda í
álandsvindi. Miklar skemmdir urðu
víða af völdum sjávargangs, þar
með talið í Selvogi. Sjóvarnargarð-
urinn við Strandarkirkju og kirkju-
garðurinn gaf sig á löngum köflum.
Kristófer hafði forgöngu um að afla
fjár til að gera við skemmdir og
byggja upp öflugar strandvarnir á
kirkjujörðinni fornfrægu til að
sporna gegn síðari flóðum. Fyrir til-
stuðlan Kristófers, starfsmanna
Biskupsstofu og Siglingastofnunar
Íslands, voru sjóvarnargarðar við
Strandarkirkju treystir til muna.
Faðir minn, Konráð Bjarnason
hafði oft samband við bróður sinn
Kristófer til að afla upplýsinga um
ábúendur í Selvogi fyrrum. Krist-
ófer var vel fróður um sögu Sel-
vogsbyggðar og þeirra sem þar
bjuggu fyrr og síðar. Það var gam-
an að hlusta á þá bræður ræða
þessi hugðarefni sín á milli. Við
Kristófer ræddum saman í síma
skömmu áður en hann veiktist og
það var engan bilbug að finna á
honum. Það kom mér því mjög á
óvart að frétta um veikindi hans
skömmu síðar. Ég heimsótti Krist-
ófer nokkrum sinnum á dánarbeð
hans og kvaddi hann hinstu kveðju
því vitað var að hverju stefndi.
Blessuð sé minning hans.
Sverrir Konráðsson.
Ólafur Kristófer Bjarnason frá
Þorkelsgerði I var staðarhaldari
Strandarkirkju 1986 til 2001. Við
kynntumst 1996 eftir að ég hóf störf
hjá Sveitarfélaginu Ölfusi. Kristófer
var fæddur og uppalinn í Selvog-
inum. Hann sagði mér að þar hefði
verið búið á 16 bæjum þegar hann
var að alast upp.
Í tíð Kristófers var Strandar-
kirkja endurbyggð og turninn einn-
ig í upprunalega mynd. Orgelið sem
var fyrst í kirkjunni 1898 var selt.
Það var um tíma í Guðnabæ og fór
síðan til Þorlákshafnar. Kristófer
fann það á Egilsbraut 9 árið 1997
og samdi við Svein Sumarliðason
um að það færi aftur út í Strand-
arkirkju en Lilja kona Sveins átti
það. Það var gert upp og er not-
hæft. Kristófer endurnýjaði sund-
merkin fyrir Strandarsund. Það var
mikil vinna og þurfti að liggja yfir
því með staðsetningar og skoða
hvernig sundin voru á flóði og fjöru,
í logni og miklum sjógangi. Plöntun
trjáa og melgresis, til að binda
sandinn, vann Kristófer að sem
staðarhaldari og voru yfir 40.000
plöntur settar niður. Fyrir þetta
mikla starf við landbætur fékk
Kristófer landgræðsluverðlaun
Landgræðslu ríkisins árið 2001.
Góð vinátta myndaðist á milli
Kristófers og þeirra sem voru við
vörslu Strandarkirkju yfir sumar-
tímann og dvöldu í þjónustuhúsinu
við kirkjuna. Margar myndir, kort
og kveðjur sýndi hann mér frá
þessu fólki sem þakkaði honum fyr-
ir góð kynni og hjálpsemi.
Kristófer var minnisstæður per-
sónuleiki og greiðvikinn. Hann átti
víða hauk í horni hjá hinum ýmsu
stofnunum og fyrirtækjum sem
hann hafði haft samskipti við í
gegnum tíðina. Hann var óhræddur
að bera upp erindi ef á þurfti að
halda í sambandi við verkefni sem
hann vann að fyrir Strandarkirkju
og þurfti lausnar við. Hann var ýt-
inn og kröfuharður en sanngjarn.
Kristófer var mikill safnari og sá
ætíð nota- og varðveislugildi í hlut-
um. Hann safnaði mörgum munum,
gerði suma upp og komið nokkrum
frá sér að Skógum, í Byggðasafnið á
Eyrarbakka og í Bókasafnið í Þor-
lákshöfn. Hann var ætíð að herða á
því að hér ætti að byggja upp safna-
hús, munirnir væru til og sagan
sem ætti að varðveita. Ef Kristófer
Kristófer
Bjarnason
✝ Jakobína FanneyÞórhallsdóttir
fæddist á Finnastöð-
um, Grýtubakka-
hreppi, S-Þing., 25.
ágúst 1927. Hún lést á
Dvalarheimilinu Gre-
nilundi á Grenivík 26.
október 2010.
Foreldrar hennar
voru Þórhallur Gunn-
laugsson, fæddur á
Hrafnagili í Þorvalds-
dal, Árskógshr., Eyja-
firði, 1889, d. 1970 og
Vigdís Þorsteins-
dóttir, fædd á Finnastöðum 1894, d.
1982. Bína var 10. í röð 12 systkina,
en 9 komust til fullorðinsára. Þau
eru: 1. Ragnar Hörgdal, samfeðra,
f. 1913, d. 1978. 2. Jón Mikael, f.
1914, d. 1982. 3. Þórlaug, f. 1915, d.
1978. 4. Sigrún, f. 1916, d. 1994. 5.
Guðjón, f. 1919. 6. Svava, f. 1920, d.
1922. 7. Andvana drengur, f. 1922.
8. Svavar Þorsteinn, f. 1924. 9.
Marta Helga, f. 1926, d. 1926. 10.
Jakobína Fanney, f. 1927, d. 2010.
11. Vilhjálmur Elías, f. 1929. d.
1981. 12. Gunnlaugur, f. 1931.
Bína ól upp bróðurson sinn, Frí-
mann Svavarsson, f. 1964, frá 6 ára
aldri eftir móðurmissi. Hans kona
er Elísabet Eggerts-
dóttir, f. 1979. Dætur
Frímanns og fyrri
konu hans, Eydísar
Rósu Eiðsdóttur eru:
Sigríður Rósa, f.
1992, og Ásdís Rósa,
f. 1994. Börn Frí-
manns og Elísabetar
eru: Fanney Edda, f.
2007, d. 2010 og Matt-
hías, f. 2008. Sonur
Elísabetar er Bene-
dikt Blöndal, f. 1998.
Bína ólst upp á
Finnastöðum í glöð-
um systkinahóp. Gekk þar í öll verk
og var með afbrigðun vandvirk og
samviskusöm. Á unglingsárum fór
hún í vistir, m.a. á Akureyri og víð-
ar. Vann ýmis þjónustustörf, oft á
síld á Siglufirði og víðar, síðar meir
við beitningar á Grenivík. Var lengi
ráðskona í Gjögri, Grindavík. Árið
1969 fluttist hún ásamt foreldrum
sínum og tveim bræðrum, í Naust á
Grenivík, hús sem Mikki bróðir
hennar byggði. Síðustu starfsárin
vann hún í frystihúsinu á Grenivík.
Jakobína verður jarðsungin frá
Grenivíkurkirkju í dag, 6. nóv-
ember 2010, og hefst athöfnin kl.
13.
Grenivík – Bína. Þessi tvö orð eru
samofin í minningunni, og við vitum
að ekki verður auðvelt að koma til
Grenivíkur, og engin Bína í Nausti.
Kær föðursystir okkar er látin eft-
ir erfið veikindi, og við systurnar
viljum því minnast hennar með
nokkrum kveðjuorðum. Hún var alla
tíð klettur í stórfjölskyldunni og allir
gátu leitað til hennar eftir aðstoð.
Óeigingjörn var hún, samviskusöm
og vandvirk í öllum sínum störfum. Á
hennar heimili sást aldrei drasl eða
óuppvaskað, allir hlutir voru á sínum
stað.
Bína giftist aldrei, né eignaðist
börn, en ól upp Frímann bróður okk-
ar eftir móðurmissi. Í sínum veik-
indum hafði móðir okkar spurt Bínu
hvort hún gæti tekið Frímann að sér
eftir sinn dag. Sýndi það best það
traust sem hún bar til hennar. Eftir
að Mikki föðurbróðir byggði húsið
Naust á Grenivík, fluttust þau öll
þangað, amma, afi, Mikki, Gaui og
Bína og Frímann seinna. Þarna
hugsaði Bína um allan hópinn sinn
og allir settu traust sitt á hana.
Þangað lá oft leið okkar í gegnum ár-
in og alltaf vel tekið á móti okkur. Í
æsku okkar systra vorum við oft á
Grenivík á sumrin, Hrafnhildur og
Þórdís á Finnastöðum hjá ömmu, afa
og Bínu, Harpa í Nausti hjá Bínu, og
Emilía hjá Þóru föðursystur í Byrgi.
Má með sanni segja að þetta hlýtur
að hafa verið mikil hjálp fyrir okkar
fjölskyldu. Bína var mikil hjálpar-
hella fyrir bræður sína fyrir sunnan
hér áður fyrr. Fór suður og hugsaði
um börn og bú í lengri eða skemmri
tíma, vegna ferðalaga eða veikinda.
Þannig var hún allt sitt líf, alltaf að
hugsa um aðra.
Fanney Edda, tæplega þriggja
ára dóttir Frímanns og Elísabetar,
lést í apríl síðastliðnum og vitum við
að það tók mikið á Bínu, en núna
hafa þær nöfnurnar hist aftur og
geta umvafið hvor aðra í ljósinu.
Kæri Frímann, Elísabet og börn,
pabbi, Gaui og Gunnlaugur. Innileg-
ar samúðarkveðjur sendum við ykk-
ur öllum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Bína. Við kveðjum þig með
miklum söknuði og sorg, en eigum
líka margar yndislegar minningar
um þig. Hvíl í friði, kæra frænka.
Guð blessi minningu góðrar konu.
Þínar bróðurdætur,
Hrafnhildur, Þórdís, Emilía
og Harpa Svavarsdætur.
Jakobína Fanney
Þórhallsdóttir
Við eigum margar
góðar minningar um
ömmu Eybí. Á Haga-
melnum var alltaf tek-
ið á móti okkur með hlýju og vænt-
umþykju. Hagamelurinn var eins og
okkar annað heimili, það var alltaf
hægt að leita þangað þar sem hún
amma okkar var ávallt til staðar. Við
fundum alltaf fyrir einstakri hlýju og
væntumþykju og verður okkur hvað
minnisstæðast kvöldsögur og söngur
fyrir svefninn í barnæsku, að fá að
spila við ömmu, fá að borða ömm-
umat og komast í nammiskápinn,
baka saman pönnukökur, fara út í
búð fyrir ömmu, ferðalögin og allar
Eybjörg Sigurðardóttir
✝ Guðrún EybjörgSigurðardóttir,
kölluð Eybí, fæddist
10. apríl 1926 í
Reykjavík. Hún lést á
heimili sínu 26. októ-
ber síðastliðinn.
Útför Eybjargar
fór fram frá Nes-
kirkju 4. nóvember
2010.
jólastundirnar saman.
Laugarvatnsferð-
irnar voru eins og jól
að sumri til, en þar
fengum við að njóta
samverunnar með
ömmu og afa sem okk-
ur þótti einstaklega
vænt um. Amma okk-
ar tók alltaf öllu með
ró og sýndi okkur
aldrei reiði þegar við
misstigum okkur í
háttsemi, hún gat sýnt
okkur hvernig hægt
var að taka á hlutun-
um með ró og skynsemi. Þessar
minningar munu ávallt fylgja okkur
og bergmála í okkar framtíð, með
þakklæti og söknuði kveðjum við
ömmu okkar.
Ísak og Aldís Gróa.
Bernskuminningar mínar um
systur mína og minningar mínar sem
fullorðins manns eru eðlilega sam-
ofnar í eina mynd. Sú mynd er mér
afar kær og mikils virði.
Eybjörg eða Eybí eins og hún var
jafnan kölluð var „stóra systir mín“,
10 árum eldri, og fyrstu en óljósar
minningar mínar eru að hún hélt á
mér fyrir myndatöku úti í garði eða
ef til vill langar mig bara að ég muni
það því ég hef svo oft skoðað mynd
þar sem hún heldur á mér.
Þegar Eybí tók mig með sér niður
í bæ þótti mér það mikil veisla að
fara með henni á kaffihús í Vonar-
stræti, það var í raun hreint ævintýri
í mínum huga.
Eybí vann á skrifstofu Morgun-
blaðsins í gamla Ísafoldarhúsinu í
Austurstræti og þar fékk ég mína
fyrstu vinnu fyrir utan það að bera
út Moggann. Ég var sendill en Eybí
gjaldkeri og þurftu margir að koma
og tala við hana. Ég fann þá að allt
var þægilegt og skemmtilegt sem
Eybí kom nærri, hún tók öllum með
brosi.
Mig langaði ógurlega að fara í
sama skóla og Eybí og mér þótti afar
leitt þegar mér var sagt að það
mundi ég ekki geta gert því hún væri
nefnilega í „Kvennaskólanum“ og
hann væri bara fyrir stelpur.
Einn góðan veðurdag var Eybí
gift og farin af Brunnstígnum og ég
eignaðist lítinn frænda sem var
skírður Þorvaldur í höfuðið á pabba
mínum og þá fannst mér ég eiga
hann líka. Svo eignaðist hún Geir
Helga, Lovísu og Valgerði og nú var
aldeilis gaman að fara í heimsókn til
hennar.
Fyrsta heimili okkar Jónu var í
kjallaranum á Hagamel 30 hjá Eybí
og Geir. Jóna og Eybí náðu strax vel
saman og urðu góðar vinkonur. Það
var auðvelt og ánægjulegt að um-
gangast Eybí, sem með sinni hæg-
látu framkomu og brosi gaf af sér án
þess að ætlast til nokkurs í staðinn.
Þegar Eybí varð sextug komu hún
og Geir í heimsókn til San Diego í
Kaliforníu þar sem ég starfaði um
tíma og þar áttum við góða daga
saman en þar vorum við Jóna einmitt
stödd þegar Þorvaldur frændi
hringdi og sagði okkur lát móður
sinnar. Í rúmt ár tókst Eybí á við
veikindi sem engin von var til að hún
gæti sigrast á, en hver dagur í návist
hennar var dýrmætur og ánægjuleg-
ur. „Ég er nú bara nokkuð góð,“ var
jafnan svarið þegar spurt var um líð-
an hennar.
Minningar um Eybí eru allar góð-
ar, við söknum hennar en gleðjumst
við minningarnar sem hún skilur eft-
ir.
Sigurður E. Þorvaldsson
og Jóna Þorleifsdóttir.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800