Morgunblaðið - 12.11.2010, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 265. tölublað 98. árgangur
TIL AÐ LÉTTA
ÁHYGGJUM AF
UNGLINGUM
GNARR LEIKUR
MÖRG HLUTVERK
Í GNARR
FÁLKAR
ERU FIÐRAÐ
FÍKNIEFNI
VIÐTAL VIÐ LEIKSTJÓRA 38 MYND UM FÁLKA 40HANDBÓK FYRIR STELPUR 10
Morgunblaðið/Kristinn
Slökkviliðs- og lögreglumönnum
tókst að bjarga hestum úr hesthúsi í
Mosfellsbæ þegar eldur kom þar
upp í gærkvöldi. Öll hesthúsin í
hverfinu voru rýmd.
Hestamannafélagið Hörður er
með stórt hesthúsahverfi á Varm-
árbökkum í Mosfellsbæ. Þar eru
pláss fyrir á áttunda hundrað hesta.
Vegfarandi sá eld þar á ellefta
tímanum í gærkvöldi. Allt tiltækt
slökkvilið var kallað út. Tókst að
bjarga út hestunum sem þar voru
inni, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins.
Eldurinn kom upp í fimm húsa
lengju og var mikill eldur í suður-
hluta hennar. Erfitt var að eiga við
eldinn vegna vinds og búist var við
að slökkvistarf stæði fram á nótt.
Eldur var kominn upp úr þaki húss-
ins en slökkvilið var að reyna að
hindra útbreiðslu hans. helgi@mbl.is
Hestum bjargað úr
brennandi húsum
Eldur Mikill eldur gaus upp í hesthúsunum
í Mosfellsbæ og voru öll húsin rýmd.
Skuldavandi heimilanna
» Rætt var um skýrslu sér-
fræðingahóps um skuldavanda
heimilanna á fundi í Þjóðmenn-
ingarhúsinu.
» Fulltrúar fjármálafyrirtækja
telja skýrsluna hafa skýrt kost-
ina og eru reiðubúnir að vinna
áfram að málinu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki liggur fyrir til hvaða ráðstaf-
ana verður gripið vegna skulda-
vanda heimilanna, eftir samráðs-
fund ríkisstjórnar og ýmissa
hagsmunaaðila í gær. Rætt er um
samþætta lausn, úr fleiri en einni
leið, sem viðbótarúrræði og að loka
með því umræðunni um lausn á
skuldavandanum.
Fulltrúar fjármálastofnana, ann-
arra hagsmunaaðila og stjórnmála-
menn skiptust á skoðunum um þær
leiðir sem helst hafa verið til um-
ræðu. Fjármálafyrirtækin útiloka
flest almenna niðurfærslu skulda og
telja betra að útfæra frekar sértæka
skuldaaðlögun svo sú leið nýtist bet-
ur fyrir þá verst settu. Þótt stjórn-
málamenn, bæði úr stjórn og stjórn-
arandstöðu, þar á meðal Ögmundur
Jónasson dómsmálaráðherra, hafi
hvatt til þess að niðurfærsluleiðin
verði skoðuð áfram virðist hún vera
út af borðinu ef marka má orð Jó-
hönnu Sigurðardóttur forsætisráð-
herra eftir fundinn. Hún benti á að
sú leið væri nánast útilokuð nema
með samningum við kröfuhafana.
Einnig er rætt um að auknar
vaxtabætur gætu nýst vel sem liður
í lausn mála. Ögmundur telur að for-
senda þess sé að vextir verði keyrðir
niður, annars væri ríkisstjórnin að
greiða niður vaxtakjörin í landinu.
Fram kom á fundinum að vinnu
bankanna við að greiða úr málum
skuldara miðar vel.
MRætt um skuldavanda »2, 12
Áfram óvissa um lausnir
Fulltrúar fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða hafna flatri niðurfærslu skulda
Dómsmálaráðherra telur vaxtalækkun forsendu meiri fjárveitinga til vaxtabóta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugið Starfsaðstaða Flugfélags Ís-
lands er m.a. í gámi við flugvöllinn.
Isavia og áður Flugstoðir hafa frá
2007 varið 55 milljónum í að undir-
búa samgöngumiðstöð í Vatnsmýri,
sem nú hefur verið hætt við. Hjördís
Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi
Isavia, sagði að óvissa um staðsetn-
ingu miðstöðvarinnar, stærð hennar
og fleira hefði aukið kostnaðinn.
Undirbúningi hefur verið hætt. „Það
heldur enginn áfram með verkefni
sem er búið að stoppa,“ sagði hún.
Samgönguráðuneytið og Reykja-
víkurborg hafa einnig látið gera
skýrslur um miðstöðina. Upplýsing-
ar um kostnað lágu ekki fyrir í gær.
Í skýrslu Veðurstofunnar um veð-
urmælingar á Hólmsheiði 2006 til
2009 kemur fram að Hólmsheiðin
hentar verr fyrir flugvöll en Vatns-
mýri. Meðalvindhraði þar sé 1,1 m/s
hærri og sterkasta vindhviða 7 m/s
sterkari. Mælingar á ókyrrð standa
nú yfir. Hiti á Hólmsheiði mældist
undir eða við frostmark í 48% tilvika
yfir vetrarmánuðina en í 29% tilfella
í Vatnsmýri. Skyggni mældist auk
þess mun oftar lítið á Hólmsheiði en í
Vatnsmýri.
MSamgöngumiðstöð sem »20
55 milljónir í undirbúning
Óvissa um samgöngumiðstöðina jók kostnað Isavia
Fulltrúar hollvina heilbrigðisstofnana á lands-
byggðinni afhentu í gær Guðbjarti Hannessyni
heilbrigðisráðherra um 27.000 undirskriftir sem
hollvinir tíu heilbrigðisstofnana um land allt
stóðu að. Að sögn Guðrúnar Árnýjar Guðmunds-
dóttur, starfsmanns Heilbrigðisstofnunar Þing-
eyinga, er þess þar krafist að stjórnvöld standi
vörð um heilbrigðiskerfið í landinu og endur-
skoði áform um niðurskurðinn. »4
Hátt í 30.000 manns skora á ríkisstjórnina
Morgunblaðið/Golli
Samkvæmt
bráðabirgðatöl-
um frá Veiði-
málastofnun um
stangveiði sum-
arsins voru
veiddir um
75.500 laxar, sem
er um 1,4% meiri
veiði en í fyrra.
Er þetta næst-
mesta laxveiði úr
íslenskum ám en metið er frá 2008,
ríflega 84 þúsund laxar. Ef hafbeit-
arár eru undanskildar var þetta
besta veiðisumarið frá upphafi en
um 60 þúsund laxar komu úr „nátt-
úrulegum“ ám. »12
Eitt besta veiði-
sumarið frá upphafi
Lax Þeir voru að
fá’ann víða í sumar.
Fjármálaráðuneytið áætlar að tap
lánastofnana vegna gengis-
tryggðra bíla- og íbúðalána geti
orðið allt að 108 milljarðar króna
og þar af eru 50 milljarðar króna
vegna einstaklinga og 58 milljarðar
vegna fyrirtækja. Áhrif þessa
kostnaðar á einstakar lánastofn-
anir sem ríkissjóður á eignarhlut í
yrðu, ef þau yrðu einhver, fyrst og
fremst gagnvart stóru bönkunum
þremur, helst Landsbanka Íslands.
Þetta kemur fram í greinargerð
með frumvarpi sem Árni Páll Árna-
son, efnahags- og viðskiptaráð-
herra, lagði fram á Alþingi í gær-
kvöldi um gengisbundin lán. Þar er
m.a. gert ráð fyrir því að öll bíla- og
húsnæðislán einstaklinga, sem tek-
in voru á gengisbundnum láns-
kjörum, verði meðhöndluð í sam-
ræmi við nýlegan dóm Hæstaréttar.
Frumvarpið gerir þannig ráð fyr-
ir því að sérstök regla gildi um bíla-
og fasteignaveðlán einstaklinga
sem feli það í sér að öll slík lán sem
hafa að geyma gengistryggingu
verði talin í sama flokki óháð því
hvernig gengið hefur verið frá
skjölum.
108 milljarða tap banka
vegna myntkörfulána