Morgunblaðið - 06.11.2010, Qupperneq 39
beit eitthvað í sig vildi hann fram-
kvæma það og var erfitt að komast
undan því að taka þátt í því með
honum. Nefna má minnisvarða um
týnda og drukknaða sem settur var
niður við Þorlákskirkju. Hann fann
listamanninn og fékk hann til að
gera tillögu að verkinu, leitaði að
fólki í vinnuhóp, setti vinnuna af
stað og verkið var framkvæmt. Fyr-
ir hver jól gerði Kristófer skreyt-
ingar sem hann færði vinum og fór
einnig með á leiði fjölskyldumeð-
lima og skiptu þessar skreytingar
tugum. Kristófer kynnti mig fyrir
Sögu Þorlákshafnar og prestinum
og skáldinu Helga Sveinssyni, skrif-
um hans um Gautaborgarslysið og
flutninginn á beinunum sem grafin
voru upp á hafnarsvæðinu og flutt
að Hjalla. Hann vann í því að kistan
með beinunum í kirkjugarðinum á
Hjalla væri fundin og leiðið merkt.
Með þessum minningarorðum
kveð ég góðan vin. Aðstandendum
Kristófers sendi ég samúðarkveðj-
ur.
Sigurður Jónsson.
„Hið smáa er stórt“ gætu hæg-
lega hafa verið einkunnarorð þessa
heiðursmanns. Kristófer Bjarnason
kvaddi okkur eftirlifendur að
morgni sunnudagsins 17. október sl.
Að mörgu leyti var hann saddur líf-
daga – fannst nóg lifað, en samt
sáttur við guð sinn og menn. Hann
hvarf á braut með þá vissu í far-
teskinu að sín biðu sígrænar lendur
og gullnir akrar hinum megin.
Í mínum uppvexti var lögð rík
áhersla á að maður ætti að lifa sem
heiðursmaður og haga sér eftir því
en ekki var alltaf einkum á yngri
árum alveg ljóst hvernig unnt væri
að ná þessu markmiði. Ég hygg að
Kristófer hafi hins vegar verið eðl-
islægt að ástunda heiðarleika og því
verið sannur heiðursmaður. Ein-
lægari og jafn alhliða hjálparhellu
og hagleiksmann hef ég aldrei fyr-
irhitt. Hann gat með ótrúlegri út-
sjónarsemi lagfært alla skapaða
hluti og allt sem sagt var stóð eins
og stafur á bók.
Kristófer ferðaðist um lífið með
kyrrlátum hætti og lagði gott til
allra. Í mótlæti stóð hann hljóður á
hliðarlínu og fyrirgaf með bros-
mildu augnaráði væri hann beittur
rangindum. Slíkir menn eru fágætir
en dýrmætir í hégómlegu nútíma-
samfélagi. Kristófer hlustaði með
hjartanu og hjartað sló með þeim
sem minna máttu sín. Hanskinn var
oft tekinn upp fyrir lítilmagnann.
Á ferðalögum og öðrum samveru-
stundum fínpússuðum við Kristófer
samkomulag. Sá langlífari átti að
skrifa minningarorð um hinn en
Kristófer skyldi taka að sér að
flytja mál mitt fyrir almættinu og
reyna að koma mér sem ábúanda
upp á óminnislendur og gullna
englaakra.
Eina vinkonu átti Kristófer sem
tók öllum öðrum fram en það var
Strandarkirkja í Selvogi. Hann unni
henni af heilum hug og virti al-
mættið sem bjó í kirkjunni í ein-
lægri trú á föðurinn, soninn og heil-
agan anda. Þessi litla
minningargrein er samin eftir heim-
sókn í Strandarkirkju. Mér varð
hugsað til vinar míns í návist
hringsins og krossins látlausa yfir
hurð inn í kirkjuskipið. Einfalt en
magnað trúartákn, rétt eins og trú
hans var. Á kyrrlátri stund andaði
úr kórnum kveðju til Kristófers frá
almættinu. Þakklæti fyrir öll þau
milljón smáverk sem hann vann
þessari æðstu vinkonu sinni á langri
ævi. Af smáum verkum unnum af
alúð verður hver maður stór. Mér
finnst við hæfi að tileinka Kristófer
þetta vísuorð nágranna hans í Her-
dísarvík:
Það smáa er stórt í harmanna heim, –
höpp og slys bera dularlíki, –
og aldrei er sama sinnið hjá tveim,
þótt sama glysi þeir báðir flíki. –
En mundu, þótt veröld sé hjartahörð,
þótt hrokinn sigri og rétturinn víki,
bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð,
varð auðlegð á vöxtum í guðanna ríki.
(Einar Benediktsson.)
Við Anna Sigríður vottum ætt-
ingjum Kristófers samúð okkar.
Knútur Bruun.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
✝ Jonathan Motz-feldt fæddist 25.
september 1938 í
veiðimannaþorpinu
Kassimiut í Suður-
Grænlandi. Hann lést
28. október sl.
Jonathan lauk
kennaraprófi í Nuuk
1960 og guðfræði-
prófi frá Kaup-
mannahafnarháskóla
1966.
Fyrri kona Jonat-
hans var Margit og
eignuðust þau tvö börn, Karen og
Klaus. Þau skildu. Eftirlifandi kona
hans er Kristjana Guðmundsdóttir.
Motzfeldt var formaður flokksins
Siumut á árunum
1977-79, 1980 til 1987
og 1998 til 2002, sat á
grænlenska lands-
þinginu frá 1979 til
2009 og var formað-
ur landsþingsins
1979 til 1988 og aftur
2003 til 2008. Hann
var einnig fyrsti for-
maður grænlensku
landstjórnarinnar
eftir að heimastjórn
var komið á árið
1979. Hann gegndi
því embætti til 1991 og aftur frá
1997 til 2002.
Jonathan Motzfeldt var jarðsung-
inn 5. nóvember 2010 í Nuuk.
Grænlenski stjórnmálaleiðtoginn
og presturinn Jonathan Motzfeldt
er látinn. Með honum er genginn
maður sem í nær fjóra áratugi, eða
frá 1971 til 2008, markaði einna
dýpst spor í sögu og þróun Græn-
lands sem stjórnmálamaður og þjóð-
arleiðtogi. Hann var einn helsti bar-
áttumaður Grænlendinga fyrir
heimastjórn, varð fyrsti formaður
landstjórnarinnar þegar henni var
komið á 1979 og formaður lands-
þingsins sama ár. Báðum þessum
embættum gegndi hann í fjölda ára,
og er þá fjarri því að allt sé upp tal-
ið.
Jonathan starfaði sem sóknar-
prestur í Suður-Grænlandi um ára-
bil áður en hann sneri sér að stjórn-
málunum. Hann var vinsæll
kennimaður og í prestsstarfinu
byggði hann upp þá ræðusnilld sem
hann var þekktur fyrir. Hann unni
því starfi og hélt áfram að sinna
prestsverkum ásamt stjórnmálun-
um allt fram á síðasta æviár.
Það er mat þeirra sem gerst til
þekkja að Jonathan hafi öðrum
fremur komið Grænlandi á heims-
kortið og breytt viðhorfi annarra
þjóða til Grænlendinga, sem margir
töldu ekki geta spjarað sig eða stað-
ið á eigin fótum. Hann hafi samtímis
átt einna ríkastan þátt í því að
breyta sjálfsmati Grænlendinga og
auka sjálfstraust þeirra. Jonathan
var oft líkt við sérstæða stofnun í
hinu grænlenska samfélagi, enda
virtist hann vera allt í öllu. Hann
hafði afar sterka nærveru og það fór
aldrei milli mála hvenær hann var á
staðnum.
Jonathan ferðaðist heimshlutanna
á milli og var óþreytandi við að
kynna málstað Grænlendinga. Hann
heimsótti fjölda þjóðhöfðingja og
var þar meðal jafningja: Í Hvíta
húsinu, Vatíkaninu, á þjóðþingum og
víðar. Hann átti meiri þátt en nokk-
ur í því að auka tengsl Grænlands og
Íslands sem allt fram á hans tíma
höfðu verið allt of lítil, enda þótt
Grænland sé næsta grannþjóð okk-
ar. Hann var sannur Íslandsvinur.
Haustið 1977 var, að frumkvæði
Jonathans, gert samkomulag um að
starfsmenn Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins tækju að sér að
rannsaka beitilönd og ræktunar-
möguleika í þeim hluta Suður-
Grænlands sem við þekkjum sem
Eystribyggð. Hann hafði áhyggjur
af því að gróður væri að láta undan
síga vegna ofnýtingar og skorts á
vetrarfóðri.
Í nokkrar vikur á hverju sumri í
um 10 ár var unnið að þessu verk-
efni í náinni og góðri samvinnu við
heimamenn. Þegar yfir lauk hafði
gróður allrar Eystribyggðar verið
kortlagður og rannsakaður og til-
lögur gerðar um sjálfbæra nýtingu
hans. Eftir þeim tillögum hefur ver-
ið farið og flatarmál ræktaðs lands
hefur verið margfaldað.
Þetta var ekki stærsta samvinnu-
verkefni Grænlands og Íslands sem
Jonathan átti frumkvæði að á ferli
sínum, en það var án efa meðal
þeirra sem honum þótti vænst um,
vegna þeirrar umhyggju sem hann
bar fyrir náttúru Grænlands, eins og
raunar öllu sem land og þjóð snerti.
Við, Íslendingar, sem unnum að
þessu verkefni þökkum honum að
leiðarlokum fyrir þá alúð og um-
hyggju sem hann sýndi okkur með-
an á því stóð. Við verðum ævinlega
þakklátir fyrir þau forréttindi að
hafa fengið að kynnast og eignast að
vini þennan kraftmikla, grænlenska
höfðingja.
Blessuð veri minning Jonathans
Motzfeldt. Eftirlifandi eiginkonu
hans og fyrrum starfsfélaga okkar,
Kristjönu, vottum við dýpstu samúð.
Ingvi Þorsteinsson.
Það sátu fimm ráðherrar og jafn-
margir embættismenn, allt karlar í
jakkafötum, á sviðinu í Háskólabíói.
Gasalega alvarlegir í framan. Þeir
voru að ræða um það hvort hugs-
anlegt væri að Norðurlöndin legðu
fé í menningarhús í Nuuk á Græn-
landi á móti danska ríkinu og Nuuk-
sveitarfélaginu. Það leit illa út, það
er fyrir Grænland og verr og verr
eftir því sem leið á fundinn af því að
við vorum allir að bíða eftir fulltrúa
Grænlands inn á fundinn. Hann var
orðinn of seinn, allt of seinn. Möpp-
urnar voru um það bil að lokast í
vonsku þegar inn á sviðið kemur
eitthvað sem líktist manni, var klætt
ísbjarnarskinni frá hvirfli til ilja.
Með ísbjarnarskinninu er töskuberi.
Ísbjörninn sest hjá okkur og strýk-
ur af sér hettuna. Undir þessu
skinni reyndist vera Jónatan Motz-
feldt. Hann virtist ekki vera að
koma beint af bindindismóti. Ég sá á
kollegum mínum að þetta var kornið
sem fyllti mælinn. Þetta alvöruleysi
fær okkur ekki til að leggja það á
skattgreiðendur landa okkar að
setja peninga fram hjá öllum nor-
rænum reglum í hús á Grænlandi,
sögðu þeir hver við annan með
augnaráðinu. Ég gaf manninum í
pelsinum orðið. Maðurinn úr pels-
inum talaði og lýsti hug sínum, lýsti
þörfinni, lýsti mikilvægi hússins fyr-
ir Grænlendinga og svo lýsti hann
því fyrir ráðherrunum hvað það
væri mikilvægt fyrir Norðurlönd að
eignast þetta hús, Norðurlönd og
menningu þeirra. Hann lagði frá sér
pelsinn á stól og talaði og smám
saman opnuðust möppurnar; eftir
hálftíma var ákveðið að leggja fram
fjármuni í þetta hús. Enda eins gott.
Ísbjörninn þurfti að fara á annan
fund.
Þessi saga er sögð hér af því að
svona var Jónatan á sínum bestu ár-
um heimsmeistari í sjarma; hann
lagði allan heiminn að fótum Græn-
lands og þeir sem þekktu hann báru
virðingu fyrir honum, eldinum innan
í honum. Og svo höfðum við forrétt-
indi, Íslendingar, því ást hans á Ís-
landi fór vaxandi og Kristjana varð
konan hans.
Oft oft hittumst við í margskonar
samhengi. Þaðan eru sögur sem
verða sagðar í góðu tómi utan blaða.
Jónatan var þjóðhöfðingi Græn-
lands; hann hafði um tíma svipaða
stöðu á Grænlandi og Jón Sigurðs-
son á Íslandi. Undir lokin syrti að.
Þegar hann er fallinn og alltaf fram-
vegis verður það samt munað að
hann var Grænlandi allt sem hann
lifandi gat.
Á Suður-Grænlandi er örnefnið
Undir Sólarfjöllum. Þar er alltaf sól.
Þegar við hugsum um Grænland þá
kemur þetta örnefni fyrst í hug. Og
Jónatan. Undir Sólarfjöllum.
Við Guðrún sendum með þessum
línum Kristjönu og grænlenskum
vinum samúðarkveðjur okkar með
þakklæti fyrir kynnin fyrr og síðar.
Svavar Gestsson.
Jonathan Motzfeldt
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samhug og hlýju við andlát og útför ástkærs eigin-
manns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
MAGNÚSAR K. GEIRSSONAR
rafvirkja,
Lækjasmára 6,
Kópavogi.
Bryndís Magnúsdóttir,
Geir Magnússon, Áslaug S. Svavarsdóttir,
Unnur Magnúsdóttir, Daníel Helgason,
Guðlaugur Hilmarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
VILBORGAR ORMSDÓTTUR,
Vinu
frá Borgarnesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu að
Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, starfsfólki á líknardeild
Landakots og heimahjúkrun Karitas, fyrir góða
umönnun og ljúft viðmót.
Sveinn Ágúst Guðmundsson, Þorbjörg Svanbergsdóttir,
Sigríður Helga Sveinsdóttir, Reynir Þrastarson,
Guðmundur Svanberg Sveinsson, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
og langömmubörnin.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við fráfall ástkærs eigin-
manns, föður, tengdaföður, afa og bróður,
RÚNARS I. SIGFÚSSONAR
verkfræðings,
Freyjugötu 35,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 11B,
deildar 11E og líknardeildar Landspítalans fyrir
góða umönnun.
Björg Østrup Hauksdóttir,
Einar Þorbjörn Rúnarsson, Eva Arnarsdóttir,
Marta Margrét Rúnarsdóttir, Daníel Pálmason,
Sigrún Birna Rúnarsdóttir, Helena Katrín Einarsdóttir,
Baldur F. Sigfússon og fjölskylda,
Sigmundur Sigfússon og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
vináttu við andlát og útför ástkæru frænku okkar,
SIGÞRÚÐAR GUÐBJARTSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns, einnig
skátahreyfingarinnar fyrir veitta aðstoð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldóra Kristín Arthursdóttir,
Íris Bryndís Guðnadóttir.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarþel við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
VALGERÐAR ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR,
Heiðarhvammi 3,
Reykjanesbæ.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeildar
Landspítala Fossvogi.
Katrín Hafsteinsdóttir, Þorsteinn Jónsson,
Ómar Hafsteinsson, Auður Ingimarsdóttir,
Hörður Hafsteinsson, Jónína V. Stefánsdóttir,
Hafdís Hafsteinsdóttir, Börkur Birgisson,
Þorsteinn Hafsteinsson, Ziad Raza,
barnabörn og barnabarnabörn.