Morgunblaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 30
Birgir Hilmarsson eða Biggi eins og hann kallar sig gerði tónlistina við heimildarmyndina Future of Hope, sem hefur ferðast hringinn hérlendis og farið á erlendar kvikmyndahátíðir undanfarið, en myndin verður frum- sýnd opinberlega í Evrópu snemma á næsta ári. Biggi flutti til London fyrir um þremur árum og hefur vakið al- þjóðlega athygli. Hann hefur gert tónlist við fjölmargar kvikmyndir og auglýsingar, ásamt því að vinna með tilraunaleikhúsum í London, en er einna þekktastur hérlendis fyrir tón- list sína með hljómsveitunum Ampop og Blindfold. Heimildarmyndin Fut- ure of Hope var frumsýnd í haust á Íslandi og fékk mjög góða dóma. Myndin fjallar um Íslendinga í kreppunni og dregur fram það já- kvæða í fólkinu og blés mörgum brúnaþungum Íslendingnum von í brjóst. „Myndin dregur upp jákvæða sýn á framtíðina, þrátt fyrir ástandið. Það er komið inn á umhverfismálin, sjálfbæra þróun matvæla og orku og hvernig við getum nýtt nátt- úruauðlindir okkar á sjálfbæran hátt án þess að eyðileggja þær fyrir kom- andi kynslóðum. Boðskapur mynd- arinnar er mjög fallegur og vonandi berst hann víða og verður fyrirmynd annarra þjóða. Í sumar ákváðum við að gefa tónlistina við myndina út á plötu. Við tókum sterkar setningar úr myndinni sem ég blandaði við tónlist- ina, þannig að á milli laga koma viskuorð frá Vigdísi Finnbogadóttur og fleira góðu fólki,“ segir Biggi. En það var einmitt vegna hugmynda- fræðinnar sem Íslandsvinurinn Da- mien Rice sýndi verkefninu áhuga. „Damien fannst myndin og hugtakið það áhugavert að hann bauðst til að leggja okkur lið og sérsemja lag fyr- irmyndina og plötuna. Platan er ein- göngu fáanleg á tónlistarvefnum gogoyoko.com, en frá og með 1. des- ember mun verða hægt að nálgast hana á tónlist.is,“ segir Biggi. borkur@mbl.is Plata með fallegan boðskap Töffarinn Ásamt Bigga kemur annað hæfileikafólk að plötunni eins og Feldberg, Lára Rúnars, Blindfold, Ampop og Vyvienne Long. 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010  Haustsýning Listdansskóla Ís- lands fer fram í dag kl. 18 og 20 í Ís- lensku óperunni. Nemendur á list- dansbraut munu þar sýna atriði úr Hnotubrjótnum á klassískan og ný- stárlegan hátt. Miðasala fer fram í Íslensku óperunni og er miðaverð 1.500 kr. Listdansnemar dansa í Íslensku óperunni Fólk Feðginin Rúnar Þórisson og Lára Rúnarsdóttir koma fram í tónleikaröðinni Fuglabúrinu á Ró- senberg í kvöld kl. 20.30. Tónleikaröðin er skipulögð í samstarfi FTT, Félag tónskálda og textahöfunda, og Reykjavík Grapevine en á tón- leikunum er leitast við að brúa kynslóða- og tón- bil milli ólíkra listamanna. Rúnar lék á gítar í hljómsveitinni Grafík um árabil og sendi nýverið frá sér sólóplötuna Fall. Lára hefur einnig gert það gott í tónlistinni, á þrjár breiðskífur að baki og hefur haldið tón- leika bæði hér á landi sem erlendis. Rúnar og Lára hafa spilað saman áður og það nokkuð oft, að sögn Rúnars, bæði heima við og úti við, en þó ekki í Fuglabúrinu. „Það er ekki oft sem það er svona náskylt fólk að spila. Það er svolítið sérstakt,“ segir Rúnar um tónleikana. Hvað efnisskrá varðar segir hann að hún verði þrískipt, flutt verði lög af nýjustu breiðskífu Láru, Surprise og kannski nokkur af eldri lögum hennar og lög af nýjustu plötu hans, Fall, sem og eldri lög. „Í þriðja lagi munum við taka nýjar út- gáfur af Grafík-lögum, nokkrum Grafík-lögum,“ segir Rúnar. Rúnar og Lára verða þó ekki ein á sviðinu tón- leikana út í gegn. „Það má segja að það séu ég og Lára sem erum í Fuglabúrinu þetta kvöld en þangað inn bjóðum við líka sem gestum öðrum úr fjölskyldunni, nánum ættingjum og fjar- skyldum frændum,“ segir Rúnar og ljóst að nóg er af tónlistarhæfileikum í fjölskyldunni. helgisnaer@mbl.is Feðginin Rúnar og Lára í Fuglabúrinu Tónlistarfeðgin Lára og Rúnar á tónleikum.  Á morgun verða haldnir tón- leikar á vegum Jazzklúbbsins Múl- ans, í Risinu á Tryggvagötu 20. Á tónleikunum kemur fram hljóm- sveitin Woody VI en hana skipa Snorri Sigurðarson og Ari Bragi Kárason sem leika á trompeta, Jóel Pálsson á saxófón, píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, Valdimar K. Sigurjónsson á bassa og Einar Scheving á trommur. Hljómsveitin leikur tónlist eftir trompetleik- arann Woody Shaw sem kom fram um miðjan 7. áratuginn og þótti með eindæmum frumlegur í laga- smíðum og er oft sagður síðasti frumkvöðull djasstrompetsins. Tón- leikarnir hefjast kl. 22. Woody VI leikur tónlist eftir Woody Shaw  Söngvarinn Eyþór Ingi Gunn- laugsson og heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni helgaða Deep Purple nk. föstudagskvöld, 3. des- ember, kl. 22, í Hvíta húsinu á Sel- fossi. Eyþór og félagar ætla að trylla lýðinn, eins og segir í pósti. Til heiðurs hljóm- sveitinni Deep Purple Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Sigurgeir Sigurjónsson er einn þekktasti landslagsljósmyndari landsins. En færri vita að hann byrjaði sem samtímaljósmyndari í bítlaæðinu mikla. Hann tók sjálfur þátt í tónlistarbyltingunni sem var á sjöunda áratugnum því hann spil- aði í hljómsveitinni Molarnir og var umboðsmaður 5pens. En hann var enn öflugri í að ljósmynda hljóm- sveitirnar sem breyttu íslenskri tónlistarsögu. Margar af frægustu ljósmyndum þessa tíma eru eftir hann. Hann lýsir því í bókinni Poppkorn hvernig stíllinn breyttist ekki aðeins í tónlistinni heldur einn- ig í ljósmyndun. Þessi gullfallega ljósmyndabók sem fangar anda sjö- unda og áttunda áratugarins er krydduð hnyttni Einars Kárasonar sem skrifar inngang og ummæli með myndunum. Einar notast við sama stíl og Þórarinn Eldjárn í bók sinni Ég man. Aðspurður hversvegna Sigurgeir hafi tekið sér hlé frá landslags- ljósmyndum til að gefa þessa bók út núna, segir hann að hann hafi verið að grufla í gömlum myndum og far- ið á nostalgíu-tripp. „Mér þykir mjög vænt um þessar myndir og þennan tíma. Mér fannst ég fara aftur í tímann og heilsa uppá gamla vini og kunningja sem maður hafði mætt á þessum tíma. Þetta var kraftmikill tími, það var mikil orka í fólkinu. Þetta eru mest myndir frá 1964 til 1975, þetta er tíu ára tíma- bil. Þarna eru myndir af kaupmann- inum á horninu en það var ýmislegt bannað á þessum tíma sem er ekki bannað núna og það var oft selt undir borðið hjá kaupmanninum einsog; Mackintosh súkkulaði, kín- verjar og klám,“ segir Sigurgeir. „Það eru nokkrar Reykjavík- urmyndir einsog bóndinn í Laug- ardal. Svo eru myndir neðan af Rauðarárstíg, þar sem voru reyk- hús. Þetta er inngangurinn í bók- inni svo maður fái tilfinningu fyrir umhverfinu áður en lengra er hald- ið. Svo koma hljómsveitarmyndirnar og dansmyndir úr Tónabæ. Þetta er pínulítið hallærislegt en líka svo fal- legt. Myndir verða ekki góðar við það að verða gamlar, en ef þær eru góðar fyrir þá kemur önnur vídd í þær við það að þær eldast. Ég er með Magga Kjartans í bókinni þar sem hann er bara fjórtán ára að spila með mun eldri mönnum einsog Pétri Östl- und til dæmis,“ segir Sig- urgeir. Í mörgum hljóm- sveitunum virðast sumir vera á fermingaraldri og við myndina af Guðna í hljómsveitinni Tempó bætir Einar Kárason við setning- unni: „Mátti hann vera svona seint úti?“ Þá minnist Einar þess líka að hljómsveitin Swinging blue jeans var þýdd á íslensku í tímaritinu Æskunni; Hinar dansandi bláu nankinsbuxur. En á þessum tíma var íslenskan ennþá vernduð af of- forsi. „Já, þetta voru geggjaðir tímar,“ segir Sigurgeir. „Það fannst öllum þeir geta allt á þessum tíma. Gleðin og sköpunin var mikil. Þegar bítlaæðið byrjar þá voru bara hljómsveitir með þrælmenntuðum tónlistarmönnum á sjónarsviðinu og þeir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar fólk sem kunni lítið sem ekkert á hljóðfæri rauk uppá sviðið og fór að glamra á gítar. En með tímanum fóru hljómsveitirnar sem voru góðar að sækja í vel lærðu tónlistarmennina og þetta blandaðist allt saman. Á þessum tíma var líka svo auð- velt að fylgjast með, það voru ekki nema 40 titlar í plötubúðunum.“ Þessum byltingarkenndu tímum eru gerð góð skil í bókinni, tímum sem færðu okkur ekki aðeins bylt- ingu í tónlist heldur bókmenntum, þjóðfélagsmálum og stjórnmálum. Bylting á öllum sviðum  Sigurgeir gefur út ljósmyndabók um sjöunda áratuginn í tónlistinni  Þegar Bítlarnir voru kallaðir Hinar klingjandi bjöllur af málverndarsinnum Landsliðsmaðurinn Rúnar Júlíusson var þekktur landsliðsmaður í knatt- spyrnu en fór að leika sér í hljómsveit meðfram boltanum. Í bók Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara skrifar Einar Kára- son texta um tímabilið. Þar stendur meðal annars: „Ég man að í barnablaðinu Æskunni voru öll ensku hljómsveitarnöfnin þýdd og „The“ var þýtt sem „Hinir“. „Hinir rúllandi stein- ar“ gekk alveg upp. Verra með „The Beatles“ en ein- hverntíma voru þeir kallaðir „Hinar klingjandi bjöll- ur“. Hljómar voru „Hinir íslenzku bítlar“.“ Einar Kára TEXTAMAÐURINN Einar Kárason  Tónlistin úr myndinni Future of Hope kemur út  Vongóður Biggi er bjartsýnn  Platan og myndin á ferð um heiminn Jónas Toxic var vinsæl hljómsveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.