Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 11

Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 11
17. desember 1957 HAMAR 11 PÍLL V. DANÍELSSON: Framtíð Hafnarfjarðar —^Hagrnýtmg? jarðhltans — Oft hefur verið talað um það, að Island væri harðbýlt og land ið sjálft snautt af náttúruauð- æfum. — Fyrr á tímum, þegar menn urðu að vinna hörðum höndum með frumstæðum tækj um fyrir lífsnauðsynjum sínum, hefur þetla verið rétt. Samgöng ur allar, bæði til landsins og um það voru þá erfiðar og ennþá var í órafjarlægð að hagnýta orku fallvatnanna og jarðhitans, sem landið er auðugt af. Hin fábrotnu og ófullkomnu vinnutæki torvelduðu alla verka skiptingu milli landshluta og þjóða á milli. Afköst hvers manns urðu því minni en ella og lífskjörin miklu verri. Með bættum samgöngum, aukinni tækni og vélanotkun sköpuðust möguleikar til auk- innar verkaskiptingar, aukinna viðskipta og bættra lífskjara. Hér á landi gerist bylting í þessum efnum, þegar vatnsaflið er tekið í notkun í rnynd raf- orku. Fólk sér nú í anda raf- magnið tekið í þjónustu á hverju byggðu bóli, stóriðju rísa upp, sem hefur í för með sér vaxandi velmegun og grózku í þjóðlífinu. Atvinnulíf hér á landi hefur verið fremur fábrotið. Sjávarút- vegur og landbúnaður hafa ver- ið aðalatvinnuvegirnir til skamms tíma, en nú hefur iðn- aður risið upp og er hlutur hans orðinn allstór og fer vaxandi. Aðalútflutningsvara lands- manna hefur því verið og er sjávarafurðir og gerir það okk- ur mjög háða aflabrögðum, hvernig okkur vegnar. Það væri því mjög æskilegt fyrir okkur, að geta aukið fjölbreytnina veru lega og treyst á þann hátt at- vinnu- og afkomuöryggi þjóðar- innar. Það er því ekki óeðlilegt, að margir mætir menn hafa hugsað til þeirra möguleika að koma upp stóriðju hér á landi, sem byggðist á því, að flytja hina unnu vöru á erlendan markað. Kemur þá einkum til greina framleiðsla, sem þarf á mikilli orku að halda, raforku og hita- orku, en hvorttveggja ætti að geta verið fyrir hendi hér í rík- um mæli, en til að beizla þá orku þarf mikið fjármagn. Sala úr landi á stóriðjuframleiðslu yrði þá að verulegu leyti sala á vatns- og hitaorku og gæti slíkt orðið til mikilla hagsbóta fyrir landsmenn alla. Tækifærisgjafir og fleira Skíði og bindingar. Skíðastafir og skíða- áburður. Skautar og skautaskór. íþróttabúningar. Bakpokar og tjöld. Veiðitæki. Reiðhjólavörur. Skíðasleðar. Vasaljós. Batteri og perur. Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar hf. Strandgötu 8 - Sími 50329 Páll V. Daníelsson. Hér á landi er þegar að rísa upp stóriðja. Má þar nefna á- burðarverksmiðjuna, sem tekin er til starfa og sementsverk- smiðjuna, sem er í byggingu. Annar efnaiðnaður, sem um hef ur verið rætt að til greina kæmi hér á landi er saltvinnsla, klór- og vítisódaverksmiðja, alumini- umverksmiðja, magnesiumverk- smiðja, brennisteinsvinnsla, framleiðsla á þungu vatni o. fl. Efnavinnsluverksmiðjur eru oftast háðar hver annarri, þann- ig að framleiðsla einnar er hrá- efni annarrar o. s. frv. Varð- andi sumt af framangreindri stóriðju mundi þurfa að flytja hráefni til landsins eins og t. d. bauxit til aluminiumoxid- og aluminiumvinnslu. Að undanförnu hefur verið rætt mikið um fríverzlun Ev- rópu, en komist hún á og geti Islendingar orðið raunverulegir þátttakendur í henni hlýtur margt að taka nokkrum breyt- ingum í atvinnulífi okkar, en það verður ekki rakið hér. En verður þá ekki hagkvæmt og nauðsynlegt fyrir okkur að koma upp samkeppnisbærri stóriðju með útflutning fyrir augum? Hér er um mikið verk- efni að ræða til úrvinnslu og athugunar fyrir sérfræðinga okkar. En þeir hafa þegar unn- ið að miklum og merkum at- hugunum á þessum sviðum, þótt hér verði ekki nefnd nöfn í því sambandi. En ekki er nóg að leysa hina tæknilegu hlið þessara mála, heldur verður að leysa fjárhags- hlið þeirra og er það stórt og vandasamt viðfangsefni, því þar þarf að koma til margfalt meira fé en við Islendingar höfum yf- ir að ráða. Þegar rætt er um stóriðju, þá er ekki nema eðlilegt að við Hafnfirðingar tökum til athug- unar á hvern hátt við getum notið góðs af slíku. Hafnarf jörð- ur hefur fyrst og fremst verið fiskimannabær, en síðustu ára- tugi hefur iðnaðinum vaxið fisk- ur um hrygg og ér hann orðinn einn stærsti þátturinn í atvinnu- lífi bæjarbúa. Hins vegar er það að athuga, að stór hluti iðnað- arins er byggður á öflun sjáv- arafurða og verði um verulegan aflabrest að ræða, dregst iðn- aðurinn saman vegna hráefnis- skorts og minnkandi kaupgetu bæjarbúa. Afkoman er því ekki eins trygg og skyldi og kemur það fyrst og harðast niður á verkafólkinu í bænum. I sambandi við stóriðju hef- ur Hafnarfjörður það framyfir suma aðra staði, að hafa yfir að ráða mikilli hitaorku, þ. e. í Krýsuvík. Hins vegar á bær- inn ekkert raforkuver, en mikil og ódýr raforka er eitt undir- stöðuatriði stóriðjureksturs. Nýting jarðhitans hér á landi í stórum stíl hófst með hitaveitu Reykjavíkur, sem reynzt hefur happadrjúgt fyrirtæki. Nú er hugmyndin að auka það fyrir- tæki ennþá meira og í því sam- bandi hefur verið rætt um sam- vinnu milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur um hitaveitu frá Krýsuvík. Eins og fólki er kunnugt, hafa farið fram jarðhitarannsóknir í Krýsuvík og hafði Rafveita Hafnarfjarðar forgöngu þar um og stóð straum af þeim hvað kostnað snerti. Voru þar fram- kvæmdar boranir eftir gufu með góðum árangri og þá eink- um haft í huga að nota jarðhit- ann til raforkuframleiðslu, en ekki hefur þótt hentugt að ráð- ast í frekari framkvæmdir í þeim efnum, að minnsta kosti í bili. Möguleikar til að bora eftir gufu hafa nú vaxið, þar sem til landsins hefur verið keyptur stórvirkur jarðbor. Við þær athuganir, sem fram hafa farið varðandi byggingu sjóefnaverksmiðju hefur Krýsu- vík mjög verið höfð í huga, bæði vegna mikillar hitaorku þar svo og nálægðar hennar við Hafnarfjarðarhöfn. Hlýtur þá mjög að koma til athugunar, hvort slík verksmiðja yrði stað- sett við orkuna, þ. e. í Krýsuvík, eða orkan flutt þangað, sem hagkvæmara yrði að staðsetja slíka verksmiðju af öðrum ástæð um. Þegar þarf að gera sér grein fyrir staðsetningu verk- smiðju, sem þarf mikið stofnfé til að koma upp, kemur margt til athugunar, því staðsetningin getur ráðið úrslitum um rekst- ur verksmiðjunnar. Þau atriði, sem m. a. verður að taka tillit til, er hráefnið, sem til verksmiðjunnar þarf, sem í þessu tilfelli gæti orðið ennþá nærtækara í Hafnarfirði en í Krýsuvík. í öðrulagi er það (Framhad á bls. 18) Blómaverzlunin SÓLEY Strandgötu 17 Jólaborðsskraut í miklu úrvali. Grenikransar. Grenikrossar. Alls konar skrautvörur úr gleri, postulíni og íslenzkum leir. Blómaskreytingar í miklu úrvali. Tlmvötn - jSteinfivötn allar fáanlegar tegundir. Hafiiarfjarðar Apotek llaliiinr tilkynnir Nú er réfíi tíminn að mála fyrir jólin. Alls konar málning- og lökk. Penslar at öllum stærðum. Til jólagjafa margs konar leikföng. Ný- komnir fallegir kökukassar og kökubox. Til jólagjafa málverk og myndir. Margar tegundir af barnabílum. Einnig skíðasleðar. Áherzla lögð á, að myndir, sem hér eru innrammaðar, séu sóttar fyrir jólin. MÁLMIIR

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.