Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 16

Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þeir sem hafareynt aðvéla Ísland inn í Evrópusam- bandið forðast að nefna hvaða rök standi til þess að landið skyldi skerða sjálfstæði sitt og full- veldi. Hvað getur réttlætt það? Á tímabili var reynt að dingla evrunni framan í fólk með lof- orðum um að með henni myndu vaxtakjör Íslendinga verða eitthvað hagstæðari. Þau rök voru aldrei mjög sannfærandi og flestir hættir að nefna þau. ESB lánaði Írum fúlgur fjár á dögunum og sambandið tók fram að það væri gert til að bjarga evrunni og stöðugleik- anum á evrusvæðinu. Og nú fær einkafyrirtækið Marel lán á betri kjörum en írska evru- ríkið. Næst er talið að röðin komi að Portúgal. Og þaðan er stutt til Spánar. Vona verður að Spánn nái að bjarga sér, því afleiðingar af hruni svo stórs hagkerfis á evrusvæðinu eru ófyrirsjáanlegar. En þegar er orðið ljóst að vera ríkja á evru- svæði er engin trygging fyrir því að ekki fari illa. Þvert á móti. Þau rök fyrir ESB-aðild eru fyrir bí. Enn er Ísland í furðuferli gagnvart Evrópu- sambandinu, þótt samþykkt Alþingis hafi verið illa brotin og efnahagslíf á evrusvæðinu standi í báli. Stórkostlegum fjármunum sem þjóðin þarf á að halda er kastað á glæ. Ás- mundur Einar Daðason al- þingismaður sagði nýlega á aðalfundi Heimssýnar, sem hann er í forystu fyrir að enn gætu menn komið sér út úr klúðrinu: „Það er enn mögulegt að stöðva ESB-umsóknina enda er þetta ferli komið í algjört öngstræti. Utanríkisráðherra, forystumenn ESB o.fl. hafa af því auknar áhyggjur hversu lítið pólitískt bakland er fyrir ESB-umsókn Íslendinga og enginn virðist tilbúinn að taka slaginn.“ Þá ræddi Ásmundur aðlög- unarferlið: „Það liggur fyrir að þessi aðlögun er lykilatriði í umsóknarferlinu og styrkir til aðlögunar eru forsenda þess að hún gangi upp. Því má segja að þegar menn eru farnir að af- þakka slíkt þá er ESB-um- sóknin í raun í uppnámi og það hafa embættismenn frá Bruss- el sagt. Angela Fiolotta sagði t.d. nýverið að það væri ekki nein samningaleið í boði, ein- ungis ferli aðlögunar og það þyrfti 100% aðlögun áður en þjóðin fengi að kjósa. Pólitísk staða umsókn- arinnar er veik. Annar rík- isstjórnarflokkurinn er í mikl- um vandræðum vegna málsins og enginn stjórnarand- stöðuflokkanna vill koma ná- lægt þessu eitraða peði. Sé haldið áfram á sömu braut og af festu þá er ekki spurning hvort heldur hvenær umsóknin siglir í strand.“ Ásmundur Daðason segir Íslendinga enn hafa tækifæri til að koma sér út úr ESB-klúðrinu} Enn er tækifæri ÖgmundurJónassonsamgöngu- ráðherra lýsti því yfir þegar hann undirritaði ásamt Jóni Gnarr borg- arstjóra viljayfirlýsingu um að falla frá byggingu samgöngu- miðstöðvar, að hann vildi að flugvöllurinn yrði áfram á sín- um stað. Óþarfi er að taka af- stöðu til ákvörðunar um sam- göngumiðstöð. Hún getur ekki verið forgangsverkefni við þær fjárhagsaðstæður sem nú ríkja. En á hinn bóginn var gott að heyra Ögmund sem samgönguráðherra og þing- mann suðvesturhornsins tala skýrt um flugvöllinn. Sjálfsagt yrði flugvöllurinn ekki settur niður á þennan stað núna. En þarna er hann og hefur stað- setning hans fjölda kosta sem vega þyngra en ókostirnir sem eru auðvitað nokkrir. Íbúar höfuðborgarinnar eru engir sérstakir áhugamenn um að eyða tugum milljarða í að flytja flugvöllinn eins og mis- heppnuð flugvall- arkosning R-list- ans sáluga sýndi. Þeir hlusta að sjálfsögðu einnig grannt á sjónarmið landsbyggðarinnar í málinu. Margt af því sem er landsbyggðinni hagfellt er höf- uðborginni það einnig. Lands- byggðarfólkið hefur margoft sýnt að það er stolt af sinni höfuðborg, enda er hún einnig höfuðborg þeirra en ekki suð- vesturhornsins eins. Eðli máls- ins samkvæmt verða íbúar hinna dreifðu byggða að sætta sig við að margvísleg starfsemi sem greiðist úr sameiginlegum sjóðum allra landsmanna sé staðsett þar sem fjöldinn er mestur, hvort sem það tengist læknavísindum eða hámenn- ingu. Traust aðgengi að slíkri þjónustu er eitt af því sem verður að fylgja með. Nú þarf að snúa sér að því að byggja upp frambærilega flugstöð vegna innanlandsflugsins og hætta svo að amast við því og trufla með því starfsemina. Yfirlýsingar sam- gönguráðherra um Reykjavíkurflugvöll eru mikilvægar} Óvissu eytt E ftir því sem maður heyrir og les hefur ástandið í Bandaríkjunum farið hratt versnandi á síðustu misserum. Það á sér líklega fyrst og fremst rætur í því að óeðli- lega lágir vextir seðlabankans hafa brenglað allt áhættumat og ýtt undir ósjálfbæra skuld- setningu. Afleiðingarnar eru óskemmtilegar; atvinnuleysi, fátækt og aukin misskipting. Rík- isvaldið hefur prentað nýja peninga fyrir bank- ana og auðhringi þeirra, á kostnað almennings, sem hefur horft á dollarana sína rýrna með hverjum deginum. Þar að auki hafa yfirvöld stórhert eftirlit hinna svokölluðu TSA-sveita á flugvöllum, með stórfelldum brotum á friðhelgi líkama fólks. Ofríki ríkisvaldsins er mikið. Robert Higgs hjá The Independent Insti- tute þar í landi veitir í nýlegum pistli ágætt yf- irlit yfir ástandið vestanhafs (og annars staðar). Í pistl- inum listar hann upp hugtökin sem ríkisvaldið notar yfir ofbeldi og nauðung. Hér eru nokkur þeirra. „Ef ríkið gerir Y er það kallað X“: X = fjárkúgun; Y = skattlagning. X = stuldur; Y = skattlagning. X = ósanngjörn (og oft tilgangslaus og skemmandi) þvingun saklausra einstaklinga til að grípa til einhverra aðgerða; Y = regluverk. X = mannrán; Y = fangelsun einstaklinga fyrir glæpi [án fórnarlamba]. X = pyntingar; Y = þróaðar yfirheyrsluaðferðir. X = heimsvaldastefna; Y = alþjóðleg frið- argæsla. X = tilefnislausar njósnir um borgarana; Y = aðgerðir heimavarnastofnunarinnar. X = kynferðisglæpir gagnvart flug- farþegum – konum, börnum og körlum; Y = ráðstafanir í þágu flugöryggis. X = eyðilegging og útþynning á gjaldmiðl- inum; Y = magnslökun (e. quantitative eas- ing). X = að ýta undir bólur og hrun í efnahags- lífinu; Y = stjórn peningamála. X = að ýta undir bólur og hrun í efnahags- lífinu; Y = stjórn ríkisfjármála. X = að viðhalda lögregluríkinu; Y = að halda uppi lögum og reglu, heilbrigði almenn- ings og þjóðaröryggi. X = að gera fjármálafyrirtæki á borð við Goldman Sachs ennþá vellauðugri á óréttlátan hátt; Y = að koma í veg fyrir aðra kreppu eins og kreppuna miklu. X = að fresta óhjákvæmilegum skuldadögum og gera þá miklu verri en ella hefði orðið; Y = að koma stöð- ugleika á á fjármála- og húsnæðismörkuðum. X = að fóðra eigin mikilmennskubrjálæði og vinna að eiginhagsmunum á kostnað almennings; Y = almanna- þjónusta. X = stríð; Y = friður. X = ánauð; Y = frelsi. X = fáfræði; Y = máttur. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Vesturheimur versnandi fer STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is F lugmálastjórn, Neyt- endastofa og Neytenda- samtökin hafa fengið talsvert fleiri kvartanir á þessu ári en því síð- asta frá viðskiptavinum flugfélaga og ferðaskrifstofa vegna seinkana á flugi eða afbókana. Aðallega er þetta vegna eldgossins í Eyjafjallajökli sl. vor en einnig vegna annarra mála. Dráttur hefur orðið á að ljúka ágreiningsmálum en íslensku flug- félögin þurfa að greiða tugi milljóna króna í bætur til farþega sem komust hvorki lönd né strönd vegna eldgoss- ins. Þar til að gosið skall á höfðu fé- lögin ekki fengið svo margar kvart- anir vegna seinkana á flugi. Eins og fram kemur hér til hliðar gilda svip- aðar reglur hér á landi og í Noregi og öðrum Evrópuríkjum þegar upp koma ágreiningsmál. Hins vegar flokkast eldgos ekki undir óviðráð- anlegar aðstæður, sem flugfélög hafa oftast getað borið fyrir sig ef seink- anir verða, heldur náttúruhamfarir sem gera flugfélög bótaskyld ef tafir verða á flugi af þeim sökum. 123 kvartanir í ár Flugmálastjórn er nýlega komin með ákvörðunarvald ef kvartanir berast þangað, sem ekki hefur verið leyst úr milli farþega og flugfélags. Sætti viðkomandi málsaðilar sig ekki við þær ákvarðanir geta þeir leitað til dómstóla. Lögum samkvæmt geta bætur þó aldrei orðið hærri en 4.150 SDR, eða að jafnvirði um 740 þúsund krónur. Flugmálastjórn bárust á síðasta ári 20 kvartanir frá flugfarþegum, þar af voru tvær vegna seinkunar á flugi en flestar voru vegna aflýstra flugferða. Það sem af er þessu ári hefur Flugmálastjórn fengið 123 kvartanir frá flugfarþegum. Stór hluti þeirra er vegna eldgossins. Hjá Neytendasamtökunum fengust þær upplýsingar að kvört- unum frá flugfarþegum og við- skiptavinum ferðaskrifstofa og bíla- leigna hefði fjölgað verulega á árinu, miðað við síðustu ár. Í langflestum tilvikum tekst að ná sáttum eða ann- arri úrlausn mála. Úrskurðarnefnd ferðamála hefur fengið tíu mál til umfjöllunar á þessu ári, samanborið við sex á síðasta ári og þrjú 2008. Neytendastofa fær til sín kvart- anir vegna afbókaðra ferða hjá ferða- skrifstofum eða annarra vandamála sem koma þar upp. Nýlega komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að Expressferðir hefðu brotið lög um alferðir þegar farþegi með Express- ferðum (Iceland Express) fékk ekki endurgreiðslu vegna gistingar og flugferðar, sem var aflýst vegna eld- gossins í vor. Expressferðir áfrýjuðu ákvörðuninni til áfrýjunarnefndar neytendamála, sem nú hefur vísað kærunni frá. Að sögn Guðjóns Arngríms- sonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, hafa um 1.000 kvartanamál frá ýms- um þjóðlöndum verið til meðferðar hjá félaginu vegna tafa og afbókana á flugi vegna eldgossins í Eyja- fjallajökli. Búið er að afgreiða um 95% þessara mála og önnur á að klára fyrir áramót. Reiknar félagið með að þurfa að greiða 30-35 millj- ónir króna í bætur vegna þessa. Að sögn Kristínar Þorsteins- dóttur, upplýsingafulltrúa Iceland Express, urðu rösklega 12 þúsund farþegar félagsins fyrir áhrifum af eldgosinu í vor. Langflest málin hafi verið leyst en eftir standi nokkur mál sem ágreiningur kunni að vera um. Aðspurð um fjölda þeirra mála segir Kristín það ekki liggja fyrir. Verið sé að vinna að lausn þessa dagana. Fjöldi farþega leitar réttar síns vegna tafa Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tafir Farþegum í millilandaflugi til og frá Íslandi var oft beint til Akur- eyrar vegna eldgossins og þar mynduðust langar biðraðir við flugstöðina. Nýverið féll dómur í Noregi þar sem farþegar með vél Norwegi- an milli Tromsö og Oslóar fengu bætur vegna þess að flugi þeirra á síðasta ári seinkaði um sjö klukkustundir. Var þetta í fyrsta sinn sem norskir flug- farþegar fengu seinkunarbætur eftir svonefndan Sturgeon-dóm Evrópudómstólsins á síðasta ári. Samkvæmt honum ber að bæta farþegum skaða ef komu flugvélar á áfangastað seinkar um meira en þrjár klukkustund- ir. Telst flugfélagið ekki skaða- bótaskylt ef það getur sýnt fram á að seinkunin hafi stafað af óvenjulegum eða óviðráð- anlegum orsökum. Svipaðar reglur gilda hér á landi þó að lítið hafi reynt á þær fyrir dómstólum til þessa, hvað sem síðar verður. Svipaðar reglur hér DÓMUR FÉLL Í NOREGI Vél frá Norwegian.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.