Morgunblaðið - 30.11.2010, Qupperneq 26
26 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010
Sudoku
Frumstig
7 5 6 4
2 9
7
7 5 1
3 4 7
1 2 4 9 5
6 4
3 1
4 9 2 6
3 4 8 7 9
1 9 7
9 6 3 5
3
9 7 5 3
6 4
1 8
7
5 7 8 4
2
6 5 4
8 1
7 5 3
4 9 7
5 8 1 4
1 9 5
3 9
6 2 1
3 9 8 7 4 5 2 1 6
4 7 2 1 6 8 3 5 9
6 5 1 3 9 2 7 8 4
2 6 3 8 7 9 1 4 5
7 4 5 6 1 3 8 9 2
8 1 9 2 5 4 6 7 3
9 3 7 4 2 1 5 6 8
1 2 4 5 8 6 9 3 7
5 8 6 9 3 7 4 2 1
2 8 6 9 4 3 1 5 7
1 5 9 7 2 6 4 8 3
7 4 3 1 5 8 6 2 9
4 7 5 3 6 2 9 1 8
3 9 2 8 1 4 7 6 5
6 1 8 5 9 7 3 4 2
5 3 7 4 8 1 2 9 6
9 2 1 6 7 5 8 3 4
8 6 4 2 3 9 5 7 1
5 9 3 4 6 1 8 7 2
7 6 2 3 5 8 9 4 1
1 4 8 2 7 9 6 5 3
4 1 6 5 8 2 3 9 7
2 5 9 7 4 3 1 6 8
8 3 7 1 9 6 5 2 4
9 8 4 6 3 7 2 1 5
3 7 1 9 2 5 4 8 6
6 2 5 8 1 4 7 3 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er þriðjudagur 30. nóvember,
334. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Og hann mun senda út
englana og safna sínum útvöldu úr
áttunum fjórum, frá skautum jarðar
til himinskauta. (Mk 13, 27.)
Víkverji ímyndar sér að erlendirferðamenn, sem til Íslands
koma þessa dagana, eða þá Íslend-
ingar sem snúa heim á Frón eftir
langa fjarveru, eigi erfitt með að sjá
við fyrstu sýn að hér hafi orðið
bankahrun eða að hér sé einhver
kreppa. Jólaverslunin er komin á
fullt, glæsivagnar aka enn um götur
og jólahlaðborð veitingahúsanna eru
vel setin. Ekki er heldur hægt að
segja að sé kreppa þegar tugþús-
undir miða seljast á jólatónleika með
Frostrósum, Bjögga Halldórs eða
öðrum listamönnum, þrátt fyrir að
miðinn hafi í sumum tilvikum kostað
yfir 10 þúsund kall.
x x x
Víkverji telur þó ljóst að ef hinnerlendi gestur fari að kynna sér
málið nánar, og dvelja hér lengur, þá
muni hann sjá afleiðingar krepp-
unnar betur. Hann gæti t.d. staðið
með myndavélina fyrir utan húsnæði
Mæðrastyrksnefndar og Fjöl-
skylduhjálpar Íslands þegar mat-
arúthlutanir fara fram. Hann gæti
einnig litið inn á skrifstofu Vinnu-
málastofnunar þegar fólk er að sækja
um atvinnuleysisbætur, og farið það-
an til Umboðsmanns skuldara. Í lok
ferðar, á leiðinni heim til baka með
flugvélinni, sést síðan endanleg stað-
festing á að efnahagur Íslendinga
hafi skroppið saman. Saga-Class er
ekki lengur þéttsetið og færri eru
leiðinni í verslunarferðir og frí til út-
landa. Einkaneyslan fer fram hér á
landi sem aldrei fyrr og Víkverji
fagnar því að landsmenn eigi afgang
til að njóta góðrar tónlistar og kræs-
inga á aðventunni. Hætt er við að
jólasveinninn „Kortaklippir“ fái þó
nóg að gera að veislu lokinni.
x x x
Jafn mikið og Víkverji fagnaði því ádögunum að Randver Þorláks-
son hefði snúið til baka í Spaugstof-
unni í hlutverki Örvars róna þá voru
vonbrigðin mikil við að sjá hvað end-
urkoman var skammvinn. Örvar hef-
ur ekki sést aftur og Bogi er hálfur
maður, í bókstaflegri merkingu, án
vinar síns á Arnarhólnum.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 frá Svíþjóð, 4
svínakjöt, 7 hænur, 8 ólga, 9
þegar, 11 vítt, 13 æsi, 14
möndullinn, 15 þukl, 17 tarf-
ur, 20 aula, 22 varðveitt, 23
þrautir, 24 úldin,
25 skyldmennin.
Lóðrétt | 1 drekkur, 2 at-
hugasemdum, 3 ögn, 4 skor-
dýr, 5 í vafa, 6 lítil tunna, 10
allmikill, 12 líkamshlutum,
13 bókstafur, 15 fallegur, 16
dulið, 18 hindra, 19 kaka, 20
svifdýrið, 21 smáalda.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 göfuglynd, 8 sakni, 9 rolla, 10 náð, 11 marin, 13 Ingvi,
15 hrund, 18 assan, 21 ræð, 22 tudda, 23 arinn, 24 haganlegt.
Lóðrétt: 2 öskur, 3 urinn, 4 lærði, 5 nýleg, 6 ósum, 7 kali, 12 inn,
13 nes, 15 hiti, 16 undra, 17 draga, 18 aðall, 19 sting, 20 nánd.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4. Rc3
dxc4 5. a4 Bf5 6. Re5 e6 7. Bg5 Bb4
8. f3 c5 9. dxc5 Dxd1+ 10. Kxd1
Rbd7 11. Rxd7 0-0-0 12. e4 Hxd7+
13. Kc2 Bg6 14. c6 bxc6 15. Bxc4
Hhd8 16. Ba6+ Kc7 17. a5 Be7 18.
Be3 Kb8 19. Kb3 Re8 20. Hhc1 f5 21.
exf5 exf5 22. Hd1 Bf7+ 23. Ka4 Rc7
24. Be2 f4 25. Bf2 Hd2 26. a6
Staðan kom upp á Ólympíumótinu í
skák sem fór fram í Manila í Filipps-
eyjum árið 1992. Margeir Pétursson
hafði svart gegn hollenska kollega
sínum í stórmeistarastétt, Gennady
Sosonko. 26. … Rb5! hvítum er nú
allar bjargir bannaðar. 27. Hab1
Rxc3+ 28. bxc3+ Kc8 og hvítur gafst
upp enda liðstap eða mát óumflýj-
anlegt.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Vel lesið
Norður
♠Á876
♥62
♦ÁD74
♣G42
Vestur Austur
♠94 ♠DG1053
♥ÁD95 ♥–
♦K53 ♦G109862
♣K986 ♣53
Suður
♠K2
♥KG108743
♦–
♣ÁD107
Suður spilar 4♥ dobluð.
Svo er að sjá sem vörnin fái óhjá-
kvæmilega fjóra slagi – þrjá á tromp
og einn á ♣K. Sú varð líka raunin í
flestum leikum Campions Cup. Ekki
þó var sem Þjóðverjinn Martin Rehder
sat í suður. Við hans borð vakti austur
á Tartan 2♠. Rehder stökk í 4♥, sem
vestur doblaði með ánægjusvip. Út-
spilið var ♠9.
Rehder las spilið vel. Hann tók
fyrsta slaginn á ♠K heima og þrumaði
út ♣D! Vestur drap og spilaði aftur
spaða. Rehder notaði innkomuna á ♠Á
til að trompa tígul. Tók næst á ♣Á,
spilaði laufi á gosann og trompaði aftur
tígul. Trompaði síðan ♣10 í borði með
smátrompi og stakk tígul heima í
þriðja sinn. Þá var sviðið sett fyrir
lokaatriðið. Suður átti nú ♥KG108, en
vestur ♥ÁD95. Rehder spilaði há-
hjarta og tryggði sér tvo slagi í viðbót.
30. nóvember 1916
Goðafoss, annað af tveimur
skipum Eimskipafélags Ís-
lands, strandaði í hríðarveðri
og náttmyrkri við Straumnes,
norðan Aðalvíkur á Horn-
ströndum. Menn frá Látrum
björguðu farþegum og áhöfn,
60 manns. Skipið náðist ekki
aftur á flot. Goðafoss hafði
komið til landsins hálfu öðru
ári áður.
30. nóvember 1943
Listasafn Einars Jónssonar
var fyrst húsa í Reykjavík
tengt hitaveitu frá Reykjum í
Mosfellssveit. Árið 1930 hafði
heitt vatn úr Laugardal verið
leitt í Austurbæjarskólann og
fleiri hús.
30. nóvember 1965
Íslenskir bankar keyptu
Skarðsbók á uppboði í Lond-
on. Þetta var eina forn-
íslenska handritið sem var í
einkaeign. Það var síðar af-
hent Handritastofnun til varð-
veislu.
30. nóvember 2007
Kárahnjúkavirkjun var form-
lega tekin í notkun með við-
höfn, bæði í Fljótsdalsstöð og
Reykjavík. Fyrsta aflvélin
hafði verið gangsett 5. nóv-
ember. Framkvæmdir hófust
vorið 2003. Uppsett afl virkj-
unarinnar fullbúinnar er 690
megawött.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
„Ég hef verið í prófum á afmælinu mínu síðustu 20
árin. Fyrir tíma Facebook var það bara heppni ef
einhver mundi yfir höfuð eftir afmælinu mínu,“
segir Þórunn Helga Þórðardóttir lögfræðingur,
sem er 26 ára í dag. Þórunn lauk meistaranámi í
lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík í upphafi
árs. Vegna prófatíðar hefur hún almennt ekki
gert mikið úr afmælisdeginum en eitt sinn tóku þó
vinir hennar fram fyrir hendurnar á henni. „Þeg-
ar ég bjó í New York í eitt ár þá var haldið stórt,
óvænt partí og búið að fylla herbergið mitt af alls
konar blöðrum. Það var eiginlega í síðasta skipti
sem ég hélt upp á afmælið.“ Hún segir nóvember hafa flogið svo hratt
hjá í ár að afmælið og aðventan komi alveg aftan að henni. Hún er því
ekkert farin að huga að jólum heldur. „Mér finnst ágætt að vera ekki
að stressa mig á því. Jólin í fyrra voru eiginlega þau bestu hingað til,
því þá ákvað ég að afþakka allar gjafir en bað fólk að gefa í góðgerð-
armál í staðinn og gerði það sama sjálf. Það voru rólegustu jól sem ég
hef upplifað.“ Viðhorfið gagnvart afmælinu er álíka rólegt. Í kvöld
ætlar hún út að borða og svo er ekki útilokað að eitthvað verði gert í
tilefni þess næstu helgi. „Maður á aldrei að segja aldrei.“ una@mbl.is
Þórunn Helga Þórðardóttir er 26 ára
Fyrsta próflausa afmælið
Flóðogfjara
30. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 1.01 3,2 7.14 1,2 13.26 3,4 19.50 1,0 10.43 15.51
Ísafjörður 3.13 1,7 9.17 0,7 15.21 1,9 22.01 0,6 11.18 15.26
Siglufjörður 5.35 1,1 11.26 0,4 17.46 1,1 11.02 15.08
Djúpivogur 4.05 0,8 10.26 1,9 16.40 0,8 23.09 1,9 10.20 15.13
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Ekki rasa um ráð fram og álykta
neitt fyrr en þú hefur fengið að heyra sög-
una í heild. Það mun margt koma þér á
óvart.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú ert í margbrotnu skapi, sem leyfir
þér að njóta skemmtilegustu hugmyndanna.
Vinur trúir á það sem hann segir.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú þarft að velta fyrir þér öllum
möguleikum sem standa til boða í fjár-
málum. Hafðu það í huga.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú þarft að breyta til, ekkert stór-
vægilegt, til dæmis að fara aðra leið í og úr
vinnu. Það hitnar í kringum þig – er einhver
ástfangin/n af þér?
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Alltaf má finna þann flöt á málum að
hægt sé að halda upp á þau. Stundum þarf
maður að fara eigin leiðir í átt að markinu.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Kona í fjölskyldunni leggur að þér að
grípa til óvenjulegrar heilsubótar. Almennt er
yfirsýn hennar meiri en flestra annarra, sem
er ástæða þess að hún nær meiri árangri.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Einhver í fjölskyldunni lætur orð falla
sem gætu eyðilagt eða bjargað deginum.
Lærðu að skyggnast undir yfirborð þess sem
sagt er.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Er það ímyndun eða ertu alltaf
að rekast á vissa manneskju? Þetta er of
mikil tilviljun til að hafa enga þýðingu. Vertu
þolinmóð/ur.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Velgengni veltur á því að rétt
manneskja sé skipuð í hvert hlutverk í lífi
þínu. Tilfinningar og hugsanir eru í einni
bendu og skynsemin og yfirvegunin eftir því.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Geta þín til þess að þefa uppi
vandamál er með mesta móti í dag. Frítím-
ann áttu ein/n og getur gert það sem þú vilt.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Notaðu persónutöfrana til þess
að leysa fjölskylduágreining – vonandi áður
en hann blossar upp. Ástæðulaust er að
prófa ástina á hverjum degi.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Beindu sköpunarhæfileikum þínum í
jákvæðar áttir og þá muntu uppskera hrós
annarra. Reyndu að halda aftur af löngun
þinni til að kaupa eitthvað sem þú sérð.
Stjörnuspá
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is