Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 7

Hamar - 17.12.1957, Blaðsíða 7
17. deSéinber 1957 HAMAR 7 Sólveig Eyjólfsdóttir: Ferð slysavarnadeildarinnar Hraun- prýði uppi á Akranes árið 1932 XJm borð í togaranum Garðari. Greinarhöfundur er lengst til vinstri. Yndi er að geyma unaðs minningar. Þó má því ei gleyma þungt og sárt er var. Hamför storms og hranna heimti hurt með sér, fylking fræknra manna. Fjöldi söknuð ber. Leggjum sveig á leiði látins kappa fans. Þann, sem blessun breiði bezta, á minning hans. Fækkum Feigðarálum, fellum Heljarsker. Fjölgum bijssum, bálum. Björgum, hvar sem er. Svo má hinna hefna, hniginna í val. Að því öruggt stefna, einn og sérhver skal. Hindrum hættu og voða, hafi á og strönd. í þvt oss mun stoða, alvöld Drottins hönd. Einar Þorgilsson. Blaðið Hamar hafði spumir af því fyrir nokkru síðan, að Slysa- varnadeildin Hraunprýði hefði farið velheppnaða för með tog- aranum Garðari upp á Akranes einhvem tímann kringum 1932. Blaðið sneri sér því til frú Sól- veigar Eyjólfsdóttur, sem jafnan hefur starfað mikið innan slysa- vamardeildarinnar, og innti hana eftir jiessari ferð. Svo vel vildi til, að Sólveig var einmitt með í þess ari Akranesför félagsins. Varð liún góðfúslega við Jteirri beiðni blaðs- ins að lýsa ferðinni og tildrögum hennar fyrir lesendum. Fer frá- sögn hennar hér á eftir: í upphafi skal þess getið, að slysavarnafélagskonur hafa far- ið 5 ferðir til Akraness. Þar af fjórar á sjó. Eigum við margar góðar minningar frá ferðum okkar þangað, enda ætíð tekið á móti okkur með mikilli höfð- ingslund og rausnarbrag. Fyrsta ferðin sem slysavarna- félagskonur í Hafnarfirði stofn- uðu til var farin til Akraness. Einhverri ágætri félagskonu hafði dottið í hug. hvort við myndum ekki geta fengið skip að láni, helzt án endurgjalds, til að ferðast á. I þá daga var lítt hugsað um að kjósa ferðanefnd, eins og nú, heldur sagði formaður, sem þá var frú Sigríður Sæland, t. d.: „Sólveig, vilt þú ekki koma með mér, og biðja Einar Þor- gilsson að lána okkur slysa- varnafélagskonum togarann Garðar upp á Akranes.“ Við vorum snemma stórhuga, sem sjá má bezt af því, að Garð- ar var þá stærsta fiskiskip ís- lenzka flotans. Við sáum það allar, að ef okkur tækist að fá þessu fram- gengt, þá ættum við að geta þénað eitthvað á þesssu fyrir- tæki okkar. Svo var það einn sunnudags eftirmiðdag, að við Sigríður Sæland klæddumst í okkar fín- asta púss, og börðum að dyrum hjá Einari Þorgilssyni, forstofu- megin. Hann kom sjálfur til dyra og bauð okkur inn fyrir. „Hvað er ykkur á höndum, kæru dömur?“ spyr Einar. Sig- ríður hnippti í mig og hvíslaði: „Tala þú “ „Nei, þú ert formaður, og átt að tala.“ „Já, hérna Einar minn, við erum komnar hér til að biðja þig um að lána okkur slysa- varnakonum togarann Garðar til Akraness.“ Einar þagði um stund og brosti lítið eitt ... En við stóð- um á öndinni og biðum svars. „Þið eruð ekkert smásmugu- legar í bónorðum ykkar bless- aðar,“ sagði hann loks, og þagði svo enn um stund. Svo stóð hann upp og sagði: „Með mikilli ánægju lána ég ykkur skip mitt, án endurgjalds, en með einu skilyrði þó. Þið reynið að afla félagi ykkar tekna með þessari ferð.“ „Jú, það var nú einmitt það, sem var okkar hugmynd,“ sagði Sigríður. Hann sagðist einnig ætla að verða fyrstur til að kaupa farmiða af okkur fyrir sig og sína konu. Svo kvöddum við og þökkuð- um góðar undirtektir, og vorum mjög ánægðar. Næstu daga var unnið að und- irbúningi ferðarinnar. Settar upp auglýsingar á símastaurum og ljósastaurum um allan bæ, og sitthvað fleira, og mikið var að gera. Sent var til Reykjavíkur til að kaupa pylsur og sinnep, sníkt franskbrauð, 30 stykki hjá Asmundi Jónssyni, en honum fannst það víst heldur lítið og gaf okkur 50 stk. og þar að auka 1 kassa af piparkökum og annan af kexi til að hafa með kaffinu. Hjá öðrum kaupmönn- um í bænum fengum við nokk- ur kg af eggjum og kaffi. Ákveðið hafði verið, að verð á farmiðum skyldi vera kr. 5.00 fyrir mann. Svo rann upp hinn ákveðni ferðadagur, sem var sunnudag- urinn 18. júní. Fólkið streymdi um borð, og nóg var að gera við farmiða- söluna. Kl. 10 f. h. stundvíslega voru landfestar leystar, en áður en hringt skyldi á fulla ferð, gekk Einar Þorgilsson fram á brúarvænginn og flutti sjóferð- arbæn að góðum og gömlum íslenzkum sið. Var þetta mjög hátíðleg stund, er hinn virðulegi öld- ungur stóð í lyftingu skips síns, og flutti bæn beint af munni fram, en skipsmenn og farþeg- ar stóðu hljóðir á meðan. Að bæninni lokinni var sung- ið Ijóð er Einar hafði ort í til- efni ferðarinnar. Fer það hér á eftir: Dijrleg signir sunna sæ og fjallahring. Töfrum tinda og unna tjaldar allt i kring. Þökk skál Guði gjalda, Guði, er sendi enn, ástsemd ótalfalda tjfir land og menn. Síðan hringdi Sigurjón skip- stjóri á fulla ferð, og Garðar sigldi út fjörðinn. Skipið var fagurt á að líta. nýmálað, og fánum skrýtt. Veðrið var dýrð- legt. Þegar við komum móts við Gróttu, fór skipið að velt nokk- uð. því undiralda var talsverð. Við Sigríður smeigðum okkur niður í vélstjóraherbergið til að telja peningana sem inn komu fyrir farmiðunum, og reyndust það vera kr. 750.00 sem var ekki nein smáræðis upphæð í þá daga. Þegar þessu var lokið ætluð- um við út á dekk stjómborðs- megin, en rákumst þá á gjald- kerann okkar, sem þá var frú Ólafía Þorláksdóttir. Lá hún þar fram á lunninguna, með tanngómana sína sinn í hvorri hendi, og beið átekta. „Ó, Guð almáttugur,“ segir Sigríður, „við skulum heldur koma bakborðsmegin," og við í snarhasti yfir ganginn, og sjá þarna var frú Alma Eggerts- dóttir alveg í sama ástandi og frú Ólafía hinum megin. (Okk- ur leyst ekki sem bezt á ástand- ið). ' Hvert gátum við farið. Jú, þá komum við okkur fram að (Framháld á bls. 13) I I KVENNA-, KARLA- OG BARNA- MÆRFATRíAÐUIt Verzlun Einars Þorgilssonar h.í. SÍMI 50071 f,r,',f,r#,',',',r,'s,f,',',',',r,',',',',',','s,',fS,fS,',' l | Þú§íiiii€fl og: ein néíí | IficylijaYÍflíui* Nýstárlegar, fróðlegar og skemmtilegar lýsingar úr Reykja- víkurlífinu fyrir hálfri öld, skráð af Gunnari M, Magnúss. Völnilijdða ý Þjóðlegur fróðleikur eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttur — öðm nafni Erlu. Átæpaita vaði Frásögn af einstæðum hetjudáðum og mannraunum brezks % liðsforingja, sem gekk undir nafninu „Greifinn af Ausch- witz“. I Ævintýrafljotið Áttunda og síðasta Ævintýrabókin, jafnskemmtileg og spennandi og hinar fyrri, prýdd um 30 afbragðsgóðum $ myndum. Finuur á Fagrurey Fyrsta bók í nýjum flokki barna- og unglingabóka eftir Enid Blyton, höfund Ævintýrabókanna. Bækumar í þess- um nýja flokki eru jafnvel enn skemmtilegri en Ævintýra- bækurnar — og er þá mikið sagt. Einnig þær eru prýddar miklum fjölda mynda. Joi í æviutýraleit Hörkuspennandi drengjasaga eftir ungan íslenzkan höfund, sem nefnir sig Om Klóa. Pétur Pau og Vanda Sagan, sem Walt Disney gerði eftir hina heimskunnu kvik- mynd. Ileykjavíliiirliörn Frásagnir af Reykjavíkurbörnum eftir Gunnar M. Magnúss. Öskubuslfa Hið góðkunna ævintýri, prýtt litmyndum eftir Disney. IÐUAA Skeggjagötu 1 - Sími 12923 BÚSÁHÖLD KRISTALL GLERVARA BOLLAPÖR, ódýr STRAUJÁRN, 3 tegundir HRAÐSUÐUKATLAR, 3 stærðir RAFMAGNSPOTTAR, ný sending HRAÐSUÐUPOTTAR og margt fleira. Verzlun Einars Þorgilssonar h.f. SÍMI 50071

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.