Morgunblaðið - 30.11.2010, Page 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010
Áskriftarsjóður
ríkisverðbréfa
Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift
*Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 31.10.2010. Ávöxtun í fortíð er ekki
ávísun á ávöxtun í framtíð.
Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003
um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV
hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt
að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér
útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti.
Við öflum fyrir þig
10,1%
100%RÍKISTRYGGING
ÁRLEGNAFNÁVÖXTUN*
Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík
Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is
Hafðu samband við
ráðgjafa okkar í síma
460 4700 eða kynntu þér
málið á www.iv.is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ítalía er frábært land fyrirhjólaferðir. Sum okkar íhópnum voru að fara í hjóla-ferð til Ítalíu í þriðja sinn,
við höfðum áður hjólað á Sardiníu
og Sikiley,“ segir Helga Sigrún
Sigurjónsdóttir en hún var í tíu
manna hópi sem fór í haust í hjóla-
ferð til svæðis sem heitir Pied-
mont. „Þetta er alveg æðislegt
svæði úti í sveit. Þetta er vínrækt-
arhérað sunnan við Torino á Norð-
vestur-Ítalíu, fyrir sunnan Alpana
en norðan Genúa. Við leigðum stórt
hús af íslenskum manni rétt utan
við þorpið Bubbio, sem rúmaði okk-
ur öll, fimm hjón. Húsið stendur
eitt og sér uppi á hárri hæð og um-
hverfið var eins og í himnaríki, akr-
ar, vínviður og ólífutré svo langt
sem augað eygði. Eplatré og app-
elsínutré í garðinum. Og sund-
laug,“
Hjóluðu 60 km á dag
Hún segir að þau tíumenning-
arnir sem öll eru búsett á Reykja-
víkursvæðinu hafi ekki æft neitt
sérstaklega mikið fyrir hjólaferð-
ina, en þó skipulögðu hver hjón
eina æfingaferð fyrir hópinn áður
en farið var í túrinn. „Við hjóluðum
til dæmis hlaupaleiðina í Heið-
mörkinni sem er 21 kílómetri og
einn daginn hjóluðum við á Nesja-
velli. En erfiðast var þegar við hjól-
uðum gömlu Lyngdalsheiðarleiðina
austur fyrir Laugarvatn í hörku
mótvindi. Okkur fannst við vera
miklir naglar eftir þetta. Eftir
fimm æfingaferðir vorum við öll
komin í fínt hjólaform og tilbúin til
að takast á við sex daga hjólaferð á
Ítalíu,“ segir Helga og bætir við að
í hópnum séu miklir sælkerar og
því var ferðin ekki síður hugsuð til
að njóta alls þess besta sem svæðið
hafði upp á að bjóða í mat og
drykk. „En við gáfum ekkert eftir í
hjólakröfunum, við hjóluðum 60
kílómetra á dag, vorum yfirleitt að
hjóla frá tíu á morgnana til fjögur á
daginn. Þetta voru endalausar
hæðir og því heilmikið púl. En
ánægjan því meiri að verðlauna sig
í mat og drykk.“
Þau leigðu sér hjól hjá Solo-
bike sem er fyrirtæki í eigu Joseps,
lögreglumanns í fyrrnefndu þorpi,
Bubbio. „Hann fer meðal annars
með skólakrakka í fræðandi nátt-
úruferðir á hjólum og þekkir svæð-
ið mjög vel. Fyrsta daginn hjól-
uðum við á eigin vegum til að skoða
okkur um í nágrenninu og á einum
veginum rákumst við á mann á
traktor með kerru fulla af vínberj-
um og bóndinn bauð okkur heim á
bæ. Hann fór með okkur í vínkjall-
arann og gaf okkur að smakka alls-
konar vín. Við fengum að sjá
hvernig vínið er unnið og stóðumst
ekki mátið og keyptum nokkrar
flöskur, en þar sem við vorum á
hjólum þá var vínið keyrt heim í
hús til okkar.“
Bóndakona bauð í mat
Á degi tvö réðu þau lögreglu-
manninn Josep, sem átti hjólaleig-
una, til að hjóla með þeim. „Hann
sýndi okkur leiðirnar sem voru í
boði og þær voru mjög fjölbreyttar.
Við hjóluðum ýmist á malbikuðum
vegum þar sem bílar keyrðu eða á
fáfarnari slóðum, skógarstígum og
malarstígum. Við hjóluðum líka á
slóðum sem lágu á milli vínakr-
anna. Við rákumst á bóndakonu á
einum bænum sem vildi endilega
Hjólaferð á Ítalíu
með sælkeraívafi
Fimm hjón fóru saman í hjólaferð til Piedmont á Ítalíu í haust og lögðu mikla
áherslu á að gera vel við sig í mat og drykk enda héraðið mikið gnægtarsvæði.
Vínbændur buðu þeim heim til sín í smakk og veislur og á einum veitingastaðn-
um voru þau í fimm tíma að borða níu rétti sem voru hver öðrum betri.
Sæla Helga Sigrún á einum af mörgum skógarstígum sem hjólað var um.
Í vínkjallara Þessi vínbóndi kynnti fyrir þeim veigarnar.
Skylmingar eru vaxandi íþrótt á Ís-
landi og full ástæða til að hvetja fólk
á öllum aldri til að kynna sér íþrótt-
ina og prófa hvort hún hentar þeim.
Á blogginu hennar Þorbjargar
Ágústsdóttur skylmingakonu, tobba-
sabre.bloggar.is, segir hún frá ferð-
um sínum um heiminn, skylmingaæf-
ingum, -kennslu og mörgu öðru sem
viðkemur skylmingum. Hún segir
m.a:
„Ef þig langar að prófa skylmingar
– ekki hika, heldur hafðu samband!
Þetta er snilldaríþrótt! Við tökum
einnig á móti hópum (max 20 í einu)
ef fyrirtæki hafa áhuga á að prófa.
Tvö félög eru starfandi, Skylminga-
félag Reykjavíkur og Skylmingadeild
FH. Mitt félag er Skylmingafélag
Reykjavíkur. Við erum með barna-
hópa frá sjö ára aldri og einnig byrj-
endatíma fyrir fullorðna auk lands-
liðsæfinga.“
Þorbjörg er nýlega búin að verja Ís-
landsmeistaratitilinn í sjötta sinn og
segir á blogginu: „Það er mikilvægt
fyrir mig að verja Íslandsmeistaratit-
ilinn og ég legg mig alla fram um að
ná því. Samkeppnin hérna heima er
alltaf að verða meiri og mjög efnileg-
ar stelpur að koma upp. Það er björt
framtíð í skylmingum á Íslandi.“
Vefsíðan www./tobbasabre.bloggar.is
Morgunblaðið/Golli
Skylmingar Ögrandi íþrótt þar sem reynir á snerpu, útsjónarsemi og kraft.
Skylmingar eru skemmtilegar
Það er aldrei of seint að byrja að stunda hreyfingu og ef það er einhver í fjöl-
skyldunni sem ykkur langar til að hvetja til útivistar þá er um að gera að gefa
eitthvað í jólagjöf sem kemur þeim aðila af stað. Til dæmis væri hægt að
kaupa nokkra tíma í badminton eða skvass fyrir tvo og gefa viðkomandi spaða
og láta fylgja með kort þar sem upplýst er að saman eigið þið inni nokkra tíma
í skemmtilegu sporti. Einnig væri hægt að bóka fyrir ykkur tvö, tvær eða tvo í
lengri eða styttri gönguferð næsta sumar, annaðhvort hér heima eða í útland-
inu, nú eða hjólaferð ef það hentar frekar. Það er líka tilvalið að lauma sund-
korti með í jólakortið og skrifa þiggjandanum þær ánægjulegu fréttir að þú
ætlir með honum í sund einu sinni í viku eða oftar.
Endilega...
...gefið heilsubætandi jólagjöf
Reuters
Eflir vináttu Badminton er gott fyrir bæði kropp og sál.