Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 13

Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 13
\ 17. desember 1957 HAMAR 13 Ferð Hrannprýðii .. (Framhald af bls. 7) spilinu og stóðum þar um stund Á og horfðum á fólksfjöldann, sem farinn var að dansa á dekk- inu, eftir dillandi harmoníkku- mússík, því góður spilari var með í ferðinni. Og ennþá lék undiraldan suma grátt. Ein af okkur félags- systrum, sem þá gekk á peysu- fötum, hafði að þeirra tíma sið N hárnet yfir húfunni og fram yfir an^JiHð. V En þar sem hún dansaði af miklum móði, innst í þvögunni, var sem þyrmdi yfir hana, og þurfti hún auðsjáanlega að kom ast út að lunningunni. En það var enginn vegur í fljótu bragði, svo hún varð að vera þar sem hún var komin. *, Yfirbuguð af ólgandi sjóveiki hjúfraði hún sig að barmi dans- herra síns, með hárnetið fullt af appelsínurifum og fleira góð- gæti, sem frúin hafði gætt sér á áður en hún fór á sjóinn. Þarna voru líka velþekkt hjón hér í bænum, sem urðu bæði fyrir barðinu á undir öld- inni. Blessaðar manneskjurnar studdu við enni hvors annars eftir því sem gusurnar sögðu til sín. En þetta var nú bara fyrir Gróttu. Síðan var spegilsléttur sjór alla leið. Hvítalogn og glaðasólskin, og útsýnið dásam- legt. Skipið lagðist fyrir utan Akra- nes, því þá var enginn hafnar- garðrn-, aðeins lítil bátabryggja. Vélbáturinn Víðir frá Akra- nesi selflutti allt fólkið í land. ' Ólafur B. Björnsson tók á móti okkur í samkomuhúsinu. Þar voru fluttar ræður og sungin nokkur ættjarðarljóð við undir- ieik Ólafs B. Björnssonar. Aðal- ræðumenn voru: Ól. B. Björns- son, Einar Þorgilsson og Sig- ríður Sæland. Ól. B. Björnsson hafði boð inni á heimili sínu, þennan dag fyrir Þorgilsson hjónin og alla yfirmenn af Garð ari. All flesir aðrir höfðu nesti með sér, sem aðallega var smurt brauð, og margir voru með kaffi á hitabrúsa. Er við höfðum matast, var gengið um bæinn og skoðað hið markverðasta. Man ég aðallega eftir kirkjunni, svo og ýmsum myndarlegum íbúðarhúsum. Einnig hinum víðfeðmu rauð- \ máluðu húsum með hvítu gluggunum og var okkur sagt að þetta allt ætti Haraldur Böðvarsson. Um kvöldið héldum við danz- leik í samkomuhúsinu og höfð- um drjúgan skilding upp úr því. Að dansleiknum loknum var búizt til heimferðar og selflutn- ingurinn hófst á ný, og nú um borð í Garðar. ' Ólafur B. Bjömsson fylgdi okkur um borð, þakkaði okkur fyrir komuna og óskaði öllum góðrar ferðar heim. Nú var heldur betur fírað upp í kabyssunni og hitað kaffi og soðnar pylsur og egg. Við hin yngri vorum látin hjálpa til í eldhúsinu. AuglýsG ar voru heitar pylsur og f jöregg og var skammturinn seldur á kr. 1,50, en kaffið var selt á eina krónu. Svo mikla lukku gjörði þetta, að allt seldist upp, meira að segja helltum við á korginn fyr- ir rest og því er ekki að leyna, að sú uppáhelling var hálfgert glundur. Enda heyrðum við inn um um til skipseiganda og þakkaði honum þá miklu drenglund og höfðingsskap, er hann hefði sýnt Slysavarnafélaginu, með því að lána skip sitt til þessarar ferðar. Einar Þorgilsson svaraði með því að óska slysavarnastarfsem- inni í landinu allra heilla á ó- komnum árum. Við félagskonur vorum mjög glaðar og ánægðar yfir vel heppnaðri ferð, og þar sem okk- Dansað á þilfari botnvörpungsins Garðars. kýraugun í eldhúsinu að tveir menn voru að tala saman og annar segir: „Andskoti er þetta nú þunnt, og þetta selja þær á krónu“. „O, jú. En það er bragð gott og heitt“, sagði þá hinn „Og ég held þær eigi það nú skilið, að fá krónu fyrir sopann, kerlingar greyin, þær eru bara fjári duglegar“. Sama dásamlega veðurblíðan hélzt einnig alla leiðina heim, og allir voru í bezta skapi, enda lét undiraldan ekkert á sér bæra. Margt af þessu ferðafólki var þarna á sjó í fyrsta sinn, og virti fyrir sér af mikilli aðdáun þessa fögru leið, ekki sýzt er við nálguðumst Hafnarfjörð Lagzt var að bryggju í Hafnar- firði um miðnæturskeið. Aður en stigið var af skipi kvað sér hljóðs frú Sigríður Sæ- land. Avarpaði hún skipstjóra og skipshöfn og þakaði þeim trausta og góða þjónustu. Að síðustu beindi hún orðum sín- ur hafði tekizt að raka saman fé, sem að upphæð varð fast að kr. 1200,oo, er að öðru jöfnu myndi svara til 24 þús. krónum í dag. Hér í Hafnarfirði hefur slysa- vamadeild kvenna starfað í 27 ár. Það er að vísu ekki langur aldur, ef miðað er við sögu * heils bæjarfélags. En á þessum 27 ámm hefur slysavarnastarf- semin ætíð staðið traustum fót- um, og ég óska að svo megi verða um alla framtíð. Því er við lítum á þessa starfsemi, þá jafnvægishlið lífsins, þá er það fátt sem kallar meira fram það bezta, sem í mannssálinni býr en einmitt stefnuskrá þessa fé- lagsskapar, er byggist á kær- leika, fórnfýsi og bróðurhug til þeirra, sem í nauðum eru stadd- Og hvað er líf án ljóss; er við öll innst í hjarta okkar þrá- um svo mjög. Eg óska öllum Slysavarnafé- lagsunnendum árs og friðar. GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýár! Fisksölur Jóngeirs GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýár! Almennar Tryggingar h.f. GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýárl Þökkurn fyrir viðskiptin á líðandi ári. Raftækjavinnustofa Sigurjóns Guðmundssonar Hugheilar ióla- og nýárskveðfur Flugfélag íslands h.f. GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýár! Þökkum ftjrir viðskiptin á líðandi ári. Bílaverkstæði Hafnarfjarðar h.f. GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýár! Vélsmiðja Hafnarfjarðar h.f. GLEÐILEG JÖL! Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar j GLEÐILEG JÓL! I Farsælt nýár! Ragnar Bjömsson h.t. > Húsgagnabólstrun GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýár! Þökkurn fyrir viSskiptin á líðandi ári. Mánabar Óskum öllu okkar starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og góðs komandi árs og þökkum ánægfulega samvinnu á árinu, sem er að líða. Skipasmíðastöðin Dröfn h.f. Byggingafélagið Þór h.f. *©©©©$©©©©©©©©$©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©« *©©©©©©©©©©©$©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©$©©©©©©©©©©©©«

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.