Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010 ✝ Sveinn Viðar Stef-ánsson húsa- smíðameistari fædd- ist í Hafnarfirði 24. september 1949. Hann lést 17. október 2010. Foreldrar hans voru Arnfríður Krist- rún Sveinsdóttir og Stefán Guðmundsson. Systkini Sveins eru Sigurlaug Stef- ánsdóttir, Heiða Sól- rún Stefánsdóttir, Guðmundur Stef- ánsson og Guðný Svanfríður Stefánsdóttir. Fyrrverandi eiginkona Sveins var Helga Lára Óskarsdóttir, f. 18.2. 1949, d. 16.4. 1986. Börn þeirra eru Óskar, f. 16.12. 1967, og Rakel, f. 25.7. 1974. Barnsmóðir Sveins er Svanborg E. Óskarsdóttir, f. 9.4. 1956, dóttir þeirra er Arnfríður Kristrún, f. 17.9. 1983. Eftirlifandi eig- inkona Sveins er Sig- ríður Brynjúlfsdóttir leikskólakennari, f. 16.3. 1947. Þau giftu sig árið 1989. Sveinn ólst upp í Garðabæ á Lækjarfit 6. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Kópavogs og síðar húsasmíðameistaraprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1974. Hann vann yfir 20 ár hjá bandaríska hernum á Keflavík- urflugvelli. Útför Sveins fór fram í kyrrþey. Elsku besti pabbi minn, ég kveð þig nú með miklum söknuði en jafn- framt er ég glöð og þakklát að þrautagöngu þinni er lokið og ert kominn á góðan stað hjá Guði. Já, elsku pabbi, þín verður sárt saknað og ég veit að þú kemur til með að taka á móti okkur Eið Darra þegar að því kemur og vaka yfir okkur þangað til. Þú varst sá allra besti pabbi og afi sem hugsast gat, þú varst stoð mín og stytta, besti vinur og afi drengsins míns og alltaf gat ég leitað til þín, sama hvað bjátaði á eða mér varð á. Ég minnist þess að eitt sinn skrif- aðir þú mér miða í eitthvert af mörg- um skiptum sem ég var að gera útaf við þig af áhyggjum af mér en á hon- um stóð, „Elsku dóttir mín, ég elska þig og mundu það að þú átt aðeins einn vin í öllum heiminum og það er ég, þinn pabbi.“ Já, það voru orð að sönnu og elsku pabbi, án þín væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag. Þær eru svo margar góðar og fal- legar minningar alveg frá barnæsku, ég var svo stolt og montin að eiga þig sem föður, þú kenndir mér svo margt og voru þær margar veiði- ferðirnar og ferðalögin sem við fór- um í. Þú varst mikill fjölskyldumað- ur og félagsvera og það geislaði af þér gleðin þegar fjölskyldan var saman komin og einnig hafðir þú un- un af að festa þau á filmu. Það var mikið áfall þegar ég, þú og Sigga mamma vorum hjá lækninum og fengum þá greiningu að þú værir kominn með Alzheimer og við héld- umst í hendur og ég grét og spurði þig hvort þú gerðir þér grein fyrir hvað væri að gerast en þú hafðir mestar áhyggjur yfir því að ég væri grátandi. Ég veit að þú átt stóran sess í hjörtum þeirra sem þekktu þig. Við Eiður Darri söknum þín og biðjum Guð að geyma þig. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dóttir og barnabarn, Rakel og Eiður Darri. Sveinn Viðar Stefánsson ✝ TryggviGeorgsson fædd- ist í Brekkugötu 21 á Akureyri 17. febrúar 1932. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 2. nóvember sl. Foreldrar hans voru Svanhildur Bergþóra Guðmunds- dóttir, f. 17.9. 1907, d. 27.7. 1981, og Charles Georg Karlsson, f. 26.5. 1909, d. 24.11. 1981. Systkini Tryggva eru Sverrir, f. 1929, d. 1983, Soffía, f. 1930, Guð- mundur, f. 1933, og Guðrún, f. 1934. Pétursdóttur. Þeirra börn eru: Snævarr Örn, Bergljót Mist og Oddgeir Páll. 3) Anna Margrét, f. 30.7. 1970, gift Valdemar Valde- marssyni. Þeirra börn eru: Haukur Ingi, Helga Kristín og Matthildur Una. Tryggvi lærði múraraiðn ungur og starfaði sem slíkur alla starfs- ævi. Tryggvi var mikill íþróttamað- ur á yngri árum og vann marga frækna sigra bæði sem frjáls- íþrótta- og knattspyrnumaður fyrir íþróttafélagið Þór á Akureyri. Hann var jafnframt mikill söng- maður, hafði bjarta og fallega ten- órrödd og söng frá unga aldri með Karlakór Akureyrar og síðan Karlakórnum Geysi og Gömlum Geysisfélögum. Útför Tryggva fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 12. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Tryggvi kvæntist árið 1953 Bergljótu Pálsdóttur frá Mið- garði í Vest- mannaeyjum, f. 19.1. 1933, foreldrar Matt- hildur Ísleifsdóttir frá Kirkjubæ, f. 7.5. 1900, d. 29.8. 1945, og Páll Oddgeirsson, f. 5.6. 1888, d. 24.6. 1971. Börn Tryggva og Bergljótar eru: 1) Páll f. 29.7. 1953, kvæntur Herdísi Zophonías- dóttur. Þeirra börn eru: Orri Gautur, Dís, Tryggvi Zop- honías og Björn Páll. 2) Georg Ólaf- ur, f. 19.11. 1955, kvæntur Unni „Ég múraði þetta,“ heyrðist oft þegar við vorum á ferð með Tryggva um Akureyri. Það er ljóst að hand- tök hans liggja víða. Tryggvi fæddist inn í verkamannafjölskyldu á Akur- eyri og lærði snemma að ekkert fæst fyrirhafnarlaust. Hann byrjaði ung- ur að vinna og leggja til með heim- ilinu, lærði múraraiðn og starfaði við það þar til heilsan brast. Hann var eftirsóttur til verka sökum vand- virkni og snyrtimennsku. Á yngri árum stundaði Tryggvi íþróttir af miklu kappi og þótti afar frambærilegur íþróttamaður, fyrst í frjálsum íþróttum og síðar í fótbolta. Tryggvi var einn þeirra sem urðu fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu í upp- hafi sjötta áratugarins að lenda í Ós- hlíðarslysinu svonefnda, en þá létust tveir meðlimir fótboltaliðs Þórs þeg- ar rútan þeirra lenti í grjóthruni á Óshlíðarveginum. En lífið hélt áfram og Tryggvi átti glæstan feril með Þór um margra ára skeið. Meðal annars skoraði hann fyrsta mark ÍBA í efstu deild árið 1956. Síðar tók hann að sér dómarastörf í fótbolta um nokkurn tíma. Tryggvi hafði afar fallega tenór- rödd og söng um margra áratuga skeið með kórum bæjarins. Eitt sinn söng Tryggvi einsöng í Samkomu- húsinu með Karlakór Akureyrar í laginu „Frjálsa glaða, litla lóa“. Raf- magnið fór af húsinu, en hann lét það ekki slá sig út af laginu. Sungið var í myrkrinu og lagið klárað. Það hefur alla tíð síðan gengið undir nafninu „Rökkuróperan“. Tryggvi kvæntist Bergljótu Páls- dóttur frá Vestmannaeyjum árið 1953 og var það mikið auðnuspor. Þau eignuðust þrjú börn og fjölda afkomenda. Alla tíð var Tryggvi vakinn og sofinn yfir hópnum sínum, hann tók hverjum aðila fagnandi. Það var svo þegar feimin, ung stúlka kom á heimili þeirra hjóna í fyrsta skipti fyrir 23 árum. Þétt faðmlag, hlý orð, ég var hjartanlega velkom- in. Oft var setið í eldhúsinu yfir heimabökuðum vínarbrauðum og snúðum og málin rædd. Tryggvi gaf sér iðulega tíma til að setjast einn með mér, það þótti mér vænt um. Ekki fengu barnabörnin síðri skammt. Tryggvi var afar barngóð- ur og mikil umhyggja og áhugi á vel- ferð barnabarnanna var einkenn- andi fyrir hann. Eftir að við hjónin fluttumst til Akureyrar kom hann gjarnan til að horfa á enska boltann, fékk einn kaldan og braut til mergj- ar spilamennsku einstakra leik- manna. En aldrei var um æsing að ræða, það var ekki hans háttur. Þótt minnið brygðist á efri árum, var Tryggvi stálminnugur á alla texta og ljóð, og naut þess til hinstu stundar að syngja. Stundum tók hann sig til og fór með ógrynni af vísum og ljóðum, þá var „ljóðakvöld“ hjá gamla. Tryggva var annt um heill sinna nánustu og ósjaldan var fyrsta spurning símtals hvort allir væri ekki örugglega við góða heilsu. Hin síðari ár voru símtölin mörg, sem voru eingöngu til að bjóða góða nótt. Tryggvi andaðist aðfaranótt 2. nóvember. Fjölskyldan safnaðist saman, langri vegferð var lokið. Við gengum út í stjörnubjarta nóttina, það stirndi á snjóinn. Fyrsta vetr- arveðrið var gengið niður, allt var kyrrt, söngur Tryggva var hljóðn- aður. Unnur Pétursdóttir. Kæri mágur og vinur. Ég kveð þig með miklum trega. Minnist allra yndislegu samveru- stundanna sem náðu yfir nærri 60 ár. Mildi þinnar og umhyggju fyrir mér, eiginmanni, börnum mínum og fjölskyldum þeirra. Alltaf barst þú hag okkar allra fyrir brjósti og hjálpsemin alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Ég minnist ljúfu og fallegu söngraddar þinnar sem gladdi alla er til heyrðu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var þar öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guð blessi minningu þína. Hvíl í friði. Anna Regína. Tryggvi Georgsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, nú eru 70 ár síðan þú dast oní sjó, og ég mun sakna að sjá þig aldrei aftur í sixpensara úti á stétt að skafa snjó eða heyra þig segja brandara með amerískum hreim. Elsku afi, þú hefur yfirgefið þessa jörð og ert kominn heim í þinn eigin Skagafjörð. Orri Gautur Pálsson. V i n n i n g a s k r á 28. útdráttur 11. nóvember 2010 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 1 0 6 2 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 0 3 7 3 1 4 9 3 9 5 1 8 3 2 6 1 0 6 5 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 14311 18974 46645 51002 73840 76812 18737 23596 49759 68782 74798 78143 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 1 2 3 6 9 5 0 1 2 5 8 0 1 9 4 0 2 3 4 4 6 0 4 1 9 4 6 5 9 3 5 2 7 1 7 2 3 5 3 9 7 4 6 1 1 3 3 5 4 1 9 5 7 6 3 4 6 9 9 4 2 9 3 1 5 9 9 3 6 7 2 6 5 1 2 0 3 9 8 0 1 8 1 3 3 6 6 2 0 3 9 3 3 5 0 4 9 4 8 1 9 9 6 0 9 5 5 7 4 8 4 9 2 9 1 6 8 0 8 6 1 3 6 8 8 2 1 3 6 3 3 5 4 2 0 4 9 0 0 7 6 2 1 8 3 7 5 6 8 5 3 2 2 8 8 8 7 2 1 4 6 8 2 2 1 8 1 1 3 6 9 9 9 5 0 8 0 1 6 4 6 8 1 7 6 0 1 4 4 0 7 5 9 4 7 3 1 4 9 6 5 2 2 6 2 3 3 7 1 4 3 5 5 2 8 8 6 5 5 5 4 7 6 4 7 9 4 5 3 5 9 4 8 3 1 6 2 7 9 2 5 5 6 8 3 7 4 3 2 5 6 3 9 7 6 6 1 4 6 7 6 5 5 6 5 1 6 4 1 0 5 5 9 1 6 4 3 4 2 6 8 0 6 3 7 4 7 2 5 7 8 8 5 6 7 5 4 3 7 8 0 5 4 5 8 4 4 1 0 8 7 7 1 7 9 9 0 2 8 8 8 3 4 1 1 7 9 5 8 1 5 5 6 8 4 6 4 7 8 3 6 2 6 9 2 6 1 1 1 2 2 1 8 1 0 3 3 3 2 0 0 4 1 5 1 7 5 9 0 3 8 6 8 8 0 2 7 9 5 2 0 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 4 1 1 1 2 5 7 5 2 2 5 7 4 3 2 0 7 7 4 3 1 0 7 5 2 3 9 5 6 3 2 5 1 7 2 2 8 2 6 6 9 1 3 6 0 9 2 2 5 7 8 3 2 4 2 9 4 3 6 9 0 5 3 1 3 4 6 3 6 2 2 7 2 3 4 2 7 9 8 1 3 6 7 9 2 3 3 7 4 3 2 6 0 3 4 3 7 1 3 5 3 9 4 3 6 3 6 6 8 7 2 3 8 5 9 1 2 1 3 9 7 0 2 3 7 2 2 3 2 6 9 0 4 3 9 3 5 5 3 9 8 6 6 3 7 3 7 7 2 6 8 3 9 7 1 1 4 0 3 4 2 3 8 5 2 3 3 0 4 4 4 4 3 6 5 5 4 0 2 4 6 3 7 6 4 7 3 2 8 9 1 1 3 1 1 4 1 0 9 2 4 3 4 5 3 3 4 2 3 4 4 7 6 7 5 4 0 4 4 6 4 1 7 3 7 4 1 2 9 2 2 2 5 1 4 3 0 9 2 4 8 8 0 3 3 9 4 4 4 5 1 0 6 5 4 2 3 8 6 4 2 2 0 7 4 7 1 5 2 8 6 1 1 4 9 9 5 2 4 9 6 8 3 4 1 2 1 4 5 1 1 2 5 4 5 4 1 6 4 8 4 0 7 5 1 8 7 3 0 2 7 1 5 0 1 8 2 5 2 9 2 3 5 5 1 1 4 5 3 1 5 5 4 6 3 1 6 5 2 0 3 7 5 3 6 8 3 1 8 5 1 5 1 3 3 2 5 5 6 7 3 5 6 4 0 4 5 4 5 5 5 4 6 4 0 6 6 0 6 5 7 5 4 1 3 3 7 8 0 1 5 1 8 3 2 5 9 6 6 3 5 7 8 5 4 5 5 8 9 5 4 6 5 1 6 6 5 9 5 7 5 5 1 0 5 3 3 1 1 5 5 7 8 2 6 5 0 4 3 5 9 6 3 4 5 8 5 1 5 4 7 1 0 6 7 3 1 3 7 5 5 5 9 5 4 6 0 1 6 7 3 6 2 6 8 3 3 3 6 0 6 2 4 6 4 2 8 5 5 2 2 9 6 7 4 9 7 7 6 3 5 8 5 7 4 5 1 6 7 6 8 2 7 1 2 8 3 6 7 2 6 4 7 0 2 5 5 5 5 5 9 6 7 8 6 5 7 6 6 4 2 6 2 8 4 1 7 0 5 5 2 7 2 7 2 3 6 8 8 2 4 7 1 1 3 5 5 6 2 8 6 8 0 1 6 7 6 7 2 9 6 3 7 1 1 7 6 8 6 2 7 5 1 7 3 7 1 9 7 4 7 1 9 9 5 5 6 4 8 6 8 3 8 0 7 6 7 9 9 6 7 1 7 1 7 9 8 8 2 8 0 4 4 3 7 4 3 9 4 7 4 1 1 5 5 8 6 7 6 8 6 4 9 7 6 8 7 4 6 7 2 8 1 9 3 4 6 2 8 1 1 3 3 8 5 9 8 4 7 8 1 1 5 6 0 9 8 6 8 7 7 7 7 7 0 2 9 6 9 6 0 1 9 5 2 6 2 9 2 5 5 3 8 9 0 6 4 7 8 2 4 5 6 3 9 6 6 8 7 7 9 7 7 5 3 9 7 2 3 3 1 9 6 2 3 2 9 2 6 3 3 9 9 8 4 4 8 1 6 5 5 6 6 3 6 6 9 1 4 5 7 7 6 5 8 7 2 8 8 1 9 7 7 3 2 9 4 1 1 4 0 1 6 6 4 8 2 5 5 5 6 8 3 0 6 9 1 9 0 7 9 0 1 9 7 4 3 6 1 9 9 5 3 2 9 4 9 6 4 0 1 8 5 4 8 5 3 8 5 6 9 0 9 6 9 5 6 7 7 9 0 5 8 7 7 4 0 1 9 9 9 3 2 9 8 2 0 4 0 5 4 4 4 8 9 3 1 5 7 2 7 9 6 9 5 8 8 7 9 6 6 3 8 5 8 1 2 0 4 2 5 2 9 8 4 5 4 0 9 4 3 4 9 4 0 3 5 7 4 3 2 6 9 8 8 8 7 9 6 7 4 8 7 3 0 2 0 5 1 5 3 0 2 0 4 4 1 1 7 2 4 9 7 8 0 5 9 2 5 8 6 9 9 6 5 7 9 9 3 3 9 2 4 3 2 0 6 6 5 3 0 3 4 5 4 1 3 1 7 5 0 4 0 3 5 9 8 3 7 7 0 0 2 8 7 9 9 5 0 9 4 4 8 2 1 2 7 3 3 0 5 5 3 4 1 4 4 2 5 1 2 0 0 6 0 0 6 4 7 0 0 4 7 1 0 2 5 2 2 1 5 8 6 3 0 9 5 7 4 1 6 9 0 5 1 4 4 2 6 1 1 3 2 7 0 3 4 6 1 0 6 8 3 2 1 8 5 0 3 1 2 7 8 4 2 4 7 3 5 1 4 7 6 6 1 3 8 4 7 0 3 8 4 1 0 8 1 9 2 1 8 8 1 3 1 4 6 1 4 2 5 6 8 5 1 4 8 1 6 1 9 1 2 7 0 7 1 2 1 1 8 5 5 2 2 1 2 9 3 1 5 8 3 4 2 6 1 1 5 1 8 4 8 6 1 9 5 1 7 0 8 8 4 1 1 9 0 4 2 2 3 7 5 3 1 9 9 2 4 2 9 4 6 5 2 1 9 7 6 2 1 1 8 7 1 8 2 2 Næstu útdrættir fara fram 18. nóv, 25. nóv & 2. des 2010 Heimasíða á Interneti: www.das.is Íslandsmót í parasveitakeppni um helgina Íslandsmótið í parasveitakeppni verður haldið helgina 13.-14. nóvem- ber. Byrjað verður að spila báða dagana kl. 11. Núverandi Íslandsmeistari er sveit Estherar Jakobsdóttur en ásamt henni spiluðu í sveitinni, Anna Þóra Jónsdóttir, Ragnar Her- mannsson, Aron Þorfinnsson og Guðmundur Snorrason. Hægt er að skrá sig á skrifstofu BSÍ s. 5879360 Gullsmárabrids Spilað var á 15 borðum í Gull- smára mánudaginn 8. nóvember. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 318 Dóra Friðleifsd. - Jón Stefánsson 317 Leifur .Jóhanness. - Guðm. Magnúss. 303 A/V Steindór Árnas. - Einar Markússon 371 Elís Helgas. - Gunnar Alexanderss. 318 Sigurður Njálss. - Pétur Jónsson 315 Skor þeirra Steindórs og Einars er yfir 70%, sem er mjög góð skor. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánudaginn 8. nóvember. Spilað var á 13 borðum. Meðalskor: 312 stig. Árangur N - S: Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónsson 419 Björn Svavarss. - Jóhannes Guðmannss. 398 Ólafur Gíslason - Guðm. Sigurjónss. 351 Siguróli Jóhannss. - Auðunn Helgas. 346 Árangur A - V: Óli Gíslason - Hrólfur Guðmundss . 402 Oddur Halldórsson - Ragnar Björnss. 398 Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 383 Sigurður Marteins - Jakob Marteins 365 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 9. nóvember var spilað á 19 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Sæmundur Björnss. – Örn Einarsson 401 Sigríður Gunnarsd. – Lilja Kristjánsd. 395 Bragi Björnsson – Bjarnar Ingimarss. 379 Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 368 A/V Kristján Björnsson – Júlíana Sigurðard. 411 Stígur Herlufsen – Sigurður Herlufsen 383 Sveinn Snorrason – Gústav Nilsson 369 Tómas Sigurjs. – Jóhannes Guðmannss. 365 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.