Morgunblaðið - 30.11.2010, Page 12

Morgunblaðið - 30.11.2010, Page 12
Morgunblaðið/ÞÖK Sement Sala á sementi hefur minnkað mikið síðustu tvö árin. Vegna gríðarlegs samdráttar í sem- entssölu síðustu ár og óvissu um stöðu byggingariðnaðarins næstu misseri hefur Sementsverksmiðjan á Akranesi ákveðið að segja upp níu starfsmönnum. Þegar þeir hafa hætt starfa 27 starfsmenn í verksmiðj- unni, segir í tilkynningu. Liður í að draga úr rekstrarkostn- aði er að verksmiðjan hættir sem- entsdreifingu en semur þess í stað við verktaka um dreifingu um land allt. Dráttarbílum, sem verksmiðjan hefur haft á rekstrarleigu og notað við sementsdreifingu, verður skilað. Síðustu áratugi voru árlega fram- leidd að jafnaði um 100 þúsund tonn af sementi, en horfur eru á að fram- leiðslan verði 40 þúsund tonn í ár. Níu mönn- um var sagt upp Samdráttur hjá Sem- entsverksmiðjunni BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Veiðar á íslensku sumargotssíldinni eru langt komnar og er búið að veiða tæplega 30 þúsund tonn af þeim 40 þúsund tonna kvóta sem gefinn var út. Síldarvertíðinni lauk um helgina hjá Lundey NS 14 er landað var á Vopnafirði. Á heima- síðu skipverja kemur fram að afli í síðasta túrnum var 820 tonn, en talsvert misjafn að gæðum. „Ekki tókst að vinna allan aflann, en eins og komið hefur hér fram er hætta á að aflinn eyðileggist ef dauð síld af botninum lendir með,“ segir á heimasíðu Lundeyjar. „Svo reyndist í einni lest hjá okkur og aflinn því óvinnsluhæfur og fór í bræðslu. Það ætti því að vera tölu- vert hagsmunamál að ekki þurfi að sleppa niður dauðri síld.“ Síldin hefur í haust að miklu leyti veiðst á Kiðeyjarsundi við Stykk- ishólm, en einnig víðar á Breiða- firði. Á heimasíðum áhafna síld- veiðiskipanna kemur glögglega fram að mikil samvinna hefur verið á milli skipa á miðunum. Afla hefur verið dælt á milli skipa og hafa sum náð að fylla sig án þess að bleyta í veiðarfærum. Annars staðar má lesa að skip hafa lent í erfiðleikum og nótin rifnað. Ekki hafa alltaf mörg skip verið á miðunum og veið- arnar oft verið stundaðar nálægt landi. Á einni síðunni kemur m.a. fram að tveir golfboltar hafi komið í nótina. Bannað að sleppa síld úr nót Síðustu tvö ár hefur sýking herj- að á íslensku sumargotssíldina og var talið að um 35% stofnsins væru sýkt í rannsóknum í haust. Áætlað er að hrygningarstofninn verði um 370 þúsund tonn í byrjun árs 2011. Talið er að síld sem sýkist lifi vet- urinn ekki af. Síðustu vetur hefur síldin meðal annars haldið sig í grennd við Stykkishólm og í Grund- arfirði. Bannað er að sleppa síld úr nót og fylgist Fiskistofa reglulega með síldveiðum líkt og öðrum veiðum. Þar eru ekki upplýsingar um að síld hafi verið sleppt úr nót í haust. Séu skip fulllestuð ber þeim að miðla síldinni til annarra skipa á mið- unum. Hins vegar er vitað um dæmi þess að óviðráðanlegar að- stæður hafi valdið því við síldveiðar á Breiðafirði í haust að síld slapp úr nót. Síld sem hefur verið þurrkuð í nót drepst. Á heimasíðu Jónu Eðvalds í byrj- un mánaðarins segir m.a. „… út rann nótin og uppskárum við þetta líka risavaxna kast sem ég tel að hafi verið um 3.000 tonn. Úr þessu kasti dældum við um 500 tonnum þegar það fór að rifna við blökkina en þegar það gerist með svona þunga nót er voðinn vís, það rifnaði allt fram úr pokanum og náðum við ekki meiru úr þessu.“ Sóun á verðmætum Íbúi í Stykkishólmi sem rætt var við í gær sagði að áberandi mikið hefði fundist af dauðri síld á fjörum í grennd við bæinn á síðustu tveim- ur árum. „Ef þarna er verið að sleppa niður síld þá er það sóun á verðmætum. Við verðum að tryggja að slíkt gerist ekki, en jafnframt þarf að tryggja að öryggis sé gætt í hvívetna við veiðar við erfiðar að- stæður. Á sama tíma er verið að gera athugasemdir við að heima- menn nái sér í smávegis af síld í beitu eða til að gefa á bryggjunni,“ sagði þessi íbúi í Stykkishólmi. Hann sagði einnig að síðasta sumar hefði gosið upp „megn óþef- ur sem rakinn var til gerjunar í síldarhaugunum á botninum sem leitaði upp á yfirborðið“. Mikil samvinna á síldarmiðum  Dauð síld af botninum sem kemur í nótina dregur úr verðmætum  Sýkt síld lifir ekki veturinn  Nokkuð um rifnar nætur  Fiskistofa hefur ekki upplýsingar um að síld hafi verið sleppt úr nót Ljósmynd/Þorsteinn Eyþórsson Blíða Síldveiðar eru langt komnar á þessu hausti. Veðrið hefur ekki alltaf leikið við sjómenn eins og þegar þessi mynd var tekin skammt frá Stykkishólmi. Á heimasíðu Lundeyjar er fjallað um vandann sem við er að etja þegar stór köst nást. . „...oft hef- ur verið eitt skip í einu á mið- unum og er þá jafnvel að fá gríð- arstór köst en má ekki fara með nema lítinn skammt í vinnslu eða vegna kvótastöðu. Við urðum í dag varir við að dauð síld kom upp með nótinni og er alveg af- leitt að fá slíkt saman við vinnslufiskinn. Þetta er eitthvað sem ráðherra ætti að taka á, það er sóun að henda aflanum og beinlínis skemmir fyrir öðrum. Lausnin er ekki að banna að sleppa niður fiski og hafa eftirlit með okkur, það verða að vera fleiri skip á miðunum sem geta tekið við um- framafla og eins til öryggis vegna þess að það má ekki mikið út af bera þegar eitt skip er að veiðum innan um boða og sker. Það getur alltaf komið fyrir að veiðarfæri fari í skrúfuna eða bili svo skipið verði ósjálfbjarga við mjög slæmar aðstæður, eins og eru hér allstaðar. Það er til fullt af verkefnalausum skipum sem hægt væri að hafa á svæðinu og aflinn gæti td. runnið til Hafró. Ég held að það sæju engir eftir því þótt nokkur tonn yrðu til þess að efla rannsóknir t.d. á síld.“ Sóun að henda aflanum FLEIRI SKIP VERÐI Á MIÐUNUM SAMTÍMIS 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 n o a t u n . i s 600 G F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI FERSKIR Í FISKI PLOKKFISKUR KR./KG 998 ÍSLENSKT JÓLASMJÖR 500 G 229 KR./STK. HP RÚGBRAUÐ 229 KR./STK. WEETOS MORGUNKORN KR./PK. 579 Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl 27% afsláttur 1359 NÓATÚNS GÚLLASSÚPA, 1 L KR./STK. 998 Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.