Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 1

Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 1
 FRIÐARKVEÐJAN „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu". — Þessi er lofsöngur hátíðarinnar, sem nú fer í hönd. Þannig sungu englarnir hina fyrstu jólanótt. Lofgjörð skyldi honum flutt, er mönnunum gaf hina dýrustu gjöf; friður þeim heitinn, er veittu gjöfinni viðtöku með opnum huga og fagn- andi hjarta. Og sú varð raunin á, að þótt hið ytra geysuðu stormar og stríð, átti litla jólabarnið var- anlegan frið að flytja hrelldri sál. Langt er liðið síðan þetta bar til, og enn geysa stormar og stríð. Jú, ekkert einkennir meir þá tíma, sem vér lifum á, en skortur á friði. Fréttir, sem oss daglega berast frá hinum stóra heimi, bera því dap- urlegt vitni. Ræður eru fluttar um þetta vanda- mál mannkynsins, ráðstefnur eru háldnar, setið er langdvölum við samningaborð, þar sem ráðamenn þjóðanna setja fram hverja tillöguna af annarri, er liverri um sig er ætlað að leysa vandann og létta af farginu; en árangurinn af allri þessari viðleitni er liarla lítill og allt situr við sama. Mannkynið heldur áfram að titra í angist og kvíða fyrir kom- andi dögum. ! 1 En mitt í myrkri þessa vonleysis og úrræða- leysis, kveður við raust um dimma nótt og boðar friðarhátíð Ijóssins. Og það er þessi hátíðarboð- skapur, sem einn getur frelsað mannkynið frá ótta og kvíða og fært því varanlegan frið. „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður“, mælti hann, sem í heiminn kom hina fyrstu m jólanótt. Þau reyndust þeim, er honum treystu, orðin sönnu. Og allar aldir stðan, allt til þessa dags, hefur friðargjöfin hans orðið óteljandi mönnum athvarfið, sem aldrei brázt í stormbyljum lífsins. Og nú kemur hún enn hin blessaða hátíð Ijóss- ins í myrkrinu — hátíð hans, sem einn getur flutt frið á jörðu. „Vér fögnum komu frelsarans“. Vér fögnum honum, sem einn getur leyst hvern vanda og eytt ótta og kvíða úr huga hvers manns. Vér biðjum þess, að hátíð hans megi verða fagnaðarrík hátíð öllum mönnum og öllum þjóðum. Og með þá ósk i huga bjóðum vér livort öðru Qleðileg jól! Séra Qarðar þ)orsteinsson Myndin hér að ofan er af líkani af hinni nýju Skálholtskirkju. Guðjón Arngrímsson trésmíðameistari hefur smíðað likanið, en hann er yfirsmiður við hyggingu kirkjunnar. Er kirkjan hin feg- ursta og her líkanið glöggt vitni um snilldar handbragð Guðjóns.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.