Morgunblaðið - 08.11.2010, Page 12

Morgunblaðið - 08.11.2010, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Rótgróið þjónustufyrirtæki sem selur stofnunum og fyrirtækjum sérhæfðar rekstrarvörur. Að stærstum hluta fastar áskriftartekjur. Ársvelta 150 mkr. Góður hagnaður og litlar skuldir. • Vel rekið þjónustu- og viðgerðafyrirtæki á sérhæfðu sviði. Ársvelta 80 mkr. Góður hagnaður. • Lítið bakarí í góðu hverfi. Ársvelta 40 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki sem þjónar mest matvælaiðnaðinum. Ársvelta 60 mkr. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). EBITDA 80 mkr. Engar skuldir. • Þjónustufyrirtæki með yfir 500 fyrirtæki og stofnanir í föstum viðskiptum. Ársvelta 150 mkr. • Rótgróið glerfyrirtæki. Ársvelta 80 mkr. • Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og góða vaxtamöguleika. Ársvelta um 400 mkr. • Grænlenskt byggingarfélag með góða verkefnastöðu. • Þekkt heimilisvöruverslun með eigin innflutning. Ársvelta 80 mkr. • Meirihluti í stóru iðnfyrirtæki. EBITDA 75 mkr. FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Um fjórðungur fólks á vinnualdri er ekki starfandi, samkvæmt tölum Hagstofunnar um vinnumarkaðinn á þriðja ársfjórðungi. Hagstofan tekur saman tölur um hve margir eru starfandi og hve margir eru atvinnulausir. Þessir hópar lagðir saman eru kallaðir vinnuafl þjóðarinnar í tölum Hag- stofunnar. Hún tekur einnig fram hve stór hluti vinnuaflið er af „mannfjölda“ og er því hægt að reikna út hve mikill mannfjöldinn er. Áhugavert er að sjá hve stór hluti fólks á Íslandi er ekki starf- andi, jafnvel fyrir kreppu. Margar skýringar eru á þessu, eins og gef- ur að skilja. Sumt fólk er í námi, getur ekki unnið eða vill ekki vinna. Opinberar tölur Hagstofunnar segja að atvinnuleysi á þriðja árs- fjórðungi hafi verið 6,4 prósent. Er það hlutfall þeirra sem eru atvinnu- lausir af heildarvinnuafli – en ekki mannfjölda. Í tölum um atvinnuleysi er því ekki að finna þá sem eru raunveru- lega atvinnulausir, en falla ekki undir skilgreininguna. Það eru til dæmis þeir sem eru búnir að gefast upp á því að finna vinnu og eru því ekki í atvinnuleit. Fleiri karlmenn starfandi Önnur leið er að skoða hlutfall þeirra sem eru ekki starfandi af heildarmannfjölda. Þeirri aðferð fylgja hins vegar aðrir gallar og gildrur. Þegar þessi leið er farin eru námsmenn t.d. taldir með þeim sem ekki eru starfandi. Hins vegar getur verið upplýsandi að skoða vinnumarkaðinn með þessum aug- um, með áðurnefnda galla í huga. Það er til dæmis merkilegt að á hápunkti góðærisins, árið 2007, var tæpur fimmtungur „mannfjöldans“ ekki starfandi, eða 18 prósent. Þetta hlutfall hækkar svo árið 2009 í 23 prósent og er, eins og áður segir, 24 prósent á þriðja ársfjórð- ungi 2010. Þá er einnig áhugavert að sjá muninn á kynjunum að þessu leyti. Hlutfall þeirra karlmanna sem ekki voru starfandi á þriðja fjórðungi 2007 var 13 prósent, en var 23 prósent hjá konum. Í ár eru þessi hlutföll komin í 21 prósent hjá körlum og 27 prósent hjá kon- um. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu í umfjöllun um at- vinnuleysi hefur samsetning vinnu- markaðarins breyst. Þeim sem vinna fullt starf hefur fækkað um- talsvert, einkum meðal karla. Á móti hefur hlutastörfum fjölgað. Í tölum Hagstofunnar eru hlutastörf og full störf lögð að jöfnu í útreikn- ingum á atvinnuleysi. Það gefur hins vegar ekki rétta mynd af þró- un vinnumarkaðar frá hruni, því það segir sig sjálft að maður í hálfu starfi framleiðir ekki á við mann í fullu starfi. Hægt er að reikna út vegin starfsgildi á hverjum tímapunkti miðað við meðallengd vinnuviku í fullu starfi annars vegar og hluta- starfi hins vegar. Starfsgildi er ígildi eins fulls starfs og er reynt að reikna út hve mörg full störf eru í öllum hlutastörfum á vinnumark- aðnum. Þessi vegnu starfsgildi geta því gefið merki um slakann, sem skapast hefur á vinnumarkaði frá hruni. Taka má þriðja fjórðung 2008 sem dæmi. Þá teljast 188.500 vera starfandi, en þar af eru 151.900 í fullu starfi og 31.900 í hlutastarfi. Meðalvinnuvika í fullu starfi var þá 47,1 klukkustund og í hlutastarfi var hún 25,4. Miðað við þetta er hvert hlutastarf því á við um hálft fullt starf. Starfsígildi á fjórðungn- um voru því um 170.000 talsins, en ekki 188.500. Vegið atvinnuleysi er því nokkuð sem reikna má út með því að horfa á hlutfall veginna starfsgilda og vinnuafls, í stað hlutfalls fjölda starfandi einstaklinga og vinnuafls, eins og gert er. Þegar atvinnuleysi er skoðað með þessum hætti er það 16,8 pró- sent í stað 6,4 prósenta núna, en var 10,8 prósent árið 2007. Taka verður þessum útreikning- um öllum með ákveðnum fyrirvara, en þeir eru þó ákveðin vísbending um þann mikla slaka sem er á ís- lenskum vinnumarkaði og íslenska hagkerfinu. Morgunblaðið/Ómar Atvinnuleysistölur Mikill slaki er á íslenskum vinnumarkaði og meiri en tölur um atvinnuleysi gefa til kynna. Er það meðal annars vegna þess að þeir mælast ekki atvinnulausir sem búnir eru að gefast upp á að leita að vinnu. Mikill slaki á íslensk- um vinnumarkaði  Um fjórðungur Íslendinga á vinnualdri er ekki í starfi Vinnumarkaðurinn á þriðja ársfjórðungi 2007-2010 2007 2008 2009 2010 Atvinnulausir: 2,1% Ekki starfandi*: 17,7% Atvinnulausir: 2,5% Ekki starfandi*: 18,3% Atvinnulausir: 6,0% Ekki starfandi*: 22,8% Atvinnulausir: 6,4% Ekki starfandi*: 23,8% Heimild: Hagstofa Íslands* Hlutfall af mannfjölda Mannfjöldi (skv. skilgr. Hagstofu) Vinnuafl Starfandi Atvinnulausir 21 9. 70 0 22 5. 0 50 22 2. 20 0 22 3. 50 0 18 0. 90 0 18 3. 80 0 17 1. 50 0 17 0. 20 0 3.800 4.800 10.900 11.700 Vi nn ua fl al ls :1 84 .7 0 0 Vi nn ua fl al ls :1 88 .5 0 0 Vi nn ua fl al ls :1 71 .5 0 0 Vi nn ua fl al ls :1 70 .2 0 0 Útreikningar » Atvinnuleysi er hlutfall at- vinnulausra af vinnuafli. » Vegið atvinnuleysi er hlutfall atvinnulausra af vinnuafli, að teknu tilliti til vinnustunda í fullu starfi og hlutastarfi. » Fara verður varlega í að draga of miklar ályktanir af þessum útreikningum, en þeir gefa þó ákveðnar vísbendingar. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, vísaði því á bug um helgina að seðlabankinn væri að reyna að koma af stað verðbólgu til þess að auka þenslu á ný í hagkerfinu. Í síð- ustu viku ákvað bandaríski seðla- bankinn að halda áfram beinni aukningu peningamagns vegna efnahagsástandsins. Bankinn mun fram á næsta ár kaupa rík- isskuldabréf fyrir um 600 milljarða dala í þeirri von að peningamagns- aukningin auki hagvöxt og dragi úr atvinnuleysi. Hins vegar telja margir að þetta muni ekki skila tilætluðum árangri. Seðlabankinn hafi nú þegar keypt ríkisskuldabréf fyrir 1700 milljarða dala og fært vexti niður nálægt núlli. Þrátt fyrir það lætur hag- vöxtur á sér standa og atvinnuleysi helst mikið. Margir óttast að þegar margföldunaráhrif þessarar seðla- prentunar komi loks fram muni það leiða til mikils verðbólguvanda. Bernanke gerði þennan ótta að umtalsefni á ráðstefnu um helgina og ítrekaði skuldbindingu seðla- bankans til þess að viðhalda stöð- ugu verðlagi. Hann sagði að í ljósi þess væri einnig mikilvægt að af- stýra verðhjöðnun en ógnin af henni hefur verið mikil allt frá því að fjármálakreppan skall á. Peningaprentun bandaríska seðlabankans hefur einnig fallið í grýttan jarðveg í helstu viðskipta- löndum Bandaríkjanna. Talsmenn kínverskra stjórnvalda hafa látið í ljós áhyggjur sínar en aukið pen- ingamagn hjálpar til við að veikja gengi dalsins gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Bernanke ver peningaprentun  Nauðsynleg vegna verðhjöðnunar Ben Bernanke, seðlabankastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.