Morgunblaðið - 12.11.2010, Síða 28

Morgunblaðið - 12.11.2010, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 ✝ Borghildur Jak-obsdóttir fæddist að Hömrum, Reyk- holtsdal í Borgarfirði 20. maí 1945 og ólst þar upp. Hún lést á Landsspítala við Hringbraut 3. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Sigurðsson frá Hömrum í Reykholts- dal, f. 28. maí 1905, d. 20. júní 1970, og eiginkona hans Aðal- björg Valentínusdóttir frá Hellis- sandi á Snæfellsnesi, f. 8. febrúar 1918, d. 4. mars 2005. Systkini Borghildar eru: 1) Ásta, f. 9. apríl 1934, d. 13. desember 2008. Gift Þorsteini Péturssyni, þau bjuggu í Reykholtsdal. 2) Magnús, f. 9. ágúst 1939. Giftur Valgerði Rósu 1963, sonur hans og Sigrúnar Sig- urðardóttur er Kristófer Karl, fæddur 21. ágúst 2000. Sonur Borghildar og Ingimundar Jóns- sonar er Ólafur Svanur Ingimund- arson, f. 3. ágúst 1965, eiginkona hans er Emma Gísladóttir, synir þeirra eru a) Gísli Ólafur, f. 20. febrúar 1987, b) Jón Aðalgeir, f. 4. ágúst 1988. Unnusta hans er Mar- ín Hrund Jónsdóttir. Dóttir Borg- hildar og Kristjáns Hólm Hauks- sonar er Sunna Hólm Kristjánsdóttir, f. 7. ágúst 1982, sambýlismaður hennar er Brynjar Bjarkason. Borghildur lærði til sjúkraliða og vann við það lengst af, fyrst á sjúkrahúsinu á Akranesi og síðar á Borgarspítalanum í Fossvogi. Útför Borghildar fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 12. nóv- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Sigurðardóttur, þau eru búsett í Kópa- vogi. 3) Guðrún, f. 9. nóvember 1940. Gift Sigurði Hallgríms- syni, þau eru búsett á Akranesi. 4) Svan- hildur f. 4. maí 1942, d. 7. júlí 2001. Gift Ólafi Ágúst Jónssyni, þau voru búsett í Njarðvík. 5) Berta, f. 22. ágúst 1943, d. 25. nóvember 1999. Mað- ur hennar er Ólafur Tryggvason, þau voru búsett í Garði. 5) Katrín, f. 8. apríl 1958. Gift Guðmundi Frey Gunnlaugssyni, þau eru búsett í Kópavogi. Árið 1979 giftist Borghildur Kristjáni Hólm Haukssyni, þau slitu samvistum. Sonur Borghildar er Róbert Hamar, f. 28. október Í dag kveðjum við Hamrasystkinin enn eina systur okkar, þá fjórðu á rúmum áratug, allar langt fyrir aldur fram. Bogga sem við kveðjum nú frá Reykholtskirkju í okkar uppruna- og uppeldissveit ólst upp í stórum systk- inahóp, var lengi vel yngst í hópnum eða allt þar til enn ein systir bætist við þrettán árum síðar. Bogga naut þess að vissu leyti og fylgdi eldri systkinum í leik og seinna í almennum félagsskap í sveitinni, hún var alla tíð mikil félagsvera og naut sín vel í fjölmenni og kom sér all- staðar vel bæði í leik og starfi. Hún vann lengst af sem sjúkraliði, fyrst á Akranesi og síðar í Reykjavík, sýndi þar bæði umhyggju og alúð í starfi sínu og var vinsæl meðal starfsfélaga sinna. Það voru því mikil viðbrigði þegar hún varð að láta af störfum langt fyrir aldur fram af heilsufars- ástæðum. Þau ár síðan Bogga hvarf af vinnu- markaði ræktaði hún enn meir tengsl við vini og ættingja og nutum við systkinin góðs af nærveru hennar þar sem hún bar ætíð með sér gleði og hressileika, nú síðast á ættarmóti sl. sumar, sem við erum þakklát fyrir. Síðustu vikur voru Boggu erfiðar þar sem heilsu hennar hrakaði ört þar til yfir lauk. Eftir stöndum við þrjú systkinin með tregar en ljúfar minningar, sem við geymum með okkur. Mestur er þó söknuðurinn og eftirsjáin hjá börnum hennar, sem studdu hana ávallt vel og sýndu henni umhyggju fyrr og síðar, hjá þeim og fjölskyldum þeirra er hugur okkar þessa döpru daga og sendum við þeim innilegar samúðar- kveðjur. Meðal systkinanna lifir minningin um góða og elskulega systur ætíð í huga okkar. Far þú í friði. F.h. systkinanna frá Hömrum, Magnús. Ég kveð mína kæru systur, hana Boggu, eins og hún ávallt var kölluð. Það voru ófáar ferðirnar sem við fór- um saman til að leita læknishjálpar við hennar meini sem allt of lengi hafði þjakað hana. Þessar ferðir okk- ar gerðu okkur enn nánari. Bogga var mjög lífsglöð og glaðlynd manneskja sem hafði gaman af að vera innan um fólk. Hún var mjög vel liðin af sam- starfsfólki og ekki síður sjúklingum sem hún annaðist, það fékk ég ekki svo sjaldan að heyra þar sem ég vann á sama vinnustað seinna meir. Hún var mjög barngóð og bar mikla umhyggju fyrir systkinabörn- um sínum og börnum þeirra. Vinum sínum var hún traust og alltaf var hún boðin og búin til að hjálpa eða keyra okkur öll sem á þurftum að halda. Þó lítil og nett væri vexti, var hún samt stór og sterk kona, sem ekki gerði miklar kröfur til annarra. Þó líf hennar hafi ekki alltaf verið átakalaust barmaði hún sér aldrei. Gjafmild var hún með ein- dæmum og þar af leiðandi elskaði hún að fara í búðir. Að spila kínverska skák var ein uppáhaldsskemmtun hennar, því fleiri sem tóku þátt í því þeim mun skemmtilegra fannst henni. Hún las einnig mikið af bókum og lá þá Simbi hjá henni og kúrði. Simbi var kisan hennar sem var henni mikils virði og góður félagi. Ein góð vinkona mín heimsótti Boggu á sjúkrahúsið og lýsti sinni upplifun af henni svona: „Hún sýndi mikið æðruleysi á sinn fallega máta þegar hún sagði við mig að hún vissi að hverju stefndi og hún sætti sig við það sem hún fengi ekki breytt.“ Bogga hafði meiri áhyggur af börn- um sínum og litlu systur en sjálfri sér og því vil ég láta þessi orð fylgja með. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvel- ur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyft- ist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Með þessum orðum kveð ég Boggu og veit að þannig hefði hún viljað kveðja okkur. Elsku Robbi, Óli Svanur, Sunna og fjölskyldur ykkar, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Með kærri kveðju og þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og þá hlýju sem við fengum að njóta. Þín systir, Katrín og fjölskylda. Elsku Bogga, ég var ekki há í loft- inu þegar ég kom úr pössun hjá þér og sagðist bara hafa fengið súrmjólk og sósu að borða (sem var sennilega það eina sem mér þóknaðist að borða). Alltaf var gott að koma til þín og hvað sem maður bað þig um var auðfengið, hvort sem það var að grípa í spil eða fá pössun fyrir Bertu mína, sem þú gekkst í ömmustað eftir að mamma dó. Við Berta vorum oft boðnar í mat til þín og þá fannst Bertu tilvalið að fá að fara í bað hjá frænku meðan við tókum í spil og ekki fannst henni verra að fá ís eða smá snakk í eftirrétt. Þessar yndislegu minningar um notalega samveru fylgja okkur þegar við nú kveðjum þig, kæra frænka. Við mæðgur sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til barna, barnabarna og systkina hennar Boggu okkar. Sigríður og Berta. Elskuleg vinkona mín, Borghildur, eða Bogga eins og hún var alltaf köll- uð, er fallin frá. Eftir situr söknuður og tómleiki enda erum við búnar að vera vinkonur í mörg ár. Við útskrif- uðumst saman sem sjúkraliðar í sept- ember 1971 eða fyrir nær fjörutíu ár- um. Þær eru margar yndislegar samverustundirnar sem við áttum saman í vinnunni, heima og á ferða- lögum okkar, bæði í sumarbústöðum og erlendis. Alltaf var gaman að vera í kringum Boggu, hún hafði góða nærveru og var alltaf að gefa frá sér, var með smitandi hlátur og létta lund. Þegar læknarnir sögðu henni hvernig útlitið væri með hana undir lokin þá töluðum við um það að hún myndi sigrast á þessu, en ef ekki þá myndum við hitt- ast seinna og vera saman í eilífðinni. Bogga var hetja og ég dáðist að dugn- aðinum í henni og jákvæðninni. Við töluðum saman nánast á hverjum degi og tjáðum okkur um allt milli himins og jarðar, hún trúði mér fyrir sínum leyndarmálum og ég á móti. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki hringt í Boggu mína og heyra röddina hennar. Ég trúi því að henni líði betur núna og er það huggun okk- ar sem söknum hennar. Ég veit að börnin hennar og ástvin- ir finna mikið til og svíður sárt að missa þessa yndislegu konu frá sér. Ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og hugga í sorginni og gefa það að það stóra skarð sem hún skilur eftir sig verði fyllt af fallegum og góðum minningum sem ylja ykkur á komandi tímum. Elsku Bogga mín, hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur verið mér. Minning þín er ljós í lífi okkar. Ó, þegar sorg og heljarhúmið svarta oss hylur sól og myrkvar lífsins braut. Hve gott er þá í gegnum Jesú hjarta, að geta skoðað sérhvert böl og þraut. Því hann er enn og ætíð sami verður, Hann öllum, þunga hlöðnum, býður frið. Og fyrir blóð hans er að engu gerður, sá óvinur, sem dauða nefnum við. Því biðjum við að huggun hans og ylur, í hjörtum okkar kveikir ljós og frið. Hann tárin ykkar telur, sér og skilur. Hann trega nístum hjörtum veitir grið. (Ljóðabók Ingibjargar Sumarliðad.) Þín vinkona, Elsa Jóhanna Gísladóttir. Elsku Bogga mín, mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum og þakka þér fyrir allt sem þú varst mér. Þú varst alltaf boðin og búin að að- stoða mig og mína og ekki þurfti að biðja þig tvisvar um að taka í eins og eitt spil sem urðu alltaf miklu fleiri en eitt. Í vor þegar ég minntist á að ég hefði ekki fengið saltað hrossakjöt frá því að amma dó raukstu út í búð og keyptir kjöt og bauðst mér í mat, þetta var þér svo líkt. Þú lést þig líka ekki vanta í ættarútileguna í sumar þó svo líkaminn og heilsan byðu ekki upp á það og fyrir það er ég mjög þakklát því næsta útilega verður ekki eins án þín. En ég veit að nú líður þér vel og ert í góðum félagsskap og ég geymi einkabrandarann okkar um teskeið- ina þar til við hittumst aftur. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvel- ur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyft- ist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Megi Guð blessa þig og varðveita og gefa öllum þeim sem syrgja þig og sakna styrk. Þín frænka, Helga Hrönn. Borghildur Jakobsdóttir Æskuvinur minn fæddist fyrir rétt tæpum 50 árum, hann var náinn samferðafélagi í liðlega 20 ár og vinur fyrir lífstíð og sam- verustundirnar hefðu svo sannar- lega átt að verða fleiri. Minningar úr mýrinni. Tveir strákar á leið í sund, annar brúnn á brá með dökkt hrokkið hár og stór og falleg augu, báðir svolítið búttaðir, annar á rauðu Velamos hinn á bláu Eska. Eitt eða tvö prjón tekið á leiðinni eftir holóttum göt- unum, Kringlumýri, Löngumýri, niður Hamastíginn yfir túnið og hjólunum lagt hjá Bjössa í Helga- magra, góður dagur í sundinu. Sumardagur í sólskýlinu á bak við hús, félagarnir á veiðum, öskrandi skipanir til áhafnar hægri, vinstri, standandi ölduna einhvers staðar í námunda við Vestmannaeyjar, ætt- ingjar Gísla ekki langt undan, vafa- laust að moka honum upp líka. Erfiður dagur á sjónum að baki, komnir heim, annar með ljósku hinn með brúnku, völdu fyrirmyndirnar úr „Quelle“-lista. Létu sig dreyma um hvernig væri að eiga kærustu, æfðu sig í faðmlögum og kossum með svæfla og kodda, meiriháttar. Hnífaparís úti í garði, undirrit- aður komin í splitt, Gísli að klára málið, otterinn reiddur og látið vaða, átti eflaust að stingast 10 cm frá hægri fæti en stendur í ristinni, hleyp æðandi heim til mömmu, tal- aði ekki við Gísla í nokkra daga eða klukkutíma á eftir, örið enn á sínum stað, magnað. Haukur Berg fær sér orange lit- aðan Skoda, sennilega besti bíllinn í bænum, stálumst til að prufa, keyrðum Kringlumýrina og Engi- mýrin tekin líka, bílnum skilað í góðu lagi, ekkert fattaðist, sjúkk. Farin að vaxa grön, hinir og þess- ir búnir að prufa að detta í það, kannski kominn tími til að prufa líka. Farið í flöskur pabbanna, Ball- antine hjá undirrituðum, vodki hjá Gísla, náðum að safna í næstum pela. Stundin runnin upp, Halldór í Sjallanum og Begga ekki heima, einir í húsinu, útkoman hrikaleg, frekari áform um „themað“ sett á „hold“ í nokkra mánuði. Fallegur haustdagur og félagarn- ir að andaveiðum við ósa Fnjóskár, fullir af æskuþrótti. Rökkrið hellist yfir, rjómalogn, áin vatnslítil og náttúran allt í kring. Kominn tími til að hætta, labbað í átt að bílnum, andakvak, flokkurinn flýgur yfir, byssunni lokað, skotin ríða af, fugl fellur í ána. Öslað út í á, fuglinn handsam- aður, reyndist vera ugla, hún jörðuð í flýti. Sagan sögð nokkrum sinnum en löngu síðar, manstu eftir ugl- unni? Minningarnar eru margar en sú sem eftir situr um Gísla er ljúf, þar fór drengur góður, hreinlyndur, ljúfur og hjálplegur, hann var góður ferðafélagi á stuttri vegferð í lífinu, takk fyrir það. Megi góður Guð gefa þér, Karen, Önnu, Unni og fjöl- skyldunni styrk á þessum tíma. Hjörtur Fjeldsted. Nú eru þær hljóðnaðar, þungar og ærandi drunurnar í rauða Vict- ory-hjólinu fyrir utan sem gerðu mörgum ókunnugum hverft við og skutu jafnvel skelk í bringu en létu okkur aftur á móti hlýna svolítið um hjartaræturnar í hvert sinn því þær boðuðu að bráðum kæmi Gísli upp með hjálminn undir leðurklæddri hendinni, flettandi af sér skálmun- um á leiðinni inn ganginn, ekkert nema gegnheil gæðin í svipnum. Þessi yfirgengilegi hávaði í hjólinu Gísli Hauksson ✝ Gísli Hauksson,prentsmiður og grafískur hönnuður, fæddist að Svalbarðs- eyri við Eyjafjörð 15. desember 1960. Hann lést 29. október 2010. Útför Gísla fór fram frá Breiðholts- kirkju í 8. nóvember 2010. var eins ólíkur honum sjálfum sem mest má vera. Ljúfari og hæg- látari maður er vand- fundinn. Hann Gísli var sannkallaður öð- lingur og allra besti vinnufélagi sem hægt er að hugsa sér. Hann var blátt áfram og þægilegur, mikil manneskja og sterkur karakter sem bjó til gott andrúmsloft í kringum sig. Hann var fagmaður fram í fingurgóma og ótrúlega fljótur að vinna þótt hann hefði stundum á orði að alltaf ætti að fresta því til morguns sem maður neyddist ekki til að gera í dag. Gísli var leiftrandi húmoristi, síbrosandi og hláturmild- ur og skemmtilegu frasarnir hans, sem margir eru löngu orðnir að föstum orðtökum og málsháttum á stofunni, lífguðu upp á vinnudaginn en eru einhvern veginn svo fátæk- legir nema röddin hans fylgi með, góðleg og velviljuð eins og hann var sjálfur. „Þú stendur þig vel“ sagði hann iðulega og gat þannig stoppað upp í þögnina með mátulegri íróníu, eða hrósað í einlægni eða stappað stálinu. „Má ég þá fara heim?“ er önnur setning sem hann notaði við öll möguleg og ómöguleg tækifæri og mun hún fá okkur til að brosa gegnum tárin og söknuðinn eftir þessum góða dreng. Hann var æðruleysisbænin holdi klædd og jafnvel kærleikurinn eins og Páll lýsti honum, laus við sjálfsupphafn- ingu og hégóma, tranaði sér aldrei fram en fyllti samt sitt sæti betur en flestir. Hann var traustur eins og klettur, fordómalaus og góður ráð- gjafi, enginn var betri í því að hlusta en hann og hann þoldi ekki rauða papriku. Við vottum fjölskyldu Gísla okkar dýpstu samúð yfir miklum missi. Í hugum okkar allra var hann góður vinur og við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta nær- veru hans. Minningin um hann verður ævinlega með okkur. Gísli, þú stóðst þig vel. Nú máttu fara heim. Vinir og vinnufé- lagar á ENNEMM, Aðalheiður K., Aðalheiður O., Ari, Arnar, Dóra, Elsa, Erla, Fjóla, Guðlaug, Guð- rún, Hafsteinn, Halldór, Hallur, Hermann, Hjörvar, Hreggviður, Jóhannes Karl, Jón, Ólafur, Ólöf, Ragnhild- ur, Róbert, Sigurbjörg, Sveinn, Valdís, Vilhelm, Þorbjörg, Þór. Gísli Hauksson hjólaði fyrst með mótorhjólaklúbbnum Soberriders MC sumarið 2006, þegar klúbburinn hélt norður til Akureyrar til að kveðja Heidda, félaga okkar, hinstu kveðju. Tilefni ferðarinnar var frá- fall góðs félaga og menn því alvar- legir í bragði og hryggir í sinni. Við þessar aðstæður urðu hinir frábæru mannkostir Gísla okkur öllum strax augljósir, því af brosmildri alúð hjálpaði Gísli öllum hópnum að minnast góðra stunda með Heidda með gleði, eins og Heiddi hefði vilj- að sjálfur. Gísli varð enda fullgildur meðlimur í Soberriders MC skömmu síðar. Við minnumst Gísla með þakklæti í hjarta fyrir þau forréttindi að hafa fengið að njóta ánægjulegra sam- vista við góðan dreng. Við þökkum fyrir að hafa fengið að hjóla með þér, Gísli, fyrir að hafa fengið að njóta gamansemi þinnar og kímni- gáfu. Við minnumst gleði þinnar þegar þú komst með nýja Victory- hjólið sem þú leyfðir okkur af miklu örlæti að taka til kostanna. Við minnumst þín í Ysta-Bæli, þar sem þú varst, eins og annars staðar, hrókur alls fagnaðar. Við vottum Karenu, Unni og Önnu Kristínu samúð okkar og þökkum þér samfylgdina, Gísli. Megir þú hjóla áfram á þjóðvegum eilífðarinnar. Fyrir hönd Soberriders MC, Friðrik Goethe.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.