Morgunblaðið - 06.11.2010, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2010
Tæknimaður - vélvirki eða vélstjóri
ÍSAGA var stofnað árið 1919 í samstarfi við
AGA, sem eignaðist meirihluta í fyrirtækinu
1991. Árið 1999 var AGA keypt af Linde
frá Þýskalandi sem er eitt stærsta
gasfyrirtæki heims með starfsemi í yfir 100
löndum og 50 þúsund starfsmenn.
ÍSAGA ehf hefur aðsetur að Breiðhöfða í
Reykjavík. Þar eru súrefnis- og
köfnunarefnis verksmiðja fyrirtækisins,
áfyllingastöð, skrifstofa, verslun o.fl.
Einnig rekur ÍSAGA koldíoxíðverksmiðju að
Hæðarenda í Grímsnesi. Þess utan er
ÍSAGA ehf með 7 afgreiðslustaði víðsvegar
um landið. Hjá fyrirtækinu starfa um 28
manns. Frekari upplýsingar um fyrirtækið
má finna á heimasíðu þess www.aga.is
ÍSAGA ehf. óskar eftir að ráða reyndan
tæknimann í framtíðarstarf. Eingöngu kemur
til greina einstaklingur sem náð hefur góðum
árangri í fyrri störfum.
Starfið felst í eftirliti og viðhaldi á öllum fram-
leiðslubúnaði tveggja verksmiðja ásamt öðrum
búnaði sem tilheyrir fyrirtækinu og hjá viðskipta-
aðilum þess. Viðkomandi er hluti af 3-4 manna
teymi. Um er að ræða dagvinnu að mestu leyti en
með bakvaktaskyldu aðra hvora viku.
G
ra
fik
a
10
Menntunar og hæfniskröfur
• Vélvirki eða vélstjóri
• Hæfileiki til að vinna sjálfstætt og með öðrum
• Geta og vilji til að tileinka sér ný vinnubrögð
og að vinna eftir skilgreindum verkferlum
• Hafa unnið við raf- og logsuðu
• Reynsla af vinnu með ryðfrítt stál er kostur
• Nokkur enskukunnátta er nauðsynleg
• Kunnátta í öðrum Norðurlandamálum er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 14.nóvember nk. Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is)
og Torfi Markússon (torfi@intellecta.is). Umsóknir óskast fylltar út á www.intellecta.is.
Allar umsóknir og fyrirspurnir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Sölumaður fasteigna
Fasteignasala óskar eftir reyndum sölumanni
fasteigna til starfa. Glæsileg aðstaða og góð
þjónusta við sölufólk. Umsóknir ásamt mynd
og ferilskrá sendist á box@mbl.is merkt
,,E-24260.”
Bakari/Konditor
Bakarí á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að
ráða bakara eða konditor til starfa. Þarf að geta
hafið störf eigi síður en 2. janúar.
Áhugasamir sendi umsóknir á box@mbl.is
merkt: B-24275.
Icepharma er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í sölu- og markaðssetningu á lyfjum, heilbrigðisvörum og lækningatækjum. Hjá fyrirtækinu starfa 80 manns
með víðtæka menntun og þekkingu á heilbrigðisgeiranum. Icepharma er fyrirmyndarvinnustaður og við leggjum áherslu á jafnrétti og fjölskylduvænt umhverfi.
Icepharma • Lynghálsi 13 • 110 Reykjavík • Sími 540 8000 • Fax 540 8001
Framkvæmdastjóra fyrir Neytendavörusvið
Icepharma leitar að
ÁBYRGÐ OG VERKEFNI
Framkvæmdastjóri Neytendavörusviðs ber ábyrgð á daglegri stjórnun
og rekstri sviðsins, en þar starfa nú 9 starfsmenn. Meðal helstu verkefna
hans eru stefnumótun og áætlanagerð, samskipti við birgja og helstu
viðskiptavini, greining tækifæra, daglegur rekstur og starfsmannastjórnun.
Framkvæmdastjórinn situr í framkvæmdastjórn Icepharma, en hana skipa
7 manns.
Starfið heyrir undir forstjóra Icepharma.
MENNTUN OG HÆFNI
Framkvæmdastjóri Neytendavörusviðs þarf að hafa víðtæka reynslu
af sölu- og markaðsmálum varðandi neytendavörur, annaðhvort hjá
framleiðendum/innflytjendum eða í smásölu. Hann þarf að hafa sýnt
af sér leiðtogahæfileika og færni í starfsmannastjórnun og mannlegum
samskiptum. Gerð er krafa um frumkvæði, fagmennsku, jákvæðni og
sjálfstæði í vinnubrögðum. Framkvæmdastjórinn þarf að hafa háskóla-
menntun, helst á sviði viðskipta- eða markaðsfræði, og gott vald á
ensku og einu Norðurlandamáli í ræðu og riti.
Við leitum að einstaklingi á aldrinum 35 – 40 ára.
STARFSUMHVERFI
Starf framkvæmdastjóra Neytendavörusviðs er fjölbreytt, faglegt og
spennandi starf í krefjandi umhverfi. Meðal stærstu vörumerkja sem
Icepharma markaðssetur á þessu sviði eru Ribena, Natracare, Hipp,
Panodil, Sensodyne og Biomega. Við leggjum áherslu á að bjóða
heilsutengdar vörur, sem margar hverjar eru unnar úr lífrænum efnum.
Icepharma leggur áherslu á gott og hvetjandi starfsumhverfi.
Flestir birgjar okkar eru leiðandi á sínu sviði í heiminum, sem skipar
Icepharma í fremstu röð fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum á Íslandi.
Þekking þeirra og reynsla er okkar styrkur.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL
17. NÓVEMBER 2010
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri.
Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á
netfangið margret@icepharma.is.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur