Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 18

Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 18
18 HAM AR 17. desember 1957 t Geir Jóelsson STRANDGÖTU 21 liven- og’ barnabominr Inóðar bækur lianda / ung'uni Miílkui)i Hanna 35,00. Hanna eignast hótel 35,00. Hanna og hótelþjófurinn 35,00. Lóretta 40,00. í skugga óvissunnar 40,00. Rósa 15,00. Rósa og frænkur liennar 40,00. Nóa 20,00. Ramóna 25,00. Yngismeyjar 15,00. Veronika 15,00. Fást í öllum bókaverzlunum. Framtíð Hafnarfjarðar (Framhald af bls. 11) orkan. Hún er við hendina í Krýsuvík, að segja hitaorkan, en raforkan ekki. í þriðja lagi má nefna vinnuaflið, en það er fyrir hendi í Hafnarfirði, en þyrfti að leggja í mikinn kostn- að í Krýsuvík til að byggja yfir starfsfólk. Þá má sem fjórða at- riði nefna markaðinn og þá er bezt að framleiðslan sé sem næst samgöngumiðstöð. Fleirj atriði koma og til greina, þegar tekin er ákvörðun um staðsetn- ingu stórra . iðjuvera, en ekki verður farið nánar út í það hér. Hagnýting jarðhitans í Krýsu- vík er mikið hagsmunamál Hafnfirðinga. Það sem efst er á baugi í þeim efnum er mögu- leikinn á hitaveitu, en það er þegar orðið mikið áhugamál fjölmargra bæjarbúa. Annað það sem er verið að gera athug- anir á, er að nota jarðhitann til framleiðslú á salti úr sjó. Fyrir hitaveitu er þegar reynsla hér á landi og hæpið svo að á henni yrði hægt að byggja nokkuð nákvæmlega. Hvað saltvinnslu snertir er ekki reynsla hér á landi og erfitt að byggja á reynzlu annarra þjóða, sem e. t. v. hafa all ólík- ar aðstæður. Er því sennilegt að það þyrfti að byrja á því að byggja litla tilraunaverksmiðju, eins og oft tíðkast erlendis, áð- ur en ráðist er í stórar og fjár- frekar framkvæmdir. Saltverk- smiðja gæti' svo orðið undir- staða undir klór- og vítisóda- verksmiðju, sem aftur gæti svo orðið undirstaða undir annarri stóriðju og til útflutningsfram- leiðslu í stórum stíl. Það er gaman að láta hiugann reika til þess tíma, að stóriðja rísi upp hér í Hafnarfirði. Auk þess, sem atvinna mundi auk- ast stórlega beint við slíkan rekstur, þá mundi hún ekki síð- ur aukast óbeint. Mikill straum- ur skipa yrði um höfnina, ann- að athafnalíf mundi hnappast að slíkri stóriðju, viðskipti öll myndu vaxa og meira öryggi skapast fyrir afkomu alls al- mennings í bænum. En mörg verkefni bíða úr- lausnar áður en slíku marki er náð. Höfnina þarf að byggja, vegakerfið að batna og marg- vísleg önnur aðstaða, sem laðar að sér aukið athafnalíf og stað- setningu stóriðju í bænum þarf að komast í kring. Hér er verk- efni að vinna, verkefni, sem kostar mikið fé, en hægt er að fara að vinna að nú þegar. Það væri mjög vel til fallið að bæj- aryfirvöldin settu á stofn nefnd manna, sem hefði það verkefni að athuga hvað það væri, sem gera þyrfti til að auka athafna- lífið í bænum og þá með tilliti til staðsetningar stóriðju og fara þegar að vinna skipulega og af fullri festu að þeim verkefnum, sem fyrst og bezt kæmu að gagni í því að efla atvinnu- og athafnalífið í bænum og auka framtíðaröryggi bæjarbúa. Þýzkalandsför FH-inga (Framhald af bls. 9) inn hafði beðist afsökunar á seinaganginum, var okkur hol- að til bráðabirgðar á gömlu hóteli yfir nóttina. Snemma næsta morgun, eftir að hafa raðað í okkur 2-8 brauðsneiðum og nokkrum bollum af te, flutt- um við á þann stað er við skyldum dveljast á þessa fáu daga er eftir voru. Var það einhvers konar „farfuglaheim- ili“ — 30 kojur í einu herbergi etc. Um eftirmiðdaginn fóru flestir út að verzla, og var margt keypt, allt frá 40 aura súkkulaðipökkum upp í reið- hjól. Á miðvikudag kepptum við svo tvo síðustu leikina. Sá fyrri var gegn Olymípa, og unnum við hann 9:8, og sá seinni var við félag, sem talið er mjög sterkt lið, HTB Hamburg, sem við unnum 8:5. Keppnin fór fram í stórri höll, og þar fyrst komum við í stórt hús og á sæmilegt gólf. Um 3000 áhörf- endur sáu leikina, og höfum við sjaldan heyrt önnur eins ólæti og þá. Smásnáðar blésu í tromp- eta, relluðu hrossabrestum og létu öllum illum látum. Þar var nú líf í tuskunum. Um kvöldið var skilnaðarhóf, og kl. 7 morguninn eftir var Iagt af stað til Hamborgar og heim til Islands. Var flestum farið að lengja eftir íslenzku mjólk- inni og íslenzka matnum, og var það ósköp skiljanlegt, því menn höfðu létzt frá 3—8 kg í þessari „pílagrímsferð“. Frá Hamborg flugum við svo heim á fimmtudagsmorgun- inn, og lentum á Reykjavíkur- flugvelli kl, 4 e. h., þreyttir, en þó ánægðir eftir þessa fróðlegu og skemmtilegu Þýzkalandsferð Að lokum vil ég þakka farar- stjóra okkar, Guðmundi H. Garðarssyni, þjálfara okkar, stúlkunum tveim og piltunum fyrir sérlega ánægjulegar sam- verustundir í ferðalaginu, og vona, að sem flestir þeirra kom- ist á mótið fyrirheitna. þ.e.a.s. heimsmeistaramótið í Berlín á vori komanda. Gleðileg Jól! <t> Jólagrjafli* í miklu úrvali. Úr, klukkur, skrautgripir, borðbúnaður, gler og krist- alsvörur. Varanleg gjöf minnir ávallt á gefandann. Einar Þórðarson ó- Co. Úra- og skartgripaverzlun Sokkamöppur Snyrtitöskur Tilvalin jólagjöf. Skemman

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.