Morgunblaðið - 12.11.2010, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
Breiðholtsdagar verða haldnir há-
tíðlegir í áttunda sinn dagana 15.-
21. nóvember nk. Yfirskrift dag-
anna verður „Bjartsýni í Breið-
holti.“ Setningarathöfn hátíðar-
innar verður í Hólabrekkuskóla á
mánudag nk. kl. 8:15 þar sem um-
hverfisverðlaun verða m.a. afhent.
Hátíðarathöfn Breiðholtsdaga
verður í göngugötunni í Mjódd á
föstudaginn kl. 16:00. Þar verða á
boðstólum m.a. tónlistaratriði og
heiðursviðurkenningar. Frístunda-
heimilin í hverfinu eiga 10 ára af-
mæli og verður vegleg afmælis-
veisla alla vikuna af því tilefni. Þá
verða íbúasamtökin Betra Breið-
holt með flómarkað í Mjóddinni
þann 20. nóvember nk.
Morgunblaðið/Ernir
Mjódd Athöfn verður í göngugötunni.
Breiðholtsdagar
Verslunin Kostur í Kópavogi verð-
ur eins árs á sunnudaginn. Af því
tilefni verður haldin afmælishátíð
sem fram fer á morgun, laugardag.
Í boði verður fullt af afmælis-
tilboðum, sem og kynning á nýjum
vörutegundum. Boðið verður upp á
afmælisköku og lifandi tónlist, auk
þess sem trúður og töframaður
kíkja í heimsókn og skemmta börn-
unum. Einnig verður Facebook-
leikur þar sem fjöldi vinninga er í
boði. Loks verður útvarpsstöðin
Kaninn fm 100,5 með beina útsend-
ingu frá staðnum og munu Kana-
menn m.a. gefa heppnum við-
skiptavinum miða á tónleika
Sálarinnar hans Jóns míns sem
fram fara í Laugardalshöll þetta
sama kvöld.
Verslunin Kostur
með afmælishátíð
Á morgun, laugardag, kl. 12-17
verður haldinn jólabasar Waldorf-
skólans í Lækjarbotnum, en nem-
endur, kennarar og foreldrar hafa í
sameiningu unnið að undirbúningi
hans. Á staðnum verður handverks-
markaður, kaffihús og veiðitjörn
þar sem börn veiða poka með
glaðningi. Þá verður menningar-
dagskrá í skemmunni þar sem boð-
ið verður upp á tónlist, upplestur
og fleira ásamt eldbökuðum flat-
bökum, pottrétti og salati og heilsu-
drykkjum.
Waldorf-jólabasar
Í dag, föstudag milli klukkan 13 og
16, opnar Ekron starfsþjálfun, end-
urhæfing, Grensásvegi 16 dyr sínar
upp á gátt og sýnir gestum og gang-
andi starfsemina. Hjá Ekron fer
fram starfsþjálfun og endurhæfing
fyrir fólk með skerta vinnufærni.
Starfsemin hófst árið 2007 og þegar
hefur fjöldi skjólstæðinga Ekron út-
skrifast í vinnu eða skóla eftir að
hafa notið góðs af þjónustunni.
Gestum verður boðið upp á léttar
veitingar og skemmtun. KK, Edgar
Smári, Siggi Kapteinn, Herbert
Guðmundsson og hinn snjalli John
töframaður munu skemmta gestum.
Markmiðið með starfinu er að að-
stoða fólk við að byggja sig upp að
nýju eftir að hafa verið utanveltu í
samfélaginu. Skjólstæðingar Ekron
eru á aldrinum 18-60 ára og með-
ferðin felst í starfsþjálfun og endur-
hæfingu sem markmiðið er að ljúki
með útskrift í vinnu eða skóla.
Opið hús hjá Ekron
endurhæfingu í dag
STUTT
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Um mánaðamótin var síðustu löxum
ársins landað í hafbeitaránum á Suð-
urlandi og síðan hafa áhugamenn
rýnt í veiðitölur og sannfærst um að
þar með hafi lokið mjög góðu lax-
veiðisumri.
Sérfræðingar Veiðimálastofnunar
hafa gefið út bráðabirgðatölur, þar
sem segir að það megi áætla að
stangveiði á laxi sumarið 2010 hafi
verið um 75.500 laxar, sem er um
1,4% meiri veiði en í fyrra.
Þeir segja stangveiði á laxi í ár þá
næstmestu sem skráð hefur verið úr
íslenskum laxveiðiám. Metið er frá
árinu 2008 þegar 84.124 laxar veidd-
ust en af þeim voru 29.268 úr slepp-
ingum gönguseiða. Af veiðinni 2010
var um 16.900 laxa veiði í ám þar sem
meirihluti veiðinnar var upprunninn
úr sleppingum gönguseiða. Stang-
veiði þeirra áa sem byggja veiði á
náttúrulegum löxum var því um
58.500 laxar. Er það mesti fjöldi laxa
úr „náttúrulegum“ ám sem skráð
hefur verið hér á landi.
Heildarstangveiði ársins 2010 var
rétt tæplega tvöföld meðalveiði ár-
anna 1974-2009 sem er 38.915 laxar. Í
samanburði við árið 2009 kom í sum-
ar fram aukning í stangveiði í öllum
landshlutum nema á Norðurlandi
vestra og Suðurlandi.
Laxagöngur góðar
Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpa-
stöðum í Lundarreykjadal hefur síð-
ustu árin haldið úti vikulegum veiði-
tölum á vef Landssambands
veiðifélaga, meðan á laxveiðinni
stendur. Hann fylgdist því vandlega
með þróun veiðinnar í sumar en á
vefnum birtast vikulega tölur úr 25
svokölluðum viðmiðunarám. Þor-
steinn tekur undir að ef hafbeitarárn-
ar séu undanskildar, þá sé sumarið
2010 besta veiðiárið í náttúrulegum
laxveiðiám landsins og kemur sum-
arið 1975 næst því. En hvað ein-
kenndi veiðina í sumar að hans mati?
„Hér á Vesturlandi voru laxagöng-
ur ákaflega góðar og laxinn kom fyrr
en síðustu 15, 20 árin,“ segir Þor-
steinn. „Það kom líka meira af
tveggja ára laxi en hefur verið, en
göngurnar hættu líka fyrr. Mér sýn-
ist hafa verið mikið eftir af laxi í flest-
um ám hér vestanlands, þegar veiði
lauk.
Í Húnavatnssýslunum ber öllum
saman um að í Miðfjarðará, Vatns-
dalsá og Víðidalsá sé áberandi meira
af stórlaxi heldur en verið hefur und-
anfarið. Kannski er einhver mesti
munurinn í Miðfjarðará en þetta var
albesta veiðiárið þar.
Annars var met sett í tólf laxveiði-
ám í sumar.
Á norðausturhorninu var veiðin
nokkuð góð en þar er ekki sama þró-
un og hér á Vesturlandi, því upp-
sveiflan virðist ekki hafa náð vel
þangað austur. Öllum ber saman um
að þar hafi verið minna af smálaxi en
mörg undanfarin ár. Ég kvíði því að-
eins að þar verði minna um tveggja
ára fisk næst,“ segir Þorsteinn.
Góðu veiðisumri lokið
Sumarið 2010 var það næstbesta sem sögur fara af Um 75.500 laxar veiddust
Ef hafbeitarár eru undanskildar var þetta besta veiðisumarið frá upphafi
Morgunblaðið/Einar Falur
Stórlaxasumar Meira veiddist af stórlaxi en mörg síðustu ár, einnig á Vesturlandi. Hér togast veiðimaður á við
einn stóran í gljúfrum Hafralónsár, en í Þistilfirðinum fór lítið fyrir smálaxinum í sumar.
Aflahæstu árnar
Eystri-Rangá (18)
Ytri-Rangá & Hólsá (20)
Miðfjarðará (10)
Þverá + Kjarará (14)
Blanda (8)
Norðurá (14)
Langá (12)
Selá í Vopnafirði (7)
Haffjarðará (6)
Grímsá og Tunguá (8)
Laxá í Dölum (6)
Laxá í Aðaldal (18)
Víðidalsá (8)
Vatnsdalsá í Húnaþingi (8)
HofsámeðSunnudalsá (3)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Heildarveiði
Lokatölur
2009
4229
10749
4004
2371
2413
2408
2254
1993
1622
1339
1430
1117
2019
1520
Tölur vantar
Lokatölur 2010
6.280
6.210
4.043
3.760
2.777
2.279
2.235
2.065
1.978
1.961
1.762
1.493
1.254
1.223
1.186
Heimild: www.angling.is
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
„Það hefði verið ágætt að geta gert
enn meiri greiningu á þessu, en það
hefði tekið mánuði eða ár,“ segir Sig-
urður Snævarr, hagfræðingur, en
hann fór fyrir sérfræðingahópi um
skuldavanda heimilanna, sem skilaði
af sér skýrslu um mögulegar úr-
lausnarleiðir fyrr í vikunni. Marinó
G. Njálsson, fulltrúi Hagsmunasam-
taka heimilanna í sérfræðingahópn-
um, skilaði í gær séráliti. Sigurður
lítur svo á að Marinó hafi sagt sig frá
starfi sérfræðingahópsins.
Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa
skýrsluna eru þeir Þór Saari, þing-
maður Hreyfingarinnar, og Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson, for-
maður Framsóknarflokksins.
Sigmundur segir ekki hafa verið tek-
ið tillit til þeirra afskrifta sem þegar
hafi verið gerðar, og að ekki hafi ver-
ið horft til efnahagslegra áhrifa leið-
réttingar. Þór bendir á að hluti lána
verði aldrei innheimtur, og til þess
hefði átt að taka tillit
Dæmi sem gengur ekki upp
„Menn eru með svo ævintýralegar
tölur í þessum efnum, tölur sem bara
engan veginn standast,“ segir Sig-
urður, þegar þessi gagnrýni er borin
undir hann. „Það verður að vera al-
veg klárt hverjar þessar afskriftir
eru, og hvenær til afskrifta kemur.“
Sigurður segir það bitna á um-
ræðunni að fjármálastofnanir hafi
ekki viljað tala um afskriftir lána.
„Þess vegna eru þessar ævintýra-
legu tölur nefndar, jafnvel hundruð
milljarða. Það er skrítið þegar af-
skriftirnar eru meiri en lánin í heild.
Það gengur auðvitað ekki.“
„Ódrengilegt“ hjá Marinó
Sigurður segist „óskaplega
svekktur“ yfir framkomu Marinós
G. Njálssonar, sem lýsti því yfir,
þegar sérfræðingahópurinn skilaði
af sér, að hann myndi skila séráliti.
Sigurður segir hann hafa sagt sig frá
starfi hópsins með tölvupósti á
mánudagskvöld. Spurður um inni-
hald tölvupóstsins segir Sigurður
það ekki skipta máli. „Hann bara
sagði sig frá þessu, og sendi mér
mikinn langhund um sínar tillögur.
Þarna voru atriði sem hafa ekki einu
sinni verið nefnd á fundum,“ segir
Sigurður. „Þetta er mjög ódrengi-
legt. Hann var afskaplega duglegur í
þessum hópi og lagði margt gott til.
Þess vegna er ég afskaplega svekkt-
ur.“
Marinó segir þetta ekki rétta túlk-
un hjá Sigurði. „Ég kannast ekkert
við það [að hafa sagt mig frá starf-
inu]. Ég sagði aftur á móti að ég
myndi koma með sérálit. Það er ekki
þar með sagt að ég hafi sagt mig frá
starfi hópsins. Ég afsalaði mér ekki
málfrelsi eða tilverurétti þó ég væri í
hópnum,“ segir Marinó. Það hafi
ekki verið skilyrði fyrir þátttöku í
hópnum að menn væru sammála um
allt sem fram kæmi í skýrslunni, eða
frá meirihluta hópsins.
Engin ein leið hjálpar öllum
Í séráliti Marinós er tekið undir
það sjónarmið meirihluta hópsins að
engin ein leið muni nýtast til að leysa
greiðsluvanda heimilanna. Nauðsyn-
legt sé að fara nokkrar leiðir. Engin
leið, sem skoðuð hafi verið af hópn-
um, muni breyta því að stór hluti
landsmanna eigi ekki fyrir nauð-
þurftum, „hvað þá að fólk geti greitt
húsnæðiskostnað“. Þær leiðir sem
komi stærstum hluta lántakenda til
góða, samkvæmt sérálitinu, séu flöt
leiðrétting verðtryggðra lána, lækk-
un vaxta óverðtryggðra lána og
breyting á gengisbundnum lánum,
niðurfærsla skulda miðað við upp-
haflegan höfuðstól eða lækkun vaxta
um 3%. Aðrar aðgerðir skili „mun
takmarkaðri árangri og margar
hreinlega [missi] marks“.
Hefði tekið mánuði eða ár
Sigurður Snævarr segir Marinó G. Njálsson hafa sagt sig frá starfi sérfræð-
ingahópsins á síðustu metrunum Marinó segir það ekki réttan skilning
Sigurður
Snævarr
Marinó G.
Njálsson
Sérálit
» Sigurður Snævarr, forsvars-
maður sérfræðingahóps um
skuldavanda heimilanna, segir
Marinó G. Njálsson, fulltrúa
Hagsmunasamtaka heimilanna
í hópnum hafa sagt sig frá
störfum hans.
» Marinó segir þetta ekki rétt-
an skilning, hann hafi einfald-
lega sagst ætla að skila sér-
áliti, sem hann hefur nú gert.
» Samkvæmt sérálitinu voru
þær leiðir sem skoðaðar voru í
hópnum ekki líklegar til að
hafa teljandi áhrif.