Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 14

Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 14
14 HAMAR 17. desember 1957 / HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í HafnarfirðL RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Ámi Grétar Finntson, Sími 50228. AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út hálfsmánaðarlega. Prentað í Prentsmíðfu Hafnarfjarðar hf. ' 2í Óskum öllu safnaðarfólki gleðilegra jóla góðs og farsæls komandi árs með beztu þökkum ftjrir ágætt samstarf á líðandi ári. Prestur og stjóm Fríkirkjusafnaðarins GLEÐILEG JÓL! Farsælt nijár! GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýárl Verzlun Elísabetar Böðvarsdóttur Bókabúð Böðvars GLEÐILEG JOL! Starf KFUM og KFUK í Hafnarfirði Sitjallaó vió Jdel Ingvamun Ittrmann KFBM í Ilafnarlirði nm félagsstarlið „Félagið heitir K.F.U.M. og þeirra er k-ið stærst." hefur vit- ur maður sagt. Það bendir á grundvöll félagsins — Kristur — hið kristilega starf er grunntónn alls félagslífsins. Þetta gildir og um K.F.U.K. — Kristilegt félag ungra kvenna, en félögin starfa hvert í sínu lagi en einnig, sem ein heild. Þannig eiga félögin sameiginlega húseignina Hverf- isgötu 15. Hamar leit nýlega inn til for- manns K.F.U.M., Jóels Ingvars- sonar, sem segja má að hafi ver- ið framkvæmdastjóri félagsins hér í Hafnarfirði um tugi ára. laga hefur reist kristniboðsstöð í Konso. Þar starfa íslenzku kristniboðshjónin Felix Olafsson og Kristín Guðleifsdóttir, en hún er fædd hér í Hafnarfirði, dótt- ir hjónanna Sigurborgar Eyjólfs- dóttur, Stefánssonar frá Dröng- um og Guðleifs Bjarnasonar er lengi bjó í „Félagshúsi“ hér við Hellisgötuna. Þau hjónin Kristín og Felix eru væntanleg heim í janúarlok, en önnur ung kristniboðshjón eru nú komin til starfs í Konso. Innan K.F.U.M. og K. hér er starfandi kristniboðsdeild sem er meðliinur í Sambandi ísl. Kaupfélag Hafnfirðinga £ Drengir í KFUM í Hafnarfirði ásamt þeim séra Friðrik Friðrikssyni og Jóel Ingvarssyni. — Myndin er tekin fyrir rúmum 20 árum siðan. Jóel tók því vel að gefa lesend- um Hamars upplýsingar um fé- lagsstarfið. — Félögin starfa í mörgum deidum, er það ekki Jóel? „Jú, deildarskipting félaganna fer eftir aldri þeirra sem starfað er á meðal A. D. aðaldeild fé- laganna fyrir þá sem eru 17 ára og eldri. U. D. fyrir stúlkur og drengi frá fermingar aldri að 17 ára. Y. D. yngsta deild fyrir þau börn sem yngri eru. I deild- um er svo starfað á ýmsa vegu og ýmislegt gert til þess að kenna og skemmta félögum. — Starfið á meðal bama og ungl- inga er margþætt og krefst ár- vekni og umhyggju þeirra er við það vinna. Sunnudagaskóla hafa félögin sameiginlega og sækja hann mjög mörg börn og allt upp í rúm 300. Er það fagur'hópur og oft sérstaklega ánægjulegt að fræða börnin þar um Drottínn Jesú Krist. Enda bamshuginn opinn fyrir hinum lifandi boð- skap frelsarans. Þá hafa félögin sameiginlega almennar samkomur á hverju sunnudagskvöldi kl. 8,30. Tala á þeim samkomum venjulega ýmsir menn úr Reykjavík og oft einnig prestar og leikmenn utan af landi." — Nú er risinn ísl. krisniboðs- stöð í Konso í Abesseníu. Standa félögin í nokkm sambandi við það starf? „Samband ísl. kristniboðsfé- kristniboðsfélaga. Stendur deild- in þannig að kristniboðsstöðinni í Konso og styrkir það starf eftir getu.“ — Hvað hefur þú verið lengi formaður K.F.U.M.? „Rúmlega 40 ár. Gott þykir mér að taka það fram, hve á- nægjulegt samstarfið hefur ver- ið við K.F.U.K. en forstöðukona þess er frk. Jóhanna Eiríksdóttir. Svo er það einn þáttur félagslífs- ins í K.F.U.M. og K.F.U.K., sem við eigum ótalað um, en það er sumarstarfið, sem ávallt hefur verið einn þýðingarmesti þáttrn: starfsins. Kaldæingar K.F.U.M sjá um sumarstarfið í Kaldársseli. Þar hefur K.F.U.K. einnig verið til húsa með sína sumarstarf- semi.“ — Hamar hefur oft orðið þess var, að sumarstarf félaganna er eins og annað starf fél. mikils virt og vel þegið af foreldrum og börnum þeirra. En hvernig er það Jóel, þú átt náttúrlega margar og miklar minningar frá svona löngu starfi í þágu æsku- lýðs bæjarins? „Já, að sjálfsögðu á ég það og vil þá fyrst segja það, að ég er Guði mikið þakklátur fyrir vernd hans og varðveizlu í félagsstarf- inu á liðnum árum. Þú vars að spyrja um minning- ar. Vitaskuld á ég minningar, menn sem komnir eru á minn aldur eiga minningar. Man ég það, er séra Friðrik á heilagri bænarstund undir rústum gamla bæjarins í Kaldárseli vígði stað- inn í bæn. Það var heilög stund. Margir voru hálf hræddir við hætturnar í hinni villtu náttúru kring um Kaldár,sel, að slys hlyt- ust af fyrir drengina. En við báð- um um vernd og aldrei hefur neitt alvarlegt slys komið %rir í Kalárseli öll þessi ár. Og nu kem ég að minningu, sem ég losna aldreí við. Það var 1929. Ég var með flokk drengja upp í Helgafelli á göngu. Ég man það svo vel. Við sátum og ég tal- aði við drengina. Allt í einu fer allt af stað. Fellíð nötrar, jarð- skjálfti. — Allir hnúkar og hæð- “ ir hyljast moldarmekkí. Dreng- irnir urðu mjög hræddír og þustu í allar áttir. Mig greip ótti og kvöl vegna drengjana og fólks- ins er heima var niðri í Seli. — Skyldi húsið hafa hrunið. Guð minn' góður vemdaðu drengina. Þvílíkur ótti og kvöl. En Guði séu þakkir; enginn meiddist og allt gekk vel heima í Seli. Ekki get ég skilið svo við þessa frásögn að ég minnist ekki piltanna úr K.F.U.M. er voru hér niðri í bæ við dagleg störf, en þeir komu hver af öðrum til þess að vita hvort nokkuð hefði orð- ið að, en neðan úr bæ var ógn- þrungið að sjá til Helgafells. Við þökkuðum Guði sameig- inlega fyrir vernd hans og varð- veizlu. Og um kvöldið áður enn drengirnir háttuðu var eins og venjulega guðræknisstund. Þeirri samkomu gleymi ég líka aldrei. Ég talaði við drengina um náð Jesú Krists og ég fann svo vel hvernig að Guð hafði verndað okkur frá stórkostlegum hættum. Minningarnar eru margar og sækja á hugann með árunum, en að lokum langar mig til þess að f segja það, að þakklátur er ég Guði fyrir það, að ég fékk á unga aldri að kynnast K.F.U.M. Þar hef ég eignast marga góða og trygga vini. Æsku Hafnarfjarðar óska ég þess, að hún megi í framtíðinni meta starfsemi K.F.U.M. og K. F.U.K. að verðleikum. Kvenbom§ar MEÐ LOÐKANTI Geir Jóelsson STRANDGÖTU 21

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.