Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 11

Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 11
DAGLEGT LÍF 11Hreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 Fyrir norðan Piedmont eru Alp- arnir eða vötnin og fyrir sunnan er Liguria, sjórinn og ströndin. Þarna eru ekki margir ferða- menn en gestir eru í mikilli ná- lægð við ítalska heimamenn í sínu daglega lífi í sveitinni og litlu þorpunum. Frægast er svæðið fyrir vínin Barolo og Barbaresco, og rauð- vín. Frægar eru „tartufo bianco“ eða hvítu trufflurnar (truffle- sveppir) en það eru mjög verð- mætir sveppir sem vaxa niðri í jörðinni og sjást því ekki. Að- eins er hægt að finna þá með sérstaklega þjálfuðum hundum. Þarna er líka hægt að fara í gönguferðir á milli vínbænda, fá að skoða og smakka. Gefin eru út kort með göngu- leiðum milli búgarðanna. Mikil ná- lægð við heimamenn SVÆÐIÐ PIEDMONT Á NORÐVESTUR-ÍTALÍU Hress Hópurinn á fögrum stað þar sem staldrað var við. F.v Helga, Kristín Þóra, Jón Júlíus, Ása, Einar, Sigrún, Rúnar, Ágúst, Konni og Rósa. elda fyrir okkur heima hjá sér, gegn gjaldi að sjálfsögðu, og við þáðum það með þökkum. Það var dásamleg máltíð og frábært að koma inn á ítalskt sveitaheimili.“ Lífrænt vín og orkídeur Þessi dagur með Josep reynd- ist svo vel, að þau réðu hann til að hjóla með þeim hina dagana líka. „Hann hjólaði með okkur um alla sveit og við fórum nýja leið á hverj- um degi. Hann vissi hvar bestu matsölustaðirnir voru en þetta er mikið gnægtarsvæði og við fengum að smakka allskonar góðgæti sem er búið til í héraðinu, til dæmis guðdómlega geitaosta.“ Josep fór með þau á búgarðinn Forteto Della Luja hjá bóndanum Giovanni, en hann er með vottun frá WWF. „Þessi bóndi er með líf- rænt ræktað vín og orkídeur. Sama ættin hefur búið þarna í mörg hundruð ár og aðferðirnar hafa ekkert breyst við búskapinn, þeir eru með hesta en ekki vélar, nota einvörðungu lífrænan áburð og svo framvegis. Hann tekur á móti fólki og kennir gestum sínum allt um vínið, jörðina og orkídeurnar. Við fengum líka að borða hjá honum og þetta var stórkostlegur dagur.“ Sigldu meðfram ströndinni Helga Sigrún segir að hver sælan hafi rekið aðra í matnum. „Á einum stað fengum við níu rétti og við vorum í fimm tíma að borða. Á Ítalíu verður fólk að upplifa þetta tvennt, að fara á ítalskan mat- sölustað þar sem það tekur fimm tíma að borða ótal rétti, og lifa það af, og líka upplifa ítalska vegakerf- ið, en þar ríkir ákveðið kæruleysi og er villugjarnt.“ Helga Sigrún segir þetta hafa verið mjög góða blöndu af hjólaferð og sælkeraferð. En einn daginn tóku þau hjólafrí og keyrðu niður að strönd. „Þá vorum við bara að slæpast og sigldum meðal annars meðfram ströndinni og horfðum upp í bændabýlin sem nánast hanga í klettahlíðunum, sigldum svo inn í lítið þorp og gengum þar um.“ Skipuleggur ferðir til Ítalíu Helga Sigrún sá um að skipu- leggja ferðina en hún er alvön slíku því hún á og rekur fyrirtæki sem heitir Ítalíuferðir. „Undanfarin fimm ár hef ég verið í samstarfi við ferðaskrifstofuna Kailas í Mílanó en hún sérhæfir sig í ferðum sem eru tengdar náttúrunni. Kailas koma hingað með Ítali og keyra um landið á Land Roverum sem við leigjum þeim. Þetta eru ýmist göngu- eða hjólaferðir og með í för eru jarðfræðingar sem fræða um Ísland en ég er hópstjórinn,“ segir Helga Sigrún sem í samráði við vini sína hjá Kailas skipuleggur göngu- og hjólaferðir fyrir Íslendinga sem vilja fara til Ítalíu. Viðgerð Leiðsögumaðurinn og löggan Josep stóð sig mjög vel. www.italiuferdir.com www.Kailas.it www.solobikemtb.it www.fortetodellaluja.it (Bónda- bær með lífræna ræktun á víni). www.ladogliola.it (Bændagisting). www.ilgiardinettoristorante.it (Veitingahúsið þar sem þau borð- uðu 9 rétti). www.frankino.it (Heimsins bestu pizzur: Da Frankino í Loazzolo). Næsta laugardag 4. des stendur Skíðafélag Akureyrar fyrir Ofurgöngu 2010, skíðagöngukeppni þar sem markmiðið er að ganga sem flesta kílómetra. Startað verður kl. 10 með hópstarti en markinu lokað klukkan 15. Keppendur ljúka þeim hring sem þeir eru byrjaðir á. Keppendum er frjálst að stoppa eins oft og þeim hentar eða skipta göngunni upp í eins marga hluta og hverjum og ein- um hentar. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki 16 ára og eldri. Skráning og upplýsingar: ganga@internet.is Skíðaganga á Akureyri Morgunblaðið/Ómar Garpur Skíðaganga er frábær íþrótt. Ofurganga næstu helgi Ný hlaupasería Atlantsolíu og FH hefst 21. janúar. Vegalengd í boði er 5 km og er hlaupið meðfram strand- lengju Hafnarfjarðar í átt að Sundhöll Hafnarfjarðar við Herjólfsgötu. Leiðin sem er hlaupin er flöt og ákjósanleg til bætingar. Hún verður mæld ná- kvæmlega. Hlaupin eru þrjú og fara fram síðasta fimmtudag í hverjum mánuði og hefjast kl. 19:00 fyrir utan höfuðstöðvar Atlantsolíu að Lóns- braut í Hafnarfirði. 1. Hlaup 20. janúar 2011 2. Hlaup 24. febrúar 2011 3. Hlaup 24. mars 2011 Ekki eru veitt verðlaun fyrir hvert hlaup heldur samanlagðan árangur. Hlaupasería Atlantsolíu og FH Morgunblaðið/G.Rúnar Sprettur Gott að hlaupa á vetrum. Hlaupið í hverj- um mánuði Þau voru heldur betur kát Bryndís Muller 13 ára og Kjartan Jónsson 17 ára þegar blaðamaður heyrði í þeim í gær þar sem þau voru nýlent á Keflavíkuflugvelli, en þau tóku þátt í Norðurlandameistaramóti ung- menna í klifri um helgina og náðu bæði bronsverðlaunum. Bryndís keppti í aldurs- flokknum 12-13 ára en Kjartan í aldurs- flokknum 16-17 ára. Þau eru bæði úr Klif- urfélagi Reykjavíkur og voru einu íslensku keppendurnir á mótinu. „Ástæðan fyrir því að ég fór að æfa klifur er sú að vinkona mín dró mig með sér í klif- ur fyrir fjórum árum og ég varð ástfangin af þessu sporti og hef verið að æfa síðan. Ég æfi fimm sinnum í viku í tvo til þrjá tíma í senn. Ég tók þátt í Norðurlandamóti í leiðsluklifri fyrir tveimur árum þar sem ég lenti í öðru sæti. Í leiðsluklifri erum við tengd við línu og klifrum hátt, alveg upp í þrjátíu metra, en í grjótglímu eða „boulder“ erum við ekki með neina línu heldur er dýna fyrir neðan og við klifrum ekki eins hátt, aðeins þrjá til fjóra metra og þannig var það á mótinu núna um helgina,“ segir Kjartan og bætir við að leiðsluklifur reyni meira á úthald á meðan grjótglíman reyni á sprengikraftinn. Gaman að vera með og vinna til verðlauna „Ég byrjaði að æfa klifur fyrir tveimur árum og æfi þrisvar til fjórum sinnum í viku. Það var rosalega gaman að taka þátt í þessu móti og ég kynntist fullt af krökkum og frábært að fá bronsverðlaunin,“ segir Bryndís og bætir við að hún ætli að halda ótrauð áfram að æfa klifur. Norðurlandameistaramótið fór fram í Solna Klatterklubb í Stokkhólmi við frábær- ar aðstæður þar sem 123 ungmenni frá Ís- landi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finn- landi kepptu og var þetta fjölmennasta Norðurlandamótið til þessa. khk@mbl.is Bæði með brons Ánægð Kjartan og Bryndís með bikarana. Góð Bryndís klifraði fimlega á mótinu.  Frábær árangur á Norðurlandamóti í klifri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.