Morgunblaðið - 08.11.2010, Side 6

Morgunblaðið - 08.11.2010, Side 6
FRÉTTASKÝRING Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Aukinn byggðarkvóti til minni byggðarlaga verður reiknaður út frá upplýsingum frá Fiskistofu um sam- drátt í lönduðum afla, aflahlutdeild og aflavinnslu byggðarlaganna auk þess sem litið verður til þess hvort orðið hafi skyndilegur aflabrestur í byggðarlaginu. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu á laugardag ákvað Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra að hækka hámark úthlutunar kvóta til minni byggðarlaga úr 150 tonnum í 300 tonn, en minni byggðarlög telj- ast þau vera sem hafa minna en 1.500 íbúa. Reglugerð þar að lútandi verður birt í Stjórnartíðindum á næstu dögum. Að sögn Hinriks Greipssonar, sér- fræðings hjá sjávarútvegsráðuneyt- inu, er ekki búið að reikna endanlega út úthlutun byggðarkvótans en ljóst sé að viðbótarkvótinn nái fyrst og fremst til sex byggðarlaga, þ.e. Flat- eyrar, Vopnafjarðar, Stöðvarfjarðar, Ólafsvíkur, Árskógssands og Grund- arfjarðar. „Það þýðir samt ekki að þau fái öll 300 tonn heldur eitthvað yfir 150 tonn,“ segir hann. Fleiri byggðarlög gætu fengið hlut í aukn- um kvóta, en það yrði þá minniháttar aukning að hans sögn. Vonast Hinrik til þess að endanlegir útreikningar liggi fyrir um miðja næstu viku. Punktakerfi og aflabrestur Að hans sögn eru útreikningarnir nokkuð flóknir og byggjast annars vegar á punktakerfi þar sem byggð- arlögin fá punkta út frá þremur þátt- um sem allir eru reiknaðir út frá upplýsingum frá Fiskistofu. „Ef landaður afli skipa sem eru skráð í byggðarlaginu hefur dregist saman eða ef aflahlutdeild þeirra eða kvóta- eign hefur minnkað og eins ef vinnsl- an hefur dregist saman þá er sam- drátturinn reiknaður út miðað við besta ár byggðarlagsins síðustu tíu fiskveiðiár,“ útskýrir Hinrik. Hins vegar gerir reglugerðin ráð fyrir að tekið verði tillit til þess ef orðið hefur skyndilegur aflabrestur í byggðarlaginu. „Það á við um inn- fjarðarrækjuna sem hvarf víðast hvar, og skelfiskveiðar og -vinnslu í Breiðafirði,“ segir Hinrik. Kvótanum verður svo úthlutað í samræmi við aðra reglugerð, sem enn er verið að útfæra í ráðuneytinu, en hún kveður m.a. á um það skilyrði að byggðarkvótanum verði landað og aflinn unninn í viðkomandi byggðarlagi. „Þegar sú reglugerð er tilbúin tekur Fiskistofa við keflinu og auglýsir eftir umsóknum, og þeir afhenda skipunum ekki byggðar- kvótann fyrr en þau hafa uppfyllt skilyrði reglugerðarinnar.“ Leiðrétting Í frétt Morgunblaðsins á laugar- dag voru rangar upplýsingar um hversu miklu aukning byggðarkvót- ans nemur. Hið rétta er að aukn- ingin nemur 460 þorskígildis- tonnum, sem koma til viðbótar þeim 3.885 þorskígildistonnum sem ráð- herra ákvað í ágúst að úthluta til byggðarkvóta. Heildarbyggðarkvót- inn nemur því alls 4.345 þorskígildis- tonnum, eftir að nýja reglugerðin tekur gildi. Samdráttur og aflabrestur ræður  Útreikningar á auknum byggðarkvóta klárir um miðja viku Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Atvinnulíf Eyraroddi á Flateyri sagði upp öllum starfmönnum sínum. Vonast er til að byggðakvóti leysi úr málum. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 www.noatun.is Hafðu það gott með Nóatúni ÝSA Í KONÍAKS- OG HUMARSÓSU KR./KG 1498 F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI FERSKIR Í FISKI „Það hlýtur alltaf að vera ánægjuefni þegar kemur aukinn kvóti í byggðarlag, að maður tali nú ekki um þegar í því felst að tvöföldu því magni verði landað til vinnslu í byggðarlaginu. Þannig eykur það atvinnu,“ segir Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvík- urbyggðar, en ljóst er að Árskógssandur, sem heyrir undir Dalvíkurbyggð, muni njóta góðs af auknum byggðarkvóta nú. „Þetta mun örugglega hafa jákvæð áhrif.“ Eins og fram hefur komið er byggðarkvótinn reikn- aður út frá samdrætti í sjávarútvegi í viðkomandi byggðarlagi. „Árskógssandur hefur verið að fá byggð- arkvóta vegna samdráttar sem þar varð fyrir nokkrum árum, bæði í kvóta og vinnslu eða sjávarútvegi almennt í þessu byggðarlagi og í raun er verið að mæta því með þessu,“ segir Svanfríður. Hún segir þetta því örugglega verða innspýtingu í sjávarútveginn þar. „Byggðarkvóti er auðvitað vel þeginn þar sem litlar útgerðir eru að berjast fyrir lífi sínu. Þannig að þetta er sannarlega vel þegið.“ Mun örugglega hafa jákvæð áhrif Svanfríður Jónasdóttir Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri í Grundarfirði, fagnar auknum kvóta byggðarlagsins. „Þetta er auð- vitað grundvallaratriði fyrir okkur – sjórinn er fullur af fiski og við höfum beðið lengi eftir því að fá að veiða meira,“ segir hann. Það er fyrst og fremst aflabrestur í skelfiski sem hefur komið illa við Grundfirðinga á undanförnum árum, en að sögn Björns Steinars hefur byggðarkvót- anum ávallt verið landað í heimabyggð. Hann bætir því við að nýlega hafi bæjarstjórnin í Grundarfirði skorað á sjávarútvegsráðherra að heim- ila auknar veiðar á þorski. „Núna eru bara 20% af stofninum veidd og bátarnir hérna keyra á hálfum afköstum. Hins vegar er gífurlega mikið af fiski og að mati Hafrannsóknastofnunar myndi það ekki hafa áhrif á stofnstærð þorsksins þótt veiðarnar yrðu auknar upp í 25%. Hvenær á að auka tekjurnar í samfélaginu, ef ekki núna?“ Aukinn byggðarkvóti sé skref í áttina, en magnið sé takmarkað. „Betur má ef duga skal.“ Skref í áttina en betur má ef duga skal Björn Steinar Pálmason „Maður er rétt að melta þessar fréttir en það liggur í hlutarins eðli að eftir því sem meiri afli berst á land, því meiri vinna skapast í byggðarlaginu, og það er jákvætt,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, um aukinn byggðarkvóta Ólafsvíkur. „Þótt við búum við gjöful fiskimið í Breiðafirðinum hefur orðið samdráttur í sjávarútvegi í Ólafsvík þar sem aflaheimildir hafa farið úr byggðinni.“ Kristinn fagnar því fréttum af auknum byggðarkvóta. „Það er einföld staðreynd að hvert kíló sem kemur til úthlutunar skilar sér í auknum verðmætum fyrir samfélagið.“ Hvert kíló skilar sér í auknum verðmætum Kristinn Jónasson Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Frasaorðabókin, sem hægt er að nálgast á www.frasar.net, gerir mönnum kleift að leita að orðtökum á dönsku sem eru sambærileg þeim ís- lensku. „Það sem er í grunninum núna eru orðtök sem eru minna en ein setning og hafa yfirfærða merk- ingu. Þau eru því ekki gagnsæ og erf- itt að skilja þau vegna þess að þau eru menningarbundin,“ segir Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku. „Við höfum reynt að finna út hvort það séu til alveg eins orðatiltæki í ís- lensku og dönsku. Frasaorðabókin byggist á samanburðarrannsókn á orðtökum í íslensku og dönsku í sam- vinnu við aðila frá Det Danske Sprog og Litteraturselskab og Stokk- hólmsháskóla. Hraðvirkt og einfalt Orðabókin er einföld. Ef fólk vill finna orðatiltæki sem inniheldur orð- ið fótur, þá nægir að slá orðið fótur inn og þá birtast öll þau orðtök á ís- lensku sem innihalda orðið fótur. Því næst er smellt á orðtakið sem á að nota og þar gefnar nánari upplýs- ingar, svo sem útskýringar á orðtak- inu og dæmi um notkun. „Tækið er hraðvirkt og virkar vel,“ segir Auður. Frasaorðabókin hjálpar Íslendingum að tjá sig Morgunblaðið/Ómar Huggulegt Hér fæst kryddsíld. Orðabókin finnur sambærileg orðtök á dönsku Í hnotskurn » Han har benzin i blodet segja Danir um þá sem eru með bíladellu. » Þegar Danir fá sér í annan fótinn segja þeir én til et andet ben. » Det er langt mellem snap- sene segja Danir þegar fátt er um fína drætti. 460 þorskígildum verður bætt við áður úthlutaðan byggðakvóta 3.885 var upphafleg úthlutun byggðakvót- ans á yfirstandandi fiskveiðiári ‹ BYGGÐAKVÓTINN › » „Við fögnum þessu ef þetta nýtist á réttan hátt til upp- byggingar, en ég hef ekki náð að kynna mér hvað þetta þýðir fyrir sveitarfélagið í heild,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Hann segir að vinnsla hafi lagst af á Stöðvarfirði þeg- ar Samherji fór þaðan fyrir nokkrum árum, en þrjú stór sjávarútvegsfyrirtæki séu starfandi í öðrum byggða- kjörnum sveitarfélagsins. Þau haldi uppi mikilli fisk- vinnslu og atvinnu. „Stöðvarfjörður hefur verið með byggðarkvóta undanfarið og við fögnum því aukningu á honum. Og ef það nýtist okkur til uppbyggingar þá er það af hinu góða.“ Jákvætt ef kvótinn nýtist til uppbyggingar Páll Björgvin Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.