Morgunblaðið - 30.11.2010, Page 17

Morgunblaðið - 30.11.2010, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 Vandvirkni Þessi vandvirki málari penslaði vel í hornin þegar ljósmyndari festi hann á filmu á Laugaveginum. Golli Ráðherrar bera sig borginmannlega eftir nýja og endurskoðaða þjóðhagsspá. Þó er öll- um ljóst að hún setur mikið strik í fjárlag- areikninginn. Og svo er hún endanlegt rot- högg á sífrið um að landið sé að rísa. Frétt- irnar úr þjóðhags- spánni eru mikil von- brigði og gríðarlegt áhyggjuefni. Okkar góða samfélag sem hefur allar forsendur til þess að rétta giska vel úr kútnum siglir nú inn í enn eitt samdráttar- og kyrr- stöðuárið. Umskiptin sem hefðu svo vel getað orðið á næsta ári láta enn á sér standa. Grátlegast er að þetta hefði ekki þurft að vera svona. En hér birtist það okkur að við erum að glíma við afleiðingar stjórnarstefnu sem nú er að koma okkur í koll. Það dugir ber- sýnilega ekki lengur að kyrja hinn endingargóða söng um að allt sé fyrri stjórnvöldum að kenna. Nú sjá ráðamenn framan í afleiðingar eigin verka og verkleysis. Og það sem verra er; almenningur er að verða fyrir barðinu á þessu. Meira að segja hinn sáralitli hag- vöxtur sem menn spá, styðst við hæpnar forsendur. Hagspárnar gera ráð fyrir því að aukin umsvif í sam- félaginu verði vegna aukinnar einka- neyslu. Á því er þó ekki að byggja og einvörðungu ávísun á frekari skulda- söfnun í þessu árferði. Líkt og land- stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi bendir á, er sáralítið borð fyr- ir báru hjá heimilum landsins. Ekki hefur verið tekið á vanda heim- ilanna, þrátt fyrir síendurtekin lof- orð. Stjórnvöld skortir áræði, vilja og samstöðu til þess að bregðast við vanda sem snertir tugþúsundir heimila. Skuldirnar sliga þau því áfram. Heimilin verða því ekki til stórræðanna. Ekkert að lagast Fjárfesting í landinu er svo lítil að það er stórkostlegt áhyggjuefni. Ekki síst í atvinnulífinu. Seðlabank- inn hefur greint frá því að fjárfest- ing hafi dregist saman um ríflega helming í fyrra og hlutfall hennar af landsframleiðslu verið 13,9%. Seðla- bankinn segir þetta lægsta hlutfall sem hafi sést frá stríðslokum, eða í 65 ár og tæplega 60% af því sem virðist samrýmast eðlilegri þróun á framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma. Því miður eru engar vís- bendingar um að þetta lagist á næsta ári. Við verðum ennþá í sama farinu. Þetta er gríðarlegt áfall til skemmri tíma, þar sem þetta þýðir í raun áframhaldandi atvinnuleysi. En þetta er ekki síður áfall til lengri tíma. Sáralítil fjárfesting í atvinnu- lífinu nú í þrjú ár – 2009-2011 – hefur í för með sér að fyrirtækin veikjast. Þau taka ekki þátt í tækninýjungum og verða því smám saman verr í stakk búin til þess að glíma við sam- keppni frá öðrum löndum eða á al- þjóðlegum mörkuðum. En hvað veldur? En hvað veldur? Hvers vegna er- um við í þessari stöðu. Ýmislegt má nefna. Meðal annars þetta. Hér er pólitískur óstöðugleiki. Enginn veit hvert stefnir. Atvinnu- lífið óttast fátt meira og því hika menn við að taka þátt í fjár- skuldbindingum í atvinnulífi þegar þannig háttar til. Í annan stað. Mjög hægt hefur gengið að greiða úr vandræðum fyr- irtækja, sem alltof mörg búa nú við öfugan höfuðstól, eða lág eiginfjár- hlutföll. Mikið hefur verið talað um að greiða þurfi úr skuldavanda fyr- irtækjanna, en ótrúlega lítið hefur gerst. Á þessu þarf að verða taf- arlaus breyting. Í þingsályktun- artillögu okkar sjálf- stæðismanna sem lögð var fram á Alþingi nú í haust, var sú stefna mótuð að end- urskipulagningu skulda fyrirtækja verði að fullu lokið fyrir 31. mars 2011. Það er for- senda þess að fyr- irtækin geti tekið til við að fjárfesta. Það gengur ekki að stór hluti atvinnulífsins búi hér við bullandi óvissu af fyrrgreindum ástæðum. Í þriðja lagi. Sú skattastefna sem rekin hefur verið hefur haft lamandi áhrif á atvinnulífið, dregur úr fjár- festingarvilja og getu fyrirtækjanna til þess að takast á hendur auknar skuldbindingar Í fjórða lagi. Rekstrarskilyrði út- flutnings og samkeppnisgreina eru almennt talað góð. Hið lága gengi gefur íslenskum fyrirtækjum for- skot, sem við verðum að nýta okkur til frekari umsvifa hér innanlands. Þar er hins vegar við ramman reip að draga. Stjórnarstefnan felur það beinlínis í sér að okkar öflugustu út- flutningsgreinar, sjávarútvegur og stóriðja geta sig illa hrært. Það þarf engan að undra Í stóriðjunni er þeirri stefnu fylgt ljóst og leynt af hálfu stjórnvalda, að koma í veg fyrir framkvæmdir. Rík- isstjórnin lofaði því í margsviknum stöðugleikasáttmálanum að þvælast ekki fyrir stórframkvæmdum á þess- um sviðum. Það hefur ekki gengið eftir. Allir sjá, hvernig ríkisstjórnin hefur ekki einasta lagt steina, heldur heilu grjóthrúgurnar í götu þessara fyrirtækja og komið í veg fyrir bráð- nauðsynlegar framkvæmdir. Í hinni stóru útflutningsgreininni okkar, sjávarútveginum er hífandi óvissa. Þrátt fyrir farsæla sátt sem náðist um tilteknar leikreglur varð- andi fiskveiðistjórnun, sem fékkst út úr svo kallaðri sáttanefnd, er óvissan jafn nagandi sem fyrr. Fyrir vikið hreyfa menn sig ekki til fjárfestinga í sjávarútvegi. Það er eðlilegt. Á með- an menn vita ekki um einföldustu svör við eðlilegum spurningum um það hvernig starfsumhverfi grein- arinnar verður, taka menn ekki ákvarðanir um fjárfestingar. Ábyrg- ir stjórnendur geta ekki axlað fjár- skuldbindingar á meðan þeim er ekki ljóst hvort stjórnvöld geri þeim kleift að standa við þær í framtíðinni. Það sjá allir að það er ekki við góðu að búast þegar okkar öflugustu útflutningsgreinar fá hvorki leyfi, né ráðrúm til fjárfestinga, vegna stjórn- arstefnunnar. Það þarf engan að undra að illa gangi þegar þessum kraftmiklu atvinnugreinum eru allar bjargir bannaðar. Vandinn er af pólitískum toga Þannig ber þetta allt að sama brunni. Það er kyrrstaða og eins og allir vita munar mönnum bara aftur á bak við slíkar aðstæður. Þess vegna er hér ekki hagvöxtur, þess vegna er fjárfesting í sögulegu lág- marki. Og hið sorglega í því máli er að þetta á rætur sínar til þeirrar stjórnarsefnu sem hér er við lýði. Vandamálið sem við glímum við er þess vegna af pólitískum toga. Það er afstaða ríkisstjórnarinnar sem er að dýpka kreppuna og valda þessum hrikalegu búsifjum í rekstri fyr- irtækja og afkomu almennings. Eftir Einar Kristin Guðfinnsson » Okkar góða samfélag sem hefur allar for- sendur til þess að rétta giska vel úr kútnum, siglir nú inn í enn eitt samdráttar- og kyrr- stöðuárið. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er þingmaður. Stjórnarstefnan er vandamálið Í lok september- mánaðar árið 2008 fjaraði hratt undan bankakerfum tveggja smáríkja, Íslands og Írlands. Viðbrögð fjár- málaráðherra Írlands, Brian Lenihan, voru þau að tilkynna rík- isábyrgð á öllum bankainnstæðum og lánum til írskra banka til ársins 2010. Við- brögð forsætisráðherra Íslands, Geirs H. Haarde, voru þau að leggja fyrir Alþingi neyðarlög sem fólu í sér gjaldþrot íslensku bank- anna í þáverandi mynd. Grunn- bankaþjónusta á Íslandi var skilin frá erlendri starfsemi og myndaðir nýir bankar sem héldu greiðslu- kerfum landsins gangandi. Hrun hér – björgun þar Íslenska ríkið var lítt skuldsett fyrir hrun og þjóðin státaði af líf- eyrissjóðum á stærð við olíusjóð Norðmanna (miðað við höfðatölu). Gjaldþrot bankanna og yfirlýsing forsætisráðherra „vinaþjóðar“ um að Ísland væri gjaldþrota ríki, breytti í einni svipan stöðu ís- lenska ríkisins. Erlendir sérfræð- ingar fullyrtu að staða Íslands væri vonlaus – þjóðin væri gjald- þrota. Írski fjármálaráðherrann til- kynnti á hinn bóginn þjóð sinni, í lok september 2008, um ódýrustu björgunaraðgerð bankakerfis í sög- unni. Storminn lægði á eyjunni grænu. Erlendar skuldir Bankar beggja ríkja höfðu safn- að miklum skuldum erlendis, þeir írsku um fjórfaldri landsfram- leiðslu en þeir íslensku rúmlega sexfaldri. Nú tveimur árum eftir setningu neyðarlaga eru erlendar skuldir íslenskra banka nánast engar. Erlendar skuldir írskra banka eru hins vegar enn fjórföld landsfram- leiðsla. Þessar skuldir og meira til eru nú á ábyrgð írskra skatt- greiðenda. Enginn veit fyrir víst hve mikið írska þjóðin þarf að greiða fyrir björgun bankanna en þær björgunar- aðgerðir sem þegar eru kunngerðar kosta Íra upphæð sem jafngildir því að Íslendingar tækju á sig 1.500 millj- arða króna skuld, sem er um 80% af öllum lífeyrissparnaði hér. Með synjun forseta Íslands á staðfestingu laga um Icesave- reikninga Landsbankans var þjóð- inni forðað frá stórri skuldbindingu í erlendum gjaldeyri. Erlendar skuldir íslenska ríkisins eru nú að stórum hluta vegna risavaxins gjaldeyrisforða sem ekki stendur til að nota. Við erum ekki skuld- laus þjóð, en töluverðar eignir koma á móti okkar skuldum. Góð- ur afgangur er á vöruskiptum við útlönd og landsframleiðsla mun lík- lega vaxa á árinu 2011, þrátt fyrir virkjana- og framkvæmdastopp. Hvor leiðin reyndist fær? Í lok ársins 2008 virtist Ísland vera eina ríkið í Evrópu sem ekki var kleift að bjarga fjármálakerfi sínu. Önnur ríki Evrópu hlupu undir bagga með gjaldþrota bönk- um og hlutafé var aukið í fjármála- fyrirtækjum beggja vegna Atlants- ála. Þessi staða gerði Geir H. Haarde og samráðherra hans tor- tryggilega. Hví hafði Geir ekki rætt stöðu bankanna í ríkisstjórn árið 2008? Hafði Geir H. Haarde haldið að sér höndum allt árið 2008 í stað þess að bjarga bönkunum? Viðbrögð írskra ráðamanna við vanda bankanna virtust í upphafi vera rétt. En írsku bankarnir lugu að ráðamönnum um stærðargráðu afskrifta og í stuttu máli er Írland nú komið í þrot vegna aðgerða rík- istjórnarinnar, sem þannig mis- tókst hrapalega að gæta hagsmuna almennra borgara. Íslenska ríkið býr hins vegar við stöðugt batn- andi lánskjör ef marka má lækkun skuldatryggingarálags ríkisins og hóflegar fjárfestingar í orkufram- leiðslu og framleiðslutækjum eru mögulegar á ný. Landsdóm á Lenihan? Geir H. Haarde vísaði íslensku þjóðinni til vaðs þar sem fært var með setningu neyðarlaga árið 2008 en ráðamenn Írlands tefldu fram- tíð þjóðar sinnar í tvísýnu og ég spyr: Hvaða refsingu telja íslensk- ir þingmenn viðeigandi fyrir Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, í ljósi þess að bankabjörgun hans mun valda eymd á Írlandi næstu áratugi? Væri Geir Haarde nú laus allra mála hefði hann frestað óum- flýjanlegum vanda árið 2008 eins og Írar gerðu? Reynsla Geirs kom þjóðinni vel eftir allt saman, en óreyndir þing- menn kalla hann nú fyrir landsdóm í fásinnu. Á landsdómur að refsa stjórnmálaleiðtoga fyrir að gefa ekki út minnisblöð og fund- argerðir? Alþingismenn eiga nú þegar að samþykkja þingsályktun um að binda enda á málaferlin enda valda þau sundrungu með fyrirsjáanlegri hættu fyrir heill ríkisins. Eftir Björn Ágúst Björnsson »Reynsla Geirs kom þjóðinni vel eftir allt saman, en óreyndir þingmenn kalla hann nú fyrir landsdóm í fá- sinnu. Björn Ágúst Björnsson Höfundur er sjóðstjóri verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Cand. Sci. í verk- fræði og M.Sc. áhættugreiningu. Örlög tveggja þjóða – Ísland og Írland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.