Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 21

Morgunblaðið - 30.11.2010, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010 ✝ Garðar Pálssonfæddist á Ísafirði 22. mars 1922. Hann lést á Hjúkr- unarheimili Hrafnistu í Kópavogi 21. nóv- ember 2010. For- eldrar hans voru hjónin Ásta Ing- veldur Eyja Krist- jánsdóttir, húsmóðir úr Bolungarvík, f. 28. janúar 1896, d. 8. júní 1986, og Páll Hann- esson, skipstjóri frá Hnífsdal, f. 18. maí 1896, d. 28. janúar 1956. Systkini Garðars eru Hannes, f. 1924, Áróra, f. 1926, og Björn, f. 1933. Garðar kvæntist 2. ágúst 1946 Lilju Jónsdóttur, f. 10. mars 1922 í Þorvaldarbúð á Hellissandi. Dætur þeirra eru: 1) Ásta, f. 21. nóvember 1946, maki Sturla Þórðarson, f. 22. mars 1944. Börn þeirra eru Lilja, f. 1970, Kjartan, f. 1975, sambýlis- kona hans er Kristín Gunn- arsdóttir, f. 1979, og Halldór, f. sjóhersins á Margareteholm í Dan- mörku 1965. Garðar hóf sjó- mennsku sem háseti á mb. Hugin (III) 1935 og 1939-1942 og viðvan- ingur og háseti á es. Súðinni 1943- 1947. Eftir að hann lauk farmanna- prófi var hann á Súðinni, Óðni, Arnarfelli, Sæbjörgu, Blátindi, Þór, Maríu Júlíu og Ægi, sem stýri- maður eða skipherra. Þá var hann skipherra á TF-Rán og TF-Sif á ár- unum 1960-1964 og 1968. Garðar kom í land 1964 og starfaði sem eftirlitsmaður hjá Landhelgisgæsl- unni til 1989. Hann hafði umsjón með smíði Ægis í Álaborg og Týs í Árósum og viðamiklum breyt- ingum á Þór og Óðni á sömu stöð- um. Þar eignaðist hann marga góða vini sem hann skrifaðist á við alla tíð. Á sjómannadaginn 1989 var Garðar sæmdur heiðursmerki sjómannadagsráðs. Hann var for- maður saminganefndar Stýri- mannafélags Íslands 1955. Garðar var mikill áhugamaður um útivist og íslenska náttúru. Hann var áhugaljósmyndari og fóru myndir hans víða. Útför Garðars verður gerð frá Neskirkju í dag, 30. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. 1982. 2) Helga, f. 1. des. 1949, maki Sig- urjón Sindrason, f. 17. febrúar 1948. Börn þeirra eru Garðar, f. 1973, kvæntur Hörpu Grímsdóttur, f. 1968, Sindri, f. 1978, kvæntur Ernu Rut Elvarsdóttur, f. 1977, og Eva, f. 1983. Barnabarnabörnin eru fimm. Garðar ólst upp á Ísafirði. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skólanum á Ísafirði 1939, far- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1947 og varðskipaprófi frá sama skóla 1953. Þá lauk hann sjóliðsforingja- prófi frá U.S. Coast Guard 1961, kennaraprófi í björgunarstörfum, fyrstu hjálp og stórslysahjálp frá Cililforsvarets Tekniske Skole í Tinglev í Danmörku og kenn- araprófi frá eldvarnaskóla danska Mín fyrstu kynni af Garðari Pálssyni voru fyrir rúmum 43 ár- um þegar við Helga dóttir hans vorum að draga okkur saman. Hann kom mér fyrir sjónir sem herforingi sem ekkert beit á og ekkert stöðvaði. Garðar reyndist jafnframt vera herforingjalærður og eins nálægt því starfi að vera hermaður og hægt er á Íslandi, án þess þó að vera í her. Frá fyrstu tíð, þegar við vorum að koma yfir okkur þaki, var hann ávallt fremstur í flokki í að vinna allt það sem þurfti, enda var hann bæði mjög verkhagur og ótrúlega vinnusamur. Minnisstætt er mér þegar ég mætti í nýbygginguna á Nesbal- anum eftir vinnu og hafði gleymt að kaupa einhvern hlut, sem við þurftum til að geta haldið áfram smíðum frá kvöldinu áður. Þá sagði Garðar: „Sigurjón, fyrst kemur þú, svo kemur vinnan.“ Ég held að Garðar hafi aldrei unnið meira en eftir að hann hætti hjá Gæslunni. Þá voru það heimili dætranna sem kraftar hans fóru í að ógleymdum sumarbústöðunum við Apavatn. Sumarhúsalandið við Apavatn var nánast bert þegar þau keyptu landið í kringum 1975, en nú er slíkur skógur að bústað- irnir sjást varla úr flugvél. Garðar var mikill ljósmyndari og hafði ótrúlega næmt auga fyrir uppbyggingu ljósmynda. Hann á ógrynni af ljósmyndum, sem hann hefur tekið á sjónum, svo sem í Þorskastríðinu og við upphaf Surtseyjargossins. Það þarf því að fara vandlega í gegnum myndasafn Garðars, til að varðveita þann fjársjóð. Eftir því sem árin hafa liðið hef- ur herforingjasvipur Garðars dofnað og ég minnist hans sem trausts, ljúfs, gamals og þreytts vinar sem ég þakka fyrir samferð- ina. Sigurjón H. Sindrason. Tengdafaðir minn Garðar Páls- son fyrrverandi skipherra er fall- inn. Hann hefur nú ýtt úr vör í síðasta sinn. Hann hóf sjó- mennsku með föður sínum, þrett- án ára gamall, og var á sjó fram á fimmtugsaldur enda þótt hann væri alltaf sjóveikur. Hann sagði mér að hann hefði aldrei sjóast. Hann var á sjó öll stríðsárin og um borð í es. Súðinni þegar árásin var gerð á hana og það var átak- anlegt að heyra lýsingu hans á því þegar vinur hans dó í fanginu á honum eftir árásina. Ég hafði ekki þekkt Garðar og Lilju lengi þegar mér varð ljóst að þau báru minn hag fyrir brjósti og voru vakin og sofin í því hvað þau gætu gert fyrir mig og þannig hef- ur það verið alla tíð. Garðar var maður framkvæmda, hann hafði ekki miklar málalengingar um hlutina en kom þeim í verk. Hann mat sjálfur hvenær hans var þörf og var ekkert endilega að tilkynna það fyrir fram. Mér er minnisstætt þegar ég var einn morguninn að fara í vinnuna um áttaleytið að ég heyrði einhvern hávaða sem mér fannst koma ofan af þaki, ég botn- aði ekki neitt í neinu en hug- kvæmdist að fara út og líta upp á þak og þar var Garðar mættur og farinn að mála enda barnungur í þá daga, ekki nema um áttrætt. Árið 1974 keyptum við okkur sumarbústaðaland fyrir austan Apavatn í Grímsnesi og tókst mér með góðri aðstoð Garðars að koma upp bústað árið eftir og bústaður Garðars og Lilju reis nokkru síðar. Tveir sumarbústaðir á berangri kalla á ótakmarkaða vinnu eins og nærri má geta. Þarna sameinuð- umst við í puðinu, reyndar hvor á sínum meiðnum. Hann meira í við- haldi og málningu og ég í jarð- vinnu og trjárækt. Allt tók þetta sinn tíma en tókst að lokum. Það leyndi sér ekki hvað hann naut þess að vera í sveitinni og þarf ekki að taka fram að honum féll aldrei verk úr hendi. Garðar var mikill útivistarmaður og lá þá gjarnan í tjaldi með fjöl- skyldunni svo dögum og jafnvel vikum skipti. Hann var áhugaljós- myndari og tók mikið af myndum af íslenskri náttúru. Hann var skipherra á flugvél Landhelgis- gæslunnar í Surtseyjargosinu og tók þá margar frábærar ljósmynd- ir. Hann var næmur fyrir fallegu myndefni bæði í íslenskri náttúru og víðar og hafa margar ljósmynd- ir hans verið birtar í ljósmynda- tímaritum, bókum og blöðum, bæði hér heima og erlendis. Við áttum sama afmælisdag og hann dó á af- mælisdegi konu minnar. Minningin um góðan dreng og væntumþykju hans mun ávallt lifa í huga okkar. Sturla Þórðarson. Það var afi sem skipulagði leik- ina þegar við vorum yngri. Hann lagði fyrir okkur þrautir og fylgd- ist með okkur brjóta heilann sposkur á svip. Við urðum sár- móðguð í eitt skipti þegar þraut, sem hann hafði fundið í dönsku blaði, var án formlegrar lausnar. En eins og hann sagði þá er engin lausn lausn í sjálfu sér. Hann bjó til hoppukastala úr úreltum gúmmíbjörgunarbáti, kenndi okk- ur spilagaldra, leiddi okkur um leyndardóma varðskipanna, bað okkur að anda að okkur ilmi hafs- ins, sá til þess að við lærðum mannganginn, stjórnaði tívolí-flug- eldasýningum og sagði okkur æv- intýralegar sögur, eilítið grobbinn. Amma var vís til að grípa inn í þegar henni fannst of frjálslega farið með staðreyndir með orð- unum: „Veriði ekki að fást um hann afa ykkar, hann er vanur að vera til sjós,“ svona rétt eins og það ætti eftir að jarðtengja hann á fasta föðurlandinu. Já, hann var karl í krapinu, sjóveikur til sjós í áratugi. „Þú ert harður en ég er sko miklu harðari,“ sagði hann stundum við mesta harðjaxlinn í okkar hópi. Við slitum barnsskónum en það breytti því ekki að afi hafði enn með höndum ráðandi hlutverk, ávallt boðinn og búinn að aðstoða okkur í hvívetna. Hann var alltaf til staðar. Hann málaði íbúðirnar okkar í hólf og gólf, þá síðustu á níræðisaldri, fór með bílana okkar í skoðun og sá til þess að allir eignuðust súkkulaðibræðslupotta. Hann var nefnilega svolítið ginn- keyptur fyrir nýjungum. Talaði við okkur til útlanda í gegnum netið í mynd, enda sýndi hann því sem við tókum okkur fyrir hendur hér og þar í heiminum í námi og starfi einlægan áhuga. Hann sagði gjarnan: „Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að jafnvel hin smæstu atriði er áhugaverð fyrir mig.“ Hann var áhugasamur um svo margt. Hann sinnti matseldinni sem jafningi ömmu. Hann var ljós- myndari með næmt auga fyrir myndefninu og hann hafi mikinn áhuga á skógrækt enda var mikið puðað í sumarbústaðarlandinu fyr- ir austan fjall. Það var alltaf ljúft að koma að Apavatni í puðið og fjörið, þegar hjörðinni var smalað að borðum með lúðrablæstri. Það var ómetanlegt að eiga afa að. Við erum þakklátari en orð fá lýst. Lilja, Garðar, Kjartan, Sindri, Halldór og Eva. Garðar Pálsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR MAGNÚSSON frá Bíldudal, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Patreksfirði fimmtu- daginn 25. nóvember. Útförin fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 4. desember kl. 14.00. Bára Jónsdóttir, Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir, Haukur Sveinbjörnsson, Magnús B. Óskarsson, Björk Hafliðadóttir, Rakel Óskarsdóttir, Aðalsteinn Már Klemenzson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐNI ÞÓRARINN VALDIMARSSON, Hamrahlíð 21, Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð mánudaginn 22. nóvember. Útför hans fer fram frá Vopnafjarðarkirkju miðviku- daginn 1. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sundabúðar, í síma 470 3077. Ásta Ólafsdóttir, Valdimar Guðnason, Droplaug Guðnadóttir, Kristján Geirsson, Páll Guðnason, Guðrún Anna Guðnadóttir, Sigurjón Haukur Hauksson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir og tengdafaðir, ERLINGUR Þ. JÓHANNSSON sundþjálfari og fyrrverandi Íþróttafulltrúi Reykjavíkur, Engjaseli 52, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugar- daginn 27. nóvember. Hrafnhildur Hámundardóttir, Jóhann Erlingsson, Lise Tarkiainen. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, RÓBERT VIÐAR HAFSTEINSSON, lést föstudaginn 19. nóvember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 4. desember kl. 11.00. Árni Gunnar Róbertsson, Hafsteinn Róbertsson, Elín G. Steindórsdóttir, Hilmar Þór Hafsteinsson, Sigríður Aðalheiður Aðalbergsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSA RAKEL JAKOBSDÓTTIR, Höfðagrund 18, Akranesi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 28. nóvember. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju föstu- daginn 3. desember kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð um Jakob Rósinkar Elíasson, reikningsnr. 1176-15-550655, kt. 680191-2479. Þorkell Kristinsson, Jakob Halldór Sverrir Ragnarsson, Elísabet María Pétursdóttir, Sveinbjörn Kristinn Ragnarsson, Jensína Ólöf Sævarsdóttir, Arnar Smári Ragnarsson, Daðey Steinunn Einarsdóttir, Bjarni Karvel Ragnarsson, Árný Hulda Friðriksdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÞÓRUNN EMILSDÓTTIR frá Lækjarmótum, Borgarbraut 1, Borgarnesi, lést laugardaginn 27. nóvember. Veronika Kristín Guðbjartsdóttir, Jóhannes Þórarinsson, Þóra Kristín Guðbjartsdóttir, Guðjón Gunnarsson, Erla Guðrún Guðbjartsdóttir, Magnús Kristjánsson, Helgi Þröstur Guðbjartsson, Inga Sigríður Ingvarsdóttir, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.