Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 5

Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 5
> 17. desember 1957 HAMAR 5 — Hvalbragur — ■}óhannes]-jfóhanmsson - ‘Jormálsorð: jfón Qeslur Vigfússon í hinni gömlu „Brydes“-húð var bekkur setinn, inn í dimmu skúmaskoti. Skrölti í Jóni í Hamarskoti. Hann sagðist hafa heyrt, að þessi helfar hvalur væri átján álnir talinn, þó ekki væri mældur halinn. * > \ / \ Fyrir nokkrum árum kvað Jón Gestur Vigfússon, sparisjóðs- gjaldkeri, hinn fræga Hvalbrag Jóhannesar Jóhannessonar á skemmtun manna, enda eru þeir unum í Hafnarfirði. Vakti barg- urinn að sjálfsögðu mikla skemmtim manna, enda eru þeir nú orðnir fáir, sem kunna þenn- an 45 ára gamla brag. Hamar snéri sér því tO Jóns Gests Vig- fússonar og óskaði eftir því að fá að birta braginn svo og for- mála, sem Jón futti bragnum til skýringar. Varð Jón góðfúslega við þeirri beiðni og fer Hval- bragurinn því hér á eftir, ásamt foxmálsorðum Jóns. V_______________________________/ Það mun hafa verið fyrir rðskum 40 árum, þegar Hafnar- fjörður var svo að kalla í reyf- um sem bær, hafði nýfengið bæjarréttindi, bæjarstjórn og bæjarstjóra, og lögreglu. Þó að bærinn væri þá ungur að árum, átti hann þó jörð eða jarðar- part. Þótt á engan hátt geti jafnast á við núverandi jarð- eignir bæjarins, hafðist þó nokk uð upp úr leigunni og þar sem jörðin lá að sjó var náttúrlega allur reki ófrávíkjanlega jarð- eigandans eign. En jörð þessi eða jarðarpartur var Hlið á Álaftanesi. Nú bar það við einn góðan veðurdag, að menn urðu varir við eitthvert ferlíki í flæð- armálinu á Hliði, sem við nán- ari eftirgrennslan reyndist vera Hvalur. Þetta varð strax hljóðbært um nærsveitir og ekki að ófyrir- synju að bæjarstjórn Hafnar- fjarðar léti til sín taka, þar sem lög stóðu til þess, að rekinn væri eign bæjarins. Þessi atburður varð til þess, að ýmsir af góðskáldum bæjar- ins brugðu sér á bak Pegasus gamla og hljómaði um allan bæinn í langan tíma hver hval- bragurinn á fætur öðrum, en sá bragurinn sem tvímælalaust bar af öllum öðrum og mesta ást- sæld hlaut hjá almenningi var eftir Jóhannes Jóhannesson, Sveinssonar, Keyrshamars, sem allir rosknir Hafnfirðingar kannast við. Jóhannes var þá ungur að árum, skarpgáfaður piltur og hafði fengið skálda- gáfuna í vöggugjöf. Má tví- mælalaust ætla, að hann hefði orðið mikið skáld, hefði honum enzt aldur, en hann fórst með Geir, eins og kunnugt er. Við Jóhannes urðum samrýmdir vel og gaf hann mér braginn. Ég veit, að hann er mörg- um kunnur, en vegna hinna, sem hann er nýr fyrir, ætla ég að skýra hann ofurlítið nánar. Hann lýsir fyrst fréttinni um hvalrekann, hvernig hún flaug um bæinn og hvemig fulltrú- arnir tóku fréttinni og gerðu sín ar ráðstafanir. Þá voru hér í bæj arstjórn Magnús Jónsson, Ágúst Flygenring, Böðvar Böðvarsson, Þórður Edilonsson, Sigfús Berg- mann, Einar Þorgilsson, Sigur- geir Gíslason og Guðmundur Helgason, og er þeirra allra get- ið í bragnum og þeirra viðhorfa til málsins. Barðinn, sem nefndur er, var mótorbátur sem Ágúst Flygen- ring átti. Gísla Gunnarsson þekkja allir, en Andrés sem nefndur er, er faðir þeirra Sum- arliða og Kristjáns Andrésson- ar; var hann þá mótoristi hjá Flygenring. Lögregluþjónn var þá Finnbogi J. Arndal, og þar sem talað er um Kristjánsveg- inn, er átt við veg þann sem Kristján heitinn Auðunsson ók eftir, með úrgang frá bæjarbú- um. „Mölin hjá Gvendi í Króki“, var fyrir framan, þar sem nú stendur Verzlunin Aldan; mig minnir að það hafi líka verið kallað Gesthúsavör — minnsta kosti var sú vör þar á næstu grösum. — Feðgarnir sem getið er um, voru Gísli Bjarnason og synir hans, Bjarni útgerðarmaður og Olafur. Áttu þeir þá allir heima í nýbyggðu húsi, sem þeir nefndu Bræðraborg, og er nú Suðurgata 33, ef ég man rétt. Bragnum ætla ég svo ekki að lýsa nánar, en læt hann fylgja hér á eftir: Ýmsir sögðu áttatíu, og aðrir meira, en hvaða ósköp yrðu að gera allir vildu hválinn skera. Nú var Gísli Gunnarsson af Gústa sendur ásamt fleirum virðum vöndum vopnuðum með sóp í höndum. Fram eftir gekk ferðin greitt, þeir fundu hválinn. Gísli sagði og hmjtti um halann „á Hafnarfjarðar legu skal ’ann“. Eftir flóði ýtar nú með óeyrð hiðu, sem þeir aukakostnað kváðu. en hvalnum út um síðir náðu. Hægt á móti Barða blés nú blærinn þýður. Heldur fór að hægja skriður hann tók loks að „drífa niður“. Þá æpti Gísli á Andrés hátt og á bað herða. Tók þá „Barðinn' hlaupið harðar. og hélt því alla leið til fjarðar. Þrjátíu og sjö vísur, ortar af Jóhannesi Jóhannssyni. Fótur bæði og fyt var uppá Fjarðarbúum, körlum, börnum, konum, meyjum, kerlingum og stráka greyjum. En vitið þið hvað veldur þeirri voðagleði Hafnarfjarðar hosku liði hvalur rekinn fram á Hliði. Allir fagna yfir því, þó enginn þekki þetta líka feikna flykki, fleiri þúsund króna stykki. Fógetanum fregnir þessar fyrstum manna færðar voru af seggjum svinnum, sama tímann þrisvar sinnum. Fulltrúunum fundarboð í flýti sendi saman komu svo í skyndi, sem er þeirra líf og yndi. Bæjarins að bæta hag með beztu hvötum. Eins og bezt þeir orkað geta, sem allt of fáir kunna að meta. Fundinn setti fógetinn með fáum orðum. Svo frá þeirri skepnu skýrði, sem skaparinn að Hliði stýrði. Ágúst rak upp augu stór og andlit gretti, Böðvar þagði, en Þórður glotti, þörf kvað nú á stórum potti. Sigfús Bergmann sagði höpp að svona reka. En Einar mælti: Eg sem slíkur ekki verð af hvalnum ríkur. Síðan mælti Sigurgeir og sagðist vilja, að hér væri einhver virða valinn. á vélbát til að sækja hvalinn. Gvendur studdi Geira mál með gefnu svari. Ágúst bauð að „Barðinn“ færi fyrst bærinn öðrum megin væri. Boðið kunnu bragnar allir bezt að meta. Á það var með eining litið. Eftir það var fundi slitið. Fréttin var nú flogin milli Fjarðarbúa. Allir vildu eitthvað segja. Enginn kunni við að þegja. Ýmsir kváðu engan vafa á því liggja, að bæjarstjórnin hefði í hyggju að liafa upp úr hvalnum bryggju. Allir þóttust ýtar sjá þess óræk merki, að Drottinn vildi virða styrkja í von um það, að risi kirkja. Sumir liéldu að Satan hefði sent þeim hválinn, sem ekki væri unt að fela, og af því lærðu menn að stela. Nú var komið æði á allt, sem áður getur. Út á götu allir þutu og ýmsir bæjarsamþykkt brutu. En var ekki tími til að tala um lögin. Lögreglan var líka fegin að labba vestur Kristjáns veginn. Á þeim vegi enginn troðist undir hefur, því veldur einhver vondur þefur, sem vegur þessi mönnum gefur. Austan til við Edinborg var áð í bili. En myrkur var og sætur svalinn, sveif nú yfir dauðan hvalinn, í því myrkri ekki vitund ýtar sáu í herrans nafni heim var snúið, en hætta mátti ei við svo búið. Daginn eftir dreginn var nú drösull slíkur, og liggur nú í mesta móki í mölinni hjá Gvendi í Króki. Hann til sýnis öllum er, sem augu hafa. Og sagt er að hann geti gefið. góða og liolla lykt í nefið. Fyrir skipun fógetans, sem flestir rækja fjögur augu áttu að váka. Svo enginn skyldi hvalinn taka. Hvaða tegund hvala þetta kynni að vera, enginn þorði um að svara svo eitthvað lengra varð að fara. í Hamarsbrekku hárri gnæfir hús með skyldi. Herrar á því höfuðbóli heita Gísli, Bjarni og Óli. Feðgar eru þessir þrír sem þarna búa. Sérfræðingar segjast vera. að salta niður hval og skera. Fengnir voru þessir þrír og þekkja hvalinn, en þeim bar þá engum saman illa fór að kárna gaman. Uppboð var nú ýtum birt á árans hvalnum. Rannsóknin var hætt að hefja og hann var nefndur „Andarnefja“. IHflfnfirðingðr/ 1 KaupiS eingöngu nytsamar jólagjafir. | Rafveitubúðin 1 Sími 50494. k

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.