Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 Heimsferðir bjóða nú sérstakt jólatilboð! Keyptu gjafabréf fyrir 5.000 kr. en andvirði þess verður 7.000 kr.! Eða keyptu gjafabréf fyrir 10.000 kr. og andvirði þess verður 14.000 kr.! Athugið að tilboðið gildir einungis fyrir upphæðirnar sem eru tilteknar hér að ofan og einungis er hægt að nota eitt gjafabréf á mann í bókun. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. Gefðu hlýju og samveru um jólin! E N N E M M / S IA • N M 3 0 87 7 Gjafabréf Heimsferða er tilvalin gjöf fyrir þá sem „eiga allt“ FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Liðlega 10 þúsund atkvæði sem greidd voru í kosningum til stjórn- lagaþings eru ekki gild nema að hluta. Þetta er um 13% atkvæða sem greidd voru. Á þessum atkvæðaseðl- um er að finna númer sem ekki eru til, númer sem eru tvítalin, óskýrar tölur og auðar línur. Fara þarf yfir öll þessi atkvæði, en allar þessar fjórar ástæður geta valdið því að kjörseðill er ógildur að hluta. Ekki tókst að ljúka talningu í gær, en stefnt er að því að ljúka talningu í dag. Það er þó ekki öruggt að það takist. Það er aðallega tvennt sem er nýtt fyrir kjósendum við þessa atkvæða- greiðslu. Annars vegar fær hver frambjóðandi tölu sem kjósandi skrif- ar á kjörseðilinn en við persónukjör hér á landi er algengast að nöfn fram- bjóðenda séu á kjörseðlinum. Hins vegar byggist kosningin á svokallaðri forgangsröðunaraðferð (e. Single Transferable Vote eða STV) sem hef- ur ekki áður verið notuð hér á landi. Þessari aðferð hefur aftur á móti ver- ið beitt í kosningum víða erlendis í yf- ir 100 ár. Á Írlandi er henni t.d. beitt í öllum kosningum, en aðferðin er mest notuð í engilsaxneskum löndum. Hin nýjungin, að gefa frambjóð- endum tölu sem kjósandi skrifar á kjörseðilinn, tengist ekki forgangs- röðunaraðferðinni. Ástæðan fyrir því að notaðar eru tölur en ekki nöfn frambjóðenda er sú að ef tölurnar hefðu ekki verið notaðar hefði kjör- seðillinn þurft að vera óhemjulega langur því frambjóðendur í kosning- unum eru 522. Í upphaflegum lögum var gert ráð fyrir að kjósendur skrifuðu númer (frá 1 upp í 25) fyrir framan nöfn frambjóðenda, en þegar sýnt þótti að frambjóðendur yrðu mjög margir ákvað Alþingi að breyta lögunum og gefa hverjum frambjóðanda númer. Þingið vildi ekki hlaupa yfir nöfn ef kjósandi gerði mistök Þegar frumvarp að lögum um stjórnlagaþing var til umfjöllunar á Alþingi lögðu þeir sem undirbjuggu lagasetninguna til að lögin yrðu út- færð þannig, að ef kjósandi gerði mis- tök í kosningunni, t.d. ef hann skrifaði niður tölu sem ekki var til eða ef hann óvart skrifaði sömu töluna tvisvar, ætti að hlaupa yfir þá tölu sem var röng en telja önnur atkvæði þar fyrir neðan með. Niðurstaða alþing- ismanna varð hins vegar sú að ef tala var röng á atkvæðaseðlinum eða tala var tvítekin eða ef ein lína á seðlinum var auð ættu öll atkvæði þar fyrir neðan að teljast ógild. Þetta þýðir að ef kjósandi gerir mistök í fyrstu línu seðilsins er hann allur ógildur. Ef mistökin eru gerð í 10. línu teljast að- eins þeir sem eru í níu efstu sætunum með, en aðrir frambjóðendur sem kosnir hafa verið þar fyrir neðan telj- ast ekki með. Atkvæðaseðillinn er því aðeins gildur að hluta. Í ljós hefur komið að þessi seðlar sem aðeins eru gildir að hluta eru yfir 10 þúsund af þeim rúmlega 83 þús- und atkvæðum sem greidd voru. Þetta hefur tafið talninguna. Búið er að fara þrisvar yfir alla þessa 10 þús- und seðla eftir að þeir hafa verið skannaðir inn í tölvu. Í einstökum til- vikum þarf að sækja sjálfa seðlana til að fullvissa sig um hvað kjósandi ætl- aði að kjósa. Þetta hefur allt tekið lengri tíma en reiknað var með. Morgunblaðið/Golli Talning Unnið hefur verið að talningu atkvæða í kosningum til stjórnlagaþings í tvo daga í Laugardalshöll. Niðurstöðu er hugsanlega að vænta í dag. Mörg atkvæði ógild að hluta  Liðlega 10 þúsund atkvæðaseðlar í stjórnlagaþingskosningunum eru aðeins gildir að hluta vegna þess að kjósendur fylltu þá ekki rétt út  Stefnt er að því að kynna niðurstöðu talningar í dag Skoðun Fara þarf vandlega yfir seðla sem eru óskýrir eða gallaðir. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reiknað er með að Landspítali og St. Jósefsspítali í Hafnarfirði sameinist og þeim niðurskurði, sem þar var boð- aður, verði deilt á milli stofnananna, að sögn Guðbjarts Hannessonar heil- brigðisráðherra á Alþingi. Starfsmannafundur á St. Jósefs- spítala-Sólvangi samþykkti í gær ályktun þar sem bent var á að starfs- fólk og skjólstæðingar stofnunarinn- ar hefðu þurft að þola óvissu um langt skeið og voru vinnubrögð ráðuneyt- isins harðlega gagnrýnd. Heilbrigðis- ráðherra segir aðspurður að hjúkrun- arheimilið Sólvangur yrði sjálfstæð stofnun og reynt yrði að fá sveitarfé- lagið, þ.e. Hafnarfjörð, til að taka það yfir. „Það verður síðan sameiginlegt verkefni spítalanna tveggja með hvaða hætti þessar tvær stofnanir vinna úr þeim gæðum sem er að finna á þeim báðum,“ sagði Guðbjartur. Árni Sverrisson, forstjóri St. Jós- efsspítala-Sólvangs, segist taka þess- um tillögum með mjög blendnum huga. Ráðuneytið leggi til grundvall- ar þá stefnu að aðeins skuli vera tvö sérgreinasjúkrahús á landinu og þess vegna sé ekki lengur pláss fyrir St. Jósefsspítala. „Ég verð þó að segja að það er betra í stöðunni að þetta skuli gerast með þessum hætti, að það sé unnið að sameiningu. Við höfum verið að byggja mikið upp sérfræðiþjónustu í kringum kvensjúkdóma og melting- arsjúkdóma. Við getum þó núna gefið okkur að faglegar áherslur verði látn- ar ráða og þessi þjónusta verði varð- veitt.“ St. Jósefsspítali sam- einaður Landspítala  Starfsfólk St Jósefsspítala gagnrýnir vinnubrögð ráðherra Guðbjartur Hannesson Árni Sverrisson Eitt af því sem hef- ur tafið talninguna er að í Laugardals- höll var notast við hrufótt borð í kjör- klefunum. Þessi ósléttu borð leiða til þess að skann- arnir sem notast er við í talningunni eiga erfitt með að skynja tölurnar á kjörseðlinum. Þetta hefur ekki flýtt fyrir við taln- inguna. Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, segir að þó að talning hafi dregist verði enginn af- sláttur gefinn varðandi það að nið- urstaða kosninganna sé rétt. Á morgun hefst úthlutun atkvæða og er óljóst hversu langan tíma sú vinna tekur. Hugsanlega þarf að beita hlutkesti ef fjöldi atkvæða á bak við frambjóðendur er jafn. Ást- ráður segir að einnig geri óháðir sérfræðingar kannanir á kosning- unum en þeim sé ætlað að tryggja trúverðugleika niðurstöðunnar. Hrufóttir atkvæðaseðlar tefja FORMAÐUR LANDSKJÖRSTJÓRNAR Ástráður Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.