Morgunblaðið - 08.11.2010, Síða 2

Morgunblaðið - 08.11.2010, Síða 2
FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Skiptar skoðanir virðast vera um hvert beri að stefna í sameiningarvið- ræðum Háskólans á Bifröst og Há- skólans í Reykjavík. Viðræðurnar hafa staðið yfir undanfarna mánuði en um helgina hafnaði Magnús Árni Magnússon, rektor á Bifröst, samein- ingu skólanna og lét í ljós þá skoðun að slíta ætti viðræðunum. Í kjölfarið sendu Andrés Magnússon, formaður stjórnar Háskólans á Bifröst, og Finnur Oddsson, formaður háskóla- ráðs Háskólans í Reykjavík, frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem þeir furðuðu sig á ummælum Magnúsar enda hefði hann tekið þátt í sameiningarviðræðunum og talað fyr- ir þeim á fundum með starfsfólki og nemendum Bifrastar. Magnús Árni staðfestir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi í fyrstu verið hlynntur sameiningu við Há- skólann í Reykjavík og hafi mælt fyrir henni. Hann bætir því hins vegar við að honum hafi snúist hugur eftir að ljóst varð að sameiningin myndi byggjast á að þungamiðja háskóla- starfsins flyttist frá Bifröst til Reykjavíkur. Að sögn Magnúsar myndi slík sameining marka endalok háskólastarfsins á Bifröst og fyrir því gæti hann ekki sem rektor skólans staðið. Reyndar er tekið fram í fréttatil- kynningu þeirra Andrésar og Finns að ekki sé stefnt að því að leggja niður alla háskólastarfsemi á Bifröst ef af sameiningu verði. Í fréttatilkynning- unni segir að í viðræðum skólanna sé stefnt að því að sameina kennslu „á ákveðnum námsbrautum í húsnæði Háskólans í Reykjavík, en efla á Bif- röst starfsemi eins og hagnýta þjálf- un, styttri námsbrautir, frumgreina- nám, námslotur í háskólanámi, stjórnendanám, endurmenntun og sumarskóla“. Þetta felur í sér að allar háskóla- deildir Bifrastar – félagsvísindadeild, lagadeild og viðskiptadeild – verða fluttar með öllu til Reykjavíkur ef áformin ná fram að ganga og þar af leiðandi mun hefðbundið háskólanám leggjast af á Bifröst. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag standa báðir skólarnir frammi fyrir verulegri skerðingu á framlögum frá ríkinu en hún nemur ríflega 200 milljónum króna. Haft er eftir Andrési Magnússyni að fyrstu athuganir bendi til þess að hægt sé að ná fram verulegri hagræðingu með sameiningu á ofangreindri forsendu. Hollvinir ósammála Fleiri en Magnús Árni hafa hins vegar látið í ljós efasemdir um að rétt sé að ná fram hagræðingu með því að flytja háskóladeildirnar á Bifröst til Háskólans í Reykjavík. Hollvinasam- tök Háskólans á Bifröst sendu einnig frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fram kom sú skoðun að þær for- sendur sem væru uppi um samein- inguna væru ekki ásættanlegar. Þess má geta að Hollvinasamtökin skipuðu á sínum tíma Andrés Magnússon í stjórn Háskól- ans á Bifröst. Háskólastarf á Bifröst legðist af  Rektorinn á Bifröst vill slíta sameining- arviðræðum við Háskólann í Reykjavík 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hrina innbrota í Reykjanesbæ hélt áfram í gær þegar brotist var inn við fjölfarna götu í Reykja- nesbæ seinni partinn og þaðan stolið flatskjá og hugsanlega öðr- um munum, að sögn lögreglunnar í Reykjanesbæ. Er þetta í annað skiptið á skömmum tíma sem brotist er inn í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ um miðjan dag en það er að sögn lög- reglunnar í Reykjanesbæ harla bí- ræfið. Talið er að málin tengist. Hert eftirlit lögreglu Brotist hefur verið inn á nokkr- um stöðum í bænum að undanförnu og hefur lögreglan því aukið eft- irlit á götum úti með merktum og ómerktum lögreglubifreiðum. Lögregla vill kom því á framfæri við fólk að það gæti að húsum sín- um og öðrum eigum og tryggi að óviðkomandi hafi ekki greiðan að- gang að eigum þess. Mikilvægt sé að loka gluggum og læsa tryggi- lega. Þá hvetur lögreglan fólk til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir. Ekkert lát á innbrota- hrinunni  Brotist inn í hús um hábjartan dag Þingeyjarsveit | Kalt hefur verið undanfarið í Þingeyjarsýslum eftir hlýtt haust og bregður mörgum við umskiptin. Síðustu þrjár vikurnar hefur aulað niður og hált hefur verið á vegum. Sauðfé er víða komið á gjöf og er það með fyrra móti enda víða storka og jarðlítið. Margir bændur eru komnir í haustrúning og telja þeir að veturinn sé sestur að í bili. Í Bárðardal er talsverður snjór og hefur sett í skafla við bæi. Frostið hefur oft farið í tveggja stafa tölu og margir hafa þurft að moka frá hurð- um og húsum til þess að komast inn. Á myndinni er Kristlaug Pálsdóttir, bóndi í Engidal, að moka sig inn í reykhúsið enda þarf að fara þar inn tvisv- ar á dag til að fylgjast með eldinum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Býsna mikill snjór í Bárðardal Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Þeir sem hafa farið um Seltún í Krýsuvík að und- anförnu hafa orðið varir við virkni í holunum sem voru boraðar þar um miðja síðustu öld. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar sem fór um Sel- túnshverasvæðið fyrir skemmstu þá spýtti ein holan úr sér leir eftir að tók að snjóa í síðustu viku en við holuna má heyra þunga dynki sem kann að vera vísbending um að hún muni láta frekar að sér kveða. Eins og sést á myndinni er búið að girða fyrir holuna en að sögn Ómars er fyllsta ástæða til þess að huga að frekari varúðarráðstöfunum þar sem Seltúnshverasvæðið er einn fjölsóttasti ferða- mannastaður landsins og jafnframt sé nýlegt dæmi um mikla gufusprengingu í einni af borholunum sem þarna eru. Grjót og drulla dreifðist um stórt svæði Í október árið 1999 sprakk ein af þessum holum með miklum hamagangi. Á vefsvæðinu ferlir.is má lesa um þessa sprengingu. Þar segir að grjótið og drullan úr sprengingunni hafi dreifst 700 metra frá holunni og hún hafi myndað gíg sem mældist 43 metrar í þvermál. Kaffiskúr sem stóð í um 100 metra fjarlægð frá gígnum eyðilagðist í sprenging- unni. Rúður brotnuðu og stór steinn féll niður í gegnum þakið á skúrnum. Borhola við Seltún spýtti úr sér  Ferðamenn hafa tekið eftir virkni í gamalli borholu við Seltún í Krýsuvík  Mikil gufusprenging varð í borholu á þessu svæði fyrir rúmum áratug Borholan Hún er ófrýnileg en tilkomumikil. Ljósmynd/ÓSÁ Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur miklar áhyggjur af hug- myndum sem myndu fela í sér að starfsemi á Bifröst flyttist til Reykjavíkur. Í tilkynningu frá sveitarstjórninni kemur fram að fjöldi starfa myndi flytjast frá Borgarfirði til Reykjavíkur ef af þessum áformum yrði og leggur hún til að allir möguleikar til þess að tryggja öflugt háskóla- samfélag í Borg- arfirði verði athug- aðir. Miklar áhyggjur BORGARBYGGÐ Morgunblaðið/Þorkell Háskólinn á Bifröst Skiptar skoð- anir eru um framtíðarskipan námsins Magnús Árni Magnússon Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti barnshafandi konu til Vestmanna- eyja í gær. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja barnshafandi konu í Eyjum kl. 18:19 í gær. Áætluð hádegisferð Herjólfs féll niður vegna veðurs og sigldi Herjólfur ekki milli lands og Eyja eftir það. Vegna veðurs var ekki hægt að lenda sjúkraflugvél á flugvellinum í Eyjum og var því óskað eftir þyrlunni. Ekki var um að ræða bráðaútkall og var farið í loftið kl. 19:40 frá Reykjavík. Þyrlan með barnshafandi konu frá Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.