Morgunblaðið - 12.11.2010, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
● Fyrirtækið AIM Group, sem er með
viðskiptasérleyfi fyrir Iceland-
verslunarkeðjuna, ætlar að opna 105 nýj-
ar verslanir á Írlandi. Munu 2.175 ný störf
skapast, samkvæmt frétt Irish Times.
Þrotabú Landsbankans á stóran hlut í
Iceland eftir gjaldþrot Baugs Group.
AIM Group ætlar að opna 40 Iceland-
verslanir á næstu fjórum árum. Heildar-
virði fjárfestingarinnar er um 25 milljónir
evra.
Iceland ætlar að opna
105 verslanir á Írlandi
Morgunblaðið/Golli
Hagsmunir Þrotabú Landsbankans
á stóran hlut í Iceland.
FRÉTTASKÝRING
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Í tilkynningu sem barst Kauphöll Íslands 4.
desember 2007 segir að FL Group (nú Stoðir)
hafi fjárfest í fasteignafélögum Baugs fyrir
53,8 milljarða króna. Í sömu tilkynningu segir
að kaupin séu fjármögnuð að fullu með útgáfu
nýs hlutafjár á genginu 14,7. Þetta er í ósam-
ræmi við skýrslu sem endurskoðendur frá
Ernst&Young unnu að beiðni umsjónarmanns
með nauðasamningum Stoða. Þar segir að
kaup FL Group hafi verið fjármagnað með 48,7
milljörðum af hlutafé en fimm milljarðar króna
hafi verið greiddir til Baugs með reiðufé, en frá
þessu var greint í Morgunblaðinu í gær.
Umframeftirspurn í hlutafjárútboði
Stjórn Stoða sendi blaðinu athugasemd í
kjölfar fréttarinnar í gær þar sem segir meðal
annars: „Baugur fékk eingöngu hlutabréf í FL
Group fyrir fasteignasafnið. Hins vegar var
hlutafé FL Group aukið í desember 2007 og
hafði Baugur skuldbundið sig til að selja 5
milljarða af hlut sínum í félaginu ef umframeft-
irspurn yrði í hlutafjárútboðinu. Sú varð raun-
in. Umræddir 5 milljarðar fóru því beint frá
fjárfestum til Baugs en komu ekki frá félaginu.
Um þetta má lesa í tilkynningum til Kauphall-
ar í desember 2007.“ Stjórn Stoða er skipuð
þeim Eiríki Elís Þorlákssyni fyrir hönd Glitnis,
Sigurjóni Pálssyni fyrir hönd Arion banka og
Sigurði Jóni Björnssyni fyrir hönd NBI. Rétt
er að benda á að athugasemdin sem stjórn
Stoða sendi Morgunblaðinu er birt í heild á
mbl.is. Morgunblaðið óskaði í gær eftir því við
fyrrverandi og núverandi stjórnendur Stoða að
fá gögn í hendur sem sýndu að fullyrðing end-
urskoðenda Ernst&Young væri röng og að
Baugur hefði í raun fengið milljarðana fimm
við sölu hlutabréfa í FL Group á markaði. Ekki
var orðið við því, heldur var vísað í áðurnefnda
tilkynningu sem send var kauphöllinni.
FL skipulagði fjármögnun Refresco
Eiríkur sagði í Morgunblaðinu í gær að ein
helsta ástæða þess að nauðsynlegt hefði verið
að fara nauðasamningaleiðina með félagið
fremur en að láta það undirgangast gjaldþrota-
skipti, hefði verið ákvæði í lánasamningum
drykkjaframleiðandans Refresco. Eiríkur
sagði að samkvæmt lánasamningum Refresco
væri að finna ákvæði sem gerði lánveitendum
félagsins heimilt að gjaldfella lán þess verði
verulegar breytingar á eignarhaldi. Frétt
Morgunblaðsins um þetta, frá því í mars 2008,
er undir yfirskriftinni „FL lýkur endurfjár-
mögnun á Refresco“. Þá voru allar skuldir fé-
lagsins endurfjármagnaðar samhliða skuldum
fjögurra félaga sem höfðu verið tekin yfir af
Refresco. FL Group hafði því hönd í bagga við
endurfjármögnun drykkjaframleiðandans,
sem skipti svo miklu við nauðasamninga Stoða.
Tilkynningarnar sögðu aðra sögu
Morgunblaðið/Ómar
Kynning Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson kynna hlutafjáraukn-
inguna í desember 2007. Hlut Baugs í Landic Property var rennt inn í eignasafn FL Group.
Í tilkynningu FL Group til kauphallarinnar í desember 2007 kom fram að greitt væri fyrir fasteigna-
söfn frá Baugi eingöngu með nýju hlutafé Annað kemur fram í skýrslu endurskoðenda Ernst&Young
Endurfjármögnun FL Group
» Í skýrslu endurskoðenda um rekstur
FL Group síðustu tvö árin fram að beiðni
félagsins um greiðslustöðvun, segir að
fimm milljarðar í reiðufé hafi verið
greiddir til Baugs Group við hlutafjár-
aukninguna í desember 2007. 48,7 millj-
arðar hafi verið greiddir með útgáfu nýs
hlutafjár.
» Stjórn Stoða segir hins vegar að Baug-
ur hafi fengið milljarðana fimm með sölu
hluta af bréfum sínum í FL á markaði, og
vísar í kauphallartilkynningar frá því að
hlutafjáraukningin var framkvæmd.
● Jose Manuel Barroso, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambandins,
ítrekaði í gær að írsk stjórnvöld hefðu
ekki leitað eftir neyðaraðstoð frá sam-
bandinu vegna skuldavandans. Hann tók
hins vegar fram að ESB væri reiðubúið
að veita slíka neyðaraðstoð ef eftir henni
væri leitað og að sambandið fylgdist
grannt með stöðu ríkisfjármála á Írlandi.
Vextir á írskum ríkisskuldabréfum hafa
hækkað verulega að undanförnu og hef-
ur óttinn um að írska ríkið muni lenda í
greiðslufalli komi ekki til neyðaraðstoðar
frá ESB farið vaxandi. Jose Manuel Barroso
ESB reiðubúið að veita írska ríkinu neyðaraðstoð
● Stjórn Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hefur sent frá sér tilkynningu, um að
ákveðið hafi verið að fá tvo rekstrarráðgjafa til að vinna úttekt fyrir félagið.
„Þessi úttekt felur í sér að skoða kosti varðandi rekstrarform félagsins, leita
leiða til að minnka lánakostnað og draga úr kostnaði við rekstur félagsins.
Vegna þessarar úttektar hefur hluta af ráðningarsamningum starfsmanna
verið sagt upp, þar sem breytt rekstrarform getur leitt af sér endurskoðun
ráðningarsamninga. Uppsagnir eru þó allar með fyrirvara um samþykki stjórn-
ar. Félagið er í skilum við alla lánardrottna. Næsti stjórnarfundur er 16. nóv-
ember og kynna þá rekstrarráðgjafarnir skýrslu sína. Stjórn félagsins mun í
framhaldi af því taka ákvörðun um næstu skref,“ segir í tilkynningunni.
Fasteign biður um úttekt á rekstri félagsins
● Velta á markaði með ríkisskuldabréf
nam tæpum 10 milljörðum í gær. Vísi-
tala Gamma fyrir verðtryggð bréf
hækkaði um 0,3% í gær í tæplega fimm
milljarða viðskiptum og óverðtryggða
vísitala Gamma lækkaði um 0,2% í ríf-
lega fimm milljarða viðskiptum.
Skuldabréfavísitala Gamma hefur
nú hækkað um 12% frá áramótum.
Hækkanirnar hafa verið meiri í óverð-
tryggðu bréfunum. Vísitala Gamma fyr-
ir óverðtryggð ríkisskuldabréf hefur
þannig hækkað um 15,62% frá áramót-
um. Vísitalan fyrir verðtryggð bréf hef-
ur hækkað um 10%.
Verðtryggt hækkar
Þrotabú Baugs og Hagar hafa náð
sáttum í deilu er sneri að tæplega
eins milljarðs króna kröfu á Haga,
vegna láns sem þrotabúið gjald-
felldi um mitt sumar 2009. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
hafa Hagar samþykkt að greiða
þrotabúi Baugs lánið upp að fullu,
en aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur var frestað í gær, þar
sem fram kom að aðilar málsins
hefðu náð sáttum.
Upphaflega veitti Baugur Hög-
um 600 milljóna króna lán á árinu
2004. Um er að ræða kúlulán sem
var með gjalddaga í nóvember
2008. Þegar gjalddagi lánsins nálg-
aðist sömdu Hagar og Baugur um
að fresta greiðslu þess um þrjú ár.
Í samningi vegna lánsins var þó
gjaldfellingarákvæði með vísan í að
Hagar þyrftu að skila ársreikn-
ingum sínum innan ákveðinna tíma-
marka. Þegar ársreikningur fyrir
árið 2009 barst ekki innan þeirra
marka, nýtti þrotabú Baugs sér
gjaldfellingarheimildina. Morg-
unblaðið greindi frá því 16. febrúar
síðastliðinn að Hagar héldu því
fram að munnlegt samkomulag
hefði verið fyrir hendi milli félag-
anna tveggja að Baugur nýtti sér
ekki þessa heimild. Benti þrotabúið
þá á að ekkert skriflegt væri fyrir
hendi um þetta samkomulag.
thg@mbl.is
Náðu sáttum í riftunarmáli
Hagar samþykkja að greiða lán sem Baugur Group veitti ár-
ið 2004 að fullu Þrotabú Baugs gjaldfelldi lánið sumarið 2009
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hagar Finnur Árnason er forstjóri
smásöluverslanakeðjunnar Haga.
málum og virkum
inngripum á
gjaldeyrismörk-
uðum, einhvers-
konar fastgengis-
stefna og einhliða
upptaka annars
gjaldmiðils. Í pall-
borðsumræðum á
fundinum féllst
Már á það sjónar-
mið af kostnaður-
inn við höftin væri verulegur.
Illugi Gunnarsson þingmaður sagði
í erindi sínu að reynslan sýndi að við
frjálst flæði fjármagns yrði að hafa
svipað vaxtastig á Íslandi og annars
staðar í heiminum. Hann mælti með
regluverki um ríkisútgjöld og aukinni
samvinnu í peninga- og ríkisfjármál-
Ragnar Árnason hagfræðiprófessor
segir að gjaldeyrishöftin kosti efna-
hagslífið milljarða króna. Hann furð-
ar sig á því að yfirhöfuð skuli hafa ver-
ið gripið til þessara aðgerða og segir
að íslenskt efnahagslíf fái ekki staðist
nema með frjálsu flæði fjármagns.
Þetta kom fram á fundi Félags við-
skipta- og hagfræðinga um „peninga-
málastefnu til framtíðar - leiðina frá
höftum til hagsældar“. Már Guð-
mundsson, seðlabankastjóri, hélt er-
indi um valmöguleika Íslendinga í
stjórn peningamála, eftir að samstarfi
við AGS lýkur og höftin verða afnum-
in.
Már sagði að valkostirnir væru í
grófum dráttum þrír: það sem hann
kallaði „verðbólgumarkmið plús“,
með samstarfi í peninga- og ríkisfjár-
um. Skattleggja yrði einnig svokölluð
vaxtamunarviðskipti, til að koma í veg
fyrir óhóflegt innflæði fjármagns.
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra sagði í pallborðsumræðum
að sýna yrði aukið aðhald í ríkisfjár-
málum þegar þensla ætti sér stað í
hagkerfinu, svo ríkið hefði borð fyrir
báru þegar niðursveifla ætti sér stað.
Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri
GAM Management, taldi ljóst að
kostnaðurinn við sjálfstæða peninga-
stefnu hefði reynst of mikill fyrir ís-
lensk fyrirtæki. Þar sem gjaldeyris-
höftin yrðu ekki afnumin í bráð ættu
stjórnvöld að nota svigrúmið til þess
að móta trúverðuga peningastefnu,
sem yrði svo hrint í framkvæmd þeg-
ar gjaldeyrishöftin loks rynnu sitt
skeið á enda.
Gjaldeyrishöft kosta efna-
hagslífið miklar fjárhæðir
Ragnar
Árnason
Prófessor segir frjálst flæði fjármagns lífsnauðsynlegt
!"# $% " &'( )* '$*
+++,-.
+/0,/.
+++,12
13,41/
+.,0+/
+5,225
++2,/5
+,-4-1
+/2,1
+4-,31
+++,54
+.3,11
+++,4/
13,4./
+.,0/-
+5,202
++4,3.
+,-4/1
+/2,/1
+4-,24
134,13.+
+++,01
+.3,55
+++,0
13,52/
+0,310
+5,421
++4,2
+,-5+1
+/4,12
+4-,..