Morgunblaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Á sama tíma og gengið var frá út- færslu neyðarlánsins handa írskum stjórnvöldum tókst samkomulag á vettvangi Evrópusambandsins um nýjar aðferðir til þess að takast á við mögulegt greiðslufall og skulda- kreppu einstaka aðildarríkis evru- svæðisins. Þetta samkomulag bygg- ist á tillögum þýskra stjórnvalda, sem settar voru fram á leiðtogafundi ESB á dögunum, en þær fela meðal annars í sér að ákvæði verða sett í skilmála skuldabréfaútboða evruríkja sem eiga að auðvelda endurskipulagningu á skuldum í kjölfar greiðslufalls. Ennfremur fela þær það í sér að fjár- festar munu þurfa að bera í ríkari mæli áhættu af greiðslufalli. Samkvæmt samkomulaginu munu aðildarríki evrusvæðisins geta sótt um neyðarlán frá Evrópusamband- inu bjóðist þeim óásættanleg kjör á fjármálamörkuðum, rétt eins og gríska og írska ríkið hafa nú þegar gert. Slíkum lánum fylgja hörð skil- yrði um niðurskurð til þess að koma böndum á skuldavanda. En hinsveg- ar myndi slíkt lán ekki fela í sér fyr- irheit um tímabundna greiðslustöðv- un eða endurskipulagningu á skuld- um. Eins og bent er á í Financial Times er þetta útfært svona til þess að koma í veg fyrir að fjárfestar selji ríkis- skuldabréf viðkomandi ríkis á bruna- útsölu með tilheyrandi neikvæðum víxlverkunum. Hinsvegar felur fyrir- komulagið í sér að AGS, ESB og framkvæmdastjórn ESB geti ákvarð- að að skuldastaða viðkomandi ríkis sé orðin með öllu ósjálfbær og með því fyrirskipað að stjórnvöld og eigendur ríkisskuldabréfanna gangi til við- ræðna um niðurfellingu og endur- skipulagningu skuldanna. Slíkar við- ræður væru forsenda frekari neyðar- aðstoðar af hálfu ESB. Hefur áhrif á fjármögnunarkjör Þetta nýja verklag á að taka gildi árið 2013 og þar af leiðandi ættu hin nýju ákvæði að eiga við um meiri- hluta útistandandi ríkisskulda evru- svæðisins eftir sex til átta ár. Ljóst er að þetta samkomulag mun hafa í för með sér víðtæk áhrif á fjár- mögnunarkjör aðildarríkja til fram- búðar þar sem það greinir í ríkara mæli milli áhættuálagsins að baki rík- isskuldabréfa evrusvæðisins. Þannig bendir Simon Johnson, fyrrverandi aðalhagfræðingur AGS og prófessor við MIT, á að það muni leiða til þess að einstaka evruríki muni geta staðið undir mun minni skuldabyrði en fram til þessa. Enn fremur telur Johnson að þetta fyrirkomulag muni ekki draga úr spákaupmennsku á mark- aðnum með evrópsk ríkisskuldabréf. Nýr kúrs settur Reuters Á niðurleið Embættismenn Evrópusambandsins reyna nú að bregðast við spennu á ríkisskuldabréfamörkuðum evrusvæðisins vegna skuldavandans.  Samkomulag um breytingar á skuldabréfaútgáfu á evrusvæðinu ● Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hef- ur gert samning um kaup á 25% hlut í hátæknifyrirtækinu Videntifier Tec- hnologies. Fyrirtækið hefur þróað bún- að, sem getur á alsjálfvirkan hátt borið kennsl á myndefni á tölvum og þannig aðstoðað við að uppræta barnaklám og annað ólöglegt myndefni. Fram kemur í tilkynningu, að kerfið auki afköst lögreglunnar til muna við greiningu myndefnis. Sex manns starfa nú hjá Videntifier Technologies en stefnt er að fjölgun þeirra á komandi mánuðum. Kaupir í Videntifier STUTTAR FRÉTTIR ... ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,52 prósent í viðskiptum gærdags- ins og endaði í 198,74 stigum. Verð- tryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,58 prósent og sá óverðtryggði um 0,37 prósent. Velta á skuldabréfamark- aði nam 9,4 milljörðum króna í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,33 pró- sent í gær, þrátt fyrir 11,76 prósenta hækkun bréfa Icelandair. Skuldabréf hækka ● Fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins segir, að skuldir einkageirans séu ein helsta fyrirstaða efnahags- bata á Íslandi, samkvæmt haustspá framkvæmdastjórnarinnar, sem gefin var út í dag. Sé þörf á end- urskipulagningu skulda til að fyrir- tæki geti vaxið, fjárfest og skapað ný störf. Segir framkvæmdastjórnin sam- dráttarskeiðið munu hafa náð botni eftir mitt þetta ár, síðar en ráð var fyrir gert, en óljóst sé hvort efna- hagsbati sé hafinn. ESB segir óljóst hvort bati sé hafinn hér ● Samkvæmt nýrri könnun rannsókn- arfyrirtækisins The Chartered Institute of Personnel and Development (CIPD) þá jókst starfsánægjuvísitala þeirra sem starfa hjá hinu opinbera í Bret- landi verulega á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Starfsánægja þeirra er nú meiri en þeirra sem starfa í einkageir- anum. Starfsánægjan fer vaxandi á sama tíma og ráðist er í mikinn niðurskurð hjá hinu opinbera. Samkvæmt umfjöllun dagblaðsins The Daily Telegraph má rekja þessa þróun til þess að þeir sem vinna hjá ríkinu séu fyrst og fremst fegnir því að vera í starfi. Hinsvegar bendir úttekt CIPD til þess að streita meðal starfsmanna hins opinbera hafi einnig aukist veru- lega. The Telegraph leiðir getum að því að aukna streitu megi rekja til starfsóöryggis vegna niðurskurðarins. Starfsmenn breska ríkisins ánægðir Alþjóða- gjaldeyr- issjóðurinn hefur við- urkennt að hann hefði getað staðið sig betur í að sjá fyrir hrun írsku fjár- mála- og fasteignamarkaðanna. Hrun þess- ara geira í írska hagkerfinu leiddi á endanum til þess að Írland óskaði fyrir helgi eftir fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu. Á sunnudag var svo gengið frá 85 milljarða evra láni frá AGS og ESB til írska rík- isins. Ajai Chopra, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Evrópudeildar AGS, sagði í samtali við breska blaðið Financial Times að það væri engin spurning að sjóðurinn hefði, líkt og aðrir, getað gert betur. „Við verð- um að fara varlega svo við endum ekki á að spá fyrir um níu af næstu tveimur fjármálakreppum, eða að við stuðlum að hruni sem við erum að reyna að koma í veg fyrir.“ Í þessu ljósi kann að hljóma kald- hæðnislega að Chopra segir að sjóðurinn hafi lært mikið af fjár- málakreppunni í Asíu á tíunda ára- tug síðustu aldar, meðal annars séu eftirlits- og viðvörunarkerfi sjóðs- ins betri en áður. Hann segir hins vegar að verið sé að vinna að end- urbótum á þessum kerfum og skoða hvernig sjóðurinn hefði getað hald- ið betur á málum í aðdraganda írsku kreppunnar. bjarni@mbl.is AGS viðurkennir mistök varðandi Írland Írskur búðargluggi. sem og gengishagnaði vegna er- lendra lána. Í nýjustu útgáfu Fjármálastöðug- leika Seðlabanka Íslands kom fram að bankakerfið þyrfti á miklum vaxtamun að halda næstu misserin til að mæta hugsanlegum útlánatöp- um. Lesa má úr uppgjörinu að Arion banki hefur stórlega aukið vaxtamun sinn milli ára. Líta má á það sem vís- bendingu um væntingar stjórnenda bankans um aukin vanskil og verri endurheimtur á lánum, þó ekki sé hægt að fullyrða um það. Í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær var haft eftir Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra, að bankarnir hefðu náð nokkrum árangri í úr- lausnarmálum heimila, og að „æski- Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Hagnaður Arion banka á tímabilinu júní til september nam 976 milljón- um króna, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Bankinn birti ekki nein árshlutauppgjör á síðasta ári, heldur birti einungis afkomu fyrir árið 2009 í heild. Hreinar vaxta- tekjur bankans á árinu 2009 voru rúmlega 12 milljarðar króna, en hreinar vaxtatekjur á þriðja fjórð- ungi 2010 námu um helmingi þeirrar upphæðar, eða um sex milljörðum króna. Á árinu 2009 var hagnaður allra bankanna að miklu leyti byggð- ur upp á tekjufærslum vegna aukn- ingar í bókfærðu verðmæti útlána legt væri að þar kæmu fleiri stórir lánveitendur að með afgerandi hætti“. Inntur eftir skýringum á þessum ummælum, sagði Höskuldur við Morgunblaðið að þarna væri vís- að til lánveitenda á borð við Íbúða- lánasjóð og lífeyrissjóði. Hagnaðist um milljarð  Hagnaður Arion banka 976 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi  Bankastjóri Arion vill aukna aðkomu lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs í úrlausn skuldamála Vaxtamunur eykst Vaxtatekjur vega nú þyngra í afkomu Arion. Arion banki » Bókfærði 976 milljóna króna hagnað á þriðja árs- fjórðungi. » Hreinar vaxtatekjur á fjórð- ungnum námu um sex millj- örðum króna, sem er á árs- grundvelli fjórföldun frá síðasta ári. » Seðlabankinn hefur bent á að bankarnir þurfi að halda vaxtamun miklum til að mæta hugsanlegum útlánatöpum á næstu misserum.                                            !"# $% " &'( )* '$* ++,-. +/0-,/ ++1-,, 20-,0, +/-33. +4-,4/ ++,-35 +-133/ +33-,2 +,2-/3 ++4-+/ +/+-02 ++1-// 20-,4, +/-/15 +4-4+3 ++4-04 +-1/+/ +3/-0, +,1-1 204-1+3. ++4-54 +/+-54 ++5-2+ 20-42, +/-//. +4-444 ++4-1/ +-1/,/ +3/-,/ +,1-31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.