Morgunblaðið - 12.11.2010, Síða 34
34 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2010
Sudoku
Frumstig
9 5 3 2 4
4 7 9
8 3 1
5 9 1 4 7
3 1
8 4 7 2 5
9 5
7
8 4
8 9 1 5
1 5 4
7 3
3 1
6 9 5
3 1 9 7
4 8 9
6 1
6 3 8 5 4
8 2
4 1
6
1 7 5 3
3 4 7 9
6
6 2
8 5 7
3 8 6
9 7 4 6 8 3 5 1 2
1 3 6 9 5 2 7 4 8
8 2 5 4 7 1 3 9 6
3 4 1 2 9 5 6 8 7
6 5 2 8 1 7 4 3 9
7 8 9 3 6 4 1 2 5
2 1 7 5 4 8 9 6 3
5 6 3 1 2 9 8 7 4
4 9 8 7 3 6 2 5 1
5 7 4 9 2 8 1 3 6
8 6 3 5 7 1 2 9 4
1 2 9 3 4 6 7 5 8
3 9 8 4 1 2 5 6 7
2 5 7 6 8 3 9 4 1
6 4 1 7 9 5 8 2 3
7 1 5 2 6 4 3 8 9
9 3 6 8 5 7 4 1 2
4 8 2 1 3 9 6 7 5
1 2 4 7 9 3 5 8 6
3 9 7 5 6 8 1 2 4
8 5 6 1 2 4 7 3 9
5 6 2 4 8 7 3 9 1
4 7 3 9 1 5 8 6 2
9 1 8 2 3 6 4 7 5
7 8 9 6 5 1 2 4 3
2 4 1 3 7 9 6 5 8
6 3 5 8 4 2 9 1 7
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 12. nóvember,
316. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Andinn opinberast í sér-
hverjum til þess, sem gagnlegt er.
(I.Kor. 12, 7)
Umræða um skuldavanda heim-ilanna hefur sennilega aldrei
verið háværari en um þessar mundir,
en stundum spyr Víkverji sig að því
hvort innistæða sé fyrir allri þessari
umræðu.
x x x
Fyrir skömmu var opnuð ný Elko-verslun úti á Granda. Í tilefni
tímamótanna var boðið upp á tilboðs-
verð á ýmsum vörum og þrátt fyrir
kalt og leiðinlegt veður var, að sögn,
vart hægt að þverfóta fyrir fólki í
grennd við verslunina nokkrum
klukkutímum áður en opnað var.
Fólk lét sig hafa það að híma van-
svefta í röð fyrir utan búðina til þess
að ná að gera góðu kaupin. Í gær var
svo greint frá því að sala á raftækjum
í október hefði aukist um 19,0% á
föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra
og um 12,1% á breytilegu verðlagi á
sama tímabili. Verð á raftækjum
lækkaði um 5,7% frá október 2009.
x x x
Sömu sögu er að segja af ferðalög-um landans. Sagt hefur verið frá
mikilli ásókn í golf- og skíðaferðir til
útlanda, borgarferðir njóti aukinna
vinsælda og svo má lengi telja. Samt
virðist verðið fara hækkandi og ekki
er beint gefið að gista á hótelum víða
um heim. En hugsanlega veit fólk
ekki hvað það á að gera við peningana
og í stað þess að láta þá brenna upp í
verðbólgu vill það fá eitthvað fyrir
sinn snúð.
x x x
ÍMorgunblaðinu í fyrradag varsagt að talið væri að heimilin í
landinu ættu um 22 milljarða í ríkis-
bréfum auk þess sem nær 90 millj-
arðar væru á innlánsreikningum
bankanna þrátt fyrir neikvæða raun-
vexti. Bankarnir ráðlegðu við-
skiptavinum sínum að festa fé sitt í
verðbréfum ríkisins frekar en í eigin
innlánsreikningum. Vilhjálmur
Bjarnason, framkvæmdastjóri Sam-
taka fjárfesta, taldi það hættulegt
fyrir samfélagið að leiðast inn á þá
braut að ríkisskuldabréf væru eini
fjárfestingarkosturinn. Þá mælti
hann frekar með því að kaupa rauð-
vín. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 skro, 8 mjúkan, 9
sýður mat, 10 synjun, 11
þekja með torfi, 13 skjóða,
15 hesta, 18 ásókn, 21 sund-
fugl, 22 tími, 23 gerðir óðan,
24 þekkingin.
Lóðrétt | 2 alda, 3 kona, 4
viðbjóður, 5 óbeit, 6 tólg, 7
þrjóska, 12 skip, 14 ískur, 15
blíðuhót, 16 tunnuna, 17
ávöxtur, 18 ávítur, 19 tómri,
20 fuglahljóð.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 legil, 4 kúfur, 7 felds, 8 ritum, 9 tóm, 11 römm, 13 æð-
ur, 14 eitur, 15 mont, 17 anga, 20 arm, 22 tækin, 23 aspir, 24
mænir, 25 tærir.
Lóðrétt: 1 lofar, 2 gælum, 3 lest, 4 karm, 5 fátíð, 6 rómar, 10
Óttar, 12 met, 13 æra, 15 mótum, 16 nakin, 18 nípur, 19 akrar,
20 anir, 21 magt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 Be7 6. Be2 0-0 7. h4 c6 8. Bg5 h6 9.
Dd3 Rh7 10. Bxe7 Dxe7 11. 0-0-0 Ra6 12.
g4 Rc5 13. De3 He8 14. f3 a5 15. Rf5 Bxf5
16. gxf5 d5 17. Hdg1 Kh8 18. Bd3 Had8
19. Re2 dxe4 20. fxe4 Rxe4 21. Hg2 Rc5
22. Dxe7 Rxd3+ 23. cxd3 Hxe7 24. Rf4
Rf6 25. Hhg1 Hg8 26. Hf1 He5 27. Re2
Hge8 28. Kd2 Rd5 29. Hfg1 Re3 30. Hxg7
Rxf5 31. H7g2 Rxh4 32. Hf2 Rg6 33. Rd4
Hf8
Staðan kom upp í C-flokki Haustmóts
Taflfélags Reykjavíkur sem lauk fyrir
skömmu. Páll Sigurðsson (1.884) hafði
hvítt gegn Sigurjóni Haraldssyni (1.906).
34. Hxg6! og svartur gafst upp. Páll hafði
lukkuna með sér í þessari skák þar sem
Sigurjón var peði yfir þegar hann lék af
sér manni í 33. leik. Stríðsgæfan var með
Páli í mótinu en hann fékk hvorki fleiri né
færri en 8½ vinning af 9 mögulegum á
meðan næsti maður fékk 6 vinninga.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Gagnkvæm hjálpsemi.
Norður
♠--
♥Á5432
♦ÁK98
♣ÁK98
Vestur Austur
♠G9764 ♠53
♥87 ♥KDG109
♦765 ♦DG10
♣765 ♣DG10
Suður
♠ÁKD1082
♥6
♦432
♣432
Suður spilar 4♠ redoblaða.
Mollo-spilin eru eins og lottótöl-
urnar 1-2-3-4-5. Sú talnaruna er ekki
ólíklegri en hver önnur, en ef hún
kæmi upp eitt laugardagskvöldið
myndu menn reikna með maðki í
mysunni.
Spil dagsins er frá Mollo. Í aðal-
hlutverkum eru tveir mestu ruglu-
kollar klúbbsins, Rostungurinn í suð-
ur og Hérinn í vestur. Af ástæðum,
sem of langt mál væri að greina frá,
voru báðir ákveðnir í að hjálpa hinum.
Útspilið er hjarta. Rostungurinn
drap og stakk hjarta. Fór inn í borð,
spilaði aftur hjarta og trompaði með
ás! Og Hérinn undirtrompaði! Þetta
var endurtekið: Blindum spilað inn,
hjarta trompað hátt og undirtrompað.
Áætlun Rostungsins var að spila af
sér trompslögum og markmið Hérans
að skila þeim til baka. Útkoman var
óhjákvæmileg: snilld í sókn og vörn.
12. nóvember 1932
Ofviðri gekk yfir landið.
Norskt flutningaskip fékk á
sig brotsjó út af Reykjanesi og
þrír menn fórust. Símastaurar
brotnuðu, loftnet loft-
skeytastöðvarinnar slitnaði og
tjón varð vegna sjávargangs
suðvestanlands. Í Grindavík
var mesta brim í manna minn-
um og gekk flóðbylgja á land
„og sópaðist lengst upp á tún-
in í miðju þorpinu,“ að sögn
Morgunblaðsins.
12. nóvember 1967
Síðustu tíu íbúarnir fluttu úr
Flatey á Skjálfanda. Nokkrum
árum áður bjuggu þar um
hundrað manns.
12. nóvember 1967
Þorgeir Þorgeirson frumsýndi
kvikmyndirnar „Að byggja“
og „Maður og verksmiðja“ í
Hlégarði. Einnig voru sýndar
myndirnar „Grænlandsflug“
og „Hitaveituævintýri“.
12. nóvember 1974
Þórbergur Þórðarson rithöf-
undur lést, 86 ára. Jakob
Benediktsson sagði að hann
hefði verið „einn mesti stíl-
snillingur sem við höfum
nokkru sinni átt“. Meðal
þekktustu bóka hans eru Bréf
til Láru, Íslenskur aðall, Ofvit-
inn og ævisaga Árna Þórarins-
sonar.
12. nóvember 2007
Paul Nikolov tók sæti á Al-
þingi, fyrstur Íslendinga af er-
lendum uppruna. Paul sagðist
aldrei hafa verið stoltari af því
að vera íslenskur ríkisborgari.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
„Ég ætla bara að hafa hægt um mig í dag að þessu
sinni,“ segir Ingibjörg Jónasdóttir fyrrverandi
fræðslustjóri, sem fagnar 60 ára afmæli sínu í dag.
Ingibjörg segist hafa haldið stóra afmælisveislu
þegar hún varð fimmtug og segist láta það duga.
Hún hefur þó nóg fyrir stafni að sinna félagsmálum.
Á morgun halda samtökin Delta-Kappa-Gamma, fé-
lag kvenna í fræðslustörfum, upp á að 35 ár eru lið-
in frá stofnun þeirra hér á landi. Ingibjörg er for-
seti landssambands félagsins og tekur því þátt í
hátíðarfundinum á morgun. „Það er mitt verkefni
að stýra samtökunum, sem er mjög skemmtilegt
verkefni. Þetta eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum, sem m.a.
stuðla að auknum fræðilegum og persónulegum þroska kvenna í
fræðslustörfum og gæðum í menntun og uppeldisstörfum,“ segir hún.
Ingibjörg var um árabil fræðslustjóri hjá Búnaðarbankanum og síðar
hjá Kaupþingi. Hún hefur að undanförnu m.a. sinnt félagsstörfum af
ýmsu tagi. Það styttist í stórafmæli eiginmannsins, Guðmundar Gísla-
sonar, og Ingibjörg þvertekur ekki fyrir að í tilefni tímamótanna verði
land lagt undir fót. omfr@mbl.is
Ingibjörg Jónasdóttir er 60 ára í dag
Ætlar að hafa hægt um sig
Hlutavelta
Ösp Þor-
leifsdóttir og
Hilmar Kiern-
an héldu tom-
bólu á Eiðis-
torgi og gáfu
Rauða kross-
inum ágóð-
ann, alls 6.127
krónur.
Flóðogfjara
12. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 4.03 1,2 10.32 3,4 16.54 1,3 22.59 3,0 9.47 16.38
Ísafjörður 6.03 0,7 12.33 1,9 19.06 0,7 10.10 16.25
Siglufjörður 2.54 1,1 8.22 0,6 14.48 1,2 21.14 0,4 9.53 16.07
Djúpivogur 1.03 0,7 7.32 2,0 13.54 0,9 19.36 1,7 9.21 16.03
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Stundum fer ekki saman það sem
maður helst vill og það sem manni er holl-
ast. Hlustaðu á hjarta þitt.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þig langar ekki sérstaklega til þess að
læra í dag. Hvaðeina sem viðkemur veislu-
höldum og skemmtun hefur tilhneigingu til
að ganga of langt.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Samræður við vini eða hópa ein-
kennast af hlýju og vinskap. Settu í forgang
það sem skiptir þig öllu máli, sem er – fjöl-
skyldan.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það er nokkur áskorun fólgin í því
að halda væntingunum innan skynsamlegra
marka. Nýttu góða veðrið.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ert metnaðarfull/ur og vilt vera
komin lengra áleiðis en þú ert. Til hvers?
Þér liggur ekki lífið á – þú hefur nægan
tíma.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Stundum er svaranna að leita á ólík-
legustu stöðum. Ummæli þín verða rang-
túlkuð.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Taktu kímnigáfu þinni opnum örmum,
líka eitursnjöllu innsæi þínu og duttlunga-
fullum vitsmunum. Gerðu það sem þú þarft
að gera og leiddu annað hjá þér.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Hugmyndaauðgi þín skorar hátt
í samkeppni við aðra. Allt sem tengist
skemmtanaiðnaði og ferðamannaþjónustu
vekur áhuga þinn.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Fólk sýnir þér góðvild í dag.
Vertu bara róleg/ur; allt hefur sinn tíma og
þannig verður útkoman best. Ferðalög höfða
til þín þessa dagana, Asía er spennandi.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þótt allt virðist ganga þér í hag-
inn skaltu hafa það bak við eyrað hversu
fljótt veður getur skipast í lofti. Þú ert uppi í
skýjunum vegna ástamálanna.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Láttu ekki óþolinmæðina ná tök-
um á þér þótt það taki aðra einhvern tíma
að sjá kostina við málstað þinn. Viss per-
sóna dregur úr þér máttinn.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Lokaðu þig ekki af frá umheiminum
þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Farðu til
dæmis í garð eða farðu í bíltúr út í sveit.
Stjörnuspá