Morgunblaðið - 08.11.2010, Síða 32
MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 312. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218
1. Torres með tvö í sigri Liverpool
2. Fannst eftir tvö ár í skolpinu
3. Ábending leiddi til handtöku
4. Jill Clayburgh látin
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Útgáfa Uppheima er fjölbreytt
þetta árið, m.a. skáldverk, barnabæk-
ur, ljóðabækur og ný glæpasaga Æv-
ars Arnar Jósepssonar. „Eins og
venjulega er Ævar í hringiðunni
miðri,“ segir útgáfustjórinn. »24
Morgunblaðið/ÞÖK
Ævar Örn í
hringiðunni miðri
Önnur dúetta-
plata er væntanleg
á næstu dögum
frá söngvaranum
Björgvin Halldórs-
syni, Duet II, og
má hlusta á hljóð-
dæmi af henni á
myndbandavefn-
um YouTube. Fjöldi
söngvara syngur með Björgvin á plöt-
unni, m.a. Sigurður Guðmundsson,
Stefanía Svavarsdóttir, Jóhanna Guð-
rún, KK, Gissur Páll og Mugison.
Framhald á
dúettum Björgvins
Netkosning
stendur yfir í
Myndbanda-
keppni grunnskól-
anna, á vef
66°NORÐUR,
66north.is, og lýk-
ur 12. nóvember.
Dómnefnd mun
fara yfir myndböndin í efstu sætum
og velja sigurvegara en í henni sitja
m.a. Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra og Valdís Óskarsdóttir,
leikstjóri og klippari.
Kosið á netinu um
bestu myndböndin
Á þriðjudag Hæglætisveður og stöku slydduél suðvestan til og éljagangur við norður-
ströndina, annars þurrt að kalla. Frost 0 til 7 stig, mildast við S- og V-ströndina.
Á miðvikudag Norðaustan og austanátt, hvöss sunnan til síðdegis og rigning eða
slydda, en annars hægari og úrkomulítið. Heldur hlýnandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 eftir hádegi og dálítil væta austan til, annars
þurrt. Hægari í kvöld. Hiti 0 til 5 stig, en sums staðar vægt frost til landsins.
VEÐUR
Framkonur héldu sigurgöngu
sinni áfram í N1-deildinni í
handknattleik. Fram sótti FH
heim í Kaplakrika og fagn-
aði þar tíu marka sigri.
Fram hefur unnið alla sex
leiki sína og trónir í topp-
sætinu. Liðið er tveimur
stigum á
undan
Val sem
rótburst-
aði ungt lið
ÍR. »4
Framkonur með
fullt hús stiga
Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur
Sigurðsson, leikmaður þýska liðsins
Rhein-Neckar Löwen, mun hefja æf-
ingar að nýju á morgun en þessi
frábæri leikmaður hefur verið frá
keppni vegna meiðsla síðan í lok
janúar. »1
Guðjón Valur heldur í
von um að spila á HM
Spenna er hlaupin í toppbaráttu
ensku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu eftir tap Chelsea gegn Liv-
erpool á Anfield í gær. Spænski
framherjinn Fernando Torres var
maður leiksins. Hann sýndi gam-
alkunna takta og skoraði bæði
mörk sinna manna. Forysta
Chelsea í toppsætinu er nú aðeins
tvö stig. »7
Torres reyndist meist-
urum Chelsea erfiður
ÍÞRÓTTIR
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Félag íslenskra stúdenta í Kiel í
Þýskalandi, eða FÍSÍK, gaf á dögun-
um Krabbameinsfélagi Íslands þús-
und evrur til þess að styrkja rann-
sóknir og fræðslu á sviði brjósta-
krabbameins.
Gunnar Páll Jóakimsson heitinn
var einn stofnandi Skrimtsjóðsins
svokallaða og hafði umsjón með hon-
um. Sjóðurinn var stofnaður árið 1956
af FÍSÍK og hafði þann tilgang að
námsmenn sem áttu í peningaörðug-
leikum gátu fengið skammtímalán úr
sjóðnum en erfitt var á þeim tíma að
fá gjaldeyrisyfirfærslur. „Gunnar
fékk hugmyndina þegar hann fékk
ekki lán að heiman. Á þeim tíma var
miklu erfiðara að fá pening,“ sagði
Helga von Kistowski-Jóakimsson,
eiginkona Gunnars, en hann lést árið
1997. „Hann var svo oft blankur hann
Gunnar,“ sagði Helga og hló.
Félagsmenn greiddu í sjóðinn
tvisvar á ári og það var ávaxtað en síð-
ast var greitt í hann árið 1997. „Við
vorum um það bil
20 manns í félag-
inu, stundum
færri og stundum
fleiri en nú erum
við bara fimm eft-
ir, svo ég hugsaði
með mér að við
yrðum að gera
eitthvað við þessa
peninga sem voru
eftir í sjóðnum.“
Spurð um fyrirkomulag Skrimtsjóðs-
ins sagði Helga það hafa verið vina-
legt. „Við skrifuðum aldrei niður í bók
þegar fengið var að láni. Við vildum
ekki vera að skamma fólk, við treyst-
um því bara. Við vildum vera góð við
þá sem fengu lánað. Menn fengu lán-
að og svo borguðu þeir til baka.“
Helga var stödd á landinu í síðustu
viku og hitti þá gamla félagsmenn
sem samþykktu að úthluta peningun-
um. „Það voru allir ánægðir með að
úthluta þessu.“
Helga sagði að félagsmenn hefðu
átt góðar stundir í Kiel og að tímarnir
þar hefðu verið mjög skemmtilegir.
Skrimtu á Skrimtsjóðnum
Íslendingafélagið í Kiel gaf Krabbameinsfélaginu þúsund evra Skrimtsjóð
Gamlir félagsmenn muna vel eftir Skrimtsjóðnum góða og skammtímalánum
Helga von Ki-
stowski-Jóakimsson
Grunnskólabörn hlustuðu með athygli á Steinunni Guðmundardóttur
safnfræðslufulltrúa útskýra mikilvægi Guðbrandsbiblíu í sögu íslensku
þjóðarinnar á Þjóðminjasafninu í gær.
Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði fá börn tækifæri til að fá sérstaka
leiðsögn frá sérfræðingum um safnið. Þetta nýtur vinsælda meðal þeirra
enda er ekki á hverjum degi sem börnum gefst kostur á að sjá alvörus-
verð, fornar bækur og aðra merka muni úr 1.200 ára sögu Íslands-
byggðar.
Guðbrandur, Biblían og börnin
Morgunblaðið/Eggert